Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 + PJtrgn Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Verðstöður 1994 Hæstíréttur dæmir Hagkaupi í vil í máli þess f Óheimilt að hindra tollaf\ á hamborgarhrygg og s HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp þann dóm að fjármálaráðherra og land- búnaðarráðherra hefði verið óheimilt að synja um tollafgreiðslu á rúmu tonni af skinku og 1,5 tonnum af hamborgarhrygg sem Hagkaup hugð- ist flytja inn til landsins frá Danmörku í september. Fjórir af sjö dómur- um Hæstaréttar hnekktu dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í októ- ber og komust að þeirri niðurstöðu að ekki hafi þurft innflutningsleyfi fyrir þessum vörum og að í 52. grein búvörulaganna frá síðastliðnu ári felist ekki sjálfstæð takmörkun á innflutningi landbúnaðarvara, heldur bendi skýrt orðalag í greinargerð með lagagreininni til þess að með greininni hafi ætlun löggjafans verið sú að tryggja Framleiðsluráði umsögn um þann innflutning landbúnaðarvara sem takmarkaður er af öðrum lagaákvæðum. Við rekstur málsins hafi talsmenn ríkisins ekki bent á annað ákvæði í lögum sem banni innflutning soðinnar skinku og hamborgarhryggs án Ieyfis. Því hafi ekki þurft innflutningsleyfi fyrir þessum vörum eftir að lög frá 1979 og auglýsing á grundvelli þeirra voru felld úr gildi með löguin frá árinu 1992. Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að miðað við óbreyttar forsendur hækki lánskjaravísi- tala aðeins um 0,33% næstu tólf mánuði, að því er fram kemur í frétt hér í blaðinu í gær. Gangi það eftir lætur verðbólgudraugurinn ekki á sér kræla næstu misserin. Ef laun og gengi og aðrar for- sendur haldast óbreyttar ríkja verðstöður í þjóðarbúskapnum út nýbyrjað ár. Þetta eru mik- il og góð tíðindi, stór þjóðhags- legur árangur, ekki sízt þegar horft er til óðaverðbólgu fyrri ára, einkum á fyrri hluta níunda áratugarins. Seðlabankinn hefur, venju samkvæmt, reiknað út áætl- aða lánskjaravísitölu 12 mán- uði fram í tímann. Að sjálf- sögðu eru ýmsir fyrirvarar á þeirri útreikningi, nú sem ætíð. En miðað við óbreyttar for- sendur mælist lánskjaravísi- talan að tólf mánuðum liðnum, í janúar 1995* 3.354 stig, eða 0,33% hærri en í janúar á nýbyrjuðu ári. Þetta þýðir að verðbólga verður nánast engin á líðandi ári. Verðstöður ríkja. Stöðugt verðlag er ein mik- ilvægasta forsenda þess að vinna atvinnulífíð og þjóðarbú- skapinn upp úr þeirri efna- hagslægð, sem þrengt hefur að fólki og fyrirtækjum síðast- liðin sex ár. Verðstöður eiga, svo dæmi sé tekið, að auðvelda vaxtalækkun, en hátt vaxta- stig hefur verið einn þyngsti bagginn á atvinnulífmu und- anfarin kreppuár. Morgun- blaðið hefur það eftir Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra í gær að slíkar verðstöður ættu að leiða til þess á næstu mánuðum að vextir óverð- tryggðra útlána yrðu svipaðir og vextir verðtryggðra lána. I því sambandi benti hann á að ríkið greiddi nú um það bil 5% vexti af verðtryggðum spari- skírteinum - en aðeins 5,23% vexti af óverðtryggðum þriggja mánaða víxlum. Það sama ætti að gerast annars staðar á fjármagnsmarkaði og væri eðlilegt að menn litu sér- staklega til bankanna í þeim efnum. Lánskjaravísitala, sem hér er vitnað til, er