Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 39
ÚRSLIT Haukar - UMFN 78:87 íþróttahúsið við Strandgötu, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtud. 20. janúar 1993. Gangur leiksins: 0:2, 2:6, 8:6, 8:14,14:19, 22:28, 26:45, 31:51, 31:53, 42:53, 42:57, 50:57, 59:64, 65:76, 71:81, 77:83, 78:87. Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 23, John Rhodes 18, Jón Amar Ingvarsson 12, Tryggvi Jónsson 11, Sigfús Gizurarson 9, Jón Om Guðmundsson 3, Rúnar Guðjónsson 2. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 27, Rondey Robinson 22, Jóhannes Kristbjöms- son 12, Friðrik Rúnarsson 9, Rúnar Áma- son 6, ísak Tómasson 5, Teitur Örlygsson 4, Jón Ámason 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason og vom ekki eins góðir og leik- menn. Áhorfendur: Um 300. ÍBK - Snæfell 83:71 íþróttahúsið í Keflavík: Gangur leiksins: 0:2. 2:2, 14:14, 24:24, 28:34, 36:38, 36:48, 55:59, 66:59, 71:67, 83:71. Stig ÍBK: Kristinn Friðriksson 22, Albert Óskarsson 17, Guðjón Skúlason 14, Brynjar Harðarson 10, Sigurður Ingimundarson 10, Guðjón Gylfason 4, Jón Kr. Gíslason 4, Ólafur Gottskálksson 2. Stig Snæfells: Sverrir Þór Sverrisson 22, Kristinn Einarsson 15, Bárður Eyþórsson 11, Eddie Collins 9, Hreiðar Hreiðarsson 8, Hreinn Þorkelsson 4, Hjörleifur Sigurð- þórsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Krist- ján Möller sem dæmdu vel. Áhorfendur: Um 200. ÍA-Valur 103:89 íþróttahúsið á Akranesi: Gangur leiksins: 0:5, 8:11, 21:15, 31:28, 41:38, 51:45, 58:54, 66:68, 78:70, 87:83, 97:83, 103:89. Stig IA: Steve Grayer 30, Einar Einarsson 26, Haraldur Leifsson 16, Eggert Garðars- son 11, Jón Þór Þórðarson 9, Ivar Ásgríms- son 8, Pétur Sigurðsson 3. Stig Vals: Franc Booker 40, Ragnar Þór Jónsson 19, Bragi Magnússon 13, Brynjar K. Sigurðsson 9, Bjarki Guðmundsson 4, Guðni Hafsteinsson 2, Gunnar Zöega 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: 280. 1. DEILD KVENNA Grindavík - ÍR..................77:28 Gangur Ieiksins: 2:0, 2:2, 20:3, 32:9, 38:9. 40:11, 62:15, 70:17, 77:28. Stig UMFG: Svanhildur Káradóttir 25, Anna Dís Sveinbjömsdóttir 19, Stefanía Jónsdóttir 8, Hulda Jóhannesdóttir 8, María Jóhannesdóttir 6, Hafdís Hafberg 6, Krist- jana Jónsdóttir 4, Sandra Guðlaugsdóttir 1. Stig ÍR: Gréta grétarsdóttir 8, írun Ketis- dóttir 5, Ingibjörg Magnúsdóttir 5, Dagný Hjörvarsdóttir 4, Ríta Ásmundsdóttir 4, Lilja Sturludóttir 2. NBA-deildin Leikir aðfaramótt fímmtudags: Atlanta - Golden State.......119:120 RLatrell Sprewell gerði þriggja stiga körfu á lokasekúndu leiksins og tryggði þannig fimmta sigur Golden State í röð. Sprewell var einnig stigahæstur í leiknum með 25 stig. Charlotte — Philadelphia......115:103 BAlonzo Mouming gerði 16 stig af 27 stig- um sínum f þriðja leikhluta fyrir Homets, sem náði mest 30 stiga forskoti í leiknum. Þetta var níundi sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Indiana - Miami...............109:92 BlReggie Miller gerði sjö af 21 stigi sínu í fyrsta leikhluta og var með 21 stig alls eins og Byron Scott. Indiana komst í 13:3 í byijun leiks og aldrei spuming eftir það. New Jersey — Minnesota........112:91 BDerrick Coleman gerði 24 stig og Kenny Anderson og Kevin Edwards 16 stig hvor fyrir New Jersey Nets. New York - San Antonio........120:108 BPatrick Ewing gerði 35 stig og tók 16 fráköst í sjötta sigurleik New York Knicks í röð. Þetta var í sjötta sinn í síðustu sjö leikjum sem Ewing skorar meira en 30 stig. John Starks kom næstur með 26 og Ro- lando Blackman geiði 19. Orlando — La Clippers.........108:96 BShaquille O’Neal var að venju stigahæst- ur hjá Orlando með 40 stig og tók auk þess 19 fráköst. Chicago - Washington............84:83 ■Steve Kerr gerði þriggja stiga körfu þeg- ar 23,2 sekúndur vom eftir og tryggði 15. heimasigur Chicago í röð. Tom Gugliotta var stigahæstur í liði Washington með 20 stig, en Rex Chapman lék ekki með liðinu vegna