Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 Björg Jónsdóttír ljósmóðir — Minning Fædd 2. júlí 1896 Dáin 12. janúar 1994 Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hún Björg föðursystir mín lést í sjúkrahúsinu í Neskaupstað að kvöldi 12. janúar. Hún var fædd á Stóra-Sandfelli í Skriðdal 2. júlf 1896. Foreldrar hennar voru hjónin Kristbjörg Kristjánsdóttir og Jón Runólfsson. Hún var elst þriggja barna þeirra er upp komust. Hin eru Runólfur, sem lést 1. febrúar 1992, og Gróa Kristrún sem nú dvelst í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Fóstursystir þeirra, María, býr í Reykjavík. Árið 1904 fluttu foreldr- ar Bjargar að Litla-Sandfelli og þar ólst hún upp ásamt systkinum sín- um. Á árunum 1914 til 1916 var hún við nám í Kennaraskólanum og gerðist síðan heimiliskennari á Hér- aði, m.a. um tíma í Skriðdal, á Borgarfirði eystri, en lengst mun hún hafa kennt í Fellahreppi. Árið 1929 fór Björg í Ljósmæðra- skólann og lauk þaðan prófi 1931. Hún starfaði síðan sem ljósmóðir í Vallahreppi um árabil og var mjög farsæl í starfi. Hinn 12. maí 1934 giftist hún Einari Markússyni. Einar var ætt- aður frá Reyðarfírði en ólst að nokkru leyti upp á Hafursá í Valla- hreppi. Björg var seinni kona hans. Með fýrri konu sinni átti Einar tvö böm. Þau eru Jón Sigfús, trésmiður sem býr á Neskaupstað, kona hans er Þorbjörg Vilhjálmsdóttir og eiga þau dætumar Kristínu Björgu og Margréti. Dóttir Einars, Helga, býr á Sel- tjamamesi. Hennar maður er Odd- ur Sigurbergsson fv. kaupfélags- stjóri og er þeirra dóttir Margrét. Sjálf eignaðist Björg engín böm en stjúpböm hennar, tengdabörn og aflcomendur þeirra voru henni mjög kær, eins og væm þau hennar eigin. Víst er að þeirra velgengni var hennar hamingja. Fyrstu búskaparár Bjargar og Einars áttu þau heima á Ketilsstöð- um í Vallahreppi en árið 1938 keyptu þau Keldhóla í sömu sveit og bjuggu þar góu búi til ársins 1949 er þau hættu búskap og fluttu til Neskaupstaðar. Þar áttu þau fagurt heimili að Miðgarði 3, í sama húsi og Jón og Þorbjörg. Þangað var gott að koma og fínna gagn- kvæman kærleika og umhyggju sem ríkti milli fjölskyldnanna í hús- inu. Oft hafði Björg orð á því hvað hún væri heppin að eiga ömmu-, langömmu- og langalangömmuböm þrátt fyrir að hún hefði sjálf aldrei alið bam. Björg missti mann sinn 22. mars 1982. Hún bjó áfam í skjoli Jóns og Þorbjargar þar til að heilsan fór að bila, en þá fór hún á öldrunar- deild sjúkrahússins á Neskaupstað og dvaldi þar síðustu árin. Björg frænka mín var stórbrotin kona. Hún ritaði og talaði mjög fagurt mál og lagði áherslu á að leiðrétta unga fólkið ef það talaði ekki rétt. Þökk sé henni fyrir það. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði og var ekki komið að tómum kofa hjá henni í því efni frekar en öðm. Hún kunni ógrynni af vísum, kvæð- um og þulum. Ung lærði hún að leika á orgel og hafði mikið yndi af góðri tónlist og söng. Hún var víðlesin og fylgdist vel með því sem var efst á baugi á hveijum tíma, bæði í þjóðmálum og öðra. Öll henn- ar framkoma var fáguð og allt sem hún gerði bar vott um vandvirkni, sem var rík í fari hennar. Það sýndi