Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 40
Mewii£d -setur brag á sérhvern dag! ^fgnnfrlftfrtfe UOKGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 21. JANUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Bátur sökk út af Barða í slæmu veðri um miðjan dag í gær Einn maður fórst og tveimur var biargað Máni IS 54 fórst laust eftir hádegi í gær Skipbrotsmönnum var bjargað um ki. 18:00 EINN maður fórst og tveir björguðust þegar Máni ÍS 54, 36 lesta eikarbátur, sökk 11 sjómílur vestur af Barða rétt eftir hádegið í gær. Slæmt veður var á þessum slóðum, 7-8 vind- stig. A bátnum voru þrír menn og komust þeir allir í gúm- björgunarbát. Einn skipveija var látinn þegar skipbrotsmenn- irnir fundust um kl. 18 í gærkvöldi. Máni var á línuveiðum og var verið að draga iínuna þegar brot kom á bátinn. Áhöfninni rétt tókst að komast í gúmbjörgunarbátinn áður en Máni sökk. Nokkru síðar bárust upplýs- ingar til stjórnstöðvar Landhelgis- gæslunnar um að gervihnöttur næmi merki frá neyðarsendi á hafsvæðinu vestur af Barða. Neyðannerkið var á 243 MHz hertíðni, en neyðarsendar gúm- björgunarbáta senda merki á tveimur tíðnisviðum, hertíðninni og neyðartíðni flugvéla. Gaf upp staðsetningu Samkvæmt upplýsingum Tilkynn- ingaskyldunnar voru 24 skip á svæðinu og tókst að ná sambandi við þau öll nema Mána ÍS. Að sögn Hálfdáns Henryssonar deild- arstjóra hjá SVFÍ hafði báturinn tilkynnt sig til Tilkynningaskyld- unnar kl. 9.30 í gærmorgun og gefið upp staðsetningu samkvæmt nýju og nákvæmu undirreitakerfi Tilkynningaskyldunnar. Haft var samband við Flug- málastjóm og fór flugvél hennar af stað til leitar um klukkustund eftir að merkjanna varð vart, en samkvæmt upplýsingum Hálfdáns er það regla að nema endurtekin merki áður en leit er hafín. Varð- skipið Ægir var fyrir vestan og lagði þegar af stað á leitarsvæðið auk björgunarbáts SVFÍ á ísafirði, Daníels Sigmundssonar, einnig var skipum og bátum á svæðinu gert viðvart. Þegar flugvél Flugmálastjórnar nálgaðist Látrabjarg nam hún greinileg merki frá neyðarsendin- um. Skömmu síðar sást svifblys um 5 sjómílur út af Önundarfirði og var öllum skipum stefnt á þann stað. Flugvél Flugmálastjórnar kom rétt eftir það yfir gúmbjörg- unarbát og sást maður um borð í honum veifa neyðarblysi. Vélbát- urinn Sigurvon IS 500 sigldi fram MÁNI ÍS 54 hét áður Friðrik Bergmann II og var smíðaður í Reykjavík 1953. á mannlausan gúmbjörgunarbát rétt fyrir klukkan 18, en tveir gúmbjörgunarbátar voru á Mána IS. Var rétt um ein sjómíla á milli gúmbátanna. Sigurður Þórðarson skipstjóri á Sigurvón ÍS 500 lýsti atvikum þannig: „Við vorum að fara á stað- inn þar sem flugvélin flögraði yfir, þá urðum við varir við tóma gúm- bátinn og tókum hann um borð. Svo komum við að gúmbátnum með mönnunum í svipaðan mund og varðskipið.“ Bjargað um borð í Ægi Skipbrotsmennirnir og gúmbát- arnir voru teknir um borð í varð- skipið Ægi sem hélt þegar í stað til Þingeyrar og kom þangað kl. 20.30. Á Þingeyri gengust skip- brotsmennirnir tveir undir læknis- skoðun og samkvæmt upplýsing- um héraðslæknisins voru þeir ekki slasaðir en þrekaðir eftir þessa mannraun. Siæmt veður hafði verið á mið- unum fyrir vestan en var að ganga niður þegar gúmbátarnir fundust. Sigurður skipstjóri á Sigurvon tel- ur að um hádegisbilið hafi verið þarna 7 til 8 vindstig af suð-suð- vestri og norðurfall þannig að gúmbátana rak hratt undan veðri og straumi. Máni ÍS 54 hét áður Friðrik Bergmann II SH 240. Báturinn var smíðaður í Reykjavík árið 1953 og var gerður út frá Þing- eyri. ÞESSI fálki hefur haldið til í Grafarvogi og nágrenni í vetur. Hér situr hann á ljósastaur við Gullinbrú. Hann lifir á vaðfuglum, öndum og hettumávum sem aftur éta smádýr og gróður á leirunni í Grafarvogi. Hæstiréttur telur Hagkaup hafa átt rétt á að flytja inn skinku Deilt um hvort ný lög útiloki innflutninginn Bónus pantaði kalkúnalæri á ný þegar dómur lá fyrir HÆSTIRÉTTUR komst í gær að þeirri niðurstöðu að landbúnaðarráð- herra og fjármálaráðherra hafi verið