Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 Rabbfundur í tvíbura- trollsdeilunni „ÞETTA var bara rabbfundur,“ sagði Konráð Alfreðsson formað- ur Sjómannafélags Eyjafjarðar eftir fund með forsvarsmönnum Samheija í gær. Öllum undirmönnum á tveimur togurum Samheija, Margréti EA og Oddeyri EA var sagt upp störfum á mánudag í kjölfar ágreinings sem snýst um hvernig skipta eigi afla- verðmæti milli þeirra skipa sem stunda svokallaðar tvíburatrollveið- ar. Konráð Alfreðsson frá sjómanna- félaginu og Guðmundur Steingríms- son frá Skipstjóra- og stýrimannafé- lagi Norðlendinga fóru á fund Þor- steins Más Baldvinssonar fram- kvæmdastjóra Samheija í gær. „Við vorum bara að ræða saman, þetta var rabbfundur og okkur kom saman um að ræða þetta ekki frekar við fjölmiðla," sagði Konráð. Hann sagði að ekki hefði verið um samningafund í deilunni að ræða og hann hefði ekki hugmynd um hvort boðað yrði til slíks fundar á næstunni. -----♦ ♦ ♦----- Leikfélag Akureyrar Góðverk- in vinsæl GAMANLEIKURINN Góðverkin kalla! - átakasaga, eftir Þingeying- ana þijá, Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, hefur nú verið á fjöl- unum hjá L.A. síðan á jólum. Leikritið var sérstaklega skrifað fyrir leikara leikfélagsins, hefur feng- ið góðar viðtökur og uppselt á nær allar sýningar fram að þessu. Næstu sýningar verða á föstudags- og laug- ardagskvöld. Vegna umfangs næsta verkefnis LA sem er Óperudraugurinn verður að hraða sýningum á „Góðverkunum“ og verður þeim að ljúka í febrúar. Þeir sem hafa hug á að sjá sýning- una er bent á að tryggja sér að- göngumiða í tíma. (Fréttatilkynning) Leikfélag Akureyrar hefur breytt kjörbúð í Glerárhverfi í krá BarPar frumsýnt annað kvöld -Sunna og Þráinn leika öU hlutverk í leiknum LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir annað kvöld, laugardags- kvöld, leikritið BarPar eftir breska leikritaskáldið Jim Cartwr- ight í íslenskri þýðingu Guðrúnar Bachmann. Leikstjóri er Hávar Siguijónsson, tveir leikarar, Sunna Borg og Þráinn Karlsson, fara með öll 14 hlutverkin í sýningunni, Helga I. Stefánsdóttir er hönnuður leikmyndar og búninga en Ingvar Björnsson hann- aði lýsingu. Leikfélagið hefur fært út kvíamar, því sýningar verða ekki í Samkomuhúsinu eins og venja er, heldur tómu verslunarhús- næði í Glerárhverfi, við Höfðahlíð 1 hefur verið breytt í breska bjórkrá þar sem leikritið verður sýnt. Miklar breytingar hafa ver- ið gerðar á húsnæðinu, enda nokkur munur á kjörbúð og krá. Þetta leikhús hefur hlotið nafnið „Þorpið“, en Glerárhverfi hét áður Glerárþorp og er það gert til heiðurs þeim sem byggðu hverfið upp. Allt leikhúsið er leikmynd verksins, bresk bjórkrá í eigu hjóna nokkurra sem reka staðinn, leikhúsgestir sitja til borðs meðan á sýningu stendur og mynda þannig hluta þeirra gesta sem sækja krána heim. Kabarett fyrir tvo Þau Sunna og Þráinn leika hjónin sem reka barinn og þau fara einnig með hlutverk allra gestanna sem við sögu koma, alls 14 hlutverk. Leikritið er eins konar kabarett fyrir tvo leikara, gestimir koma og fara, en stað- arhaldarar, barpartö birtast með reglulegu millibili. í verkinu er Qallað um pör, eða sambönd milli tveggja einstaklinga, en höfund- urinn Jim Cartwright hefur verið eitt skærasta nafnið meðal nýrra leikskálda í Bretlandi síðari ár. Ferillinn hófst með Stræti sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á síð- asta leikári við miklar vinsældir, en síðan fylgdu nokkur leikrit í kjölfarið sem fest hafa höfundinn í sessi sem eitt mest leikna nútí- maleikskáld í Bretlandi. Frumsýningin verður annað kvöld, laugardagskvöldið 22. jan- úar, en önnur sýning kvöldið eft- ir. > ^ Morgunblaðið/Rúnar Þór A barnum ÞAÐ er I nógu að snúast bjá þeim Sunnu Borg og Þráni Karls- syni en þau fara með 14 hlutverk í BarPari, leikriti sem frum- sýnt verður í „Þorpinu", nýju leikhúsi í Glerárhverfi, á laugardags- kvöld. Deilan um íbúðakaupin í Drekagili 28 Ummælum formanns Neyt- endafélagsins vísað á bug AÐALGEIR Finnsson fram- kvæmdastjóri byggingafyrir- tækisins A. Finnssonar hf. á Akureyri vísar á bug ummæl- um Vilhjálms Inga Arnasonar Alltaf einhver að vinna! SILFURPOTTURINN dags.: 11. 