Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 27 Ragnheiður Jóns- dóttir - Minning Fædd 25. nóvember 1896 Dáin 13. janúar 1994 í dag fer fram jarðarför móður- systur minnar, Ragnheiðar Jónsdótt- ur, sem andaðist í svefni hinn 13. janúar í hárri elli. Hún var fædd í Otradal við Arnarfjörð hinn 25. nóv- ember 1896, dóttir prestshjónanna sr. Jóns Árnasonar og Jóhönnu Páls- dóttur. Sr. Jón var Húnvetningur, sonur Árna hreppstjóra og dannebrogsmanns Jónssonar á Þverá í Hallárdal við Skagaströnd, en móð- ir Jóns var Svanlaug Bjömsdóttir frá Þverá. Móðir Ragnheiðar, Jóhanna, var Vestfirðingur, dóttir Páls Símonar- sonar útvegsbónda í Stapadal við Arnarfjörð og konu hans Sigríðar Jónsdóttur frá Dynjanda. Árið 1906 flutti fjölskyldan til Bíldudals og þar stóð heimili Rönku frænku, eins og hún var kölluð í fjöl- skyldunni. Hún ólst þar upp í stórum systkinahópi, en alls urðu börnin átta. Tveir bræður dóu, en það voru Árni þriggja vikna og Páll, sem drukknaði 16 ára, er seglskipið Gyða fórst 1909. Systkini hennar, sem upp komust, voru Sigríður, sem gift var Sigurði próf. Magnússyni á Vífils- stöðum, Anna Guðrún, gift Gunnari Bjarnasyni, skólastjóra, Svanlaug gi'ft Gísla Pálssyni lækni, og tvíbur- arnir Árni, stórkaupmaður, giftur Stefaníu Stefánsdóttur, og Marinó, iðnrekandi, giftur Soffíu Vedholm. Mjög voru þau samrýnd systkinin, enda þröngt setin húsakynnin, því að sr. Jón var lengi í hreppsnefnd og oddviti hreppsins og frú Jóhanna kunn fyrir hjálpsemi. Það var því oft margt fólk þar í húsinu til viðbótar um styttri eða lengri tíma. Ég hafði oft heyrt talað um þrengslin, en samt undraðist ég, hvernig allt þetta fólk gat búið í þessu litla húsi, sem ég sá, þegar ég kom í fyrsta skipti til Bíldudals. En þau Bíldudalssystkinin áttu ekki nema góðar og ánægjulegar endur- minningar þaðan og oft heyrðust ánægjuraddir frá fólki, sem lifði þessa uppgangstíma á Bíldudal, þeg- ar útgerð Péturs Thorsteinssonar blómstraði þar. Síðan lá leiðin suður til Reykjavík- ur, en þar gekk Ragnheiður í Kvennaskólann. Það var náms- áfangi, sem dugði mörgum vel. Eftir að hafa starfað á Landsím- anum um skeið, tók hún að sér bók- hald og fjárreiður Vífilsstaðaspítala. Ekki man ég nú eftir þeim tíma, yrði ég mjög ánægð ef hún myndi líkjast henni í sem flestu. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem sýndu henni hlýhug. Ég var lánsöm að eignast svona góða ömmu sem kenndi mér margt fallegt. Blessuð sé minning hennar. Sólveig. Okkur langar með örfáum orðum að minnast Kristínar Gunnarsdóttur sem lést hinn 13. janúar sl. á 96. aldursári. Stína, eins og við jafnan kölluðum hana, var fastur punktur í tilveru okkar krakkanna i götunni á upp- vaxtarárunum. Kannski fastari en við gerðum okkur grein fyrir á þeim tíma því þótt hún flyttist á Grund fyrir nokkrum árum þá er Stínuhús alltaf á sínum stað. I Stínuhús, og seinna á Grund kíktum við oft og af heimsóknum okkar varð okkur ljós áhugi hennar á spírítisma en hún var greinilega vel lesin í þeim efnum. En meira var rætt um en andleg málefni því oft voru bollar með torkennilegum kaffislettum dregnir upp úr vösum og töskum undirritaðra