Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 Debetkorthöfum hefur fjölgað um 35% á tíu dögum Handhafar debetkorta orðnir 7.108 á sex vikum „Áætlanir okkar í október 1992, þegar hönnun þessa verkefnis hófst, gerðu ráð fyrir að það tækist að koma út 130 þúsund kortum á fjór- um árum, og miðað við ganginn á seinustu vikum höfum við ekki áhyggjur af því að það náist ekki,“ segir Helgi. Hann segir mikla ánægju ríkja með þessa niðurstöðu hjá þeim bankastofnunum og greiðslukortafyrirtækjum sem að útgáfu debetkorta standa, en sein- þeim í gær. Hægt upphaf hentugt Helgi segir að frá 6. desember til 14. janúar sl. hafi debetkort ver- ið notuð í 2.800 skipti til greiðslu hjá gjaldkerum bankanna, í stað greiðslu með ávísunum eða öðrum gjaldmiðli, en ekki liggi enn fyrir hversu margar færslur hafi orðið í heild frá upphafi. Kortin hafi til þessa mestmegnis verið notuð sem tékkaábyrgðarkort og til að sækja fé í hraðbanka, en það sé farið að breytast verulega. „Vegna tækni- legs umfangs við uppsetningu kerf- isins hentaði í raun ágætlega að kerfið fór seint af stað fyrir ára- mót, því jafnframt gafst tóm til að afmá hnökra, enda sígandi lukka best,“ segir Helgi. „Við erum mjög ánægðir með hvemig til hefur tek- ist til þessa, og einkum skriðinn seinustu daga. Eg held að fólk sé farið að átta sig á því núna að kostnaður við notkun kortsins er alls ekki jafn hár og látið hefur verið í ljós af þeim sem hafa tjáð sig um þetta efni. Auk allra þjón- ustumöguleika getur fólk óskað eft- ir staðgreiðsluafslætti þegar það reiðir kortið fram, og ég hef þá trú að kaupmenn, sem hafa þegar gert samning, taki því vel.“ DEBETKORTHAFAR voru í gær orðnir 7.108 og hefur þeim fjölgað um 35,3% frá fyrstu talningu ársins 10. janúar sl., eða um 1.853 korthafa, samkvæmt upplýsingum frá bönkunum. Bankastarfsmenn, sem eru korthafar eru 2.536 talsins, eða 35,7% af heild. Sex vikur eru siðan útgáfa korta hófst. Helgi H. Steingrímsson, verkefnastjóri framkvæmdanefndar um debetkort, segir að búið sé að semja við 369 fyrirtæki um að veita debetkortum viðtöku, sem sé aukning um 69 fyrirtæki frá því í desember. Þetta þýði að nú sé búið að semja við um nær þriðjung allra þeirra sem hafa posatæki hérlendis, en þeir eru 1.250 talsins. Helgi segir að aðstandendur debetkorta hafi ákveðið að veija sameiginlega 20 milljónum króna við fyrsta mark- aðsátak og sé sú upphæð ekki uppurin. asta tala debetkorthafa var kynnt Morgunblaðið/Ingvar Á slysstað Sjúkraflutningamenn hlúa að barninu áður en þeir báru það inn í sjúkrabílinn. Hestur dró barn 100 VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 21. JANÚAR YFIRLIT: Á Grænlandssundi er 955 mb vaxandi lægð, sem hreyfist austnorðaustur. Mun hún skilja eftir sig skarpt lægðardrag á Græntands- hafi. SPÁ: Hvassviðri fyrir sunnan en sumsstaðar rok íéljum. Hiti +1 til +5 stig. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á öllum miðum og djúpum. SV- eða V-átt, víða hvasst, en sumsstaðar stormur á morgun. Um landið sunnan- og vestanvert mun ganga á með dimmum éljum. Veður fer kólnandi. Sérstök viðvörun: Veruleg hálkuhætta er um mestallt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Vestan- og norðvestanátt, nokkuð hvasst sunnanlands og austan. Éljagangur um mest allt land, einna síst þó suðaustantil. Frost á bilinu 2-8 stig. HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðlæg átt, líkast til fremur hæg um landið vestanvert, en strekkingsvindur verður norðaustan- lands. Par má reikna með óljum, en annars staðar verður úrkomulítið og nokkuð bjart um landið sunnanvert. Frost 2-8 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsimi Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað r r r * r * * * * r r * r * * r r r r * r *** Rigning Slydda Snjókoma FÆRÐÁ VEGUM: Skýjað Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V itig., 4 (Kl. 17.30 ígær) Flestir þjóðvegir landsins eru nú færir, en umtalsverð hálka er mjög víða á vegum landsins. Á Vestfjörðum eru Botns- og Breiðadalsheiðar, og Steingrímsfjarðarheiði ófærar. Þungfært er um Kleifaheiði og Hálfdán. