Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 13
m’«h AAíiviAi, is syoAcr 'T;a) i (iiciA.m/uofloi/ SL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 13 Iþróttaborgin Reykjavík eftir Svein Andra Sveinsson Það hefur verið hornsteinn í starf- semi Reykjavíkurborgar að hlú vel að allri íþróttastarfsemi, hvort sem um er að ræða keppnisíþróttir eða almenningsíþróttir og útivist. Horn- steinn þessi hefur verið lagður af meirihluta sjálfstæðismanna í borg- arstjórn Reykjavíkurborgar oft í andstöðu við vinstriflokkana í borg- arstjórn. Þessi áhersla borgaryfir- valda kemur fram með ýmsum hætti, bæði með uppbyggingu mannvirkja og styrkjum til íþróttafélaga. Mikil verkefni framundan Það er skoðun mín að á næstu árum verði Reykjavíkurborg að leggja enn meiri áherslu á íþrótta- mál en áður. Á þetta bæði við um almenningsíþróttir og keppnisíþrótt- ir. Af mörgu er að taka þegar horft er á verkefnin framundan. Einna mest áríðandi er yfirbygg- ing á skautasvellinu í Laugardal, en mikil aðsókn þar og takmarkaður opnunartími vegna umhleypinga- samrar veðráttu gerir aðstöðuna þar, þó glæsileg sé, alveg ófullnægj- andi. Skautahöll í Reykjavík myndi hleypa fjörkipp í skautaíþróttina á landinu. Byggja þarf almenningssund- laug í Grafarvogi á næstu íjórum árum. Ófullnægjandi keppnis- og æf- ingaaðstaða hefur staðið sundíþrótt- inni fyrir þrifum. í tengslum við við- hald Laugardalslaugarinnar er skyn- samlegt að taka í notkun 50 metra keppnislaug innanhúss á svæði laug- arinnar. Með slíku yrði yrði einnig rýmra um almenna sundgesti. Ráðast þarf í byggingu nýrrar stúku á Laugardalsvelli, gegnt þeirri sem nú er. Með því móti uppfyllir leikvangurinn þær kröfur sem gerð- ar eru til slíks mannvirkis af hálfu Alþjóðaknattspyrnusambandsins að pláss sé fyrir lágmark 6.000 manns í sæti. Af mannvirkjum á vegum íþróttafélaganna sem fyrirsjáanlegt er að Reykjavíkurborg taki þátt í, má nefna nýtt íþróttahús fyrir KR, vallaaðstöðu Fjölnis, nýtt íþrótta- svæði Ármanns í Grafarvogi o.fl. Næsta stórverkefni Reykjavík- urborgar á sviði íþróttamála er að mínu mati yfirbyggður knattspyrnu- völlur, með notkunarmöguleika fyrir aðrar íþróttagreinar. Það yrði gríð- arleg lyftistöng fyrir reykvísk knatt- spyrnulið að geta æft árið um kring á grasi. Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg eigi ein að standa að slíku stórvirki og að aðstaðan verði einungis hugsuð fyrir reykvísk knattspyrnulið, enda fyrirséð að slíkt hús yrði fullnýtt af þeim. Aukið samstarf við íþróttafélögin Reykjavíkurborg hefur undanfar- ið átt mikið og gott samstarf við íþróttafélögin um ýmis mál. Það er hins vegar skoðun mín að stórauka beri þetta samstarf og það verði helst gert með því að auka ábyrgð einstakra íþróttafélaga og íþrótta- hreyfingarinnar í Reykjavík. íþróttafélögin þurfa í auknum Sveinn Andri Sveinsson „Það er skoðun mín að á næstu árum verði Reykjavíkurborg að leggja enn meiri áherslu á íþróttamál en áður. A þetta bæði við um almenningsíþróttir og keppnisíþróttir. Af mörgu er að taka þegar horft er á verkefnin framundan.“ mæli að koma inn í einstök verkefni á vegum borgaryfirvalda; t.d. starf- semi félagsmiðstöðvar, rekstur mannvirkja, íþróttir fyrir aldraða, íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn og unglinga o.s.frv. Stórauka þarf samstarf bæði grunnskóla og leik- skóla við íþróttafélögin; hefur reynsla af slíku samstarfi reynst vel í heilsdagsskóla Reykjavíkurborgar. Aukin völd íþróttafélaganna Varðandi þau mannvirki íþrótta- félaganna sem Reykjavíkurborg styrkir (80%), er ég þeirrar skoðunar að félögin sjálf eigi á vettvangi íþróttabandalags Reykjavíkur að leggja til forgangsröðun mannvirkja, varðandi styrkveitingar frá borginni, en íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur eigi fyrst og fremst að hafa með höndum tillögur um heildarfjár- veitingar borgarinnar en að jafnaði fara eftir tillögum félaganna. Reykjavíkurborg þyrfti hins vegar að gæta þess að við fjárveitingar væri gætt eðlilegrar uppbyggingar í nýjum hverfum. Innan íþróttahreyfingarinnar býr mun meiri þekking á þeim þörfum sem fyrir hendi eru en hjá pólitísku ráði eins og ÍTR og því eðliiegt að fela samtökum íþróttafélaganna að hafa hönd í bagga með uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi fyrír Sjálfstæðisflokkinn í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. - Frumkvæði - Framkvæmdavilji - Áiangur - Svein Andra i 5. sæti Kosningaskrifstofa Sveins Andra Sveinssonar, borgarfulltrúa, Suðurgötu 7, er opin á milli kl. 9.00 og 24.00. Sjálfstæðismenn velkomnir. Stuóningsmenn. • GÆÐIN ERU HJA OKKUR!* 3 * X O "9 X D Q * <9 3 X * O '< Q m o D X X O < o <9 NOATUN í dag er bóndadagur og Þorri aö byrja: Ljúffengur Þorramatur: • Lundabaggar • Nýreyktur • Hrútspungar rauðmagi • Bringur • Harðfiskur • Magáll. í úrvali • Vestfirskur • Rófustappa gæöahákarl • Kartöflusalat • Nýtt slátur • Flatkökur Blóðmör • Rúgbrauð Lifrarpylsa • Ný sviðasulta • Marineruð sild • Súr sviðasulta • Kryddsíld • Ný svinasulta • Reyktsild • Soðið hangikjöt • Graflax • Pressað og • Reyktur lax súrsað ^ 9 ^ heilagfiski.'^Q • Taöreyktur silungur Gerið bóndanum glaðan dag með Þorramat! Sviðasulta og rófustappa 389kr. pr. bakki. ca. 400 gr. Frá Húsavík: Taðreyktur rauðmagi og frábæra hangikjötið Kynnum þorramat og hákarl Þotrabakkuua gómsæti 2 stærðir PILSNER Þorrasíldin vinsæla bætt með Grand Mariner eða ísl. brennivíni. ICEFOOD ÍSLENSK MATVÆLI 329. pr.krukka ‘í__^ PWH. — Svið, óhreinsuð ^ AÐEINS 1 9! J prAg. Kindahakk 44! ÍJ pr.kg. PRIMA PIZZUR 269, pr.stk. Lambalifur 189.”-' 58.’- Lambaframpartar OIIO niðursagaðir O «1 pr.kg. NOATUN Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456, Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. - S.42062, Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur i bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900 •GÆÐIN ERU HJA OKKUR!* • GÆÐIN ERU HJÁ OKKUR!* •GÆÐIN ERU HJÁ OKKUR!* •GÆÐIN ERU HJÁ OKKUR!*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.