Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 Tvær stöður seðla- bankastjóra aug- lýstar á morgun Talið að Steingrímur Hermannsson sæki um stöðu seðlabankastjóra BANKARÁÐ Seðlabanka íslands ákvað á fundi sínum í gær, að aug- lýsa stöður tveggja seðlabankastjóra á morgun. Þar er um að ræða stöðu Tómasar Arnasonar, sem hætti fyrir aldurs sakir um áramót, og Jóns Sigurðssonar, sem hættir þann 11. apríl næstkomand og tekur þá við aðalbankastjórastöðu Norræna fjárfestingabankans (NIB). Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður skipað í um- ræddar stöður frá 15. apríl næstkomandi. Sömuleiðis hefur Morgun- blaðið upplýsingar um að Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði meðal umsækjenda um stöðu banka- stjóra Seðlabankans. „Ég nenni ekki að ræða þessi seðlabankastjóramál einu sinni enn,“ sagði Steingrímur Hermanns- son í gær, er Morgunblaðið leitaði staðfestingar hans á því að hann hygðist sækja um stöðu bankastjóra Seðlabanka íslands. Sex vikna umsóknarfrestur Ágúst Einarsson formaður bankaráðs Seðlabankans sagði í samtali við Morgunblaðið að aflokn- um fundi ráðsins að ákveðið hefði verið að birta í ijölmiðlum á morgun auglýsingu þar sem m.a. segði: „í Seðlabanka Islands eru tvær stöður bankastjóra lausar. Samkvæmt lög- um um Seðlabanka íslands, skipar ráðherra í stöðu bankastjóra, að fengnum tillögum bankaráðs. Bankaráðið auglýsir hér með eftir umsóknum um fyrrgreindar stöður, til undirbúnings tillögugerð." Ágúst sagði að umsóknarfrestur væri gefínn til 4. mars næstkom- andi, þannig að fresturinn væri 6 vikur. Forsætisráðherra segir fv. viðskipta- ráðherra hafa lætt frumvarpi í gegn Jón Sigurðsson vísar ummælunum á bug DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra sagði í viðtali í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, dóminn í skinkumálinu svokall- aða byggjast á lagabreytingum um innflutningsmál sem fyrrver- andi viðskiptaráðherra, Jón Sig- urðsson, hafi lætt gegnum Al- þingi og framhjá ríkisstjórninni. Jón Sigurðsson vísar þessum ummælum á bug. „Þessi dómur byggir á því að þáverandi viðskiptaráðherra hafí lætt í gegnum Alþingi, án þess að segja það nokkrum manni, 1992, lagafrumvarpi - án þess að segja það - sem ætti að breyta þeirri skipan sem þingið hafði viljað hafa á málinu. Mér fínnst það vera áfeli- isdómur fyrir .hann að fá slíkan dóm. Um það var aldrei rætt í ríkis- stjóm en að mínu viti liggur vilji Alþingis aigjörlega skýr fyrir. Ef einhveijar efasemdir eru uppi um það, verður gengið frá því algjör- lega tryggilega, þannig að í mínum huga breytir þetta ekki neinu," sagði Davíð Oddsson. Jón Sigurðsson sagðist ekki hafa heyrt ummælin orðrétt og ekki hafa séð dóminn þannig að hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann hafí auðvitað ekki lætt neinu í gegnum þingið, um- rætt lagafrumvarp hafí verið sam- þykkt af Alþingi með venjulegum hætti. Morgunblaðið reyndi án árangurs að ná í forsætisráðherra í gærkvöld. Morgunblaðið/Ingvar Leitað skjóls ÞESSI fjölskylda, sem festi sendiferðabíl með búslóð innanborðs í skafli, leitaði skjóls í Litlu kaffí- stofunni í Svínahrauni í gærkvöldi vegna veðurs. Frá vinstri Sigrún Sigurðardóttir, Freyr, Björg- vin Heiðar, Helena Sandra og Anna Kristín. Kröpp smálægð gerir usla KRÖPP smálægð yfír Faxaflóa olli talsverðum truflunum á sam- göngum á suðvesturhominu I gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar varð Reykjanesbrautin ófær um tíma, aðallega vegna slæms skyggn- is og einnig lögðu björgunarsveitir á suðvesturhominu á Hellis- heiði og Geitháls til að koma fólki til aðstoðar. Samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofu hélt lægðin, sem olli stormi og snjókomu suðvest- anlands, norðaustur yfir landið og komst vindhraðinn upp í 12 vind- stig á Hveravöllum. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík voru það liðsmenn björgunar- sveitanna Ingólfs, Alberts og Kyndils, auk Flugbjörgunarsveitar- innar og Hjálparsveitar skáta sem aðstoðuðu fólk á fjallvegum og fluttu til byggða. Mikið var um strandaglópa í Svínahrauni og leit- aði fjöldi fólks skjóls í Litlu kaffí- stofunni. Þegar Morgunblaðið hafði samband þangað í gærkvöldi voru um 50 manns gestkomandi á staðn- um. Þær upplýsingar fengust að ekki væsti um nokkum mann en venjan væri að fá tvo til þijá gesti um kvölmatarleytið. Meðal þeirra sem skjóls leituðu var fjölskylda, kona með ijögur börn, sem fest hafði sendiferðabfl í snjó skammt frá kaffístofunni. Rafmagnsleysi Sveitir í Hafnarfírði og Garðabæ fóru á stjá til