meðaltal af framfærsluvísitölu, bygging- arvísitölu og launavísitölu. Fjármálaráðuneytið spáði því í byijun janúar, að vísitala framfærslukostnaðar myndi hækka um 2-2,5% á þessu ári. Þá var við það miðað að lækkun virðisaukaskatts á matvæli myndi ekki skila sér fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum og að heildaráhrif af skattbreytingum skiluðu sér fremur í minni hækkun verð- lags en beinni lækkun. Fram- færsluvísitalan í janúar lækk- aði hins vegar meira en áætlað var vegna þess að virðisauka- skattslækkunin kom strax fram í verðlagi. Þjóðarskútan siglir áfram þungan efnahagssjQ á þessu ári. Þyngst vega aflasamdrátt- ur, einkum þorsks, og lágt verð á sjávarvörum, sem eru langleiðina í 80% vöruútflutn- ingsins. Erlendar skuldir, sem hlaðist hafa upp á löngu ára- bili, taka og dijúgan toll af þjóðartekjum. Staða efna- hagsmála á helztu markaðs- svæðum okkar verður áfram óhagstæð, þótt sjá megi nokk- ur batamerki. Þannig hefur hagvöxtur náð sér á strik í nokkrum OECD-ríkjum, svo sem í Bandaríkjunum, en önn- ur sitja enn á botni lægðarinn- ar, þar á meðal Þýzkaland og Japan. Samt sem áður er búizt við að alþjóðlegt efnahagsár- ferði fari skánandi, meðal ann- ars vegna GATT-samninga, sem gildi taka um næstu ára- mót, svo áhrifa þeirra fer vart að gæta hér á landi fyrr en síðar. Tvennt hefur áunnizt síð- ustu ár og misseri sem eykur á bjartsýni. Annars vegar hjöðnun verðbólgu og stöðug- leiki í efnahagsmálum, sem leiðir til vaxtalækkunar. Þann vinning má enn betur tryggja með því að draga úr ríkissjóðs- halla og opinberri lánsfjáreft- irspurn. Hins vegar hefur við- skiptahallinn við umheiminn lækkað umtalsvert. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir um þetta efni í blaðagrein: „Þetta er ekki lítill árangur í Ijósi þess að verðbólga og viðskiptahalli hafa verið helztu vandamál hagstjórnar hér á iandi um áratugaskeið.“ Ef laun og gengi og aðrar forsendur í útreikningi Seðla- bankans standast benda sterk- ar líkur til þess að verðstöður ríki í íslenzkum þjóðarbúskap á nýbyijuðu ári. Við slíkar aðstæður á vaxtalækkun að vera í höfn. Þetta tvennt, ásamt styrkingu þorskstofns- ins, ætti að auðvelda okkur að rétta af þjóðarskútuna strax og framvinda efnahags- mála í umheiminum verður hagstæðari. Þrír hæstaréttardómarar skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta niður- stöðu héraðsdóms Reykjavíkur og sýkna ríkissjóð af kröfum Hagkaups. Lögfræðiálit Hagkaups í september hugðist Hagkaup fá tollafgreidd inn til landsins 1 tonn af soðinni skinku ög um 1,5 tonn af soðn- um hamborgarhrygg frá Danmörku. Samkvæmt lögfræðiáliti, sem fyrir- tækið hafði aflað sér var ekkert í lög- Halldór Blöndal Mjög undr- andi en lög í desember tóku af vafa „ÉG varð mjög undrandi yfir þess- um dómi. Ég hafði skilið lögin samkvæmt orðanna hljóðan og vek athygli á því að þeir dómarar sem fjölluðu um málið í undirrétti voru mjög reyndir. Það hafa 10 dómarar komið að þessu máli og 6 þeirra eru andvígir niðurstöðu Hæstaréttar, sem hlýtur að verða mönnum umhugsunarefni og einnig hitt að meirihluti Hæsta- réttar skuli ekki hafa dæmt Hag- kaup skaðabætur sem menn hljóta líka að draga ályktun af,“ sagði Halidór Blöndal landbúnaðarráð- herra þegar leitað