Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 19 Reuter Forsetinn verði sóttur til saka STEPAN Khmara, þjóðernissinni á þingi Úkraínu, hvetur til þess að Leoníd Kravtsjúk, forseti landsins, verði sóttur til saka fyrir að hafa brotið sljórnarskrána með því að semja við Bandaríkjamenn og Rússa um upprætingu kjarnavopna á úkraínsku landsvæði. Kravtsjúk harð- lega gagnrýndur Kíe v, Búkar est. Reuter. LEONID Kravtsjúk Úkraínuforseti var harðlega gagnrýndur á þingi landsins í gær fyrir samninga við Bandaríkjamenn og Rússa um kjarnorkuvopn og fyrir að koma ekki í veg fyrir forsetakosningar á Krímskaga. Atvinnuleysi í vopnaiðnaði Genf. The Daily Telegraph. LOK kalda stríðsins hafa orðið til þess að hundruð þúsunda manna hafa misst atvinnuna í hergagnaiðnaði heimsins að sögn Alþjóðlegu vinnumálastofnunarinnar í Genf. í Bandarikjunum, helsta vopna- framleiðsluríki heims, hafa um 400.000 manns misst vinnuna frá hruni kommúnismans í Austur- Evrópu, samkvæmt nýrri skýrslu stofnunarinnar. Sama þróun á sér stað í fyrrverandi lýðveldum Sov- étríkjanna. Áætlað er að uppsagnir í hergagnaiðnaði Bandaríkjanna og sovétlýðveldanna fyrrverandi þre- faldist á næstu þremur árum. 250.000 manns hafa starfað við hergagnaiðnaðinn í Frakklandi og fimmtungur þeirra missir vinnuna fýrir árið 1998. Störfum sem tengj- ast vamarmálum hefur þegar fækkað um fjórðung í Þýskalandi. „í Bandaríkjunum er helsta vandamálið að margit^ þeirra sem missa vinnuna eru of sérhæfðir, með of há laun og of gamiir til að finna ný störf,“ segir ennfremur í skýrslunni. Stofnunin telur að Sameinuðu þjóðirnar hafi haft rangt fyrir sér þegar þær spáðu því að störfin myndu tvöfaldast í vopnaverksmiðjum sem tækju upp framleiðslu á neytendavarningi. í skýrslunni segir að Bandaríkja- stjórn verði að veija öðrum 20 milljörðum dala, 1.400 milljörðum króna, í verkefni eins og endur: menntun á næstu fimm árum. í kommúnistaríkjunum þurfi hins vegar að einkavæða verksmiðjur sem áður framleiddu vopn, örva starfsmenn þeirra til að auka fram- leiðnina og skapa nýja tegund stjórnenda. Stofnunin telur að stjómvöld ríkja heims verði að láta meira tii sín taka til að draga úr atvinnu- leysi í kjölfar hrunsins í hergagna- framleiðslunni. Þau geti ekki reitt sig á markaðsöflin ein. Útiloka njósnara frá ólympíuleikum Bonn. Reuter. GENGIÐ verður úr skugga um það hvort væntanlegir keppendur Þýskalands á Vetrarólympíuleikunum í Lillehammer hafi verið á mála hjá hinni illræmdu austur-þýsku leyniþjónustu Stasi, að sögn þýskra íþróttaleiðtoga. Þingmenn sökuðu Kravtsjúk um að hafa varpað þjóðarhagsmunum fyrir róða er hann samdi við Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Borís Jeltsín Rússlandsforseta um uppræt- ingu 1.600 kjarnorkuvopna sem urðu eftir í Úkraínu er Sovétríkin liðu undir lok. Þingmenn sögðu samninginn brot á stjómarskrá landsins og kröfðust þjóðaratkvæðis um hann. Pjöldi þing- manna hvatti til þess að forsetanum yrði vikið frá en hann var ekki við- staddur umræður. Þegar öldur lægði loks í þingsalnum var þó einungis ákveðið að vísa samningnum um kjamorkuvopnin til þingnefnda og fela þeim að meta hvort hann stang- aðist á við ákvarðanir þingsins um varnarmál frá í nóvember. Þar sagði að einungis 42% kjamavopnanna féllu undir ákvæði START-1 sam- komulagsins um fækkun langdrægra kjarnavopna og afvopnun gæti því aðeins átt sér stað að miklar peninga- bætur kæmu í staðin. Fulltrúar rúmenska þjóðarbrotsins í Úkraínu sögðu 'í gær að komið hefði verið á nýrri kjördæmaskipan á Tsjernovtjí-svæðinu í suðurhluta landsins landinu í þeim tilgangi að útiloka þá frá því að eignast fulltrúa á þingi. Á þetta við um svæði sem nefndist Norður-Bueovina er það var hluti af Rúmeníu en það var innlimað í Sovétríkin með leynisamningum Jósefs Stalíns og Adolfs Hitlers árið 1940. Samið hefur verið Gauck-stofn- unina sem hefur yfir skjalasafni Stasi að ráða um að hraða sem mest könnun á því hvort líklegir ólympíufarar frá fyrrum Austur- Þýskalandi hafí njósnað fyrir Stasi. Uppljóstranir um að þýskur sleða- maður, Harald Czudaj, hefði njósn- að um félaga sína eitruðu andrúms- loftið í herbúðum þýska keppnisliðs- ins á vetrarleikunum í Albertville í Frakklandi 1992 og skyggðu á árangur keppenda. Koma á í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. UÖRDKA Barna- og unglinga- skíðaskór Tegund127 Stærðir 25-31 - kr. 4.740 Stærðir 32-40 - kr. 5.420 Tegund 173 Stærðir 32-40 kr. 6.880 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. ad úTiLíFmm GLÆSIBÆ • S/MI812922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.