Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033- Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Bandalagið gengur í Alþýðuflokkinn Georges Pompidou eftir Reykjavíkurfundinn: „Fundurinn var í líkii til bam — fremur ei Svipmyndir frá viðræðum Nixons og Pompidou 1973 Pompidou þakkar lítillí stúlku fyrir blómvönd sem hún færði honum A Akvörðun Bandalags jafn- aðarmanna (BJ) síðastlið- inn mánudag um að hætta stjórnmálastarfí undir þessu nafni og ganga til liðs við þing- flokk Alþýðuflokksins undir heitinu Félag fíjálslyndra jafn- aðarmanna markar viss þátta- skil. Þar með er formlega að minnsta kosti lokið klofningi í Alþýðuflokknum, sem hófst með úrsögn Vilmundar heitins Gylfasonar úr flokknum og leiddi til ákvörðunar hans í janúar 1983 að stofna stjóm- málasamtökin Bandalag jafnaðarmanna. Enn einu sinni hefur tekist að ná sáttum á þessum væng stjómmálanna, þar sem ágreiningur milli manna hefur margoft haft í för með sér, að nýir flokkar komast á legg eða forystu- menn fara úr einum flokki í annan. Engir hafa meiri reynslu af slíkum átökum en Alþýðuflokksmenn. Síðdegis á þriðjudag sam- þykkti flokksstjóm Alþýðu- flokksins að tillögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, flokksformanns, inngöngu hins nýja félags jafhaðar- manna í flokkinn. Telur formaðurinn, að þessi samruni sé áfangi að því markmiði, að Alþýðuflokkurinn verði for- ystuflokkur vinstra megin við miðju íslenskra stjómmála. Við skilgreiningu á stjóm- málastefnu Bandalags jafnað- armanna hefur oftar en einu sinni komið fram, að vafasamt sé að kenna hana við vinstri stefíiu. Á margan hátt hefur flokkurinn staðið nærri Sjálf- stæðisflokknum og jaftivel fylgt hreinræktaðri ftjáls- hyggjustefnu, svo að notað sé hugtak, sem mjög hefur sett svip á stjómmálaumræður undanfarið. BJ hefur í ýmsu tilliti barist fyrir rétti einstakl- ingsins í þjóðfélaginu með þeim hætti, að til fyrirmyndar hefur verið. Hvemig sú barátta samrýmist stjómmálastarfí vinstra megin við miðju vefst vafalítið fyrir mörgum, sem lagt hafa flokknum lið. Og enn má spyija, hvaða áhrif þessi sammni hafí á þær heitstreng- ingar, sem þeir Jón Baldvin og Svavar Gestsson höfðu í frammi á fundi á Siglufírði nú í vor. Á því er enginn vafí, að ákvörðunin um að leggja BJ niður er tengd litlu gengi flokksins í skoðanakönnunum. Raunar var það til marks um, að BJ stæði ekki sterkt að vígi, að flokkurinn ákvað að bjóða ekki fram í sveitarstjómar- kosningunum síðastliðið vor. Eins og Valgerður Bjamadótt- ir, fyrrum forvígismaður BJ, sagði í Morgunblaðinu í gær em það kjósendur sem hafa lokaorðið en ekki það, sem fer á milli stjómmálamanna í bak- herbergjuirí. Og hún minnir á, að BJ hafí einmitt verið stofti- að til að spoma við pólitísku baktjaldamakki. Gengi flokks- ins á sínum tíma átti tvímæla- laust rætur að rekja til þess, að kjósendur álitu, að hann ætlaði inn á nýjar brautir; beij- ast gegn fjórflokkunum, eins og hinir hefðbundnu flokkar vom kallaðir, en ekki samein- ast þeim. Guðmundur Einarsson, formaður BJ, hefur látið þau orð falla, að sammni við AI- þýðuflokkinn hafí verið valinn til að koma pólitík flokksins áfram. í umræðunum um þessi sögulegu þáttaskil hefur á hinn bóginn lítið verið minnst á helstu stefnumál BJ en þeim mun meira rætt um það, hvernig þingmenn flokksins geti haldið áfram í pólitík. Ætlar Alþýðuflokkurinn til dæmis að taka upp baráttu BJ fyrir afnámi þingræðis og beinni kosningu forsætisráð- herra, sem hefur verið úrslita- atriði í stefnu BJ? Vangaveltur Jóns Baldvins Hannibalssonar um að menn úr fleiri flokkum en BJ muni ganga til liðs við Alþýðuflokk- inn á næstunni gefa til kynna að hann hefur lagt net sín víða upp á síðkastið. Vegna þessa hefur