m.a. handavinna hennar. Það era ófá herðasjölin, dúkamir eða út- pijónuðu vettlingamir sem hún gaf frændfólki og vinum við ýmis tæki- færi. Mér er það minnisstætt frá því ég var bam heima í Litla-Sandfelli hversu mikil tilhlökkun ríkti þegar von var á Björgu frænku í heim- sókn. Björg tók ekki eingöngu þátt í hamingjustundum fjölskyldunnar, mér er ofarlega í huga hvað hún reyndist foreldrum mínum og Qöl- skyldunni allri einstaklega vel þegar erfið veikindi komu upp á heimilinu. Eftir að við systkinin og foreldr- ar okkar fluttum til Akureyrar komu þau Björg og Einar oft í heim- sókn norður. Björg fylgdist vel með hvað systkinaböm hennar vora að gera og hvemig þeim og fjölskyld- um þeirra vegnaði. Síðustu árin var minnið farið að bila nokkuð enda 97 ár að baki. Engu að síður spurði hún frétta af fólkinu sínu fyrir norð- an þegar ég kom til hennar síðast- liðið sumar. Ég mun ætíð minnast Bjargar frænku minnar þegar góðs manns er getið. Hana er gott að muna. Eg sendi Jóni og Þorbjörgu, Helgu og Oddi og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Ingibjörg Runólfsdóttir. Gömul kona hefur fengið hvíld- ina. Langri vegferð er lokið. Þó lifir þessi kona áfram með okkur sem voram svo lánsöm að kynnast henni og njóta góðvildar hennar. Björg Jónsdóttir fæddist 2. júlí 1896 að Stóra-Sandfelli í Skriðdal, dóttir hjónanna Jóns Runólfssonar og Kristbjargar Krisfjánsdóttur sem bjuggu á næsta bæ, Litla-Sandfelli. Jón, sem var þekktur smiður, féll frá 1924 en Kristbjörg lést níræð að aldri 1962. Systkini Bjargar sem upp komust vora tvö, Runólfur bóndi í Litla-Sandfelli, síðar búsett- ur á Akureyri, nú látinn, og Gróa húsfreyja í Geitdal, nú á sjúkrahús- inu á Egilsstöðum, tæplega níræð að aldri. Björg var elst þeirra systk- ina. Eina dóttur eignuðust Jón og Kristbjörg eldri en Björgu. Hún hét líka Björg og lést eins árs gömul. Hjá Kristbjörgu ólst einnig upp María Jensen, húsfreyja í Reykjavík. Þegar María kom þar í heimilið vora systkin öll uppkomin. Björg unni systkinum sínum heitt og bar hag þeirra og afkomenda mjög fyrir bijósti. Hún sá ekki bróður sinn síð- ustu tíu árin sem bæði lifðu en þær Gróa hittust síðast örskamma stund í sumar leið. Mér er sagt af þeim sem viðstaddir vora þann fund að þar hafi þær systur haldist í hendur og verið áþekkastar smátelpum að leik við kærkominn endurfund, Björg þótti snemma bráðger og þrátt fyrir þröngan efnahag foreldra sinna hóf hún nám við Kennaraskól- ann 1914 þar sem hún var við nám í tvö ár. Þessara tíma minntist hún ætíð með mikilli ánægju. Þá bast hún óijúfandi vinarböndum við nokkrar skólasystur sínar sem henni varð löngum tíðrætt um. Sérstakan sess skipaði þó Kristjana Hannes- dóttir sem síðast bjó í Stykkis- hólmi. Samband þeirra rofnaði aldr- ei meðan báðar lifðu en Kristjana lést fyrir fáum áram á tíræðisaldri. Eftir námsdvölina í Kennaraskól- anum hóf Björg kennslu, fyrst á heimaslóðum í Skriðdal en síðar í Fellum og í Borgarfirði eystra auk þess sem hún var heimiliskennari á ýmsum stöðum austanlands. Jafn- framt vann hún heimili foreldra sinna eftir föngum. En 1930 verða nokkur þáttaskil í lífí hennar. Hún heldur þá