Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 28
es 28 t-GCI HA'JVIAL .12 HU0A0UT8ÖH QIQ/uIH’A’JDHOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 Guðrún Guðvarðar dóttír — Minning Fædd 12. apríl 1916 Dáin 12. janúar 1994 Að kvöldi 12. janúar andaðist á heimili sínu í Eskilhlíð 14 hér í borg Guðrún Guðvarðardóttir sem þar hafði búið í 33 ár. Útför henn- ar verður gerð í dag frá Hallgríms- kirkju. Guðrún fæddist í Súðavík 12. apríl 1916. Foreldrar hennar voru Friðgerður Torfadóttir og Guð- varður Steinsson, hún ógift vinnu- kona sem átti eitt barn fyrir og hann einhleypur sjómaður. I beinan kvenlegg var Guðrún fimmti maður frá Jóni Arnórssyni, sýslumanni í Reykjarfirði, og hafði allt það fólk verið búsett í byggðunum við ísa- fjarðardjúp. Torfi afi hennar var hins vegar úr Breiðuvík undir Jökli og Guðvarður faðir hennar Skag- firðingur að ætt og uppruna, dóttur- sonur Guðvarðar Þorsteinssonar á Krákustöðum í Hrolleifsdal. Hann kvæntist síðar tvisvar og átti lengst heima í Skagafirði, m.a á Selá, og eignaðist áður en lauk a.m.k 13 böm. I uppvexti hafði Guðrún lítið af foreldrum sínum að segja. Þegar hún fæddist vom aðstæður móður- innar með þeim hætti að hún gat með engu móti séð barninu farborða og kom þá í hlut hreppsnefndar Súðavíkurhrepps að ráðstafa þess- um hvítvoðungi. Þannig var Guð- rúnu kastað upp á náð heimsins þegar hún var þriggja vikna gömul. Kunnasti ómagi Súðavíkur- hrepps er nú án efa alþýðuskáldið Magnús Hjaltason sem borinn var sex vikna gamall í skjóðu yfir hið háa Hestskarð úr Álftafirði í Ön- undarfjörð árið 1873. Aldrei losnaði Magnús úr sveitarskuldinni við Súðavíkurhrepp og fékk því ekki að kvænast heitkonu sinni. Hann dó í örbirgð árið sem Guðrún Guð- varðar fæddist en reis upp síðar í annari mynd sem Ólafur Kárason Ljósvíkingur, orðinn að dýrðar- manni. Lán Guðrúnar var með öðr- um hætti því göfug og kærleiksrík hjón í þorpinu tóku hana strax að sér og áður en langir tímar liðu fékk hreppsnefndin að vita að hún væri þeirra fósturdóttir sem ekkert þyrfti að borga með úr sveitarsjóði. Þannig var stúlkunni forðað frá hlutskipti sveitarómagans og fyrir það var hún þakklátari fósturfor- eldrum sínum en orð fá lýst. Þau hétu Þorleifur Þorsteinsson og Gróa Kristjánsdóttir og áttu heima í litl- um torfbæ yst í Súðavíkurþorpi þar sem heitir „úti á Nesjum“ í munni heimafólks. Tvö böm áttu þau sjálf fyrir þegar Guðrún kom inn á heim- ilið, 14 ára dreng og 9 ára stúlku og seinna tóku þau að sér aðra fósturdóttur. Öll komust þessi börn upp, Þorsteinn, Margrét og Jó- hanna, sem Guðrún kallaði jafnan systkini sín, en sjálf lifði hún þeirra lengst. Bærinn sem Þorleifur og Gróa byggðu í Súðavík árið 1904 var kenndur við húsbóndann og nefndur Þorleifsstaðir. Þetta var lítill torf- bær með timburgafli sem sneri í norður og hálfur suðurgaflinn var líka úr timbri. í því húsi var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja en af hjartarúmi var þar nóg. íveruher- bergið var aðeins eitt og í því var bæði eldað og sofið en svo var þarna lika geymsla þar sem lóðir vom beittar óg bíslag við innganginn á annarri hliðinni. Þar sem áður voru Þorleifsstaðir stendur nú sjón- varpsmastur. Þau Þorleifur og Gróa vom fá- tækt þurrabúðarfólk en þó bjarg- álna og í kotinu þeirra fór enginn svangur að sofa. Þorleifur átti skektu og reri á henni til fiskjar þegar ekki var vinnu að hafa í landi og svo vom líka nokkrar kindur. Enga höfðu þau kúna og mjólk fékk þetta tómthúsfólk aldrei nema ef veikindi bar að höndum. „Fátækir eiga ekki að smakka smér,“ sagði séra Arngrímur Bjarnason sem var prestur í ýmsum byggðarlögum á Vestfjörðum á síðari hluta 19. ald- ar. Sá