Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTODAGÚR 21: JANÚAR 1994 10 Guðjón Óskarsson bassasöngvari Annar heimur en engin stjömuglýja EINN söngvari kemur gestum íslensku óperunnar öðrum fremur á óvart í Évgení Ónegín eftir Tsjajkovskí sem nú er á fjölunum. Hann birtist í síðasta þætti og syngur með flauelsmjúkum bassa aríu furst- ans, algerlega áreynslulaust að því er virðist. Maðurinn heitir Guðjón Óskarsson og hefur í fjögur ár verið fastráðinn söngvari við Óslóar- óperuna. Næsta starfsár ætlar hann að taka sér frí þaðan til að syngja í Englandi, Þýskalandi og Belgíu og víðar ef að líkum lætur. Hvort hann hellir sér í lausamennsku og leggur upp í flakk milli óperuhúsa er óráðið ennþá en víst er að Guðjón hefur uppgötvað allt annan heim heldur en áður. Hann stóð fyrir fáum árum upp úr stólnum sín- um á skrifstofu og fer varla þangað aftur. Alger tilviljun olii því að Guðjón fór að syngja. Hann var staddur á krá með kunningjum sínum fyrir næstum tíu árum þegar þessi saga hófst. „Sem við sátum á Gauknum hóf rosa tenór upp raustina í saln- um. Þetta var Guðbjörn Guðbjarnar- son, bróðir Gunnars sem syngur í Ónegín, og ég kannaðist aðeins við hann. Féiagar mínir vissu að ég hafði rödd og sögðu svaraðu honum, svaraðu honum, svo ég tók nokkrar rokur sem allir þekkja úr óperum. Þetta endaði með heimsókn til Guð- björns að hlusta á plötur fram undir morgun. Og síðan ekki söguna meir, eða svo leit ég á þar til nokkrum dögum seinna að ég fékk hringingu frá Ragnari Bjömssyni skólastjóra Nýja tónlistarskólans. Hann spurði hvort ég væri maður- inn sem söng á Gauki á Stöng og hvort ég vildi ekki koma í prufusöng hjá Sigurði Demetz. Ég var náttúru- lega gáttaður en gerði þetta og var svo heppin að komast í nám hjá Sig- urði. Hann kann sitt fag. Á þessum tíma vann ég á skrifstofu og fór bara í söngtíma einu sinni eða tvisv- ar í viku. Eftir ár stakk Sigurður svo upp á að ég færi niður í Þjóðleik- hús og léti þá heyra í mér fyrir Toscu. Ég vildi þetta helst ekki en lét til leiðast og var bara ráðinn sí- svona. Síðan söng ég Sacrestan í þessari óperu Puccinis fyrir sjö árum og fékk ágæta dóma. Stjórnandinn, Barbacini, vildi koma mér til Ítalíu í nám og til þess gafst tækifæri haustið 1987.“ Þá fór Guðjón með ítölskum óperuflokki til Frakklands og segist Guðjón Oskarsson. hafa lært geysimikið á því. „Við vorum nokkrar vikur á flakki milli bæja og borga, höfðum stóran bíl sem breytt var í svið á hveiju kvöldi og þurftum að leysa öll mál sjálf. En síðan var ég tvo vetur í aka- demísku námi í smáborginni Osimo á Mið-Ítalíu og var á leið til Mílanó að syngja hjá kennara þriðja vetur- inn þegar hringt var frá Osló. Þeir könnuðust við mig úr Toscu og vildu fá að heyra aftur í mér. Þetta var haustið ’89 og óperumenn í Ósló vildu strax ráða mig eftir prufusöng- inn. Það var auðvitað gott veganesti í námið hjá Pierre Miranda Ferraro, gömlum Scala-söngvara, og næsta vetur byijaði ég í Óslóaróperunni."' Þar hefur Guðjón verið síðan og brugðið sér bæjarleið endrum og sinnum til að syngja annars staðar. Hann kveðst mikið gera af því að koma fram á tónleikum, með dugleg- an umboðsmann og tvisvar hafi hann varið tveim mánuðum í óperunni í Brússel, í Meistarasöngvurunum og Grímudansleiknum. Á tónleikum syngur hann gjarna sálumessur Verdis eða Mozarts, Messías Hánd- els eða Stabat Mater eftir Rossini. Annars kveðst hann víðsýnn hvað tónlist varðar, ýmiskonar verk höfði til sín. „Auðvitað er margt til slæmt af klassískri tónlist og sum nútímaverk virðast tónskáldin semja hvert fyrir annað. Svona er þetta líka í dægur- tónlist, þar er mikið af rusli og raun- ar miklu meira en í hinu sem staðist hefur tímans tönn. Nú er ég að Wagner-frelsast, við fluttum Rínar- gullið í Ósló í fyrra og nú bætist Valkyijan við. Síðan kemur