til ljósmóðumáms í búsettur í Reykjavík. Mann sinn missti Kristín 1984. Þegar Kristín er nú kvödd hinstu kveðju ber að þakka liðnar samverastundir. Starfsfólki Elli- og hjúkranarheim- ilisins Grundar era færðar sérstakar þakkir fyrir góða og alúðlega umönnun, en þar dvaldi Kristín síð- ustu árin í góðu yfirlæti. Ásgeir Ásgeirsson. Amma Stína var sú besta amma sem nokkur maður gat hugsað sér. Hún stóð í þeirri meiningu að þegar hún færi biði hennar æðra og betra tilverastig hinum megin og því veit ég að henni líður vel í dag. Þau afi Lindi og amma Stína áttu fallegt hús við Hlíðarveg í Kópa- vogi. Amma hafði gaman af að grúska í plöntunum sem prýddu fal- lega garðinn þeirra. I garðinum þeirra fundu smáfuglarnir öruggt skjól. Engin kisa þorði þar nálægt því annars var ömmu að mæta. Afi Lindi (Erlendur Guðmunds- son) var mér alveg afskaplega góður afi, en hann fór áratug á undan ömmu. Síðustu árin eyddi amma ævikvöldinu á Hótel Grund, en svo var hún vön að kalla heimilið sitt. Þar eignaðist hún mjög góða vin- konu, Sigríði að nafni, og ýmislegt gátu þær brallað saman. Ég geymi aðeins góðar minningar frá heimili afa og ömmu. Þangað var alltaf gott að koma og fékk maður þá sitt hvað gott í gogginn. Amma hafði yndi af að elda ofan í Reykjavík og lýkur því 1931. Þá er hún ráðin ljósmóðir í Vallahreppi og gegndi því starfi til 1943. Ljós- móðurstörf þess tíma í sveit vora næsta ólík því sem nú er. Að sjálf- sögðu ólu konur börn sín heima en á bænum dvaldi ljósmóðirin í allt að hálfan mánuð eftir fæðinguna og hugsaði um móður og bam. Mér er sagt að það hafi Björg gert af slíkri alúð og natni að orð fór af og kemur það ekki á óvart. Árið 1934 giftist Björg jafnaldra sínum, Einari Guðna Markússyni sem ættaður var úr Reyðarfirði en hafði alist upp á Hafursá á Völlum. Einar var í vinnumennsku á Ketils- stöðum á Völlum og þar stofnuðu þau sitt heimili. Fjórum árum síðar fluttu þau að Keldhólum í sömu sveit og bjuggu þar sjálfstæðu búi til ársins 1949 að þau flytja til Neskaupstaðar enda var þá heilsa Einars nokkuð farin að gefa sig. Hann stundaði þar verkamanna- vinnu fram á áttunda áratuginn en lést í mars 1982, tæplega 86 ára að aldri. í Neskaupstað tók Björg upp þráðinn þar sem frá var horfið við kennslu að því leyti að hún hóf að kenna yngri bömum að Iesa. Einnig leiðbeindi hún eldri bömum, einkum í reikningi. Þetta gerði hún alltaf heima á sínu heimili og hafði mikla ánægju af. Margir þeir sem leiðsagnar hennar nutu hafa minnst þessara kennslustunda með hlýju. Sjálf man ég þetta vel enda fékk ég sem bam löngum að fylgjast með. Hún sat við borðið í eldhúsinu og hélt á pijóni sem hún notaði til að benda á og leiðbeina með. Hjónaband Bjargar og Einars var síðara hjónaband hans sem átti tvö böm. Þau Björg vora hins vegar bamlaus. En bömunum, Jóni, föður okkur barnabömin, þá bjó hún til eggjakökur af ýmsum gerðum eða dýrindis krásir á hátíðum. Afa Linda varð þá oft að orði: „Nú, svo það er bara veisla,“ enda alltaf veislu- borð hjá ömmu. Bæði amma og afi höfðu verið listakokkar, en það var þeirra lífsstarf. Voru þau ein af brautryðjendum sem seldu heitan mat sem fólk gat