Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 37 I I I I I I í í J Ennþá heitir áin Slenja Þórbergur vék ekki illa að Sigfúsi Frá Vilhjálmi Hjálmarssyni: ÉG GET einhvem veginn ekki látið hjá líða að vekja athygli á tveimur missögnum sem gengið hafa á þrykk sín hvorum megin síðustu áramóta. 1 í Lesbók Morgunblaðsins 8. jan- úar 1994, í ágætri grein Hermanns Pálssonar fyrrv. prófessors, segir svo: „Önnur forn árheiti em varðveitt í dalsheitum; Svarfaðardalur, Þamb- ardalur og Slenjudalur munu vera kenndir við ár sem forðum hétu Svörfuð, Slenja og Þömb en nú er sá uppmni þeirra löngu gleymdur." Hér gætir ókunnugleika varðandi Slenju. Áin heitir svo enn í dag. Nafnið er prentað svo á uppdráttum Landmælinga, í allmörgum bókum sem fjalla um aðliggjandi lands- svæði, í smásögu eftir Helga Hjör- var o.s.frv. í Ömefnaskrá Mjóafjarð- ar (handrit hjá Örnefnastofnun) kemur fyrir árheitið Slenja og era allmörg örnefni af því dregin, s.s. Slenjuvatn, Slenjufjall og Slenjuháls, auk Slenjudals. Þá lifír árheitið Slenja góðu lífi meðal staðkunnugra. En þrátt fyrir þetta má greina á nokkram stöðum viss hættumerki fyrir þetta forna og fallega ömefni. í landamerkjabréfi Fjarðar er t.d. talað um „Slenjudalsháls" og „Slenjudalsfjall“ í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. 2 Fyrir áramótin lauk vandaðri út- gáfu hins mikla sagnasafns Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvindará. Haf- steinn Guðmundsson bókaútgefandi hefur staðið fyrir þessari þörfu út- gáfu - eins og fleiram áþekkum - af miklum myndarskap og hinir ágætustu menn búið safnið til prent- unar, Óskar Halldórsson og Grímur Helgason sem báðir era látnir og fleiri. í síðasta og 11. bindinu era, auk lokakafla sagnanna, nafna- og atr- iðaskrár yfir allt safnið. Þar er og greinargott æviágrip safnandans, Sigfúsar Sigfússonar, eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson. Þar era teknír upp kaflar úr nokkrum ritdómum merkra manna um safn Sigfúsar. Síðan segir um ritdómana meðal annars: „... Þeir era allir jákvæðir og hlý- legir í garð Sigfúsar, nema orð Þór- bergs, sem víkur að honum ómak- lega. Það lýsir Sigfúsi hins vegar ágætlega að hann tekur orð Þór- bergs ekki alvarlega, en lítur á þau sem marklaust slúður." Þetta gæti valdið misskilningi. Sigfúsi hefur á sínum tfma mislíkað orðafar Þórbergs Þórðarssonar í til- vitnuðum kafla í Bréfi til Lára. En mergurinn málsins er sá að Þórberg- ur er ekki að skrifa um safn Sigfús- ar heldur um þau kjör sem skáldum og fræðimönnum hafi verið og séu búin hér á landi. „Saga flestra þeirra öreiga, sem hafa fórnað sér fyrir andlegt líf hér á landi, er hryllileg píslarsaga," segir Þórbergur, með mörgu fleira. Og nefnir nöfn tólf snillinga máli sínu til sönnunar: Jón Guðmundsson lærði, Daði Níelsson hinn fróði, Bólu-Hjálmar, Sigurður Breiðljörð, Gísli Konráðsson, Eiríkur frá Brúnum, Brynjólfur frá Minna- Núpi, Ólafur Davíðsson, Sighvatur Borgfirðingur, Magnús Bjarnason á Hnappavöllum, Sigfús Sigfússon frá Eyvindará, Matthías Jochumsson og Kristján skáld Jónsson. Þessi „flokkun" Þórbergs er vissu- lega ekki til vansa fyrir Sigfús Sig- fússon. Rifja ég þetta upp - eins og fyrr getur - til þess að koma í veg fyrir hugsanlegan misskilning. Því ég álít að Þórbergur Þórðarson hafi síst verið til þess líklegur að varpa rýrð á söfnunarstarf á borð við það sem Sigfús Sigfússon innti af hönd- um. VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON, fv. menntamálaráðherra. Opið bréf