Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 Með morgunkaffínu Þú hlýtur að vera góður maður, að koma strax þó drengurinn hafi gleypt 50 kall. HÖGNI HREKKVISI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103-Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Ókunnugleiki fulltrúans Frá Ómari Smára Ármannssyni: FULLTRÚI Sambands ísl. trygg- ingafélaga upplýsti í viðtali við Morgunblaðið föstudaginn 25. jan- úar sl. að sambandið hafi þurft að greiða tjón af völdum fleiri en 12 óvátryggðra bifreiða í umferð hér á landi á síðasta ári. Sagði hann það skoðun manna innan vátrygginga- geirans að lögregla hafi ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi að taka óvátryggðar bifreiðir úr umferð. Skoðun hans og „annarra" innan vátryggingageirans á þessu er byggð á misskilningi, en sá skilning- ur er jafnvel verri en enginn skiln- ingur á málinu. Staðreyndin er sú að vátryggingafélögin senda mikið magn beiðna til lögreglu á hveiju ári þar sem beðið er um að klippt verði skráningarnúmer af bifreiðum sem ekki hafa verið greidd af lög- bundin vátryggingagjöld. Langflest- ar þessara beiðna eiga ekki við rök að styðjast. Vátryggingafélögin hafa ekki athugað hvort tiltekin bifreið hefur verið tryggð hjá öðru trygg- ingafélagi, hún hafi verið skráð ónýt, eigandaskipti hafi farið fram og bif- Heilbrigð sál í hraustum líkama Frá Árna Helgasyni: í ÆSKU minni var minna um íþrótt- ir en nú og enn færri tækifæri til að gefa sig allan að þeim, og kom þar margt til. Við höfðum fótboltafé- lag og völl sem ekki þætti neitt vit í nú og markið var millj tveggja steina í útjaðri vallarins. I því stóð markvörður og þótti virðingarstaða. Og eitt: Það var strangt eftirlit með því að reglum væri fylgt og að gera rétt, spila drengilega og þeir voru ekki hátt skrifaðir sem brutu þessi atriði. Skíði og skautar voru á vet- urna og í tunglskinsljósi inn á á, var gaman. Nú heyrði ég fyrir skömmu í út- varpi tilkynningu sem fékk mig til að staldra við og hugsa: Nú mölum við Finna með ópum og hrópum og svo skorað á fólk að mæta í kórinn. Þessi áskorun sló mig illa og minnt- ist þess að íþróttahreyfingin er alltof merk stofnun ef þetta ákall væri veruleiki. Og um leið fannst mér það ekki stórmannlegt að geta ekki sigr- að Finna nema með ópum og hróp- um. Það finnst mér ekki stórmann- legt né hæfa svo merku uppeldis- tæki. Og alls ekki þegar við fögnum góðum gestum af erlendum vett- vangi, sem ekki geta komið með æpandi lið með sér: Við töluðum hér áður fyrr um „íslandi allt“ og heilbrigða sál í hraustum líkama sem markmið íþrótta og vonum að það standi hvað sem á dynur í keppni sem öðru. Bn er þetta markmið í hættu í dag? Hefir íþróttahreyfingin skoðað það niður í kjölinn? Áfengi og íþróttir eiga enga sam- leið sögðu aðalmenn íþróttahreyf- ingarinnar hér áður fyrr þegar ég í æsku horfði hýrum augum til henn- ar sem aukandi gróandi þjóðlíf. Eg man eftir Ben. G. Waage þar fremst- _um í flokki, Hallgrími Benediktss. og Siguijóni á Álafossi svo nokkrir séu nefndir og þeir fylgdu þeim sannleika eftir af huga og sál. Nú heyrast háværar raddir um að bjór og annað áfengi sé komið í ríkum mæli þar inn fyrir dyr i mörgum myndum. Getur slíkt verið satt? Eða eiga kannski þessi óp og hróp að leiða huga heilbrigðra manna frá raunveruleikanum? Er ekki kominn tími til að athuga sinn gang. Og guð gefi að íþrótta- - hreyfingunni beri gæfa til að útiloka alla meinvætti, svo sem áfengi og illa siði, en efla hið göfga og góða. Verða til fyrirmyndar í göngu lands- manna á vit hins sannasta og heil- brigðasta í lífinu. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. reiðin færst á milli umdæma, skrán- ingarnúmer hafi verið lögð inn o.s.frv. Þá eru dæmi um það að greiðendur hafi samið við trygginga- félög um greiðslu iðgjalda en þau samt sem áður óskað eftir að skrán- ingarnúmer verði klippt af bifreið- inni. Lögreglumenn fara í gegnum þessar beiðnir og endursenda jafn- harðan með von um bætt vinnu- brögð. Þeim beiðnum, sem eiga við rök að styðjast, er sinnt ásamt öðru eftir því sem kostur er. Þannig fjar- lægði lögreglan á Suðvesturlandi skráningarnúmerin af u.