tekið með sér heim -og höfðu þau matsölu í Ingólfs- stræti 3 hér í borg. Ég var svo heppin að amma og afi bjuggu í næsta húsi við foreldra mínum, og Helgu, mökum þeirra, bömum og fjölskyldum, sýndi Björg einlæga ást og umhyggju sem verið hefðu hennar eigin afkomendur og lét sig velferð þeirra miklu máli skipta. Eftir fráfall Einars afa míns bjó hún um tveggja ára skeið áfram á sínu heimili en naut skjóls af for- eldram mínum í sama húsi. Þá flutti hún á ellideild Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað. Á sjúkrahúsinu bjó hún upp frá því og þar lést hún 12. janúar síðastliðinn. Hún hafði fótavist allt til hins síðasta, sat löng- um og las og á fyrri árum hlustaði hún nokkuð á útvarp. Á sjúkrahús- inu naut hún góðrar aðhlynningar og era starfsfólki þess færðar alúð- arþakkir fyrir þá góðu umönnun sem henni var sýnd í hvívetna. Enda þótt Björg væri stjúpamma mín var hún mér hin eina sanna amma. Hjá henni og afa sat ég löng- um, spilaði við þau og ræddi eða hafði aðra þá hentisemi sem mér þótti hæfa hveiju sinni. Yfir öllu var ró og friður. Áfi lá uppi á dívani en amma sat þá oft með handavinn- una sína sem veitti henni alla tíð mikla gleði enda mikil myndarkona á því sviði. Þeirra verka hennar fengu margir að njóta. Amma mín var falleg kona. Hún var dökk á brún og brá, hafði falleg augu, var lág vexti og mikil um sig. Hún bar með sér reisn sem mér finnst jafn- vel að hafi vaxið eftir því sem aldur- inn færðist yfir og hárið varð silfur- grátt. Svipurinn var festulegur enda gat hún verið föst fyrir í skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Og auk sinnar góðu greindar hafði hún jafnframt næman skilning á mann- legu eðli og sýndi öllu því sem líf- sanda dregur virðingu með fram- komu sinni sem í heild mótaðist af mannúð. Okkar síðustu samverustundir vora í september síðastliðnum. Mér var það vel ljóst að af henni var mikið dregið og að endalokin hlytu að koma fyrr en varði. Hún var orðin þreytt og líkaminn sár og hún þráði helst að fá að hvíla sig í rúmi sínu, Hún kvartaði og sáran undan minnisleysi. Samt var þa'ð svo að á vissan hátt var hennar andlega at- gjörvi óbrenglað, einkum þó er varð- aði fyrri tíma. Því hélt hún til hinstu stundar. Við fráfall ömmu minnar, Bjargar Jónsdóttur, er rofinn einn þeirra þátta sem einna gleggst tengdu mig bemsku minni og uppvexti. Það er sárt. En eftir lifa góðar minningar um konu sem veitti mér af örlæti sínu og lét mig sig skipta slíku máli að daglega leitaði hún frétta af mér hjá foreldram mínum. Minn- ing um svo einlæga umhyggju er ómetanleg og mun seint gleymast. Margrét Jónsdóttir. mína. Oftar en einu sinni er ég móðgaðist eitthvað út í fólkið mitt trítlaði ég á stígvélunum yfir götuna og sagðist vera flutt til afa og ömmu og það brást aldrei að þar var tekið vel á móti dekurrófunni. Það var sannarlega gott að hafa þau tvö svona nálægt. Stundum þegar vel viðraði skiptust afi og amma á að fara með okkur barnabörnin niður i bæ. Afi Lindi bauð mér þá ýmist upp á pylsu með öllu eða mjólkur- hristing á Hressingarskálanum, en amma tók mig með sér í búðaráp og þá vildi ég hafa fína tösku eins og