boðskapur mun mörgum þykja hörð kenning nú en karl- skepnan hafði reyndar nokkuð til síns máls því þeir sem snauðir vora máttu ekki eyða um efni fram ef vel átti að fara og mörgum hefur græðgin orðið að falli. Á Þorleifs- stöðum kunni fólk að fara vel með þá matbjörg sem land og sjór gáfu af sér. Fólkið þar var bjargálna manneskjur sem vissu vel að sælla er að gefa en þiggja. Átta eða níu ára gömul fór Guð- rún að vinna á reitunum í Súðavík við að breiða og taka saman físk og örfáum ámm síðar byijaði hún að hjálpa fóstm sinni þegar verið var að vaska saltfiskinn. Það var kuldaleg vinna en þó vatnið væri kalt bám konurnar sig vel því þær vom vanar vosbúð. Fósturdóttirin á Þorleifsstöðum hafði snemma hug á að leggja fram krafta sína í lífsbaráttunni og stundum fór hún á sjó með fóstra sínum á skektunni. Vorið sem hún fermdist reri hún með honum upp á hlut eins og hver annar háseti. Hluturinn hennar varð 60,- krónur og 50,- krónur fékk hún í verðlaun frá umdæmisstúkunni fyrir ritgerð sem hún hafði skrifað. Þessir pen- ingar nægðu fyrir öllum kostnaði við ferminguna. Síðasta veturinn sem Guðrún var í barnaskóla var Hannibal Valdi- marsson skólastjóri og kenndi börn- unum. Hann útskrifaði Guðrúnu um vorið og afhenti henni þá verðlaun fyrir góðan námsárangur. Það var orðabók og á hana hafði hann skrautritað með eigin hendi nafn- stafi þessa góða nemanda. Bókina geymdi hún vel langa ævi en sýndi aldrei fyrr en banvænn sjúkdómur sótti að. Þá dró hún hana fram og bað um að stafirnir yrðu skírðir upp. Þetta vom víst fyrstu verð- launin sem veitt voru fyrir náms- árangur í Súðavík og einhver kerl- ing hafði á orði að nær hefði verið að veita þau öðrum en „sveitar- ómaganum" hennar Gróu. Þau orð særðu unglingshjartað en Guðrún vissi sem betur fór að búið var að leysa hana undan helsi þurfalings- ins_ fyrir löngu. í Súðavík tók Hannibal að sér formennsku í verkalýðsfélaginu sem þá hafði enn ekki tryggt sér samningsrétt. Það var hans fyrsta trúnaðarstarf í verkalýðshreyfing- unni og fyrr en varði lét hann sverfa til stáls. Þá var barist í fjörunni og nánir frændur létu hendur skipta svo lengi var í minnum haft. Marg- ar konur í plássinu tóku þátt í or- ustunni við hlið Hannibals og voru sumar dregnar á pilsunum um fjörugrjótið. Við slíka atburði kom- ast fáir nærstaddir hjá að taka af- stöðu og unga stúlkan á Þorleifs- stöðum vissi vel hvar hún stóð. Skólastjórinn var hennar maður og málstaður verkalýðsins var hennar málstaður. Alþýðublaðið hafði hún séð hjá fóstra sínum en nú var það Hannibal sem lánaði henni ný- fermdri Kommúnistaávarpið. Meiri uppljómun var þó að fá einu eða tveimur ámm síðar í hendur bækur Halldórs Laxness um Sölku Völku og lífið á Óseyri við Axlarfjörð. Sjálf var Guðrún þá fiskistúlka á reitunum í Súðavík og þær vom báðar 16 ára en heimskreppan mikla í algleymingi. Til að fyrir- byggja misskilning skal þess þó getið að síðustu 42 árin talaði Guð- rún Guðvarðardóttir ætíð mjög vel um helstu atvinnurekendurna í Súðavík á fyrri tíð, þá Grím Jóns- son og Jón Jónsson. Sagði þá hafa verið dugnaðarmenn sem gengu að allri erfiðisvinnu með verkafólkinu. Best gæti ég trúað að henni hafí aldrei orðið kalt til þeirra þrátt fyr- ir alla byltingarrómantík kreppuár- anna. Haustið 1930 fór þessi Súðavík- urstúlka til náms í unglingaskóla á ísafirði og síðan í gagnfræðaskól- ann þar. Við þetta skólanám var hún í þijá vetur og tók gagnfræða- próf vorið 1933. Fyrstu tvo veturna á ísafirði bjó hún hjá móður sinni, Friðgerði Torfadóttur, í kjallaran- um í húsinu Ásbyrgi. Þær mæðgur kynntust þá nokkuð en bam sinna kæru fósturforeldra vildi hún vera bæði fyrr og síðar. Guðvarð