frá HSÍ Handknattleikssamband íslands og íslensku handknattleiksliðin vilja þakka hinum fjölmörgu áhorfendum fyrir frábæran stuðning og auðsýnd- an áhuga á landsleikjum íslands gegn Hvíta-Rússlandi, Portúgal og Finnlandi. Samtals mættu tæplega 7.000 manns á leikina sem sýnir og sannar hvaða hug landsmenn bera til ís- lensku landsliðanna í handknattleik. Með kæra þakklæti fyrir frábær- an stuðning! , Handknattleikssamband íslands, ÓLAFUR B. SCHRAM, ERLA RAFNSDÓTTIR, GUÐNÝ GUNNSTEINSDÓTTIR, ÖRN H. MAGNÚSSON, ÞORBERGUR AÐALSTEINSSON, GEIR SVEINSSON. LEIÐRÉTTINGAR Byggingaiðn- fræðingar í frétt Morgunblaðsins í gær var sagt frá útskrift nemenda frá Tækni- skólanum. Þar var sagt að átta nem- endur hefði lokið prófi í bygginga- fræði en átti að vera byggingaiðn- fræði. Hestaíþróttir Kári Arnórsson, skólastjóri, biður blaðið fyrir eftirfarandi leiðréttingu á grein hans, Hestaíþróttamaður árs; ins, sem birt var 20. janúar sl.: „í greininni er vikið að íþróttadagskrá sjónvarpsstöðvanna. Þar segir m.a.: „Varla er hægt að minnast svo á þennan þátt að ekki sé nefnt hve hestaíþróttir eru sjaldan á dagskrám sjónvarpsstöðvanna. Þar er hlutur hestamennskunnar nánast fyrir borð borinn miðað við þann tíma sem á degi hveijum er varið til umfjöllunar um íþróttir". Mér hefur verið á það bent að þetta geti ekki átt við íþróttadeild ríkissjónvarpsins því þar hafi menn lagt sig mjög fram á síðasta ári varð- andi þennan þátt íþrótta og afrakst- ur þess sé m.a. kjör íþróttamanns ársins. í greininni sé ekki gerður greinarmunur á hestaíþróttum og hestamennsku. Nú er það fjarri mér að bregða fæti fyrir þá sem hörðum höndum hafa barist fyrir framgangi þessa máls innan íþróttadeildar sjónvarps- ins og bið þá ásökunar á þvi að hafa haft þá fyrir rangri sök og blandað saman hestaíþróttum, sem er þeirra svið, og féttum af almennri hesta- mennsku". VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Hanskar töpuðust VÍNRAUÐIR leðurhanskar töp- uðust við Björtuhlíð í Mos- fellsbæ. Finnandi vinsamlega hringi í síma 73392 eftir kl. 16.30. Sjal fannst STÓRT ullarsjal með sægræn- um kanti og haustlitamunstri innan í fannst við Eirhöfða fyrir nokkru. Upplýsingar í síma 643938 eftir kl. 19 næstu dag. Negativ af filmu töpuðust NEGATIV af filmu sem átti að fara með í framköllun töpuðust fyrir nokkru. Þetta vora myndir af bami. Líklegir staðir eru mið- bærinn, Hlíðahverfi, ofarlega á Laugavegi eða í Skipholti. Hafi einhver fundið þetta er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 627818. Fjarstýring fannst FJARSTÝRING, líklega fyrir Kenwood-geislaspilara, fannst fyrir utan Mál og menningu, Síðumúla 7-9, sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 677611. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA, sem er eins og kókdós í laginu, með sjö lyklum á fannst í Háaleitishverfi fyrir nokkru. Þeir sem kannaSt við þetta mega hringja í síma 30981. Reiðhjól í óskilum LJÓSLEITT þriggja gíra kven- reiðhjól hefur staðið nokkurn tíma við Rauðagerði. Upplýs- ingar í síma 814398. Lopapeysa _ fannst Á HORNI Njálsgötu og Klapp- arstígs fannst lopapeysa þann 12. janúar sl. Eigandinn má vitja hennar í síma 22496. Bangsi fannst GREMLINS-bangsi fannst ný- lega í Grænuhlíð. Eigandinn má vitja hans í síma 683163. Úr tapaðist SILFURÚR tapaðist á Bíóbarn- um sl. föstudagskvöld. Það hef- ur að öllum líkindum verið sett í rangan kápuvasa. Finnandi vinsamlega hringi í síma 40176 eftir kl. 19. Spariskór töpuðust SVARTIR lakkskór með