forráðamaður { Alþýðu- bandalaginu á borð við Ásmund Stefánsson, forseta Alþýðusambands íslands, séð sig knúinn til að lýsa yfír því opinberlega, að hann eigi heima í Alþýðubandalaginu. Eftir sveitarstjómarkosning- arnar sagði Svavar Gestsson, að atkvæði greidd Alþýðu- flokknum væru í raun stuðn- ingur við Alþýðubandalagið. Takist Jóni Baldvin Hannibals- syni að stöðva afskiptasemi Alþýðubandalagsins af Al- þýðuflokknum og snúa vöm í sókn með því að safna liði með annarri fylkingunni innan Al- þýðubandalagsins yrðu það vissulega mun merkari tíma- mót í stjómmálasögunni en innganga þriggja þingmanna Bandalags jafnaðarmanna í þingflokk Alþýðuflokksins. „OKKUR tókst það sem við ætl- uðum okkur. Þetta gekk mjög vel,“ sagði Henry Kissinger, þá- verandi öryggismálaráðgjafi Nixons, þáverandi Bandarikja- forseta, eftir fund Nixons og Pompidou Frakklandsforseta, dagana 31. mai til 1. júní 1973 í Reykjavík. Nixon gaf ekki frá sér yfirlýsingu, en lét aðstoðar- mönnum það eftir. Frakklands- forseti talaði við blaðamenn skömmu áður en hann hélt af landi brott og sagði þá m.a. „Fundurinn hér hefur fremur verið í líkingu við það að búa til bam en að fæða það. Og getnað- urinn er nú venjulega miklu skemmtilegri en bamsfæðing- in...“ Frakklandsforseti sagði, að þessi orð spegluðu í óeiginlegri merkingu eðli fundarins. Afleiðingar hans væru kannski ekki mjög sjáanlegar, en þær yrðu það væntanlega í framtíðinni. Hann sagði: „Það var ekki ætlunin að taka neinar ákvarð- anir, heldur ræða málin. Ég kom ekki til þessa fundar til að tala fyr- ir Evrópu. Ég er hér til að tala fyrir hönd Frakklands. Við höfum fundið að mörg vandamál eru fyrir hendi. Við vorum sammála um ýmis mál, ósammála um önnur. En í heild voru þau miklu fleiri sem við erum sammála um en hitt. Hvers vegna? Vegna þess, að heildarskoð- anir okkar á lífí og friði eru hlið- stæðar." ★ Beiðni um að halda fund þeirra Nixons og Pompidou í Reykjavík barst ríkisstjóminni formlega þann 30. apríl. Frakklandsforseti mun hafa átt hugmjmdina að fundar- staðnum. Stungið var upp á dögunum 31. maí og 1. júní og komu báðir til landsins síðla 30. maí. Frá upphafí lá fyrir, að undirbún- ingur yrði viðamikill og var þegar hafízt handa. Láð sérfræðinga og aðstoðarmanna forsetanna komu til Reykjavíkur nokkm síðar og könn- uðu aðstæður og bám saman bækur sínar við þá sem höfðu með höndum skipulagningu af okkar hálfu. Fréttin um fundinn vakti mikla at- hygli og hátt í fímmhundmð erlend- ir blaðamenn úr öllum heimshom- um, boðuðu snarlega komu sína hingað. Fljótlega var ákveðið að fundurinn skyldi haldinn á Kjarvals- stöðum. Öryggisveggir vom settir í húsið og aðstaða gerð fyrir blaða- menn í vesturálmunni, en hinn hluti hússins var stúkaður niður fyrir fundi þjóðarleitoganna og einnig fyrir minni fundi ýmissa aðstoðar- manna þeirra. Þá þurfti að leysa fíarskiptamálin og vann Póstur og sími að því af kappi. Fjarskiptamið- stöð Nixons var ákveðin í Austur- stræti 12, þá vom settir upp símaklefar á Kjamalsstöðum, fíar- ritarar og fleira. Ámóta tækjum var einnig komið fyrir á Hótel Esju og þar var einnig sett upp nýtt talsam- band við útlönd. Þá var að huga að bústað fyrir þjóðhöfðingjana. Frakklandsforseti óskaði eftir að fá til afnota hús Alberts Guðmundssonar og konu hans við Laufásveg. Þau hjón urðu fúslega við þeirri beiðni. Ákveðið var að Nixon Bandaríkjaforseti hefði aðsetur f bandaríska sendiráð- inu. ★ Hugmyndin var sem sagt mnnin frá Pompidou og kom óneitanlega á óvart að Reykjavík skyldi valin fundarstaður. Að öðm Ieyti hafði það legið í loftinu lengi að forsetar Bandarikjanna og Frakklands þyrftu að hittast og ræða málin. Margskonar ágreiningur hafði vax- ið milli þjóðanna. Frakkar vom