föður sinn sá Guðrún aldrei fyrr en hún var komin yfir tvítugt en þá tókust með þeim góð kynni. í hópi unga fólksins á ísafirði kunni Guðrún vel við sig og tók þátt í félags- og skemmtanalífi þess. Hún var lestrarhestur og á skólaárunum naut hún leiðbeininga Guðmundar G. Hagalín rithöfundar við val á innlendum og erlendum bókum en hann var þá bókavörður á ísafirði. Skömmu eftir gagn- fræðaprófið fluttist unga stúlkan út á ísafjörð og vann þar fyrir sér, m.a. í vistum. Einn vetrarpart var hún líka heimiliskennari á Brekku í Langadal við Djúp og sumarlangt kaupakona á Stóruvöllum í Bárðar- dal. Líklega hefur Hannibal ráðið því að Guðrún Guðvarðar var beðin að halda ræðu í bíóhúsinu við Mjallar- götu á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 1933. Hún var þá ekki nema 17 ára en tók þetta samt að sér. I ræðu sinni krafðist hún þess að verkafólki yrði veittur réttur til að taka sér sumarleyfi. Slíkt þótti mörgum býsna ósvífin krafa á þeirri tíð. Á ísafirði var Alþýðuflokkurinn mjög öflugur og allsráðandi í bæjar- málum en lítill hópur byltingarsinn- aðra kommúnista var þar einnig starfandi. Á unglingsárum kynntist Guðrún ýmsu góðu fólki úr röðum kommúnista og svo fór að hún fjar- lægðist Alþýðuflokkinn en nálgaðist sjónarmið kommúnistanna. Það var samt ekki fyrr en haustið 1937 sem þær fréttir bárust út að nú ætlaði þessi skömlegi kvenmaður að ganga í Kommúnistaflokkinn á næsta sellufundi. Við þessi tíðindi mun Hannibal Valdimarssyni hafa brugðið nokkuð og svo mikið er vist að hann bað þegar í stað um viðtal við stúlkuna sem hann reynd- ar hafði lánað Kommúnistaávarpið sjö árum fyrr. En nú kom hann of seint. Guðrún hafði þegar gert upp hug sinn og henni varð ekki hagg- að. Þessi pólitíski skilnaður nem- andans við kennara sinn var þó ekki laus við sársauka og aldrei vildi hún heyra ónotaleg orð um Hannibal en mundi vel það sem best var í fari hans. „Gekk inn 12. nóvember 1937,“ stendur í bókum Kommúnista- flokksins við nafn Guðrúnar Guð- varðar. Þá var hún 21 árs gömul og skemmst er frá því að segja að næsta aldarfjórðung var hún löng- um önnum kafin í pólitískum störf- um og félagsmálum, einkum í verkalýðshreyfingunni. Sú barátta hennar fór þó ekki fram á ísafirði og ekki á vegum Kommúnista- flokksins nema fyrsta árið. Haustið 1938 var sá flokkur lagður niður en við tók Sameiningarflokkur al- þýðu - Sósíalistaflokkurinn og vor- ið 1939 fluttist Guðrún frá ísafirði til Siglufjarðar og þaðan til Akur- eyrar seint á árinu 1942. Á Siglu- firði hóf hún búskap með Eyjólfi Árnasyni gullsmið sem verið hafði einn helsti forystumaður Kommún- istaflokksins á ísafirði og m.a. stundað nám austur í Moskvu í 2 ár. Þau Guðrún og Eyjólfur urðu hjón 15. maí 1939 og fylgdust að æ síðan uns Eyjólfur dó 25. mars 1987. Hann var fjölmenntaður og víðlesinn bókamaður sem ekki átti kost á langri skólagöngu í æsku. Frá Eyjólfi segir nánar í minningar- orðum sem birtust í dagblaðinu Þjóðviljanum á útfarardegi hans 2. apríl 1987. Samband þeirra Eyjólfs og Guðrúnar var mjög traust en þeim auðnaðist ekki að eignast böm. Um störf Guðrúnar í Sósíalista- flokknum og verkalýðshreyfingunni á Norðurlandi mætti rita langt mál en hér verður þó aðeins stiklað á örfáum atriðum. Á Akureyri átti hún sæti í stjórn Verkakvennafé- lagsins Einingar frá 1946 til 1960 og minntist jafnan Elísabetar Ei- Munið minningarspjöld Málræktarsjóðs MALRÆKTARSJOÐUR sími 28530. t GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Hringbraut 50, Reykjavík, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda. Bragi Jakobsson. t Stjúpsonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN G. WIUM, Fannborg 