ökklameiðsla. Dalias - Boston.................84:89 ■Robert Parish gerði 17 stig og tók 10 fráköst fyrir Boston. Dee Brown gerði 16 og Kevin Gamble 15. Jim Jackson var stiga- hæstur f liði Dallas með 27 stig. Cleveland - Utali..............92:104 ■Karl Malone var atkvæðamestur í liði Utah með 28 stig. Jeff Malone kom næstur með 19 og John Stockton gerði 18. Mark Price geiði 24 stig fyrir Cavaliers. Sacrametno - Seattle...........95:114 ■Gary Payton var stigahæstur í liði Se- attle með 24, Kendall Gill var með 22 og Sam Perkins gerði 16 af 19 stigum sínum f fyrsta leikhluta. Handknattleikur 2. DEILD KARLA: Ármann - Fylkir.................21:19 ^jölnir - Keflavík..............27:22 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1993 HANDKNATTLEIKUR Breytingarnar á Laugardalshöll fyrir HM 1995 Stæði fyrir 2.200 í stað stólanna STÓLAR verða fjarlægðir úr efri stúku Laugardalshallarinn ar og svæði því þar með breytt í stæði. Eftir breytingarnar verður rými fyrir 2.200 áhorfendur í stæðum og 2.000 í sætum, öllum á bekkjum í neðri stúku. Þannig hyggst Reykjavíkurborg uppfylla það skilyrði alþjóða handknatt- leikssambandsins (IHF), að íþróttahúsið, þár sem úrslita- leikur heimsmeistarakeppninnar 1995 fer fram, verði að rúma 4.200 áhorfendur. Islandi var endanlega úthlutað HM 95 á þingi IHF, sem hald- ið var í Barcelona í tengslum við Ólympíuleikana sumarið 1992. Þingið féllst þá á, gegn vilja for- seta og annarra forystumanna IHF, að íslendingar byggðu ekki nýja íþróttahöll eins og áður hafði verið ætlunin, heldur yrðu gerðar breytingar á Laugardals- höllinni þannig að hún rúmaði 4.200 áhorfendur. Reykjavíkur- borg samþykkti að þessum skil- yrðum yrði fullnægt af hálfu borgarinnar fyrir keppnina. Laugardalshöllin tekur nú 3.200 áhorfendur og því þurfti að skapa rými fyrir þúsund áhorf- endur til viðbótar í húsinu. Það verður gert með því að útbúa stæði, þar sem efri stúkan er nú, eins og áður sagði. Sérfræðingar Reykjavíkurborgar vinna nú að endanlegum frágangi gagna vegna þessa máls, og verða þau væntanlega send Alþjóða hand- knattleikssambandinu í dag, en forráðamenn þess þurfa að sam- þykkja þessar fyrirhuguðu breyt- ingar fyrir 30. janúar. LISTSKAUTAHLAUP / EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Viktor Petrenko meist- ari í listhlaupi karla Breska skautaparið fræga, Ja- yne Torvill og Christopher Dean, komst í efsta sætið í ís- dansi á Evrópumeistaramótinu í Kaupmannahöfn í gær eftir upp- runalega dansinn svokallaða, sem nú var rúmba. Bretarnir voru í öðru sæti fyrir annan hluta keppn- innar í gær, en frammistaða þeirra þótti frábær og virðist ljóst að möguleikar þeirra á að endur- heimta ólympíugullið í Lilleham- mer í næsta mánuði eru miklir. Torvill og Dean eru með jafnmörg stig og rússnesku Évrópumeistar- amir Maya Usova og Alexander Zhulin, 1.6, en teljast í efsta sæti þar sem þau stóðu sig betur í keppninni í gær. Síðasti hluti keppninnar, fijáls dans, fer fram í kvöld. Torvill og Dean sýndu mikla yfírburði í stfl og glæsileika er þau dönsuðu rúmbu — eins hægt og þau mögulega gætu — og fengu hæstu einkunn, 6.0, hjá tveimur af níu dómurum keppninnar fyr- ir listfengi og 5.8 hjá fjór- um þeirra. Petrenko Evrópumeistarí Viktor Petrenko frá Úkraínu sigraði í gær í listhlaupi karla þrátt fyrir að frammistaða hans hafi ekki verið jafn glæsileg og vonast var til. Hann sýndi frábær tilrif í fyrri hlutanum, stutta atriðinu, sem keppendur sýndu í fyrradag, en í langa atrið- inu í gær þótti hann óör- uggur og þarf, að sögn sérfræðinga, að standa sig betur á Ólympíuleik- unum í Lillehammer ef hann ætlar að vetja ólympíutitilinn frá því í Albertville fyrir tveimur árum. Reuter Engu gleymt Jayne Torvill og Chistopher Dean á svellinu í Kaupmannahöfn í gær. Hér eru þau í upprunalega dansinn svokallaða, sem nú var rúmba. KARFA Vlktor Petrenko Gunnlaugur Jónsson skrifar Sanngjarn sigur ÍA Skagamenn sigruðu í fyrsta hei- maleiknum