gylltri spennu á tánni töpuðust fyrir jól. Hafi einhver fundið skóna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 32195. Körfuboltaskór töpuðust GLÆNÝIR Air-Jordan körfu- boltaskór nr. 42,5 hurfu úr karlabúningsklefa. íþróttahúss Hamraskóla í Grafarvogi sunnu- daginn 16. janúar sl. Sá sem hefur þá undir höndum er beðinn um að skila þeim á sama stað næsta sunnudag. Sá sem veit eitthvað um þá eða getur vísað á skóna fær fundarlaun ef hann hefur samband í síma 811645. Hanna. Seðlaveski tapaðist DRAPPLITAÐ leðurseðlaveski með öllum skilríkjum o.fl. tapað- ist vestur í bæ þann 17. þ.m. Finnandi vinsamlega hafi sam- band við Brynju Baldursdóttur í síma 12047. GÆLUDÝR Kettlingar ÁTTA vikna kassavanir kettl- ingar fást gefins. Upplýsingar I síma 684203 eftir kl. 18. Kettlingur BRANDA RÓS er níu vikna gömul og kassavön. Hana vant- ar gott heimili. Upplýsingar í síma 671876 eftir kl. 17 Köttur í óskilum SVARTUR og hvítur köttur, stór og loðinn, ómerktur, er í óskilum á Lokastíg. Upplýsingar í síma 21587 eftir kl. 17. Kettlingur KETTLINGUR fæst gefins. Upplýsingar í síma 13726. Kettlingar ÞRÍR kassavanir kettlingar fást gefins, tveir svartir og einn gul- bröndóttur. Upplýsingar í síma 13255. MVNDUSTRSKÓUNN í HRFNRRFIRÐI Innritun á vorönn fer fram í síma 52440 og á skrifstofu skólans á Strandgötu 50, Hafnarfirði, frá 17. til 21. janúar milli kl. 13.00 og 17.00. (boði verða eftirtalin námskeið: Barna- og unglingadeild: Námskeið í fjöltækni. Kennarar: Ingigerður Styrgerður Haraldsdóttir, Rósa Gísladóttir. Framhaldsdeild: Teiknun. Kennari: Ingimar Ólafsson Waage. Málun. Kennari: Júlía Kristmundsdóttir. Vatnslitamálun. Kennari: Jean Posocco. Listasaga. Kennari: Ingimar Ólafsson Waage. (öll námskeið, sem kennd eru við framhaldsdeild Myndlistaskólans eru viðurkennd og metin til eininga við Flensborgarskóla). Myndlistaskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50, sími 52440. Þvoffavél iavámaf 920 w Tekur 5 kg. Vinding: 1000/700 sn. pr. min Stiglaust hitaval Sparnaöarkerfi Oko-kerfí sparar 20% þvottaefni Ver& á&ur 94. 829,- e&a 88191,- sfgr. Tilbo&kr Umboösmenn Reykjavík og nágrenni: BYKO Reykjavlk, Hafnartiröi og Kópavogi Byggt & Búiö, Reykjavik Brúnás innróttingar.Reykjavlk Fit, Hafnartiröi Þorsteinn Bergmann.Reykjavlk H.G. Guöjónsson, Reykjavlk Ratbúöin, Kópavogi. Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Kf. Borgfiröinga, Borgamesi Ðlómsturvellir, Hellissandi Guöni Hallgrfmsson, Grundarfiröi Ásubúö.Búöardal Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi Edinborg, Bfldudal Verslun Gunnars Sigurössonar Þingeyri Straumur.ísafiröi Noröurland: Kf. Steingrlmsfjaröar.Hólmavfk Kf. V-hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Ðlðnduósi Skagfiröingabúö, Sauöárkróki KEA, Akureyri KEA, Dalvík Bókabúö, Rannveigar, Laugum Sel.Mývatnssveit Kf. Þingeyinga, Húsavlk Urö, Raufarhöfn Austuriand: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi Stál, Seyöisfiröi Verslunin Vlk, NeskaupsstaÖ Hjalti Sigurösson, Eskifiröi Rafnet, Reyöarfiröi Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Árvirkinn, Selfossi Rás, Þoriákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Reykjanes: Stapafell, Keflavlk Rafborg, Grindavik. AEG Heimilistæki og handverkfæri á______I______él Heimilistæki Heimilistæki Heimilistæki Hnífar ZWILLING J.A. HENCKELS Bílavarahlutir - dieselhlutir B R Æ Ð U R N I R OKMSSONHF Lágmúla 8, Simi 38820 Umboismenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.