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 21. janú- ar, kl. 15.00. Guðfinna S. Wium, Gísli K. Wium, Kolbrún Aradóttir, Hildur K. Wium, Þór K. Wium, Hjördis Hermannsdóttir, Sveinn K. Wium, Kristinn K. Wium, barnabörn og barnabarnabarn. ríksdóttur með sérstakri virðingu. Fulltrúi á Alþýðusambandsþingum var Guðrún jafnan frá 1942 til 1958 og frá 1952 til 1957 var hún for- maður Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna á Akureyri. Að bæjarmálum vann hún einnig talsvert, átti sæti í nefndum á vegum Akureyrarbæjar og var varafulltrúi í bæjarstjóm eitt kjörtímabil. Árið 1956 reyndu formaður Sósíalistaflokksins og ýmsir fleiri að fá hana í framboð á Akureyri við alþingiskosningar en hún vildi ekki fara á þing og neit- aði_ staðfastlega. Á Akureyri bjuggu þau Guðrún og Eyjólfur á efri hæð í húsinu númer 6 við Helgamagrastræti og þar dvaldist fósturmóðir Guðrúnar, Gróa Kristjánsdóttir, hjá þeim til dauðadags. Svo mátti heita að þarna væri opið gistiheimili fyrir alla þá sem tengdir voru Sósíalista- flokknum og vinstri armi verkalýðs- hreyfingarinnar en auk þess átti Guðrún fjölda vina og kunningja úr öðmm röðum. Allir sem komu í þetta hús fóru glaðir af hennar fundi því hún kunni þá list að gleðja aðra og efla veikar vonir um mann- kynið á hveiju sem gekk. Með glað- værð sinni og glöggskyggni hreif hún fólk með sér og stappaði stáli í þá sem voru meira gefnir fyrir víl og vol. í marsmánuði árið 1961 fluttust þau Guðrún og Eyjólfur til Reykja- víkur vegna þess að hann þurfti að skipta um vinnu af heilsufarsástæð- um. Þau keyptu sér íbúð í Eskihlíð 14 og settust þar að. Á næstu árum fór harðvítug togstreita að magnast innan Sósíalistaflokksins og Al- þýðubandalagsins sem þá var að- eins kosningabandalag en var síðar gert að flokki þegar Sósíalistaflokk- urinn var lagður niður árið 1968. Þessi illvígu átök milli manna sem Guðrún taldi flesta vera vini sína áttu ekki við hana. Hún tók þann kost að hætta nær alveg afskiptum af stjórnmálum. Vonirnar um betri heim dvínuðu líka þegar leið á ævina en löngunin til að verða þeim að liði sem minnst máttu sín hélst óskert. Sá eldur slokknaði aldrei. Tryggð hennar við gamla vini var einstök og alltaf voru nýir að bæt- ast við. Þessi vinatengsl ræktaði hún af alúð hvort sem í hlut átti fólk sem aldrei hafði mátt sín nokk- urs eða gaínlir forystumenn úr stjórnmálum sem sviptivindar sög- unnar höfðu fleygt ofan af leiksvið- inu og fáir hirtu lengur um að sinna. Þess nutu meðal annarra þeir Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason sem báðir urðu níræðir og hún leit á sem einkavini sína þó aldrei hefði hún verið mikið fyrir teóríur og kynni jafnvel lítið í Kommúnista- ávarpinu sem Hannibal lánaði henni forðum. Aðrar bækur las hún vandlega. Þeir Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson vom hennar menn og svo ótalmargir aðrir úr hópi skálda og rithöfunda sem hún dáði. En hún var ekki allra og sumt fannst henni klént sem aðrir mátu mikils. Merki- legt var að í röð uppáhaldshöfunda vom þau bæði Guðrún Árnadóttir frá Lundi og Thor Vilhjálmsson sem máski segir meira en mörg orð um skilning þessarar konu á nauðsyn fjölbreytni í bókmenntunum. Síðustu 33 árin átti hún heima í Reykjavík og vann þá lengst á skrifstofu Þjóðviljans. Olíkt því sem áður var eyddi hún nú litlu af tíma sínum í fundarsetur og félagsmála- þvarg en hafði nóg við hann að gera samt. Alltaf var hún að mennta sig með lestri góðra bóka og naut þess að fara í leikhús og á tónleika og óperusýningar. Um miðjan aldur greip hana sú ástríða ERFIDRYKKJUR HÍTILISM sími 689509 V J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.