hún. Amma var mikið geíin fyrir and- leg málefni. Las hún margar bækur um slík efni og var hún lengi vel virkur þátttakandi í Sálarrannsókn- arfélagi Islands og er ég viss um að hennar verk hafi skilað árangri. Amma virtist sjá ýmislegt sem okkur er hulið. Mikið hafði ég og vinkonur mínar gaman af, um tíma, að láta hana líta í bolla og spá í spil fyrir okkur. Hún var jákvæð en gat sagt sína meiningu og hafði ákveðnar skoðanir þegar talið barst að pólitík og oft var mikið fjör í þeim samræð- um. Ég er ánægð með að amma náði að kynnast örlítið börnunum mínum tveimur, Kristínu Lilju og Sigurði Fannari. Þriðja langömmubarnið átti hún, Arnar Þór, og hafði hún mikið yndi af. Gunnsteinn, maðurinn minn, hafði mikla ánægju af að heimsækja ömmu Stínu, enda var hún yndislég heim að sækja. Ég skírði dóttur mína í höfuðið á ömmu Stínu og Kristín Gunnars- dóttír - Minning Fædd 2. október 1898 Dáin 13. janúar 1994 Kristín Gunnarsdóttir, sem lést 13. janúar síðastliðinn, var fædd 2. október 1898 á Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum. Foreldrar hennar vora hjónin Gunnar Jónsson bóndi og Jónína Þorkelsdóttir. Kristín flutti ung með foreldrum sínum að Velli í Hvolhreppi, Rang., og þar ólst hún upp í systkinahópi. Systkinin urðu alls níu, en aðeins fimm þeirra kom- ust til fullorðins ára; fjögur þeirra dóu ung, þar af dóu þijú yngri systk- ini hennar úr barnaveiki í sömu vik- unni. Um 1920 flyst Kristín suður til Reykjavíkur og ræður sig í vist eins og ungra kvenna var siður í þá daga. Næstu árin vann Kristín ýmis störf og þar á meðal vann hún mikið við matargerð á veitingahúsum og var eftirsóttur starfskraftur á því sviði. Kristín átti því láni að fagna að eignast góðan eiginmann, Erlend Guðmundsson matsvein, aldamóta- barn, fæddan á Seyðisfirði. Börn þeirra era Guðrún, gift Ásgeiri Ás- geirssyni, og Gunnar, kvæntur Sig- ríði Jóhannsdóttur, en barnabörnin era alls fjögur og barnabarnabörnin nú orðin þijú. Kristín og Lindi bjuggu lengst af í Kópavogi en þar vora þau í hópi frambyggjanna. Eitt af helstu áhugamálum Kristínar var garð- yrkja og var alltaf ánægjulegt að koma í garðinn hennar við Hlíðar- veginn, en þar fékk undirritaður sína fyrstu kennslu og áhuga á garð- rækt. Kristín var glæsileg kona og skemmtileg, kunni mikið af vísum og sönglögum enda tónelsk mjög. Heimili hennar var mjög vistlegt og hjá henni var ávallt gestkvæmt. Þá hafði hún einnig mikið yndi af sam- verustundum með barnabömunum sínum og fylgdist náið með þeim og gladdist yfir velgengni þeirra. Ég á margar góðar minningar um ánægjulegar samverustundir með Kristínu og minnist þess þegar hún var að segja barnabörnum sínum frá sinni æsku, begar hún vakti yfir ánum og er hún sundreið hrossum yfir Rangá. Einnig frá jarðskjálftan- um 1918, þegar hún átti að setja kýmar í fjós, en faðir hennar bað hana að hinkra aðeins við, eins og hann fyndi á sér að eitthvað væri í aðsigi og þessari stund munaði að kýrnar og mjaltafólkið var ekki statt í fjósinu er jarðskjálftinn reið yfir. Af níu 'systkinum Kristínar er aðeins Sigurður eftirlifandi, 87 ára,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.