þ.b. fimm þúsúnd ökutækjum á síðasta ári, auk þess sem hún þurfti að sinna öðrum eftirlitsþáttum umferðarmálefna, sem ekki eru síður mikilvægir í bar- áttunni við fækkun umfeðraróhappa og -slysa. Gagnrýni fulltrúans og „annarra" á lögreglu á því ekki við rök að styðj- aSt'óMAR SMÁRI ÁRMANNSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Betra mannlíf Frá Amnl Rún: Borgarfulltrúar ljalla um hundr- uðir nýrra mála á hveiju ári. Það skiptir því Reykvíkinga miklu máli að vita hver eru helstu áhugamál þeii'ra sem bjóða sig fram til borgar- stjórnar. _Mitt baráttumál er betra mannlíf. Ég nefni dagvistarmál sem dæmi. Góð dagvistun er þroskandi fyrir börnin og ræður miklu um frelsi kvenna til að mennta sig og sinna fjölbreyttum áhugamálum. Atvinnu- leysi er skaðlegt góðu fjölskyldulífi og veldur félagslegum vandamálum. Sem dæmi um áhugavert verkefni í atvinnumálum vil ég nefna eflingu ferðaiðnaðar. Staðsetning landsins, gott loftslag, friðsælt umhverfi, góð hótel og önnur aðstaða gera Reykja- vík að góðum valkosti fyrir alþjóð- legar ráðstefnur. AMAL RÚN QASE, Borgartúni 19, Reykjavík. Víkverji skrifar BC Bfí. BÚisiH AE> fA MÓe ÞAXJCARKOBTVM! " Víkveija hefur borist bréf frá Jóni Gunnari Borgþórssyni framkvæmdastjóra SVFR vegna pistils í blaðinu þ. 8. janúar síðast- liðinn. Þar segir: „Víkveiji skrifar í Morgunblaðið 8. janúar 1994, þar sem hann gagn- rýnir Stangaveiðifélag Reykjavíkur fyrir að vera með stór orð um dá- semdir veiðisvæða, og þá sérstak- lega efri hluta vatnasvæðis Hítarár á Mýrum. Þar sem Víkveiji gagnrýnir í framhaldi einungis þann þátt sem snýr af fiskigengdinni sjálfri má ganga út frá því að aðrir þættir hafi verið í þokkalegu lagi miðað við hans væntingar, enda fallegt víða á svæðinu og fjölmargir veiði- staðir. Það er hins vegar svo þegar menn fara í veiðitúr að ekki er hægt að reikna með veiðinni sem gefinni. Til þess eru of margir óvissuþættir til staðar, svo sem veður, vatnshiti, vatnshæð, birtu- skilyrði o.s.frv. Það er einnig vitað að fiskigengd er víðast hvar mjög sveiflukennd á milli tímabila og endalaust er hægt að velta fyrir sér orsökum og afleiðingum í þeim efn- um. Vegna þeirrar óvissu sem stangaveiði fylgir selur SVFR veiði- leyfí en ekki físka, þ.e. menn gera út á vonina en ekki vissu um fiska á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Enda er það trú manna að glansinn færi fljótt af stangaveiðinni ef svo væri. Hvað þetta ákveðna veiðisvæði varðar er það fúslega viðurkennt að veiði var minni síðastliðið sumar en menn höfðu gert sér vonir um. Spáð var í orsakir eins og endranær og var þá helst bent á óhagstæð veðurskilyrði fyrir vatnabúskapinn og lítið vatn í gönguleið fisksins upp ána til viðbótar því hversu seint vorið var á ferðinni. En eins og áður sagði er hægt að leita lengi að orsökum sem verða að vísu aldr- ei annað en spádómar og getsakir. Þrátt fyrir minni veiði en vonast var til veiddust engu að síður þó nokkrir laxar á svæðinu auk þess sem bókaðir voru um 200 silungar, þannig að samkvæmt veiðibókum hefur eitthvað af fiski verið á ferð- inni á veiðitímabilinu. Verð veiðileyfa í Hitará II (eins og svæði þetta er kallað í söluskrá SVFR) er annars vegar kr. 2.500.- og hins vegar 4.500.- fyrir stöngina á dag og er gisting í veiðihúsi innif- alin. Vegna þeirrar óvissu sem er um fiskigengd á svæðinu og von- brigi með veiðina síðastliðið sumar er nú innifalið í hveiju veiðileyfi í Hítará II að það megi nota til veiða í Hítarvatni, en veiðileyfi í það er allajafna selt á 1.600 krónur. Þetta eykur verðgildi veiðileyfisins um- talsvert en gildir að vísu einungis fyrir félaga í SVFR. Þessar upplýs- ingar eru í söluskrá félagsins, en hljóta hreinlega að hafa farið fram hjá Víkveija við lestur hennar þetta árið. Að teknu tilliti til þeirra atriða er fram koma hér að ofan er því tæpast hægt að segja annað en að veiðimenn sem sækja þetta fallega svæði fái allnokkuð fyrir peninginn. Það áréttast hér enn að SVFR selur leyfi til veiða en ábyrgist eng- an veginn að bráðin sé fyrir hendi á þeim stað og þeirri stundu sem einstakir veiðimenn eru við veiðarn- ar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.