Sigurður Fáfnisbani næsta vetur og Niflunga- hringurinn allur með Ragnarökum 1996. Þetta þótti talsverð tvísýna hjá óperunni en miðarnir ruku út í fyrra. Tónlistin er líka stórkostleg, þykk og mikil, og alls ekki leiðinleg eins og margir halda. Ég hef líka óskaplega gaman af að syngja kó- Næsta sunnudag verður næstsíðasta sýning á Ronju ræningjadóttur. Síðustu sýningar á Ronju ræningjadóttur LEIKRITIÐ um Ronju ræningjadóttur eftir sögu Astrid Lindgren hefur nú verið sýnt á þriðja ár, en verkið var frumsýnt annan í jólum 1992. Um 25.000 áhorfendur hafa glaðst með Ronju, Birki og ræningjunum í Borgarleikhúsinu. Sunnudaginn 23. janúar verður næstsíðasta sýning og sunnudaginn 30. janúar verður sex- tugasta og jafnframt allra síðasta sýning á verkinu. í fréttatilkynningu segir: „Þessi sýning hefur notið vinsælda enda ævintýraleg og vönduð, með mörg- um skemmtilegum lögum eftir Sebastian, einn vinsælasta tónlist- armann Dana. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Ronju, Gunnar Helgason leikur Birki, Margrét Helga Jóhannsdótt- ir er Lovísa mamma Ronju, Theód- ór Júlíusson er ræningjaforinginn, Matthías pabbi hennar og Guð- mundur Olafsson leikur gamla klóka ræningjann Skalla-Pétur. Leikstjóri sýningarinnar er Ás- dís Skúladóttir, leikmynd og bún- inga hannaði Hlín Gunnarsdóttir og lýsingu annaðist Elfar Bjarna- son, Auður Bjarnadóttir samdi dansana og Margrét Pálmadóttir er söngstjóri. Vatnagörðum 28 S 88 30 44 • 88 30 45 Opið 13-22. Allir velkomnir! PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA Upplýsingaskrifstofa Björgólfs Guðmundssonar MENNING/LISTIR Myndlist „Karlímyndin“ 1 Gerðubergi Nú stendur yflr í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi samsýning 12 karlkyns listamanna undir yfirskriftinni „Karl- ímyndin". Þar túlka listamennirnir karl- ímyndina á sinn persónulega hátt og tengist þessi sýning aukinni umræðu hér heima og erlendis um breytt hlut- verk kynjanna. í tengslum við sýninguna verður dagskrá á sunnudag kl. 14 þar sem rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir og Guðmundur Andri Thorsson fjalla um karlímyndina eins og hún birtist þeim. Einnig mun drengjakór Laugar- neskirkju flytja nokkur lög. Sýningu Björgvins framlengt í Geysishúsinu Sýningu Björgvins Frederiksens í Geysishúsinu, „Leika f höndum harðir málmar“, hefur verið framlengd til 23. janúar. Björgvin sýnir um 20 smíðis- gripi sem hann hefur gert á síðari árum, einkum kertastjaka fyrir kirkjur og ein- staklinga, en einnig nokkur óhlutbund- in myndverk, fánastengur, verkfæri sem hann hefur fundið upp og fleira. Sýningarsalirnir í Geysishúsi, á horni Aðalstrætis og Vesturgötu, eru opnir virka daga frá níu til fimm og um helg- ar milli eliefu og tvö. Samsýning í Gallerí Greip Magnús Sigurðsson, Margrét Har- aldsdóttir Blöndal og Ásmundur Ás- mundsson hafa opnað samsýningu á verkum sínum í Gallerí Greip, Hverfís- götu 82 (gengið inn Vitastígsmegin). Þau hafa öll lokið námi úr f|öltækni í MHÍ. Sýningin stendur til 2. febrúar og er opin frá kl. 2-6, lokað mánudaga. Eyjólfur Einarsson sýnir í Galleríi Sólon Islandus Eyjólfur Einarsson opnar málverka- sýningu ( Galleríi Sólon íslandus, á morgun, laugardaginn 22. janúar, kl. 15. Eyjólfur er fæddur í Reykjavík 1940. Hann stundaði nám í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn árin 1962-1966. Á sýningunni eru olíumálverk frá sl. ári og er þetta hans 16. einkasýning, en Eyjólfur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningunni lýkur 14. febrúar. Guðrún Einarsdóttir opnar sýningu í Slunkaríki Sýning á málverkum eftir Guðrúnu Einarsdóttur opnar í Slunkaríki, ísafirði á morgun laugardag kl. 16. Guðrún er fædd 1957 og stundaði myndlistarnám sitt í Reykjavík á árun- um 1984-90. Frá árinu 1986 hefur hún haldið einkasýningar á verkum sínum víða um land og tekið þátt-í samsýningum, m.a. í Bretlandi og Svíþjóð. Sýningu Guðrúnar lýkur sunnudag- inn 20. febrúar. Leiklist Margt býr í þokunni Leikfélagið Snúður og Snælda, sem er leikfélag Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sýnir nú saka- málagamanleikinn „Margt býr í þok- unni“ eftir William Dinner og William Forum í Risinu Hverfisgötu 105. Verk- ið er í 3 þáttum og tekur u.