var viðbragða hans við dómi Hæstaréttar í máli Hagkaups. Aðspurður kvaðst ráð- herra telja að þýðing þessa dóms væri fræðilegs eðlis. „Það verður hlutverk fræðimanna í lögfræði að reyna að draga ályktanir af honum og það verður fróðlegt að sjá viðbrögð þeirra vegna aðdrag- anda dómsins og vegna þess hvernig atkvæði féllu bæði í und- irrétti og Hæstarétti og þau áhrif sem slík niðurstaða hefur á rétta- röryggi í landinu. Um lagaverkanir dómsins varð- andi innflutning á landbúnaðarvör- um er það að segja að 21. desember síðastliðinn var samþykkt á Alþingi breyting á búvörulögunum þar sem landbúnaðarráðherra var gefín heim- ild til þess að veita leyfi til innflutn- ings á landbúnaðarvörum í samræmi við ákvæði fríverslunar- og milli- ríkjasamninga sem ísland er aðili að og þessi lög standa auðvitað, það er ekki hægt að líta á þau sem mark- leysu og gengur ekki að túlka þau þannig að þau ríki sem ekki hafa gert við okkur fríverslunar- eða milli- ríkjasamninga eigi að hafa meiri rétt heldur en hin. Ef það væri niður- staðan hefðum við ekki fullnustað samninginn um EES heldur stæði upp á okkur í þeim efnum. -Hvað gerist ef Hagkaup pantar á morgun 1,5 tonn af soðnum ham- borgarhrygg og rúmt tonn af soðinni skinku? „Þá verður farið með það sam- kvæmt gildandi lögum og reglugerð- um og þau eru alveg skýr. Þessi dómur breytir engu um það hver yrði niðurstaða þess máls, ég held um eða reglugerðum, sem bannaði innflutning á soðnu kjöti. Þáverandi lögfræðingur fyrirtækisins, Óskar Magnússon hrl., núverandi forstjóri þess, taldi að með lögum um innflutn- ing, sem tóku gildi 1992, væri eldri skipan innflutningsmála breytt. Aður hafí mátt takmarka innfiutning með reglugerðum, og þannig hafí innflutn- ingur flestra landbúnaðarvara verið bannaður. Hins vegar skuli innflutn- ingur nú leyfður nema annað sé tekið að engum manni detti það í hug að Alþingi hafi verið að gera að gamni sínu í desember. Það er alveg ljóst að Alþingi hefur litið svo á að það sé bannað og Alþingi ítrekaði þann skilning nú í desember. Vilji Alþing- is er alveg skýr og lögin sem sam- þykkt voru um það í desember ber að skilja samkvæmt orðanna hljóð- an,“ sagði Halldór Blöndal. „Mér dettur ekki í hug annað en menn séu mér sammála um að lögin í desem- ber taki af allan vafa í þessum efn- um.“ Óskar Magnússon Tel inn- flutning enn heimilan „DÓMURINN staðfestir að við höfðum rétt fyrir okkur og öll stóru orðin sem höfð voru uppi af hálfu stjórnvalda voru röng. Stjórnvöld hafa verið staðin að því að brjóta lög. Það ber að fagna því að Hæstiréttur hefur staðið vörð um hagsmuni íslenskra neyt- enda og alveg eins hagsmuni framleiðenda á íslandi, bænda- stéttarinnar, sem fara saman við hagsmuni neytenda," sagði Óskar Magnússon forstjóri Hagkaups. Aðspurður hvort hann teldi að þær breytingar sem gerðar voru á bú- vörulögum í desember gerðu að verk- um að innflutningur þessi væri óheimill í dag þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar í gær en hún var byggð á lögum þeim sem í gildi voru í sept- ember, sagði Óskar Magnússon: „Minn skilningur er sá að eins og þetta ákvæði stendur núna — þrátt fyrir breytingar í desember — þá standi það ennþá að innflutningurinn er heimill. Hins vegar virðist mér að heimildir til þess að leggja á verð- jöfnunargjald hafi verið auknar og því kann að fara svo að verðlagning- in verði þannig að það verði prak- tískt talað útilokað að flytja inn. Það fer þó eftir því hvemig þessum verð- jöfnunargjöldum verður beitt og ég treysti því að landbúnaðarráðherra sem fer með þetta vald núna muni beita því af meiri varfærni en fram að þessu, ef á þetta_kynni að reyna.