því ekki vildi hún að það spyrðist út að hún kíkti í bolla af og til. Hún var lúnkin að lesa úr þeim kaffitaumum sem við sýndum henni og höfðum við allar ætíð gam- an af þessum stundum okkar saman. Við vottum aðstandendum samúð ^ okkar. Sigríður og Björg. enda nýfæddur, en Ranka minnti mig oft á að hún hefði gætt mín þá, enda alltaf fjarskalega barngóð, eins og barnabörn systkina hennar hafa ávallt reynt. Eftir 1930 réð hún sig til starfa í Landsbankanum í Reykjavík og starfaði þar til starfsloka eða í meir en 30 ár. Vissi ég að störf hennar voru mikils metin, enda sérstaklega nákvæm í öllum störfum og sam- viskusemin einstök. Ég heyrði líka frá viðskiptavinum bankans, sem hrósuðu störfum hennar og greið- vikni við þá. Einnig var hún mjög vinsæl meðal samstarfsfólks og eign- aðist marga vini. Á þessum árum kynntist hún list- málaranum Brynjólfí Þórðarsyni, sem varð unnusti hennar. Þá lifði hún sína sælustu daga, en Brynjólfur var ekki heill heilsu lengst af og andaðist um aldur fram. Síðan hafði Ragnheiður mikið yndi af málaralist og vann mikið að því að kynna list Brynjólfs. Stærsta átakið var þó mikil sýning, sem ASÍ safnið sýndi á myndum Brynjólfs, en þá var Hjörleifur Sigurðsson for- stöðumaður safnsins. Á seinni árum dapraðist mjög sjón- in og var það aðdáunarvert, hve lengi hún gat bjargað sér heima á Lyng- haganum. En að lokum fékk hún vist í Hafnarbúðum, þar sem hún naut einstakrar aðhlynningar og umönnunar starfsfólks alls, sem við ættingjar hennar þökkum nú fyrir. Ranka frænka er síðust af systk- inum sínum til að kveðja þennan heim. Margar hlýjar minningar koma í hugann, þegar hún kveður og við þökkum fyrir þær allar. Páll Gíslason. Nú er elsku Ranka farin í ferðalag til annarra ástvina, sem ég veit að taka vel á móti henni. Við sem eftir sitjum getum ekki annað en sam- glaðst henni, því hún var farin að þrá þetta ferðalag. Við erum þó rík af góðum minningum sem hún skilur eftir sig og lifa í hugum okkar um ókomin ár. Eitt af því fyrsta sem ég man eftir mér var Ranka að segja mér sögur, eða syngja um „ástina mína“ (Sofðu unga ástin mín) fyrir svefninn. Síðan kemur hver minning- in annarri betri: Ranka að fara með okkur í leikhúsið, Ranka með okkur á 17. júní, Ranka með okkur á ferða- lögum, Ranka með garðveislu og svona mætti lengi telja. Alltaf svo gefandi og tilbúin til að gleðja aðra. Vænst þykir mér þó um þær stundir er við áttum saman við lestur, spil, spjall og gönguferðir. Hún hafði frá svo mörgu að segja, hafði upplifað svo margt og var frábær sögumaður. Ranka fór í gegnum lífið af mik- illi jákvæðni og þrautseigju sem ein- kenndi hana. Tók á hveiju áfalli og vann sig í gegnum það. Alltaf var hún tilbúin að hlaupa undir bagga og hjálpa öðrum, þó að þröngt væri í búi hjá henni og held ég að hún hafi leyst vandamál margra. Eftir að hún fór að missa sjónina, aðlagaði hún sig fljótt að því, fékk Fæddur 17. júní 1926 Dáinn 13. janúar 1994 Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Við viljum minnast afa okkar, sem lést á Landspítalanum eftir stutt en erfið veikindi. Afí var fæddur í Vestmannaeyjum sér hvítan staf, band um arminn og