Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 17 Dennis Byrd ásamt eiginkonu sinni og dætrunum. Setur á fót styrktar- stofnanir fyrir börn DENNIS Byrd, bandarískur ruðningskappi sem slasaðist illa í nóvem- ber 1992 og hlaut bata hjá dr. Krístjáni Tómasi Ragnarssyni, yfir- lækni endurhæfingardeiidar Mount Sinai sjúkrahússins á Manhattan í New York, hefur skrífað bók um slysið og hvemig honum hefur reitt af síðan það gerðist og birtist útdráttur úr henni í desember- hefti Reader’s Digest Eins og Morgunbiaðið greindi frá á sínum tíma fékk Kristján mikla athygli fjölmiðla þegar hann sá um læknismeð- ferð Byrds .en bati hans þótti undraverður. Byrd hefur komið víða fram eftir siysið og m.a. sett á fót styrktarstofnanir fyrir börn. Dennis Byrd lamaðist á öllum útlimum eftir samstuð við einn sam- hetja sinna í New York Jets. Hann skaddaðist á hálsi og gekkst undir aðgerð þar sem þrír hálsliðir voru spengdir. Kristján fylgdist með Byrd frá því daginn eftir slysið, fyrst á öðru sjúkrahúsi, síðan á Mount Sinai þangað sem Byrd var fluttur fljót- lega eftir aðgerðina. Þar var hann þangað til í febrúar að hann fékk að fara heim til Oklahoma, þar sem hann býr. í bók sinni segir Byrd að Rags, eins og hann segist hafa kallað Kristján Ragnarsson, hafi ávallt ver- ið mjög varkár í yfirlýsingum og aidrei gefið sér neinar gyllivonir. Strax daginn eftir slysið hafi Krist- ján verið farinn að skipuleggja end- urhæfingu mánuði fram í tímann. Kristján hafi alltaf sagt að hann ætti að vonast eftir hinu besta og vera búinn undir það versta. Hann hefði góðar vonir um að ná bata en myndi aldrei verða jafn góður. Fyrirmyndarmaður í samtali við Kristján Ragnarsson í gær sagði hann að Byrd hefði geng- ið mjög vel, hann gengi nú án hjálp- artækja og notaði báðar hendumar. Hann sagði að Byrd hefði ekki enn náð sér að fullu því enn væri svolít- ið máttleysi í annarri hendinni og ekki full tilfinning í henni. Kristján sagði að Byrd færi hægar fram nú en áður en samt væru nokkrar framfarir enn sjáanlegar. Hann væri nú í meðferð annars staðar í Banda- ríkjunum en þeir hittust engu að síður alltaf öðru hvoru. „Hann hefur verið að setja á fót styrktarstofnan- ir fyrir fötluð börn og böm sem eiga við félagslega erfiðleika að stríða. Hann hefur komið víða fram á und- anförnu ári til þess að leggja góðu málefni lið. Þetta er fyrirmyndar- maður. Þau hjónin eignuðust annað bam sitt á árinu og þetta hefur allt gengið mjög vel. Um íþróttir er ekki að ræða enn sem komið er, engar keppnisíþróttir a.m.k. og hann er enn ekki farinn að hlaupa. Maður er farinn að hugsa um allt aðra hluti þessa dagana því þetta er að mestu búið og gert,“ sagði Kristján Tómas Ragnarsson. McDonald's glaðningur: McKjúklingur (1/4 kjúklingur) og McEplabaka HEFUR ÞÚ EFNI Á AÐ BORÐA HEIMA..? ViSA 88HB9BHHB FDíNDU MUNINN! VEITINGASTAÐUR FJÖLSKYLDUNNAR MEÐ BLÖNDUÐU GRÆNMETI 3 Í X. 3 < LETTOSTAR þrír góðir á léttu nótunum LiHfíSTUR s f LÉTTOSTUR MUNDU EFÍIR OSTINUM .qMm £&£&&& 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.