“ -Ætlið þið að láta á þetta reyna? „Ég hef engin bein áform um það núna en við munum að sjálfsögðu kanna það hvort hægt sé að fá til landsins góðár iandbúnaðarvörur á góðu verði, ég get ekki ímyndað mér annað en að við munum skoða það vandlega." -Þú vilt ekki lýsa því yfír núna framj lögum eða milliríkjasamningum, sem ísland sé aðili að. Ekki sé bannað að flytja inn soðið kjöt samkvæmt nýjum lögum um varnir gegn dýra- sjúkdómum. í búvörulögum segi að aðeins megi leyfa innflutning, hafí Framleiðsluráð landbúnaðarins stað- fest að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörf. Óskar taldi að ráðið hefði þetta vald aðeins varðandi þær vörur, sem bannað er að flytja inn án leyfis samkvæmt öðrum lögum. Deilur í ríkisstjórn Á grundvelli lögfræðiálits frá ríkis- lögmanni taldi fjármálaráðherra í fyrstu ekki kleift að standa gegn inn- flutningnum en eftir deilur innan ríkis- stjórnar um það hvaða ráðuneyti skyldi fara með forræði málsins kvað forsæt- isráðherra upp úrskurð á grundvelli laga um stjómarráð Islands um að landbúnaðarráðherra færi með forræði málsins. Landbúnaðarráðherra vísaði erindi tollstjóra um það hvort leyfa skyldi innflutninginn til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins sem kvað upp þann úrskurð að nægar birgðir væru að þið pantið annað skinkufarm til landsins á morgun? „Nei það mun ekki verða þannig. Við munum kanna þetta í rólegheit- um. Dómurinn segir í raun það að menn verða að laga sig að þessum raunveruleika sem blasir við í heim- inum og með okkar EES-aðild. Augu manna hljóta að opnast fyrir því að við getum ekki bara verið þiggjendur og krafist þess að tollar og gjöld í viðskiptalöndum okkar verði afn- umdir og lækkaðir og ekki gert neitt á móti sjálfír. Slíkt kerfí getur aldrei gengið upp til lengdar. Það er and- stætt þeim grunnhugmyndum sem að baki því búa,“ sagði Óskar Magn- ússon. Sighvatur Björgvinsson Staðfestir afstöðu við- skipta- og ut- anríkis- ráðuneyta SIGHVATUR Björgvinsson við- skiptaráðherra segir dóminn stað- festa þá afstöðu sem utanríkis- og viðskiptaráðuneytið höfðu til málsins á sínum tíma og er mjög ánægður með hann. „Eg er ánægður með dóminn því hann staðfestir þá afstöðu sem við- skipta- og utanríkisráðuneytin höfðu til málsins á sínum tíma. Hann stað- festir réttmæti þeirra álitsgerða sem við studdumst við. Niðurstaðan var sú að landbúnaðarráðherra og fjár- málaráðherra hafí verið óheimilt að stöðva innflutninginn og það var sú afstaða sem við höfðum,“ sagði Sig- hvatur Björgvinsson. Jón Baldvin Hannibalsson Staðfestir að innflutn- ingurinn er frjáls ÞAÐ er ánægjulegt að með þess- um Hæstaréttardómi er endir bundinn á langvarandi og leiðar deilur um túlkun búvörulaga varðandi heimild til innflutnings á búvörum. Niðurstaða Hæstarétt- 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.