Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 42

Morgunblaðið - 16.06.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988 Morgunblaðið/Rúnar Þór Sláttur er hafinn á nokkrum bæjum frammi í firði og má búast við að enn fleiri hefji slátt nú um helgina. Sláttur hafinn í Eyjafirði: Hey skaparhorfur þokkalega góðar SLÁTTUR er nú hafinn á nokkr- um bæjum frammi í Eyjafirði og að sögn Ævars Hjartarsonar, ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, eru heyskap- arhorfur í sumar þokkalega góð- ar. „Það hefur komið vel undan, tún eru að mestu óskemmd, og þar að auki lítur vel út með sprettu í sum- ar,“ sagði Ævarr í samtali við Morgunblaðið, þegar forvitnast var um álit hans á heyskaparhorfum. Hann sagði þó að nokkur svæði úti í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi hefðu skemmst svolítið, auk þess sem ofurlítið tjón hefði orðið af völdum vatnavaxtanna að undan- fömu. „Vatnið hefur skolað burtu áburði og borið leir í tún og slægju- lönd, og ég efast um að mikil upp- skera verði af þeim svæðum. Á hinn bóginn hefur verið svo ljómandi góð tíð að undanfömu, að sumir bændur hér frammi í firði eru þegar byrjað- ir að slá, og ég reikna með nokkrir eigi eftir að bætast í þann hóp og hefja slátt nú um næstu helgi," sagði Ævarr að lokum. Fyrsta skemmtiferðaskipið komið RÚSSNESKA skemmti- ferðaskipið Kasakstan kom til Akureyrar um hádegis- bilið í gær. Þetta er fyrsta koma skemmtiferðaskips hingað í sumar, en alls verða slíkar komur 17 talsins, og eru það nokkru fleiri komur en undanfarin sumur. Flest eru skipin sem hingað koma sovésk. Morgunblaðið/Rúnar Þór BERNHARDTl The Tailor-l.nok # falbe V&K- CflL Kalmannaföt í miklu úrvali stakir jakkar og buxur. .v ÍP’ \j? VISA* Frakkar, stakkar, peysur, skyrtur, bolir, hálsbind, sokkar, nærföt o.m.fl. Klæðskeraþjónusta. VERSLIÐ HJÁ FAGMANNI. B lierrabudin |Hafnarstræti 92 - 602 Akureyri - Sími 96-26708.1 IBM og UA færa Háskól- anum á Akureyri gjafir HÁSKÓLANUM á Akureyri voru í gær formlega afhentar gjafir frá Útgerðarfélagi Akureyringa og IBM á íslandi. Gjöf útgerðar- félagsins er 100 þúsund krónur i bókasjóð og IBM gaf 30 mb. harðan disk í kerfistölvu skólans. Það voru þeir Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri ÚA og Gunnar Hansson, forstjóri IBM á íslandi, sem færðu skóianum gjafirnar fyrir hönd fyrirtækjanna. Haraldur Bessason, rektor skólans, veitti þeim viðtöku og þakkaði þann hlýja hug sem skólanum væri þarna auð- sýndur. í samtali við Morgunblaðið sagði Haraldur að skólanum hefði þegar á þessu fyrsta starfsári hans borist nokkuð af bókagjöfum og peningum til bókakaupa. Tiltók hann í því sambandi 600 þúsund króna gjöf til bókakaupa frá Akureyrarbæ og 100 þúsund króna gjöf frá Sam- bandinu. Þá barst skólanum fyrir skömmu bókagjöf frá hjónunum Rögnvaldi Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsfólk skólans tók formlega á móti gjöfunum í gærmorgun. