Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 fclk f fréttum Dansinn dunar ofan í sundlaug íþróttahússins. Þar héldu nemar efstu bekkja Grunnskóla Borgarness dúndrandi dansleik í vetur. BORGARNES Nemendaútvarp og sundlaugarball FLUTNINGAR Víðara til veggja hjá prinsinum Smákastalinn og prinsinn... Það eru ekki tóm leiðindi að vera kóngafólk \ Evrópu. Að vísu má það fólk búa við að vera stöðugt í ijölmiðlulm og á milli tanna almennings ekki síður af engu tilefni en miklu. En það hef- ur einnig sínar ágætu hliðar að vera konungsborinn Evrópubúi, ekki síst prins. Það fékk Hákon Noregsprins að reyna á dögunum er hann þótti loks hafa aldur og þroska til að taka föggur sínar og fljúga burt úr hreiðrinu. Hann hafði búið í heimavist norska sjó- hersins í Björgvin, en nú verður víðar til veggja heldur en hjá hin- um dæmigerða sjóherskadett. Prinsinn kom fram í norskum blöðum og greindi frá þessum breyttu högum sínum og ljómaði eins og tungl í fyllingu. Ekki að undra, því í stað smáíbúðar á fyrr- greindri heimavist er hann nú fluttur í bústað kóngafólksins þeg- ar það heimsækir eða dvelur í Björgvin. Bústaðurinn heitir Gamlehaugen og er í Fjosanger sem er skammt utan Björgvinjar. Þetta er gamalt og glæsilegt slot, reyndar bara lítill kastali. Aðeins 450 fermetrar að grunnfleti, að vísu á þremur aðalhæðum, auk jarðhæðar og turnherbergja! Hef- ur smákastali þessi verið ríkiseign síðan árið 1925. Raunar er ekki búist við því að pfinsinn eyði nema svo sem einu ári í hinum hógværu híbýlum, því þá lýkur hann sjóhersnámi sínu í Björgvin. Hugur hans stefnir á vit ævintýranna úti í heimi en einnig til frekara náms. Hann er sagður hafa áhuga á því að nema sagnfræði, stjórnvísindi - og heimspeki við ein- hvern virtan og frægan háskóla. Félagsstarfið hjá nemendum efstu bekkja Grunnskólans í Borgamesi hefur verið líflegt það sem af er vetri. Hæst ber þriggja daga útvarpsrekstur Fm Óðals 105,0 sem tuttugu nem- endur 8.,9. og 10. bekkja stóðu að á einn eða annan hátt. Að sögn útvarpsstjórans, Margrétar Gísladóttur, tókst út- sending nemendanna mjög vel. Mikið var um tónlistarþætti á dagskránni en einnig voru frétt- ir og viðtalsþættir í gangi. Með- al annars fóru nokkrir nemendur suður til Reykjavíkur og höfðu þar m.a. viðtöl við leikarann Baltasar Kormák og Magnús Scheving þolfimimeistara og fyrrum Borgnesing. Sagði Mar- grét að gréinilega hafí verið mikil hlustun á útvarpið hjá Borgnesingum því að í símatím- um hafi allt verið rauðglóandi á útvarpsstöðinni. Að sögn Indriða Jósafatsson- ar æskulýðsfulltrúa Borgamess hefur verið mikil gróska í félags- starfi unglinga í vetur. Jafnan væri mikið um að vera í sam- komuhúsinu Óðali og þetta væri í annað sinn sem nemendur stæðu fyrir útvarpssendingum. Kvaðst Indriði hafa frétt að sendingar útvarpsins hefðu náðst allt niður á Akranes, vest- ur um allar Mýrar og efst upp undir Húsafell. Sagði Indriði að þessu framtaki nemanna hefði verið tekið mjög vel af Borgnes- ingum á öllum aldri. Morgunblaðið/Theodór Þáttargerðarmenn Fm Óðals 105,0 bregða á leik í beinni útsendingu í þættinum ,;NætursvalI“. F.v. Finnur Elí Steinsson, Ingþór Hallsson og Eðvarð Ólafur Traustason. KVIKMYNDIR Grætur ekkí í bíó Anthony Hopkins leikur breska rithöfundinn C.S. Lewis í kvikmyndinni Shadowlands. I einu atriðanna grætur Lewis mikinn þannig flestir að áhorfendur komast við og nota vasaklútinn óspart. Anthony Hopkins var spurður eftir framsýningu hvort hann hefði kom- ist við og fellt tár. „Nei,“ svaraði kappinn. „Síðast þegar ég grét var það á mýndinni Lassie komdu heim. Faðir minn gerði svo mikið grín. að mér að ég hef ekki grátið síð- an ... Mér líkar ekki að flíka til- fínningunum. Að því leyti er ég Iík- ari Hannibal Lecter...“ TÁLKNAFJÖRÐUR Iþróttamaður ársins hjá UMFT árið 1993 Jens Bjarnason var valinn íþróttamað- ur ársins fyrir góða frammistöðu á mótum sl. sumar. Fyrir utan Jens voru þrír aðrir íþróttamenn útnefnd- ir sem skarað hafa framúr í sinni grein, þau Hafrún Sigurðar- dóttir sundkona, Kol- beinn Pétursson knattspyrnumaður, Jens Bjarnason frjáls- íþróttamaður og Yngvi Páll Gunn- laugsson körfubolta- maður. Hjá Hrafna-Flóka vora eftirtaldir út- nefndir: Ágúst Gunn- arsson, IH, körfu- boltamaður; Árni Valdimarsson, ÍH, ftj álsíþróttamaður; Hafrún Sigurðardótt- ir, UMFT, sundkona; Og Jón Oddur Magn- , Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir ússon, ÍH, golfmaður. Iþróttamaður UMFT árið 1993 á Tálknafirði, Flest atkvæði sér- Jens Bjarnason. stakrar dómnefndar hlaut Björgvin K. Gunnarsson, ÍH, atkvæðamikill á fijálsíþróttamót- sem íþróttamaður héraðssam- um á sl. ári. bandsins 1993. Björgvin var mjög ÚTSALA 10 - 60% AFSLÁTTUR Vetrarfatnaður, skíðagallar, dúnúlpur, »hufllíllfil^^ íþróttaskór, íþróttagallar o.fl. laugardag s p o r t b o ð i n 1(1.10 16 Armúla 40 ■ Sirni 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.