að liðsinna ökumönn- um. Einnig losnaði jám af húsþaki í Hafnarfirði en vel tókst til með að hefta fokið samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni. Hjá lögregl- unni á Selfossi kom fram að raf- magnslaust væri í uppsveitum, einnig fauk 40 feta gámur frá Eim- skipafélaginu á hliðina í bænum. I dag verður suðvestlæg átt um allt land og hvassviðri og stormur víðast hvar. Allra austast á landinu verður úrkomulítið en él annars staðar. í kvöld verður vestanátt og tíu vindstig nyrst á landinu. Islenzkar sjávarafurðir juku útflutning sinn um 9% milli ára ÍSLENZKAR sjávarafurðir hf. fluttu utan og seldu erlendis fiskafurð- ir að verðmæti 13,4 miHjarðar króna á síðasta ári. Það er aukning um 8,9% milli ára, en árið 1992 nam heildarverðmæti seldra afurða 12,6 milljörðum króna. Útflutningur frystra afurða nam nú 51.510 tonnum á móti 50.525 tonnum árið áður, en það er 1,9% aukning milli ára í magni talið. Verðmæti útfluttra frystra afurða var 13,2 milljarðar og jókst um 7,3% frá árinu áður. Heildarútflutningur ÍS, freðfískur, ferskar afurðir, mjöl, söltuð hrogn og skreið nam 54.069 tonnum og jókst hann um 2,2% milli ára. Sala erlendis á síðasta ári nam 249 tonnum að verðmæti 49 milljónir króna og var þar um að ræða afurðir úr alaskaufsa, sem IS annast fyrir rússneska fyrirtæk- ið UTRF á Kamtsjatka. Nokkrar breytingar urðu á síðasta ári á vægi helztu markaða fyrir af- urðir ÍS. Þá fóru alls 12.816 tonn til Bandaríkjanna á móti 9.530 tonn- um árið áður og er það 34,5% aukn- ing. Til Asíulanda fóru 11.075 tonn, sem er 13,1% aukning milli ára, en samdráttur var á sölunni til Vestur- Evrópu. Þangað fóru nú 27.598 tonn, sem er 8,1% minna en árið 1992. Framleiðsla IS á frystum afurðum á síðasta ári nam 43.800 tonnum, sem er aukning um 0,3%, þrátt fyr- ir 6,5% samdrátt í botnfiskafla landsmanna. Á sama tíma og þorsk- í dag BarPar á Akureyri eárfÉjtf fifrnxKbui ^ Htolmtr mm DAGLEGTp ®IJí -T" P sVi * — — lá Sunna Borg og Þráinn Karlsson fara með 14 hlutverk í BarPari sem LA frumsýnir í kvöld 16 Frosthörkur 360 þúsund opinberir starfsmenn sendir heim í mestu frosthörkum í rúma öld í Bandaríkjunum 18 Tæknimenn i fyrirtæki_________ Næstu þrjú árin veitir Rannsókna- ráð árlega fímm fyrirtækjum styrki til að afla tækniþekkingar 23 Leiðari Verðstöður 1994 20 WMs LkSiif IM- CZJ c** ^ f ol 15 lliiiÉlii m & ! ESs Gera 900 fslendingar t án hvcrju sjtlísMcsitilniurur? .St^gsrðr.yeir f=a.rr. — ~~.r~ Fasteignir ► Byggingaframkvæmdimar við Lindargötu - Markaðurinn - Lagnafréttir - Smiðjan - Inn- an veggja heimilisins Daglegtlíf ► Lengri skóladagur - Leikfélag aldraðra, Snúður og Snælda - Ura hjónaband og fjölskyldullf - Á rölti í Singapore - Ferðamál á föstudegi - Af úrvalsfólki afli dróst saman um 7,7% jókst fram- leiðsla ÍS á þorskafurðum um 5,7% og framleiðsla á grálúðu jókst um 20,4% milli ára. Framleiðsla á ýsu, steinbít, ufsa og karfa dróst saman, enda samdráttur í afia af þessum tegundum nema karfa. Framleiðsla á rækju jókst um 26,4% milli ára en samdráttur varð í framleiðslu humars, 13,2% og hörpudisks, 5,3%. Framleiðsla á loðnu var á síðasta ári 998 tonn á móti 474 tonnum árið á undan. Af loðnuhrognum náðist aðeins að vinna 138 tonn á móti 264 árið 1992 þar sem framleiðslan stöðvaðist vegna ytri aðstæðna. Nú voru unnin 2.565 tonn af síld á móti 1.857 tonn- um árið á undan, sem er 38,1% aukn- ing. Heildarframleiðsla frystra afurða í fyrra var 52.425 tonn á móti 50.356 árið áður og jókst því um 4,1% milli ára. Dótturfyrirtæki ÍS í Bandaríkj- unum, Icland Seafood Corp., seldi alls 28.800 tonn af ýmsum afurðum fyrir 121,1 milljón dollara, 8,8 millj- arða króna. Það er aukning í magni upp á 11,2% og 8% í verðmætum. Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi seldi 12.345 tonn fyrir 30,6 milljónir punda, 3,4 milljarða króna. Það er 3,3% aukning í magni en samdráttur í verðmætum upp á 3,3%. Söluskrif- stofan í Þýzkalandi seldi alls 7.450 tonn á 42,6 milljónir marka, 1,8 millarða króna. Aukning í magni var 6,4% en 9,7% samdráttur í verð- mæti. Söluskrifstofan i Frakklandi seldi alls 7.600 tonn fyrir 148 millj- ónir franka, 1,8 milljarða króna, en það reyndist samdráttur í magni upp á 13,6% og 22,5% í verðmæti. Loks seldi söluskrifstofa ÍS í Reykjavík 14.620 tonn að verðmæti 39,4 millj- ónir dollara, 2,9 milljarðar króna. Það er nánast sama magn og árið áður, en verðmæti útflutningsins lækkar um 10,3% Helstu markaðir ísl. sjávarafurða 1992-93 1993 51.489 tonn Bandaríkin +34,5%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.