Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 29 að leggja sig eftir þjóðlegum fróð- leik sem svo er kallaður og á skömmum tíma varð hún altekin af þeirri fýsn. Áður á árum gaf hún hins vegar lítið fyrir ættir og slekti. Vorið 1966 varð Guðrún fimm- tug. Á því ári hóf hún sínar miklu gönguferðir um Vestfirði. Tuttugu og sjö ár voru þá liðin frá því hún fluttist burt úr þeim parti landsins og á því langa skeiði fór hún mjög sjaldan vestur. Nú varð breyting á. Það var eins og hún hefði orðið fyrir hugljómun og í sextán sumur naut hún þess að ganga um dali og heiðar, fjöll og fjarðarstrendur sinnar fósturjarðar fyrir vestan. Hver ferð tók um það bil eina viku og oftast voru þær tvær eða þijár saman. Sú sem fylgdi henni lengst er Hulda Sigurbjörnsdóttir á Sauð- árkróki. Ása Ottesen í Reykjavík gekk líka oft með henni og fleiri komu þar við sögu. Þetta voru eng- ar venjulegar gönguferðir. Áður en lagt var af stað lagði Guðrún kapp á að kynna sér allt sem í boði var um land og líf á þeim slóðum sem ætlunin var að fara um hveiju sinni. Þegar heim var komið samdi hún ætíð ferðasögu og studdist þá við dagbók sína og hinar mörgu ljós- myndir. Með bakpoka og tjald gengu þær um byggðir og eyðihér- uð, björguðu sér jafnan sjálfar en hittu þó marga að máli og stundum var þeim skutlað spottakom í bíl. Á þessum gönguferðum kynntist Guðrún miklum fjölda Vestfirðinga og urðu sumir þeirra mjög góðir vinir hennar. Þessi kynni voru henni dýrmæt. Ferðirnar um Vestfirði fór hún að eigin sögn til að safna minn- ingum. Þær ljúfu hugarmyndir veittu henni styrk þegar dauðinn fór að. Hún unni Vestfjörðum og elskaði Hornstrandir heitast. Ferðasögur sínar hafði Guðrún aðeins ritað fyrir sjálfa sig og til að lesa úr fyrir nána vini. Þegar skorað var á hana að veita heimild til útgáfu lítillar bókar með nokkr- um þessara ágætu ferðaþátta lét hún þó sem betur fór til leiðast. Sú bók kom út í nánd við sjötugsaf- mæli höfundarins árið 1986. Sem nafn á kverið valdi Guðrún kunna ljóðlínu Jóns Helgasonar er vísar til Hornstranda en bókin heitir Kög- ur og Horn og Heljarvík. Nöfn ein- stakra þátta í henni eru: Stímað fyrir Sléttanes, Stikað um Strandir, Gengið um gólf í Sléttuhreppi, Hornstrandahljómkviða, Tölt um tíðagötur, Anað út Önundarfjörð og Heilluð í hamra. Ferðaþættirnir bera með sér að Guðrún var prýði- lega ritfær enda skrifaði hún sitt af hveiju um dagana sem ekki verð- ur talið upp hér. Þó skal minnt á tvær ritgerðir hennar um björgun- arafrek í Grunnavíkurhreppi sem birtust í Ársriti Sögufélags ísfirð- inga árið 1982. Fyrir rétt liðlega einu ári fékk konan sem hér er minnst vitneskju um að hún væri komin með ólækn- andi lungnakrabbamein. Þeim tíð- indum tók hún með stakri ró og hélt öllum sínum fyrri háttum með- an stætt var. I sumar náði hún að ferðast allvíða um Norðurland og skrapp þá líka vestur á ísafjörð. Eignum sínum ráðstafaði hún með erfðaskrá til Landgræðslu ríkisins og fleiri þjóðþrifastofnana og gekk frá hreinu borði. Ósk hennar var sú að fá að deyja heima en þurfa ekki að fara á sjúkrahús. Sú von hennar rættist, þökk sé Heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins og hinum góðu vin- konum Guðrúnar, þeim Erlu M. Helgadóttur í Hafnarfirði og Huldu Sigurbjörnsdóttur sem kom frá Sauðárkróki og var hjá henni síð- ustu þijá sólarhringana. Nú er þessi Vestíjarðakona sofn- uð svefninum langa en glaður hlát- ur hennar fylgir okkur á leið, spöl- inn skamma sem enn er framundan. Kjartan Olafsson. Hér kom engum óvænt kallið, allir falla nú vegir greiðir. Sá er áður fór yfir fjallið, farinn er nú á hærri leiðir. Yfir dimma dauðafallið, dagsbrún sér og bráðum heiðir. Létt var honum því lúðurgjallið, leikvangur nýr, þar sem úr sér breiðir. (Ketill Indriðason) Þetta erindi úr eftirmælum um Eirík Sigurðsson, Sandhaugum í Bárðardal, þekktan ferðagarp, á vel við örfá minningarorð um vinkonu mín Guðrúnu Guðvarðardóttur. Hún kom í Skjaldfannadal á einni af sín- um mörgu gönguferðum og við hitt- umst af tilviljun. Við tókum tál sam- an og það mátti segja að þar yrði ást við fyrstu sýn. Eg gekk á leið með Guðrúnu og Huldu ferðafélaga hennar. í kjarrivöxnum hvammi settumst við niður og tíminn flaug, við frásagnir, ljóðalestur og annað skemmtiefni. Það var eins og við hefðum þekkst um langt árabil og mér var ávallt gleðiefni að hitta hana. Guðrún Guðvarðardóttir var ein af því fá- gæta fólki sem virðist strá sólskini í kringum sig. Hún átti í svo ríkum mæli alúð, léttleika og glaðværð. Ómetanlegir kostir á lífsgöngu og