á þessu ári, er þeir lögðu Valsmenn að velli í gærkvöldi, 103:89. Steve Grayer lék með ÍA í fyrsta sinn og stóð sig frá- bærlega; skoraði 30 stig og lék vel í vörn- inni. Greinilegt að hann styrkir liðið. Valsmenn byrjuðu betur en fljót- lega náðu Skagamenn yfirhöndinni og höfðu forystu allt fram að hléi. Valur, með Booker í fararbroddi náðu að komast tveimur stigum yfir í upp- hafi seinni hálfleiks, en það stóð stuttu yfir; heimamenn náðu forystu fljótt á ný og héldu henni til leiksloka. Sigurinn var sanngjarn. Bestu menn ÍA var áðurnefndur Grayer og Einar Einarsson, en liðsheildin var sterk í gær og var sigurinn helst henni að þakka. Hjá Val var Booker algjör yfírburðamaður. Torvill ogDean íefsta sætið! 39 ■ SIR Matt Busby, fyrrum fram- kvæmdastjóri Manchester United, sem stjómaði félaginu til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða 1968 á Wembley, þar sem Man. Utd. lagði Benfica að velli, 4:1, lést í gær í svefni á sjúkrahúsi í Manchester. Busby, sem var 84 ára, var búinn að vera að sjúkrahúsinu í tvær vik- ur. Hann hafði verið með krans- æðarsjúkdóm undanfarin ár. ■ JUVENTUS leikur án þriggja lykilmanna gegn Sampdoria Genúa á sunnudag. Jiirgen Kohler er í leikbanni og þeir Gianluca Vialli og Julio Cesar meiddir. ■ SVO getur farið að Ruud Gullit geti ekki leikið með Samp- doría, en hann meiddist á hné á æfingu á miðvikudaginn. „Það kem- ur í ljós rétt fyrir leikinn, hvort ég geti leikið," sagði Gullit. ■ ZICO hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann í 1. deildar- keppninni í Japan, eftir að hann hrækti á knöttinn í úrslitaleik deild- arinnar — þegar vítaspyrna var dæmd á lið hans, Kashima Antl- ers, sem tapaði fyrir Kawasaki Verdy, 1:3. H OLEG Protasov, landsliðsmað- urinn frá Ukraínu, hefur gengið til liðs við japanska félagið Gamba Osaka. Protasov, sem verður 30 ára í febrúar, hefur leikið með gríska félaginu Olympiakos síð- ustu fjögur árin. ■ BARCELONA leikur án nok- kura fastamanna, þegar félagið mætir Real Sociedad á morgun. Romario er kominn í fjögurra leikja bann. Albert Ferrer er í banni fyrir fjögur gul spjöld. Jose Bakero og Hristo Stoichkov eiga við meiðsli að stríða. . ■ GARY Speed mun leika með Leeds gegn Blackburn, eftir að hafa verið sex vikur frá vegna meiðsla og þá eru miklar líkur á að David O’Leary leiki einnig með, en hann meiddist í ágúst. ■ ALAN Ball hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Sout- hampton, eftir að Graham Tayl- or, fyrrum landsliðsþjálfari Eng- lands, hafnaði boði frá félaginu. Ball mun stjórna Southampton gegn Newcastle á St James’s Park. ■ BALL lék með Kevin Keegan, framkvæmdastjóra Newcastle^ bæði með Southampton og enska landsliðinu á sínum tíma. ■ COLIN Harvey, fyrruin. leik- maður með Everton, sem hefur verið hjá félaginu í 23 ár, gekk út frá Goodison Park i gær, þar sem hugmyndir hans og Mike Walker, nýja „stjórans" náðu ekki saman. Eftir að Harvey hætti að leika með Everton, gerðist hann þjálfari og síðan aðstoðarmaður Howard Kendall, sem lét af störfum fyrir stuttu. ■ ARSENAL, sem hefur ekki fengið á sig mark í tíu klukkustund- ir, mætir Oldham. ■ TREVOR Fraucis, fram- kvæmdastjóri Sheffield Wed., ákvað að gefa leikmönnum sínum tveggja daga frí fyrir leik þeirra gegn Sheffield Utd. á morgun. Eftir að leikmenn hans lögðu Nott- ingham Forest að velli, 2:0, í bikar- leik í Nottingham á miðvikudag- inn, sagði hann við þá: „Látið ykk- ur hverfa. Ég vil ekki sjá ykkur fyrr en rétt fyrir leikinn á laugar- daginn." ■ BILLY Wright, fyrrum fyrirliði Úlfanna og enska landsliðsins, vill frekar sjá Kevin Keegan sem næsta þjálfara enska landsliðsins^ - en Terry Venables, sem er sterk- lega orðaður við starfíð. ■ WRIGHT, sem er 69 ára, segir að Keegan myndu koma með ferska vinda. „Eg vil sjá ungan mann eins og Keegan f starfi lands- liðsþjálfara. Hann kæmi með nýjar hugmundir og festu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.