Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 Biskup vísiterar Reykjavík BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, mun vísitera Reykja- víkurprófastsdæmi eystra á næstu vikum. Hefst vísitasían í Kópavogi með messum í Kópa- vogskirkju sunnudaginn 23. jan- úar nk. bæði kl. 11 og kl. 14 og i Hjallakirkju sunnudaginn 30. janúar kl. 14. Síðan eru fyrir- hugaðar messur í öðrum kirkj- um prófastsdæmisins í febrúar og mars. En auk þess að messa mun bisk- upinn heimsækja ýmsar stofnanir innan prestakallanna, dvalarheim- ili aldraðra, skóla o.fl. og einnig koma við í Sundlaug Kópavogs fimmtudaginn 27. janúar, svo fátt ejtt sé nefnt. Þetta er fyrsta biskupsvísitasían í sögu Reykjavíkurprófastsdæmis, sem var stofnað árið 1940, en fyrir þann tíma var Reykjavík hluti Kjalaranessprófastsdæmis. Þó hefur biskup ekki vísterað Reykja- vík á þessari öld. Og prófastsvísi- tasíur voru heldur ekki fram- kvæmdar í Reykjavíkurprófasts- dæmi þar til núverandi biskup hóf þetta starf á ný, þegar hann varð dómprófastur. Vísitasíur biskups eru til að efla tengsl embættisins við hinar ýmsu sóknir, presta, sóknarnefndir og starfsmenn kirknanna. Þá koma heimamenn ýmsu því á framfæri, sem þeir vilja gjarnan ræða við biskup, um leið og hann kynnir sér starf og stöðu kirkjunnar í hvetju prestakalli fyrir sig. í fylgd með biskupi verður bisk- upsfrúin, Ebba Sigurðardóttir og dómprófastur, séra Guðmundur Þorsteinsson og kona hans frú Ásta Bjarnadóttir. Undirbúningur visitasíunnar er í höndum dóm- prófasts í samvinnu við presta og sóknarnefndir. Skíðanærföt á dömur og herra í miklu úrvali mmúTiLíFmm GLÆSIBÆ. S/MI812922 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram um helgina Skarphéðinn Orri Björnsson Kristinn Arnar Valgerður Jóhannesson Sigurðardóttir Örn Tryggvi Johnsen Trausti Hólm Jónasson Jón Gestur Viggósson Magnús Kjartansson Jóhann G. Gunnar Á. Bergþórsson Beinteinsson (Ingvar) Árni Sverrisson Tuttugu og sex bjóða sig fram TUTTUGU og sex hafa ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði um helgina. Kjörfundur hefst kl. 10 og stendur til kl. 19 laugardaginn 29. janúar og sunnudag- inn 30. janúar. Kosið er í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu 29 og er þátttaka heimil öllum stuðningsmönnum flokksins í Hafnar- firði og þeim Stefnisfélögum sem náð hafa 16 ára aldri á kjördegi. Skarphéðinn Orri Björnsson, Hringbraut. (JM) er 23 ára há- skólanemi. Hans helstu áhugamál eru íþróttir, stjórnmál og hvers kyns útivist og ferðalög. Skarphéð- inn Orri er í stjóm Stefnis FUS og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Hafnarfirði. Auk þess er hann formaður glímudeildar KR og situr í ýmsum stjómum og nefndum hjá íþróttahreyfingunni. Kristinn Arnar Jóhannesson, Fagrahvammi 1, er 47 ára tækni- fræðngur og markaðsstjóri hjá Jo- hann Rönning hf. Áður sinnti hann ýmsum stjórnunarstörfum við upp- byggingu mannvirkja auk mark- aðs- og sölumála erlendis. Eigin- kona Kristins er Björg Leifsdóttir sjúkraliði og eiga þau tvö börn. Valgerður Sigurðardóttir, Hverfisgötu 13b, er 40 ára fisk- verkandi. Hún var áður fram- kvæmdastjóri Kvenréttindafélags íslands og hefur unnið við af- greiðslustörf. Eiginmaður hennar er Friðbjörn Bjömsson fiskverkandi og eiga þau þijár dætur. Örn Tryggvi Johnsen, Sæ- vangi 25, er 28 ára verkfræðingur sem starfar við rekstrarráðgjöf. Hann á unnustu og einn son. Órn er núverandi formaður Stefnis ÍTJS. Trausti Hólm Jónasson, Sæ- vangi 24, er 47 ára rafvirki hjá ísal. Á námsámm sínum starfaði hann hjá Johann Rönning hf. Eigin- kona Trausta er Nína Heiðrún Jónsdóttir og eiga þau eina dóttur. Jón Gestur Viggósson, Vestur- vangi 1, er 47 ára kerfisfræðingur og rekur eigið fyrirtæki. Tölver. Eiginkona hans er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir og eiga þau fjögur böm. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Fagrahvammi 19, er 37 ára kenn- ari við Víðistaðaskóla. Eiginmaður hennar er Ingólfur Flygenring lög- giltur endurskoðandi og eiga þau tvö börn. Gunnar Magnússon, Strand- götu 37, er 35 ára úrsmiður. Eigin- kona hans er Annette Mönster úr- smiður og eiga þau þijú böm. Bergur Ólafsson, Smára- hvammi 8, er 29 ára rekstrarhag- fræðingur og starfar sem þjónustu- fulltrúi hjá Islenskri forritaþróun. Unnusta hans er Helga Pála Giss- urardóttir. Björk Pétursdóttir, Stekkjar- hvammi 22, er 31 árs húsmóðir. Eiginmaður hennar er Sveinn Sig- urbergsson verslunarstjóri og eiga þau tvö börn. Ásdís Guðbj. Konráðsdóttir, Suðurgötu 47, er 57 ára innkaupa- maður og verkstjóri. Hún vann áður við verslunarstörf. Eiginmað- ur Ásdísar er Kristján H. Jónsson og eiga þau sex börn. Þorgils Ottar Mathiesen, Trað- arbergi 23, er 31 árs viðskiptafræð- ingur og forstöðumaður rekstar- deildar Islandsbanka hf. Unnusta hans er Berta G. Guðmundsdóttir. Ólafur Þór Gunnarsson, Hraunbrún 4, er 40 ára viðskipta- fræðingur hjá Islenskum aðalverk- tökum. Eiginkona hans er A. Linda Róberts húsmóðir og eiga þau þijú börn. Sigurður Einarsson, Kvíholti 8, er 36 ára arkitekt og rekur teiknistofuna Batteríið hf. Eigin- kona Sigurðar er Sólveig Birna Jósefsdóttir hjúkrunarfræðingur og húsmóðir og eiga þau þijú börn. Magnús Gunnarsson, Heið- vangi 72, er 43 ára aðalbókari hjá Hval hf. Eiginkona hans er Elísa- bet Karlsdóttir húsmóðir og eiga þau þijú börn. Þórunn Sigþórsdóttir, Máva- hrauni 18, er 24 ára hagfræðingur og nemi í Söngskóla Reykjavíkur. Magnús Kjartansson, Norður- braut 24, er 42 ára hljómlistarmað- ur. Eiginkona hans er Sigríður Kolbrún Oddsdóttir flugfreyja og eiga þau þijú börn. Jóhann G. Bergþórsson, Vest- urvangi 5, er 50 ára verkfræðing- ur, forstjóri og bæjarfulltrúi. Eigin- kona hans er Arnbjörg Guðný Björgvinsdóttir og eiga þau fjögur börn. Gunnar Á. Beinteinsson, Mið- vangi 79, er 27 ára viðskiptafræð- ingur og forstöðumaður hagdeildar Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Unnusta hans er Þuríður Gunnarsdóttir há- skójanemi. Ágúst Sindri Karlsson, Suður- götu 17, er 30 ára héraðsdómslög- maður. Eiginkona hans er Guðrún Ragnheiður Kristjánsdóttir Gunnar Magnússon Magnús Gunnarsson Þórunn Sigþórsdóttir Gissur Guðmundsson Þórður Rafn Stefánsson Þórhalla Helgadóttir bankastarfs- maður og eiga þau eitt barn. Ólafur Árni Torfason, Álfholti 34, er 37 ára verkstjóri hjá skipaaf- greiðslu Eimskips. Áður starfaði hann sem löndunarmaður eða frá 1975-1990. Eiginkona Ólafs er Helena Högnadóttir húsmóðir og eiga þau fiögur börn. (Ingvar) Árni Sverrisson, Hvassabergi 22, er 41 árs fram- kvæmdastjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Þar hefur hann starfað frá 1981, en rak áður eigin bókhaldsskrifstofu. Eiginkona Árna er Valgerður Kristjánsdóttir skrifstofustjóri. Árni á tvær dætur auk stjúpdóttur. Ellert Borgar Þorvaldsson, Mávahrauni 6, er 48 ára skóla- stjóri. Hann var áður skólastjóri og kennari á Eskifirði, kénnari við Öldutúnsskóla og skólafulltrúi Hafnarfjarðar. Ellert hefur verið skólastjóri Ártúnsskóla í Reykjavík frá 1987. Eiginkona hans er Erna Guðrún Björnsdóttir og eiga þau þijú börn. Helga Ragnheiður Stefáns- dóttir, Sævangi 44, er 46 ára hús- móðir. Hún var áður flugfreyja um 15 ára skeið. Eiginmaður hennar er Gunnar Hjaltalín löggiltur end- urskoðandi og eiga þau fimm börn. Gissur Guðmundsson, Breið- vangi 32, er 43 ára rannsóknarlög- reglumaður. Eiginkona hans er Svanhildur Pétursdóttir gjaldkeri og eiga þau tvö börn. Þórður Rafn Stefánsson, er 35 ára fulltrúi í íslandsbanka. Hann hefur áður starfað sem verkamað- ur, sölumaður og dyravörður. Eig- inkona Þórðar er Guðbjörg Hjálm- arsdóttir sölumaður og eiga þau tvö börn. jw'títb- SIID ER SÆIGATI • SltD ER SÆIGÆTI ÓMISSANDI A ÞORRANUM Bragömikil og þjóðleg ISLENSK MATVÆLf i 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.