þeyttist út um allar trissur. í stað bókanna sem hún hafði hlakkað til að lesa, fékk hún sér segulband og hlustaði á sögur og ljóð. Þannig lifir minningin um Rönku, hún lét ekki vandamálin aftra sér, heldur leysti þau eftir bestu getu. Ranka var ein sú besta og yndis- legasta manneskja sem ég hef kynnst, svo gefandi, kát og glöð, til- búin að gera hvað sem var fyrir mann, en þó ákveðin og stolt. Elsku Ranka, ég veit að nú líður þér vel, ert kát og glöð og munt vaka yfir okkur sem þykir svo vænt um þig. Far þú í friði. Ragnheiður. Mig langar til að minnast Rönku frænku minnar með nokkrum orðum. Hugurinn ieitar til baka þegar ég var barn, barnæska mín hefði verið snauðari án hennar. Hún var óþreyt- andi að spila við okkur krakkana og gera eitthvað skemmtilegt. Hún vann í Landsbankanum í Austurstræti og ógleymanleg eru jólaböllin sem hún fór með okkur á. Slík jólaböll voru ekki algeng fyrir 40 árum. Ranka frænka var einstök heim að sækja, sérstakt andrúmsloft var heima hjá henni á Lynghaganum innan um allar myndirnar eftir Brynj- ólf Þórðarson listmálara, sem var unnusti Rönku. Hún var óþreytandi að bjóða heim í fjölskylduboð sem hún hélt með mikilli reisn. Það er ekki hægt að minnast Rönku án þess að minnast systra hennar, Svönu, Önnu og Sigríðar, ömmu minnar, en þær héldu vikuleg- an spilaklúbb á meðan þær höfðu hver aðra og á milli þeirra voru mjög sterk bönd. Þær áttu tvo bræður, tvíburabræðurna Árna og Marinó og er Ranka síðust þeirra systkina að fara yfir móðuna miklu. Hafa marg- ir verið til að taka á móti henni þeg- ar hún yfirgaf þennan heim. Elsku Ranka frænka, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og ég bið góð- an guð að blessa þig. Sigríður Einars og fjölskylda. Mig langar til að minnast, í örfáum orðum, elskulegrar ömmusystur minnar, sem jarðsett verður í dag. Ranka frænka var mér og systkinum mínum sem amma en hún giftist aldrei né eignaðist börn sjálf. Þær eru margar góðar stundirnar sem ég hef átt með Rönku. Það var ætíð tilhlökkunarefni að fara í heimsókn til hennar því hún tók svo vel á móti manni og hafði mikið við og maður fann að maður var auðfúsu- gestur. Hún var alltaf að gera eitt- hvað fyrir okkur, fór með okkur á jólaböll, á hátíðahöldin á 17. júní, bauð okkur á barnaleikritin og svona mætti lengi telja. Ranka var sterkur persónuleiki, tignarleg, ákveðin og sjálfstæð með sterka réttlætiskennd. Lýsandi fyrir hana finnst mér sagan af því þegar hún var að passa okkur systkinin lít- il og gaf bróður mínum, þá nokkurra mánaða gömlum, kók á pelann af því henni fannst ekki hgggt að skilja hann útundan þegar við hin fengum kók. Ranka ferðaðist mikið, bæði innanlands og utan, og man ég glöggt spenninginn þegar hún var að koma erlendis frá en utanlands- og ólst þar að mestu leyti upp. Þó að hann hafi búið í Eyjum stysta hluta lífs síns, bar hann ætíð mikinn hlýhug til Eyja og fólksins þar. Það var alltaf nóg að gerast í kringum afa, hann fylgdist vel með því hvað við barnabörnin tókum okk- ur fyrir hendur og studdi okkur af alhug. Hann sagði okkur líka ef honum fannst við geta gert betur. Við gátum alltaf leitað til hans ef við höfðum