Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 Stúdent á íslandi 1994 eftir Pál Magnússon Nýlega minntust stúdentar 75 ára fullveldis íslensku þjóðarinnar. Það ætti öllum að vera ljóst hve mikið lá að baki þeim sigri sem vannst 1. desember 1918. Ótrúleg þrautseigja og trú á land og þjóð skóp þennan sigur öðru fremur. A íslandi hefur byggst upp biómleg byggð í harðbýlu landi, við höfum náð öðrum þjóðum í velferðarmál- um og á þekkingarsviðinu. Þetta höfum við gert á ótrúþega skömm- um tíma, en hvernig? Eg segi fyrst og fremst með því að taka saman þátt í uppbygingunni. Við höfum staðið saman, stutt hvert annað og verið sammála um að öllum skuli tryggt mannsæmandi líf. Það hefur verið hlúð sérstaklega að ungu fólki í þessu landi. Mennt- un er talin mikilvægasta vopn ein- staklingsins til að auka möguleika hans á góðu og áhyggjulitlu lífi. Hér hefur verið byggt upp hús- næðiskerfi, með það meðal annars að markmiði að hjálpa ungu fólki til að eignast sitt fyrsta húsnæði. íslendingar hafa búið við at- vinnuöryggi. í gegnum tíðina hefur atvinna verið nóg enda landinn þekktur fyrir langan vinnudag. Konur hafa fært sig út á vinnu- markaðinn og eru farnar, sem bet- Langt jólaleyfi í fjórum deildum HI Nemendur voru tæpar fjórar vikur í fríi JÓLALEYFI nemenda í fjórum deildum Háskóla íslands er nær mánaðarlangt og mun lengra en í öðrum deildum skólans. I ár hófst kennsla í deildunum 17. janúar, eða mánudag sl. Leyfið er svo langt þar sem fyrir þremur árum voru miðsvetrarpróf nem- enda, sem áður voru haldin í janúar, færð fram I desember en kennslufyrirkomulagi ekki breytt þannig að kennsla hefst eftir áramót á sama tíma og áður. Árni Finnsson, prófstjóri Há- skóla Islands, segir að þessi skipan mála hafi verið bundin í reglugerð seinustu þijú ár sem miði við að skólaárinu ljúki um miðjan apríl. Hafi reglugerðin verið samin að frumkvæði Háskólaráðs en sé breytingin upphaflega tilkomin vegna óska frá nemendum. „Óþarflega langur tími“ Deildirnar sem um ræðir eru heimspekideild, viðskiptadeild, fé- lagsvísindadeild og guðfræðideild. „Þetta er töluvert langur tími en kennslan hófst líka óvenju seint í ár þar sem 15. janúar bar upp á laugardag, en venjulega hefur ver- ið byijað í byijun viku fyrir fimmt- ánda, t.d. 13. janúar. Ástæða reglugerðarbreytingarinnar var sú að fá skil á milli missera, gera kennurum kleift að ljúka yfirferð ^prófa og birta einkunnir ásamt því að gera nemendum fært að skrá sig, þó ég hugsi að þeim finnist mörgum þetta vera óþarflega langur tími frá námi,“ segir Árni. „Það getur líka verið að þeir nem- endur sem eru í skólanum í dag séu ósammála þeim nemendum sem stóðu að breytingunni á sín- um tíma.“ Kennsla í öðrum deildum háskól- ans hófst tæpum hálfum mánuði fyrr en í fyrrnefndum deildum eða nemendur þeirra eru í prófum í janúar. ,,YOR\FYRIRBORN“ Slysavarnafélag Islands hefur til sölu öryggisvörur fyrir heimili í verslun sinni í Slysavarnahúsinu Grandagarði 14, Reykjavík. Barnaslysafulltrúar SVFI og RKÍ verða til viðtals og leiðbeiningar í versluninni í dag föstudaginn 21. jan. kl. 9.00-17.00 og laugardaginn 22. jan. kl. 11.00-13.00. Lítið inn og kynnið ykkur „Vörn fyrir börn“ + Rauði kross Islands RauðarArstlg 18,105 Reykjavik, slmi 91-626722 ur fer, að taka mun meiri þátt í stjórnun og rekstri fyrirtækja og einnig í stjórn landsins. Á þessum vettvangi þarf þó að vinna enn betur. Erfiðleikar í atvinnumálum Enda þótt íslendingar hafi byggt upp gott þjóðfélag þá hafa ýmsir erfiðleikar hafmlað framför- um og stundum fært okkur nokkr- um þrepum neðar. Oft hefur sulta- rólin svokallaða verið hert vegna samdráttar í þjóðfélaginu. Við erum að ganga í gegnum erfitt tímabil. Þorskstofninn hefur minnkað og í framhaldinu verið skorið niður í velferðarkerfinu. Ungt fólk á íslandi býr ekki lengur við atvinnuöryggi. Atvinnu- leysi er nú það mesta sem sögur fara af. Vel menntaðir einstakling- ar og hæfir fá ekki tækifæri til að sanna sig heldur verða að taka því sem býðst án þess að nýta sér þá menntun sem þjóðfélagið hefur kostað miklu til. Oðrum býðst ekk- ert. Þeir eru atvinnulausir og eru ekki aðeins í fjárhagserfiðleikum, þeir ganga einnig í gegnum mikla andlega þjáningu. Það er kannski verst að þeir sem vilja spreyta sig í sjálfstæðum rekstri hafa nær enga möguleika til þess. Þótt hugmynd sé góð og einstaklingur hæfur kemst hann hvergi í fjármagn til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Enginn fær lán eða aðra aðstoð án þess að geta veðsett eignir sín- ar eða aðstandenda. Nýsköpun er því sáralítil nú, einmitt þegar nauð- synlegt er að huga að nýjum leiðum í atvinnumálum. Páll Magnússon „Islendingar verða að taka myndarlegar á málefnum ungs fólks, vilji þeir á annað borð tryggja mannsæmandi lífskjör, því framtíðin býr í ungu fólki.