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-63t500 og í grænni tínu 99-6315. Vegagerðín. / VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 3 snjóél Reykjavík 2 snjóélás.klst. Bergen S skýjaö Helsinki *4 snjókoma Kaupmannahöfn 4 léttskýjað Narssarssuaq *10 skýjað Nuuk +14 snjókoma Osló +1 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 7 rigning Algarve 13 hálfskýjað Amslerdam 5 hátfskýjað Barcelona 9 léttskýjað Berlín 2 súld á síð.klst. Chicago +22 snjók.ásfð.klst. Feneyjar 5 alskýjað Frankfurt 2 þokumóða Glasgow 9 rign. á sið.klst. Hamborg 4 þokumóða London 7 skýjað LosAngeles 11 þoka Lúxemborg +0 þokumóða Madríd 8 háffskýjað Malaga 12 hálfskýjað Mallorca 12 skýjað Montreal +21 snjók. á síö.klst. New York +16 alskýjað Orlando 8 skýjað París 5 léttskýjað Madeira 14 skýjað Róm 8 rignlng Vín +2 þokuméða Washlngton +13 snjókoma Winnipeg +30 helðskirt 1 metra á Fákssvæðinu FIMM ára barn fotbrotnaði a svæði Fáks við Reykjanesbraut kl. rúmlega 15 í gær. Barnið flæktist í taumi hests sem kom í ljós að barnið hafði fót- eða dró það með sér um 100 metra leið lærbrotnað og var það flutt með og slóst bamið utan í stein og girð- sjúkrabíl á slysadeild Borgarspítal- ingu. Þegar hesturinn var stöðvaður ans. Islandsflug hættir flugi til Ólafsvíkur ÍSLANDSFLUG hefur skilað inn til samgöngumálaráðuneytisins flugleyfí til Ólafsvíkur og var seinasta áætlunarflug þangað 9. janúar sl. Nú er ekkert fast áætlunarflug til Snæfellsness. Sigfús B. Sigfússon, sölustjóri íslandsfíugs segir að milljónatap hafi ver- ið á þessari flugleið á seinasta ári vegna fárra farþega, og því hafi verið ákveðið að leggja hana niður. „Við erum búnir að reyna ýmis- legt til að byggja upp umferð til og frá Ólafsvík um loftveg, en Sjómenn á batavegi LÍÐAN sjómannsins, sem slas- aðist alvarlega um borð í Sigur- borgu VE 121 á miðvikudag, var í gær talin góð eftir atvikum. Þá er félagi hans, sem slasaðist minna, á góðum batavegi. Sjómaðurinn, sem þyrla Land- helgisgæslunnar sótti um borð í Sigurborgu, var alvarlega slasaður á brjósti. Hann gekkst undir erfiða aðgerð á Borgarspítalanum á mið- vikudagskvöld, en samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins var líð- an hans í gær góð eftir atvikum. Félagi mannsins olnbogabrotn- aði og meiddist á öxl. Hann gekkst einnig undir aðgerð í gær og er á góðum batavegi. -----».4----- Eldsupptök enn óljós NIÐURSTÖÐUR rannsóknar á eldsupptökum á Skólavörðustíg 33 lágu ekki fyrir hjá rannsókn- arlögreglu ríkisins í gær. Rannsóknarlögreglumenn vinna að rannsókn brunans á Skólaörðu- stíg, þar sem timburhús eyðilagð- ist í eldi á miðvikudagsmorgun. í gær lágu niðurstöður ekki fyrir, en þeirra er að vænta fljótlega. samgöngur á jörðu er orðnar svo góðar að ekki er hægt að keppa við þær. Fargjaldið var lækkað allt niður í 2.800 kr. en það dugði ekki til,“ segir Sigfús. Hann segir að í markaðsátaki í fyrra hafi ver- ið flogið fímm sinnum í viku til Ólafsvíkur en undir lokin aðeins tvisvar í viku,_ á föstudögum og sunnudögum. Árið 1992 var flug til Stykkishólms lagt niður. íslandsflug mun áfram sinna leiguflugi og sjúkraflugi til Snæ- fellsness eftir þörfum, að sögn Sigfúsar. —---».4----- Vísitalan lækkarenn LÁNSKJARAVÍSITALAN lækkar í næsta mánuði frá þeirri vísitölu sem gildir nú samkvæmt upplýsingum Seðla- banka Islands og er það annar mánuðurinn í röð sem visitalan lækkar. Lækkunin nemur 0,09% og umreiknað til heils árs nem- ur lækkunin 1,1%. Lækkun síð- ustu þriggja mánaða jafngildir 0,8% verðhjöðnun á heilu ári, en hækkun vísitölunnar síðasta árið jafngildir 2,4% verðbólgu. Vísitala byggingarkostnaðar er óbreytt frá því sem var í desem- ber. Síðustu þijá mánuði hefur vísitalan lækkað um 0,1% sem jafngildir 0,4% lækkun á heilu ári. Síðustu 12 mánuði hefur vísi- talan hækkað um 3%. Launavísitalan hækkar hins vegar um 0,1% milli mánaða. Hækkun hennar á síðasta ári var að meðaltali 1,4%. f I I i i I i I i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.