einhver vandamál, þá sérstaklega ef vandamálið snerist um rétt okkar í atvinnumálum eða að fjármálum. í þeim málum var hann snillingur og leysti úr vanda- málum okkar greiðlega. Honum var Kristinn Gíslason Wíum - Minning ferðir voru ekki svo algengar þá. Þegar maður stóð við girðinguna við flugvöllinn og beið spenntur eftir flugvélinni og síðan eftir að sjá Rönku koma út. Ranka var bókhneigð, las mikið og var það mikið áfall fyrir hana að missa sjónina. Hún var þó dugleg að laga sig að breyttum aðstæðum og bar sig sjálf eftir björginni eins og alltaf. Hún notfærði sér þjónustu Blindrafélagsins, sem var ómetanleg fyrir hana, og fékk lánaðar bækur á segulbandsspólum. Þegar ég kom í heimsókn sat hún oftar en ekki í uppáhaldsstólnum sínum og hlustaði á spólu eða á útvarpið en hún fylgd- ist vel með því sem var að gerast í kringum hana og hafði skoðanir á flestu. Hún hafði yndi af að segja frá og var gaman að hlusta á hana lýsa uppvaxtarárum sínum og þvi fólki sem hún hitti á lífsleiðinni. Sam- band Rönku við foreldra mína var alla tíð mjög náið og reyndust þau henni sérlega vel. Er hún fluttist til Hafnarbúða gat hún verið í samvist- um við mömmu dag hvern sem var ómetanlegt þeim báðum. Starfs- mönnum þar eru færðar þakkir fyrir mjög góða aðhlynningu. Langt er síðan ég heyrði hana fyrst tala um það að hún væri tilbú- in að kveðja þennan heim. Hún sagði mér oft frá draumum þar sem Brynj*- ólfur birtist henni og taldi hún þá að hann væri kominn að sækja sig og var hún mjög sátt við þá tilhugs- un. Nú hefur hún loksins fengið hvíldina og þakka ég henni allt það sem hún hefur verið mér. Það eru allir auðugri sem hafa átt hana að. Blessuð sé minning hennar. Þóra Víkingsdóttir. Frá því ég man eftir mér hefur Ranka ömmusystir mín verið óijúf- anlegur hluti af lífí mínu og fjöl- skyldu minnar. Hún var ómissandi gestur á stórhátíðum, fór með okkur í útilegur á sumrin, kom í sunnudags- steikina og svo hélt hún skemmtileg- ustu barnaboð ársins fyrir börnin í stórfjölskyldunni þar sem hún tjald- aði öllu sem til var. Nú þegar komið er að leiðarlokum leitar hugurinn til baka og ótal myndir koma upp í hugann. Myndir frá stofunni hennar á Lynghaganum sem i raun var lík- ari listasafni en venjulegri stofu. Á veggjunum hanga fjölmargar mynd- ir, langflestar eftir Brynjólf Þórðar- son listmálara. Afburða fallegar myndir málaðar af miklu næmi lista- manns sem dó langt um aldur fram. Stærsta myndin, olíumálverk af Rönku sjálfri á yngri árum; lýsir vel þessari glæsilegu og sviphreinu konu. í andlitsdráttunum er festa og gott ef þar má ekki líka greina sterka réttlætiskennd sem var svo ríkur þáttur í fari hennar. Sjálf var hún listfeng, saumaði út og átti safn góðra bóka fallega inn- bundnum af henni sjálfri. Ranka gift- ist aldrei en stóra ástin í lífi hennar var hann Brynjólfur og bar hún for- kunnarfallegan trúlofunarhring, sem hann málaði gleym-mérr ei blómið á, til æviloka. Brynjólfur var aldrei langt undan í hugarheimi Rönku. Hún hélt nafni hans á lofti og stóð m.a. fyrir yfírlitssýningu á verkum hans komin hátt á áttræðisaldur. Ég geymi með mér óteljandi myndir af Rönku frænku þar