óánægðir með það sem þeir kölluðu óeðlilega afskiptasemi Banda- ríkjanna af máleftium V-Evrópu og töldu Bandaríkjamenn heldur ekki sýna samstarfsþjóðunum í Atlants- hafsbandalaginu nægilega virð- ingu. Ljóst var því að þessi mál yrðu ofarlega á baugi þegar að fundinum kæmi. Með forsetunum komu að sjálf- sögðu ýmsir ráðgjafar þeirra, George Shultz, utanríkisráðherra, sem verður í föraneyti Reagans nú, var fjármálaráðherra í stjóm Nix- ons og var í fömneyti hans. Utanríkisráðherra var þá William Rogers og einnig kom Henry Kiss- inger, öryggismálaráðgjafí hans, sem var orðinn æ meira áberandi í mótun bandarískrar utanríkis- steftiu þá. Jobert, utanríkisráðherra Frakklands, var í fylgdarliði Pompidous. Alls komu 370 manns frá Bandaríkjunum vegna fundarins og um 140 frá Frakklandi. Þar em blaðamenn meðtaldir. ★ Á þessum vikum var landhelgis- deilan við Breta efst á baugi hérlendis. Hvað eftir annað hafði skorizt í odda með Bretum og íslensku varðskipunum og Bretar virtust staðráðnir í að halda áfram yfírgangi á miðunum. Mikil reiði var í garð Breta hér og augljóst, að íslenzkir ráðamenn myndu nota tækifærið og reifa landhelgismálið við forsetana. Margir höfðu á orði, að eðlilegt væri að vænta stuðnings Atlantshafsbandalagsþjóða við mál- stað okkar, þar sem Bretar hefðu beinlfnis hafíð stríð á hendur okkur. Það kom enda á daginn, að land- helgismálið var rætt. I forsíðufyrir- sögn Morgunblaðsins þann 31. maí, morguninn eftir komu þjóð- höfðingjanna segin „Landhelgin í brennidepli, góð þekking Banda- ríkjaforseta á málinu, segir forsæt- isráðherra." í þessari frétt er greint frá því að Átlantshafsbandalagið, þýðing íslands fyrir það og landhelgismálið hafí verið til umræðu á fundum forseta íslands, dr. Krístjáns Eld- jáms, Ólafs Jóhannessonar, forsæt- isráðherra og Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra með Nixon og Pompidou. Nixon lagði þar áherzlu á þýðingu bandalagsins fyrir friðinn í heiminum og undirstrikaði nauð- syn þess, að Atlantshafsbanda- lagsríkin kæmu sterk til Öryggismálaráðstefnu Evrópu. For- sætisráðherra gerði Nixon grein fyrir landhelgismálinu, sem Banda- ríkjaforseti sýndi mikinn áhuga á. Hafði Nixon góða undirstöðuþekk- ingu á því máli að sögn forsætisráð- herra. Fundur þeirra Nixons, Rogers og Kissingers með ofan- greindum íslenzkum ráðamönnum stóð í 50 mínútur, eða hálfri klukku- stund lengur en ráðgert hafði verið. Fundur Pompidou og Jobert með íslendingunum stóð svo nokkra skemur eða í um það bil 20 mínút- ur. Þar gerði Pompidou grein fyrir viðhorfum Frakka til NATO og þýðingu íslands fyrir það og Ólafur Jóhannesson gerði honum grein fyrir landhelgismálinu. ★ Fundir Pompidou og Nixons hóf- ust svo á Kjarvalsstöðum, fímmtu- daginn 31. maí og hófst sá fyrri klukkan tíu og stóð til eitt. Ronald Ziegler blaðafulltrúi Nixons sagði að Pompidou hefði lagt áherslu já nauðsyn þess að hafa áfram bandarískt herlið í Evrópu og var- aði Bandaríkjastjóm við einhliða ákvörðun um að draga úr herstyrk sfnum þar. Nixon ftillvissaði á hinn bóginn Frakklandsforseta um, að hann hefði ekkert slíkt í hyggju. Ég minnist þess að okkur blaða- mönnum þótti frásögn þessi heldur rýr og var reynt að ganga á Zie- gler og fá bitastæðari frásögn, en allt kom fyrir ekki. Eftir seinni fundinn hélt Henry Kissinger sér- stakan fréttamannafund og var þá rætt opinskáar um hin ýmsu máls- atriði fundarins. ★ Landhelgismálið kom sögulega við sögu þessa fundar. Föstudaginn 1. júní, laust fyrir kl. 7.30 að morgni, gerðist sá atburður, að brezki dráttarbáturinn Irishman sigldi á bakborðshlið varðskipsins Árvakurs, 24 sjómílur suðsuðaustur af Hvalbak. Irishman rejmdi einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.