Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 3 Víkingalottó Vinnings- hafi ókom- inn fram SIGLFIRÐINGURINN sem varð 17 milljónum króna ríkari í Vík- ingalottói á miðvikudag hafði ekki haft samband við starfsmenn Is- lenskrar getspár í gær. Berg- sveinn Sampsted, markaðsstjóri, sagði ekki óalgengt að vinnings- hafar kysu að nota fáeina daga til að ná áttum áður en haft væri samband við aðstandendur Iottós- ins. Vinningsmiðinn var, eins og komið hefur fram, seldur í versluninni Siglósport sl. föstudag kl. 16.44. Miðinn skilaði eiganda sínum 17 milljónum og einu þúsundi króna eða helmingi fyrsta vinnings upp á rúm- lega 34 milljónir. Hinn helminginn hlaut fmnskur lottóspilari. Vöruskiptajöfnuður skánar Vinningur hefur þær afleiðingar að vöruskiptajöfnuður Íslendinga í Víkingalottói skánar og er staða ís- lands nú í meðallagi miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Lagðar hafa verið um 40 milljónir í pottinn frá upphafi. Um 30 milljónir hafa farið í vinninga en 10 milljónir eru enn í mínus. Svíar eru nú í mestu tapi og hafa ekki fengið til baka yfir 100 milljónir, Finnar hafa tapað tæpum 60 milljónum úr landi til hinna Norð- urlandaþjóðanna. Danir og Norð- menn eru í hagnaði. -----» ♦.4---- Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Félagsmála- stjóri lætur af störfum SVEINN Ragnarsson, félagsmála- stjóri Reykjavíkurborgar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. maí næstkomandi vegna aldurs. Sveinn hóf störf hjá Reykjavíkur- borg árið 1952. „Eg hóf störf hjá Reykjavíkurborg árið 1952 og þá fyrst sem fulltrúi á borgarskrifstofum," sagði Sveinn. Hann varð síðan yfirmaður skrifstofu framfærslu- og félagsmála árið 1961 áður en félagsmálastofnun var komið á laggirnar árið 1967. Fulltrúar minnihlutans í borgar- ráði lögðu fram tillögu um að fara þess á leit við félagsmálastjóra að hann gegndi embætti til 1. septem- ber næstkomandi. Þannig gæfist nýrri borgarstjórn tækifæri til að velja nýjan félagsmálastjóra. Samþykkt var með þremur at- kvæðum gegn tveimur að vísa tillög- unni frá. -----♦ » »---- Hvalfjarðargöng Undirbúning- ur gengur vel UNDIRBÚNINGUR útboðs Spalar hf. á Hvalfjarðargöngum gengur vel, að sögn Gylfa Þórðarsonar stjórnarformanns fyrirtækisins. A fundum innlendra og erlendra sérfræðinga undanfarna daga hafa ýmis mál fengið lausn og önnur eru áfram í vinnslu, að sögn Gylfa. Fundirnir undanfarna daga hafa bæði verið um tæknimál og fjár- mögnun framkvæmdanna og hafa sérfræðingar erlendu bankanna og Spalar hf. tekið þátt í þeim. Gylfi sagði að vinnan gengi eftir áætlun og þó tímaáætlun væntanlegs útboðs væri stíf héldu menn sig enn við hana. í dag halda Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag ís- lands ráðstefnu um Hvalfjarðargöng- in. Þar munu sérfræðingar fjalla um ýmsar hliðar þessa verkefnis. mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bílum I eigu Brimborgar! 1 O O % ÁBYRGÐ Öpið laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Það getur verið töluverð áhætta að kaupa notaðan bíl. Þú getur auðveldlega sannreynt að útlit bílsins sé í lagi en fæstir hafa getu né aðstöðu til að sannreyna hvað leynist undir yfirborðinu. Þess vegna býður Brimborg hf. SEX mánaða ábyrgð á notuðum Daihatsu og Volvo bílum í eigu Brimborgar. Allir notaðir bílar af þessum tegundum eru yfirfarnir af þjónustumiðstöð Brimborgar og þar er allt lagfært sem er í ólagi áður en bflarnir eru seldir. Þannig er öryggi þitt tryggt. Ábyrgðin gildir til sex mánaða eða að 7500 km. og allt er í ábyrgð nema yfirbygging bílsins. faxafehi8»sími91-685í70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.