“ Skorið niður í menntakerfi Stúdentar við Háskóla ísiands hafa ekki farið varhluta af sam- drætti í íslensku þjóðfélagi. Niður- skurður til skólans hefur komið illa við marga stúdenta, skólagjöld hafa verið sett á og námskeiðum fækkað. Með breytingum á Lána- sjóðnum hefur mörgum náms- mönnum verið nauðugur sá kostur að hverfa frá námi. Möguleikar til menntunar eru minni nú en áður. í öllum þessum tilvikum hefur hlut- ur kvenna verið verri en karla. Þær hafa margar orðið að hverfa aftur inn á heimilin vegna atvinnleysis, en karlmaðurinn á móti reynt að auka sína vinnu til að framfleyta fjölskyldu. Konur hafa einnig farið verr út úr breytingum á Lánasjóðn- um. Þær sem eru í sambúð hafa horfið frá námi á meðan karlmað- urinn klárar sitt nám og einstæð- um mæðrum í námi hefur fækkað mest allra. Þetta er sú mynd sem blasir við okkur stúdentum í ársbyijun 1994, og þar er nauðsynlegt að allir viti hvernig ástandið er. Það skal einn- ig öllum ljóst að stúdentar eru þrautseigir. Við höfum alls ekki gefist upp. Við munum áfram berj- ast fyrir því sem okkur finnst rétt. Við munum, með öllum tiltækum ráðum, berjast fyrir því að hlúð sé að ungu fólki í þessu landi, að ungt fólk fái tækifæri til að sanna sig í vinnu, í námi og geti hrint sínum hugmyndum í framkvæmd og stuðlað þannig að nýsköpun. Við viljum vinna í jafnréttismálum því við vitum að konur eru jafnhæf- ar til verka og karlar. . Ekki bæði sleppt og haldið Menntun er forsenda framfara. íslendingar verða að taka myndar- legar á málefnum ungs fólks, vilji þeir á annað borð tryggja mann- sæmandi lífskjör, því framtíðin býr í ungu fólki. Islendingar verða að ákveða sig hvort þeir vilji og treysti sér til að halda úti alvöru háskóla sem áfram mun hljóta alþjóða viðurkenningar, eða láta stundar- hagsmuni ráð niðurskurði og ógna þannig áralangri uppbyggingu. Við getum ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er formuður Stúdentaráðs Háskóla íslands. EITT EFSTA SÆTIÐ eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Undanfarin þijú kjörtímabil hef- ur sjálfstæðisfólk í Reykjavík sýnt mér þann trúnað að velja mig í forystusveit flokksins í borg- arstjórn. Ég var fyrst kjörinn borg- arfulltrúi 1982 og tók þá við for- mennsku í skipulagsnefnd. Ég hef átt sæti í borgarráði frá 1986 og fyrir tveimur árum fólu félagar mínir í borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna mér varaformennsku í borgarráði. Borgarstjóri er for- maður ráðsins. í því prófkjöri sem sjálfstæðis- menn efna nú til vegna borgar- stjórnarkosninga í vor, hef ég ákveðið að gefa kost á mér í eitt efsta sætið. Margir hafa komið að máli við mig og spurt hvers vegna ég óski ekki eftir tilteknu sætisnúmeri, líkt og aðrir frambjóðendur í prófkjör- inu. Ég hef svarað því til að ég hafi metnað og áhuga til að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vera í fremstu víglinu borgarstjórnar. Það þýðir að ég sækist eftir einu af efstu sætum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Allar vangaveltur um að ég hafi með samkomulagi við einhveija aðra frambjóðendur undanskilið 2. sætið eru ekki ekki réttar. Auðvit- að er það eitt af efstu sætunum. Það er á valdi kjósenda í próf- kjörinu, en ekki frambjóðenda, að ákveða röð á listanum. Þess vegna er efnt til prófkjörs. Höfundur er borgarfulltrúi og terkur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna borgarstjórnarkosninganna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson MÚLAKAFFI VEISLURÉTTIR Veitingastofa, veisluþjónusta og matarbakkamötuneyti viö Hallarmúlann í Reykjavík. Veislupantanir í síma 37737 og 36737. Einstakur þorramatur í 30 ár. STÓRAR OG SMÁAR VEISLUR EÐA ÖSKJUR MEÐ HEIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.