Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 54
9861 flaaÓTflO ,S HUOAOIJTMMH ,QI(3AJaKUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 4 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNDfS TÓMASDÓTTIR, Kársnesbraut 19, Kópavogi, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 29. september. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, synir, tengdadœtur og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG INGIMUNDARDÓTTIR, áðurtil heimilis að Háagerði 37, lést 30. september á Elliheimilinu Grund. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja. Jóhanna Steindórsdóttir, Jón f. Guðmundsson, Lilja Guðmundsdóttir. t Fósturmóðir mín og móöursystir, KARLA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR, Ásbergi, Skagaströnd, er lést á Héraðshælinu Blönduósi 25. sept. verður jarösungin frá Hólaneskirkju, Skagaströnd laugardaginn 4. sept. kl. 14.00. Ólöf Konráðsdóttir Samúelsen, Helga Berndsen. t Frændi minn, VALGEIR HILMAR HELGASON, lést á dvalarheimilinu Ási, Hvergagerði 29. þ.m. Haraldur Stefánsson. t Útför móður okkar og tengdamóður, ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR, húsfreyju á Vatnsleysu, fer fram frá Skálholti laugardaginn 4. október kl. 2 e.h. Jarðsett verður frá Torfastöðum. Bílferð verður frá BSf kl. 12.15. Ingigerður Þorsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Einar Geir Þorsteinsson, Kolbeinn Þorsteinsson, Bragi Þorsteinsson, Viðar Þorsteinsson, Sigríður Þorsteinsdóttir. Steingerður Þorsteinsdóttir, Ólöf Brynjólfsdóttir, Ingveldur B. Stefánsdóttir, Erla Siguröardóttir, Halla Bjarnadóttir, Guðrún Gestsdóttir, t Móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma, HALLDÓRA ODDNÝ HALLBJARNARDÓTTIR, Arnarhrauni 19, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3. október kl. 13.30. Guðlaug Hansdóttir, Lárus Sigurðsson, Oddný Lárusdóttir, Hanna B. Lárusdóttir, Lárus Lúðviksson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA EINARSDÓTTIR, Hofteigi 6, (áður Kleppsvegi 44), verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag, fimmtudaginn 2. október, kl. 13.30. Svanbjörg Hróbjartsdóttir, Guðlaug Hróbjartsdóttir, Eriendur Guðmundsson, ívar Erlendsson, Þóra Berg Jónsdóttir, Guðrún Sandra Björgvinsdóttir og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, frá ísafirði, Ásvallagötu 61, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. okt. kl. 10.30. Katrfn Fjeldsted Jónsdóttir, Arna Ólafsdóttir, Ragnhildur Ölafsdóttir, Lára Veturliðadóttir, Guðmundur M. Ólafsson, Lára F. Hákonardóttir. Minning: Svavar Scheving frá Efri-Brunnastöðum Fæddur 23. mars 1941 Dáinn 24. september 1986 Svavar Scheving frá Efri- Brunnastöðum, er farinn yfir móðuna miklu. Hann var sérstæður persónuleiki og ég held mér sé óhætt að segja að öllum sem kynnt- ust honum sé hann ógleymanlegur. Svavar var svo minnugur á andlit og nöfn að með ólíkindum var. Hann var hnyttinn í tilsvörum og gat jafnvel komið mesta fylupoka til að hlæja að uppátækjum sínum. Svavar var hár og grannur, frár á fæti og ætíð á hraðferð. Hann gaf sér samt alltaf tíma til að stansa og ræða við vini sína ef hann hitti þá á fömum vegi. Fyrir um það bil ári varð Svavar fyrir bíl og slasað- ist nokkuð, við héldum vinir hans að nú myndi Svavar ekki verða meira á róli út um bæinn. En hann náði sér furðu fljótt og komst á kreik. Honum leið áreiðanlega ekki allt- af vel, en hann kvartaði ekki. Eg kynntist Svavari fyrir um 11 ámm þegar ég hóf störf í eldhúsi Kópa- vogshælis. En þar var hann vist- maður. Hann vakti fljótt athygli mína með hressilegu viðmóti sínu og saklausum hrekkjum. Hann var það sem kallað er þroskaheftur og þessvegna komst hann nær honum Guði en við hin. Við getum lært mikið af sakleysi þeirra, hreinleik og hrekkleysi og fundið þannig aftur bamið í okkur sem við flest gleymum í önn dags- ins og andstreymi lífsins. Og það er ekki alltaf mesta visk- an sem kemur frá okkur hinum. Ég held að ég megi fyrir hönd okk- ar sem unnum eldhússtörfin á Kópavogshæli þakka Svavari og öðrum vistmönnum Kópavogshælis það sem þeir miðluðu okkur af lífsvisku sinni. Móður hans votta ég samúð og vona og veit að nú er Svavar vinur minn kominn til hinna víðfeðmu óminnislanda og unir þar glaður við sitt. Guðlaug Pétursdóttir Mig langar til þess að minnast gengins vinar míns, Svavars Schev- ing, og þakka honum samfylgdina. Sú samfylgd var reyndar alltof stutt, því að við kynntumst ekki fyrr en haustið 1981 þegar ég hóf störf á Kópavogshæli, þar sem Svavar bjó hin síðari ár. En vinátt- an sem myndaðist milli okkar varð sterk og einlæg og fyrir