Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 15 Endurmiimingar flugstjóra koma út í Bretlandi Spennandi tækifæri BÓKIN Dansað í háloftunum, eft- ir Þorstein E. Jónsson fyrrum flugstjóra, verður gefin út í Bret- landi næsta haust og þessa dag- ana er Þorsteinn hálfnaður með að þýða endurminningarnar, sem komu út hér á landi fyrir jólin 1992. Hann segir að þetta sé lík- lega í fyrsta skipti sem íslenskar endurminningar séu gefnar út erlendis og tækifærið sé óneitan- lega spennandi. Þorsteinn segir að útgáfan hafi komið til þannig að hann hafi þýtt kafla úr bókinni fyrir fyrrverandi félaga sína í breska flughemum. Þeir hafi haft áhuga á að lesa meira og hafi hann þýtt annan kafla. „Þá fóru þeir á stúfana og fundu útgef- anda,“ segir hann. Það er bókafor- lagið Grub Street í London sem mun gefa bókina út og er stefnt að því að hún komi út í ágúst eða septem- ber. í bókinni rekur Þorsteinn æsku- minningar sína, flugþjálfun og reynsluna af því að vera flugmaður í Bretlandi í síðari heimsstyijöldinni. Síðara bindi endurminninganna kom út fyrir síðustu jól og heitir Við- burðarík flugmannsævi. Verður ekki ríkur af útgáfunni „Það er spennandi að fá að gefa bókina út erlendis," segir hann. „Það er að vísu ekki eins gaman að sitja heima við og þýða allan daginn." Þorsteinn er rúmlega hálfnaður með verkið og býst við að klára það í lok mars. Hann veit ekki í hversu stóm Þorsteinn E. Jónsson upplagi bókin verður gefin út ytra. „Það er nú örugglega ekki stór les- endahópur sem hefur áhuga á stríðs- endurminningum mínum,“ segir hann. „Ég verð ekkert ríkur af þessu. Þetta er meira spennandi en að ég hagnist á þessu fjárhagslega." Hann býst við að titill bókarinnar á ensku verði „Dancing in the Skies“ sem er bein þýðing á íslenska nafn- inu. Titillinn höfði til kvæðis sem enskur herflugmaður samdi á stríðs- ámnum en það fjallar um þá tilfinn- ingu að fljúga og ánægjuna sem því fylgir. KONUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.