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Stefán Jónsson, námsbrautarstjóri i iðnrekstrarfræðum, Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri ÚA, Gunn- ar Hansson, forstjóri IBM á íslandi, Haraldur Bessason, rektor skól- ans, Margrét Tómasdóttir, námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræðum, og Ólafur Búi Gunnlaugsson, skrifstofustjóri. Möller og Kristínu Möller, en þar nokkrar stórar bókagjafir til skól- að auki hefur verið tilkynnt um ans. 17. júní-hátíðarhöldin; Grænlenskir dansar sýndir og keppt í kassabílaralli Hátíðarhöldin hér á Akureyri á morgun, þjóðhátíðardaginn, verða með hefðbundnum hætti. Hátíð- ardagskrá hefst á Húsmæðraskól- atúni klukkan 14.30 þar sem þjóð- hátíðarræður verða fluttar og helgistund I.'aldin undir stjórn sr. Birgis Snæbjörnssonar. Síðan hefst skemmtidagskrá á sama stað klukkan 15. Um kvöldið verður skemmtun á Ráðhústorgi þar sem Stuðkompaniið sér um tónlistar- flutning. Dagskráin hefst klukkan 8 með því að fánar verða dregnir að húni en síðan mun hópur fiðluleikara spila á sjúkrahúsinu, í Hlíð og á Sólborg. Klukkan 10 verður haldið kassabílar- all og fer það rram í Þverholti og Langholti. Keppt verður með marg- víslegu móti í þessari íþrótt og einn- ig verða veitt verðlaun fyrir frumleg- asta kassabílinn. Eftir hádegið hefst dagskráin með skrúðgöngu frá Hrísalundi, en þaðan verður gengið niður Þingvallastræti og niður á efra tjaldstæði bæjarins við Húsmæðraskólann. Þar hefst dagskrá klukkan 14.30 með fána- hyllingu og síðan flytur Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjómar, há- tíðarræðu. Ræðu nýstúdents flytur Sigrún Kristjánsdóttir og ávarp fjall- konunnar er flutt af Margréti Péturs- dóttur. Skemmtidagskrá hefst síðan sem fyrr segir klukkan 15 á sama stað og verður margt til skemmtunar. Þar mun m.a. koma fram hópur Græn- lendinga frá Narssak, vinabæ Akur- eyrar, og sýna þjóðdansa. Kvöldskemmtunin á Ráðhústorgi hefst síðan klukkan 21 og þar verður boðið upp á karatesýningu, Sverrir Stormsker mun flytja nokkur lög og leikklúbburinn Saga sýnir nokkur atriði úr Grænjöxlum. Þá verða flutt atriði úr Fiðlaranum á þakinu og dixielandhljómsveit spilar létt lög. Að lokinni kvöldskemmtuninni verður síðan dansað inn í nóttina, því í miðbænum mun Stuðkompaníið syngja og leika fyrir dansi. Dagskrárlok verða klukkan 2 eftir miðnætti. Listahátíð: Black Ballet Jazz til Akureyrar Black Ballet Jazz danshópurinn mun að loknum sýningum í Þjóð- leikhúsinu halda til Akureyrar, þar sem hann sýnir í íþróttaskem- munni mánudaginn 20. júni. Sýningar Black Ballet Jazz hópsins í Þjóðleikhúsinu verða fímm, dagana 15.—19. júní. Nær uppselt er á allar sýningarnar, en ósóttar pantanir verða seldar samdægurs. Forsala aðgöngumiða á sýninguna a Akur- eyri er nú hafín í Bókabúð Jónasar sem staðsett er við göngugötu Akur- eyringa. Sýning Black Ballet Jazz á Akureyri verður sem fyrr segir í íþróttaskemmunni þann 20. júní. (Úr fréttatilkynningu) Bæjarráð Akureyrar: Alyktar um Flug- leiða deiluna Bæjarráð Akureyrar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum á þriðjudagskvöld: „Bæjarráð Akureyrar átelur harð- lega að deila flugmanna og yfir- stjómar Flugleiða skuli látin bitna á þjónustu félagsins við farþega, ekki síst þegar haft er í huga einkaleyfi félagsins og verðlag þjónustunnar. Bæjarráð telur að aðgerðir sem þess- ar leiði óhjákvæmilega til aukins þrýstings á að einkaleyfi félagsins á flugleiðinni Akureyri Reykjavík verði I afnumið." Ferðafólk á Akureyri Verzlun okkar er við göngugötuna í þessu fallega húsi (gömlu París). Við seljum fatnað á unga sem aldna og margt fleira áhugavert. Ferðafólk hefur stundum ekki ratað til okkar, þvíbendum viðágömlu París,þar erumviðtil húsa. Veriðöll velkomin. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.