hana er ég þakklát. Að slíkri vináttu býr maður alla ævi þótt höf skilji vini eða þeir skipti um tilverustig. Svav- ar var einn þeirra mörgu, sem stuðluðu að því að vera mín á Kópa- vogshælinu skildi eftir ljúfar minningar og mikinn lærdóm. Eitt af því, sem mér féll ákaflega vel á þessu stóra heimili, var að heimilis- fólk þar hefur flest varðveitt þann eiginleika, sem við hin höfum því miður að miklu leyti bælt niður á fullorðinsárum, þ.e. að sýna op- inskáar og einlægar tilfinningar, hvort heldur þær eru gleði, sorg, reiði, þakklæti eða ástúð. Svavar var þar engin undantekning. Hann var tilfinningaríkur og tjáði tilfínn- ingar sínar óspart og oft þannig að þeir sem ekki þekktu hann áttu erfitt með að skilja hvað á bak við bjó. Oftast var hann glaður og ástúðlegur og þess varð ég aðnjót- andi í svo ríkum mæli að ég var oftast þiggjandi í okkar samskipt- um. Þegar við Svavar kynntumst naut ég nafnsins míns, því að ég var nafna ömmu hans. Hann átti margar góðar minningar um þau afa sinn og ömmu og annað frænd- fólk „suður með sjó“ og hugur hans leitaði einatt þangað. Þegar ég kynntist Svavari var afi hans látinn en amma hans bjó háöldruð með sonum sinum og dótt- ur, móður Svavars, Elínu Krist- mundsdóttur, sem annaðist hana af stakri alúð og umhyggju. Ég var svo heppin að fá tækifæri til þess að fara tvisvar með Svavari að heimsækja þetta æskuheimili hans, Fæddur 26. júní 1906 Dáinn 19. september 1986 Nýlátinn er í Reykjavík afi minn Stefán Runólfsson frá Litla-Holti við Skólavörðustíg. Hann var sonur sæmdarhjónanna Runólfs Stefánssonar og konu hans, Þóru Jónsdóttur en mér var sagt að þau hefðu sett svip sinn á bæinn upp úr síðustu aldamótum. Heimili þeirra var rómað vegna myndarskapar og kærleika þeirra við þá sem þurfandi voru og minna máttu sín. Þóra Jónsdóttir þótti mikil kona og stóð hún fyrir heim- ili þeirra með reisn og minntust gamlir Reykvíkingar hennar sem góðrar konu. Elst bama þeirra var Anna, þá komu Stefán, Jón, Þórir, Sigurður og Stefnir. Böm Runólfs og seinni konu hans em Trausti, Einar og Þóra. Runólfur varð fyrir þeirri sorg að missa Þóm, konu sína, frá böm- unum ungum og skömmu síðar missti hann eignir sínar, en hann hafði til þess tíma talist velefnaður maður og stóð uppi slyppur og snauður með 6 ung böm. Stefán afi sagði mér að áfallið hefði verið sér þungt. Við móðurmissinn missti afí minn fótfestuna um árabil en síðar sagði hann skilið við fyrra lífemi og helgaði sig Kristi upp frá því. Ungur hóf hann sambúð með Margréti H. Helgadóttur, ömmu þar sem okkur var sannarlega vel fagnað. Við nutum þessara ferða í ríkum mæli, bæði atlæti móður hans svo og landslagsins og sjávar- ilmsins sem vakti bemskuminning- ar okkar beggja. Þegar við kvöddumst fyrir ári ráðgerðum við að fara í ferð „suður með sjó“ þeg- ar ég kæmi aftur frá útlöndum. Ekki verður sú ferð farin í þessari veröld, en gott þykir mér að vita af svo góðum vini og leiðsögumanni þegar ég legg upp í mína lokaferð. Elínu, móður Svavars, öðm venslafólki hans og vinum votta ég samúð mína. Lára Björnsdóttir minni, og eignuðust þau tvær dæt- ur, Gyðu og Bimu, og eru afkom- endur þeirra nú 14. Þau slitu samvistum. Stefán afí rak lítið verkstæði í Ingólfsstræti um 30 ára skeið og vann ég þar með honum við fram- leiðsluna um tíma og komst ekki hjá því að taka eftir vinsældum hans í samskiptum við aðra menn. Umgengni við aðra voru honum eðlileg og ekkert var honum sjálf- sagðara en að miðla öðmm af trúarreynslu sinni. Æðsta markmið hans var að boða öllum kristna trú. Á efri ámm fór afi minn árlega erlendis og fómm við hjónin með honum í 3 slíkar ferðir. Mér er sér- staklega minnisstæðar 2 ferðir til Búlgaríu. Ótrúlegt fannst mér hversu auðveldlega honum tókst að ná sambandi við fólk sem aðeins talaði búlgörsku, en hann skildi ekki orð í því máli og þó virtist eins og tungumálaerfíðleikar væm eng- ir. Alls staðar kynntist hann kristn- um mönnum sem fögnuðu honum sem einkabróður. Afi minn var góður tækifæris- ræðumaður, hafði skemmtilega kímnigáfu og gat með frásögnum sínum glatt hjarta hvers manns. Stefán afi var mikið fyrir fjöl- skyldu sína og lét okkur aflcomend- ur sína finna hve mjög hann unni okkur og ég veit fyrir víst að hann bað fyrir okkur í bænum sínum á hveijum degi. Veraldarauð lætur afi minn ekki eftir sig en annan auð skilur hann eftir öðmm meiri. Blessuð sé minn- ing hans. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort Ijóð um hinn látna. Lej'fílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Stefán Runólfs- son - Minning Stefán Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.