óheimilt að koma i veg fyrir að Hagkaup fengi að flytja inn til landsins rúmlega 1 tonn af soðinni skinku og 1,5 tonn af hamborgarhrygg í september. Strax eftir að dómurinn gekk í gær pantaði Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus 200 kíló af kalkúnaleggjum og hyggst fá þá flutta inn til landsins á næstunni. „Eg varð mjög undrandi yfir þess- um dómi,“ sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra. Hann telur að Norðurlöndin semja um opinn menntunarmarkað Islendingar undanþegn- ir ákvæði um greiðslu NORÐURLONDIN hafa samið um að norrænir háskólanemar skuli eiga rétt til inngöngu í háskóla hvarvetna í löndunum, uppfylli þeir sömu skilyrði og heimamenn. Samningurinn á að gilda fram á mitt 4 ár 1996 en með honum fylgir viljayfirlýsing um að þá muni liggja fyrir nýr samningur með ákvæði um að kostnaður vegna menntunar- innar verði greiddur af heimalandi stúdentanna. íslendingar yrðu þó undanskyldir þessu ákvæði. Menntamálaráðherrar Norður- landanna samþykktu í sumar svo- nefndan opinn menntunarmarkað á Norðurlöndunum. Nemar eiga að hafa jafnan aðgang að háskólanámi í hvaða landi sem er. Hingað til hafa verið settir kvótar á íslenska nemend- ur í einstökum skólum, einkum í Danmörku og eftir sem-áður er nor- rænum skólum fijálst að setja kvóta á nemendur frá hinum Norðurlönd- unum, svo framarlega sem eitt verði látið yfir alla ganga. Danir komu fram með kröfu um að heimaríki greiði kennslukostnað neménda sem sækja háskólanám í öðrum Norðurlöndum. Þetta atriði varð til þess að endanlegur samning- ur dróst á langinn en að lokum varð samkomulag um að frá þessu yrði gengið innan tveggja ára en íslend- ingar yrðu undanþegnir ákvæðum um greiðslu. eftir breytingar sem gerðar voru á búvörulögum í desember sl. hafi ver- ið eytt öllum vafa um að innflutning- ur af þessu tagi sé nú óheimill. Ósk- ar Magnússon forstjóri Hagkaups segist á hinn bóginn hafa þann skiln- ing á niðurstöðum dómsins að inn- flutningurinn sé enn heimill en breyt- ingarnar í desember hafi veitt víð- tækari heimildir til álagningar jöfn- unargjalda á innflutninginn. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra tekur í sama streng og segir, að með dóminum staðfesti Hæstirétt- ur þær lagatúlkanir sem hann og starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafi haldið fram þegar deilt var um mál þetta í ríkisstjórn síðsumars. Niðurstaða Hæstaréttar var á því byggð, að ekki felist sjálfstæð tak- mörkun á innflutningi landbúnaðar- vara í því ákvæði búvörulöga þar sem kveðið sé á um, að leita skuli álits og tillagna Framleiðsluráðs landbún- aðarins og innflutningur því aðeins leyfður að Framleiðsluráð starðfesti að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörf. Með lagaákvæðinu sé verið að tryggja Framleiðsluráði umsögn um þann innflutning land- búnaðarvara sem takmarkaður sé af öðrum lagaákvæðum, en talsmenn ríkisvaldsins í málinu hafi ekki bent á lagaákvæði þar sem innflutningur soðinnar skinku og hamborgarhryggs sé bannaður án innflutningsleyfís. Skaðabótum hafnað Hæstiréttur varð hins vegar ekki við kröfum Hagkaups um 1,3 milljóna króna skaðabætur á þeim forsendum að fyrirtækið hefði getað firrt sig tjóni með því að beina fyrirspum um innflutninginn til yfirvalda áður en í hann var ráðist eða borið ágreining um hann undir dóm. Þá var hvorum aðilanna gert að bera sinn kostnað af rekstri málsins. Þrír af sjö hæsta- réttardómurum vildu staðfesta niður- stöðu Héraðsdóms og vísa kröfum Hagkaups á bug. „Við eigum von á að fá kalkúna- Ieggi með skipi innan hálfs mánaðar. Það er ekki til sambærileg vara við þetta á markaðnum þannig að það verður fróðlegt að sjá hvað menn finna sértil til að leggja á sem jöfnun- argjöld. Það var ákveðin siðferðisupp- reisn að það var ekki ólöglegt sem við aðhöfðumst í haust. Þess vegna ætlum við að endurtaka leikinn og sjá hvort þetta fær að vera hér á markaðnum,“ sagði Jóhannes Jóns- son. Sjá nánar á bls. 2 og miðopnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.