sem hún geislar af lífi og orku. Þetta eru myndir af henni þar sem hún ferðast um óbyggðir landsins með Ferðafélaginu eða sitjandi á úlfalda í eyðimörkum Egyptalands. Myndir þar sem hún heldur tombólur með okkur krökkun- um eða puðar í garðinum sínum skít- ug upp fyrir haus. En sterkust er myndin af síðustu heimsókn hennar til Þingvalla. Þangað fór hún með okkur Ola, orðin alblind en staðráðin í að vitja liðinna tíma og kynna okk- ur eftirlætisstað Brynjólfs við Öxará, þaðan sem hann horfði yfir þjóðgarð- inn og málaði margar af sínum feg- urstu myndum. Þessi staður liggur upp með Öxará handan ár og gljúfra og klöngruðumst við upp þessa leið undir leiðsögn Rönku sem þekkti hveija gjótu. Það er með ólíkindum hvernig Rönku tókst að fikra sig áfram, en á áfangastað komst hún og stundin þar með henni er okkur ógleymanleg. Nei, Ranka var ekki á því að gef- ast upp þótt mótvindar blésu. Þrátt fyrir sjónleysið og þá einangrun og öryggisleysi sem þvi fylgir, naut Ranka lífsins í lengstu lög og fylgd- ist vel með. Hún sótti málverkasýn- ingar meðan hún mögulega gat og átti fastan miða hjá Tónlistarfélaginu frá stofnun þess. Meðan við Óli vor- um í Berlín fylgdist hún grannt með því nýjasta sem var að gerast í ís- lensku tónlistarlífí, tók upp á segul- bandsspólur flest íslensk tónverk sem frumflutt voru í útvarpi þessi ár og sendi okkur. Gjarnan fylgdu ein- hverjar athugasemdir með, því Ranka lá sjaldnast á skoðunum sín- um. Síðustu æviár sín dvaldi hún í Hafnarbúðum í umsjón elskulegra starfsmanna, sem hér eru færðar þakkir fyrir frábæra umönnun. Elsku Ranka frænka. Þú hefur beðið svo lengi eftir brottfararkallinu að við sem eftir stöndum hljótum að samgleðjast þér, þrátt fyrir sáran söknuð. Góða ferð og ég þakka þér fyrir allt. Svana Víkingsdóttir. Elsku Ranka. Fyrir mér hefur þú alltaf verið tákn um það blíða og góða. Nú þeg- ar þú ert dáin, fínnst mér eins og að um leið hafí hluti af sjálfum mér dáið. En ég á minningu um þig, káta og fríska og hún mun lifa með mér um ókomin ár. Ég þakka þér fyrir samverustundirnar. Guð varðveiti þig- Þórhallur. --------------------------,-----2.-- alltaf vel tekið þegar hann kom í heimsókn. Ein jólin birtist hann með pappakassa undir höndum og upp úr kassanum kom langþráður kettl- ingur. Eftir það skipuðu kettir stóran sess í fjölskyldunni. Þar lét afi sitt ekki eftir liggja og kettirnir fengu alltaf klapp og vingjarnlegt orð frá honum. Afi fylgdist vel með því hvað var að gerast innanlands jafnt sem utan. Á því hafði hann sínar skoðanir sem hann lét óspart í ljós. Oftar en ekki spruttu skemmtilegar og líflegar umræður út frá því sem hann hafði til málanna að leggja. Þá var gott að geta fylgt máli sínu af sannfær- ingu því áður en maður vissi af var afí búinn að snúa manni eða maður gafst einfaldlega upp. Afi gerði hlut- ina eftir bókinni og anaði aldrei út í neitt án þess að vera búinn að kynna sér málefnið. Þess vegna var svo gott að leita til hans því hann gaf góð og skýr svör. Elsku afi, við þökkum þér fyrir samveruna og vegni þér vel á nýja staðnum. Guð veri með þér. Bamabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.