þ.b. eina klukkustund og fjörutíu mínútur í flutn- ingu. Leikritið fjallar um þijár konur sem setjast að i yfírgefnu húsi og telja það vera í lagi. Það fer á annan veg en þær reikna með og ekki eru þær búnar að vera lengi þegar óvæntir at- burðir taka að gerast. Sýningar verða á miðvikudögum og laugardögum kl. 16 og á sunnudögum kl. 20.30. Sýningum að ljúka á leikritinu „Býr íslend- ingur hér“ íslenska leikhúsið sýnir á morgun laugardag, leikritið „Býr íslendingur hér“. Þetta verk er leikgerð Þórarins Eyjförð eftir samnefndri bók Garðars Sverrissonar. Verkið segir frá Leifí Muller sem varð innlyksa í Noregi þegar Þjóðveijar hernámi landið. Þegar hann ætlaði að reyna að komast heim til íslands, var hann svikinn í hendur Gestapó. Það er Pétur Einarsson sem leikur Leif Muller og Halldór Björnsson leikur lækni hans. „Býr íslendingur hér“ verður sýnt á morgun laugardaginn 22. janúar og laugardaginn 29. janúar en sýningum er nú að ljúka. Búkolla frumsýnir Stútungasögu Leikfélagið Búkolla í Suður-Þingeyj- arsýslu, frumsýnir á morgun laugar- dag, í Ýdölum, íslenska leikritið Stút- uhgasögu. Höfundar verksins eru fjórir ungir höfundar, þau Ármann Guðmundsson, Hjördís Hjartardóttir, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggvason. Þrír þessara höfúnda eru að norðan og verk- ið því sett upp í þeirra heimabyggð. Leikritið var upphaflega skrifað fyrir Hugleik í Reykjavík, sem sýndi verkið í fyrra. Leikarar í verkinu eru 30 í mis umfangsmiklum hlutverkum, en öll hlutverkin hafa einhvem texta. Leikar- ar koma viða að úr sýslunni, Húsavík, Aðaldal, Reykjahverfi, Kinn, Laxárdal, Reykjadal og Ljósavatnshreppi. Leik- stjóri er Einar Þorbergsson frá Húsavík. Éeikfélagið Búkolla er ungt leikfélag það var formlega stofnað 1992. Þó hafði sami kjarni starfað mun lengur undir leikdeild ungmennafélagsins Geisla í Aðaldal. Tónlist Gítartónleikar í Sel- tjarnarneskirkju Gitarleikarinn Kristinn H. Árnason heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju á morgun laugardaginn 22. janúar kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Narvaez, Tárrega, Bach, Brouwer, Granados og Marri- dos. Kristinn lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar árið 1983. Hann lauk BM-prófí frá Manhattan School of Music árið 1987. Einnig stundaði hann framhaldsnám á Spáni og í Eng- landi. Meðal kennara hans voru Nicolas Goluses, Gordon Crosskey og Jose Tom- as. Árið 1987 var hann valinn.úr hópi fjölda umsækjenda til að taka þátt í síðasta námskeiði sem Andres Segovia hélt. Kristinn hefur komið fram á tónleik- um á Islandi, í Bandaríkjunum og á Ítalíu, auk þess sem hann hefur leikið í útvarpi og í sjónvarpi. Kvikmyndir „Skyggen af Emma“ sýnd 1 Norræna húsinu Danska kvikmyndin Skyggen av Emma verður sýnd í Norræna húsinu sunnudaginn 23. janúar kl. 14. Emma er 11 ára stelpa sem elst upp í heldri manna flölskyldu í Kaupmanna- höfn um 1920. Hún fær allt til alls nema athygli foreldra sinna. Dag einn heyrir hún talað um bamsrán og þá dettur henni í hug að láta sig hverfa Ifkt og um rán væri að ræða. Á leið hennar verður maður sem er hálf utan- velta í lífínu og á milli þeirra myndast traust vináttusamband. Þekki kvikmynd er frá árinu 1988 og hana gerði Sören Kragh Jacobsen. Hún er ætluð. eldri börnum og er ein og hálf klst. að lengd með dönsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.