ferðalögum. Hún var líka þekkt fyr- ir gönguferðir sínar um Vestfirði, auk alls annars er hún tók sér fyrir og allt var jafn vel af hendi leyst. Á borðinu hjá mér liggur bókin hennar Kögur og Horn og Heljar- vík, þá bók ætti hver sá, er leggur leið sína um Vestfírði, að lesa, bæði undan ferð og á eftir. Hún er skrif- uð af sannri ferðagleði, áhuga fræðimannsins um gengnar kyn- slóðir og baráttú þeirra í blíðu og stríðu og síðast en ekki síst, ást og aðdáun á þessu blessaða landi okkar sem hún unni fölskvalaust og vildi sjá óháð erlendum herstöðvum. Guðrún fæddist 12. apríl 1916 í Súðavík og ólst þar upp. Hún giftist Eyjóifi Árnasyni gullsmið, heimili þeirra var um árabil á Akureyri, en síðar í Reykjavík. Þau voru barn- laus. Hún dó 12. janúar síðastliðinn. Þann dag sá ekki út úr augum við Djúp. Norðaustan stórhríðin fór hamförum um Vestfirði og eirði engu. Brimið svarraði við Svalvoga og Hornstrandir. Mikið lán að ekki yrðu slys á sjó eða landi. Tveimur dögur síðar var Djúpið sem bráðið silfur milli Kofra og Vébjarnarnúps í blíðu logni. Snæfjallaströnd og Ármúli ljómuðu í geislum hækkandi sólar og um kvöldið sindruðu norð- urljós um stjömubjartan himin. Slík- ar andstæður náttúrunnar kunni Guðrún að meta og þetta voru verð- ugar kveðjur til hennar frá æsku- stöðvunum. Guðrún Guðvarðardóttir lét ekki á sér festa þó hún vissi að hverju fór. Hún stóð sem óbuguð hetja til síðustu stundar. „Glaður og reifur skyldi gumna hver uns sinn bíður bana“ (Hávamál). Þessi fáu orð em lítill þakklætisvottur fyrir að mega telja hana til vina minna. Þeim er næst henni stóðu sendi ég samúðar- kveðjur og bið henni og þeim bless- unar guðs. Ása Ketilsdóttir, Laugalandi. Fleiri niinningargreinnr um Guðrúnu Guðvarðardóttur bíða birtingar og munu birtast næstu daga. t BORGHILD WENDEL lést 19. janúar í Borgarspítalanum. Andrés Wendel, Maríanna Wendel, Linda Wendel, Agnar Ingólfsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, REYNIR GUÐMUNDSSON málarameistari, Ósabakka 7, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 20. janúar. Bjargey Guðmundsdóttir og börn. t Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, FRIÐGEIR FRIÐJÓNSSON frá Hofsstöðum, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00. Ingibjörg Friðgeirsdóttir, Ingibjörg Þórdís Friðgeirsdóttir, Erla Friðgeirsdóttir og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og móðursystur, RANNVEIGAR JÓNASDÓTTUR fyrrv. handavinnukennara. Guðbjörg Jónasdóttir Birkis, Ásta Jónasdóttir, Regina Birkis, Svanhildur Bjarnadóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 21. janú- ar, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar Erlendsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigríður Jóhannsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, HREFNU JENSEN, Bústaðavegi 101. Benedikt R. Jóhannsson, Erlingur Þ. Jóhannsson, Guðrún M. Jóhannsdóttir, Baldur I. Jóhannsson, Guðrún Klausen, barnabörn og barnabarnabörn. Júlíana Gistadóttir, Hrafnhildur Hámundardóttir, Þorsteinn Magnússon, Jette Dige Pedersen, + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför STEFÁNS ÍSLANDI óperusöngvara, Háaleitisbraut 117. Sérstakar þakkir til Guðmundar Jónssonar, óperusöngvara, Krist- ins Hallssonar, óperusöngvara, Karlakórs Reykjavíkur og söng- sveitarinnar Drangeyjar. Guðrún Einarsdóttir, börn og makar, barnabörn, barnabarnabörn, systur og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir og bestu kveðjur sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför SIGNÝJAR ÓLADÓTTUR. Hólmfríður Geirdal, Þorsteinn Marelsson, Ingólfur Geirdal, Guðrún Guðlaugsdóttir, Hulda Reykjalfn, Þorlákur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TRAUSTA JÓNSSONAR, Hásteinsvegi 9, Vestmannaeyjum. Edda Thegeder, Jón Steinar Traustason, Ágústa T raustadóttir, Brynja Traustadóttir, Óli ísfeld Traustason, Steinunn T raustadóttir, Ásta Traustadóttir, Guðmundur B. Sigurgeirsson, Bonnie Harvey, Sigurður Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum einlæga Samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, ÞORGEIRS JÓNSSONAR, Freyjugötu 5. Fyrir hönd aðstandenda. Sverrir Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Gréta Jónsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐARÞÓRÐARSONAR fyrrverandi verkstjóra og framfaerslufulltrúa, Háukinn 4, Hafnarfirði. Sigurður Þórðarson, Kristín Friðriksdóttir, Trausti Þórðarson, Barbro Þórðarson, Guðbjörg Hulda Þórðardóttir, Þórður Helgason, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.