06.01.1994 12. 09.01.1994 13. 09.01. 1994 14. 11.01.1994 15. 12.01.1994 m 14.01. 1994 17i 15.01.1994 18. 16.01.1994 10. 18.01.1994 20. 18.01.1994 . .. kr. 73.871,r Pripps-Barinn, Hafnarfirði kr. 216.332,- Rauöa Ljóniö, Eiðistorgi kr. 79.657,- Ölver, Glæsibæ kr. 106.513,- Háspenna, Laugavegi kr. 143.800,- Ölver, Glæsibæ kr. 178.578,- Háspenna, Laugavegi kr. 66.821,- Monakó, Laugavegi kr. 119.243,- Hótel Búðareyri kr. 153.815,- Háspenna, Laugavegi kr. 54.191,- Kringlu Kráin, Borgarkringl. +± cl$nsiurí/HÍ/>anfi ncesta? k Gullpotturinn stendur nú í u. þ. b. 4.25D.0D0,-kr. og fer síhækkandi Auk þess eru ótal margir smsérri vinningar sem eru greiddir út oft á dag formanns Neytendafélags Akureyrar og nágrennis um að hann fari með rangt mál vegna kaupa húsnæðisnefnd- ar Akureyrar á fimm íbúðum af fyrirtæki hans. Um afgreiðslu á íbúðakaupun- um í bæjarkerfinu, sem þeir Vil- hjálmur Ingi og Aðalgeir hafa m.a. deilt um, segir Aðalgeir að breytingar sem gerðar voru á íbúð- unum til samræmis við reglur húsnæðisstjórnar hafi verið sam- þykktar í bygginganefnd án mót- atkvæða. Þá hafi verið kosið um íbúða- kaupin á fundi bæjarstjórnar og þau samþykkt þar. Einn nefndar- manna í húsnæðisnefnd hafi hins vegar greitt atkvæði á móti kaup- unum. Ósannindi Vilhjálmur Ingi sagði í Morgun- blaðinu í vikunni að upphaf þessa máls megi rekja til athugana í kjölfar skrifa hans um „ungmenni í klóm íslandsbanka“ þar sem ungt fólk hafi tapað fjármunum vegna húsnæðiskaupa og að þeir hafi runnið til fyrirtækis Aðalgeirs Finnssonar. „Þetta mál er mér með öllu óviðkomandi, formaður Neytendafélagsins fer með ósann- indi um mig og mitt fyrirtæki. Ég kom ekki nálægt þessu máli, frá þeim málum var gengið á fasteignasölu hér í bænum, þannig að ég skil ekki þær lygar sem á mig eru bornar af hálfu formanns Neytendafélagsins," sagði Aðalgeir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vírinn splæstur SKIPVERJAR á togaranum Fisher- man, sem áður hét Hjörleifur en er nú skráður á St. Vincent voru í óða önn að splæsa vírinn á bryggj- unni við Slippstöðina Odda í gær- morgun. Undirmennirnir á skipinu eru Pólveijar, en yfirmennirnir ís- lenskir. Hjörleifur var lengst af í eigu Granda en Skagstrendingnr seldi hann núverandi eigendum. Safnaðartieimili Akureyrarkirkju Fyrirlestur um íjölskykluna ÞORVALDUR Karl Helgason, forstöðumaður Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar, mun ræða um stöðu fjölskyldunnar almennt í nútímasamfélagi og velferðar- mál hennar á samverustund í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í kvöld, föstudagskvöld. Tæknifræflingar - Verkfræðingar Muniö ráöstefnuna um HVALFJARÐARGÖNG í dag föstudag ki. 12.30 aö Borgartúni 6, þ.e. Rúgbrauðsgeröinni. Þátttaka er öllum heimil. Þátttökugjald kr. 5.000,- 20% afsláttur til fullgildra skuldlausra félagsmanna VFÍ og TFÍ. 50% afsláttur til nema verkfræöideildar HÍ og tæknideildar TÍ. Verkfræðingafélag íslands, Tæknifræðlngafélg íslands. Ákveðið hefur verið að efna til fræðslukvölda einu sinni í mánuði og fjalla þar um ýmis mál er beint og óbeint tengjast trú og kirkju, en oft hefur verið rætt um að kirkj- an þurfi að sinna fræðslu- og upp- byggingarstarfi eftir öðrum leið- um en predikuninni og fermingar- fræðslunni. Hugmyndin er að efna til sam- verustunda þar sem kalláðir verða til fyrirlestrahalds þeir sem sér- þekkingú hafa á ýmsum sviðum og þar sem ár fjölskyldunnar er nú í garð géngið þótti fara vel á að heQa slíkt starf með því að beina sjónum að stöðu og málefn- um’ fjölskyldunnar og gefa kost á umræðum þar sem leitað yrði leiða til úrbóta fyrir þá mikilvægu stofn- un. Fyrirlesturinn í kvöld er öllum opinn og að kostnaðarlausu og verður boðið upp á kaffi. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.