Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 21
jfegn ríkissjóði ^reiðslu ikinku til af svínakjöti í landinu. Að því áliti fengnu synjaði landbúnaðarráðherra um tollafgreiðslu á kjötinu þar sem innflutningur þess væri ekki heimill ef til væru nægar birgðir af innlendu kjöti. Hagkaup stefndi málinu fyrir Hér- aðsdóm Reykjavíkur sem komst að þeirri niðurstöðu á málið hefði fengið lögmæta meðferð hjá stjórnvöldum en með niðurstöðu meirihluta Hæstarétt- ar í gær var þeim dómi hnekkt. í dómi Hæstaréttar segir, að aðilar málsins séu sammála um að innflutn- ingur á soðinni skinku og hamborgar- hrygg hafi verið óheimill án leyfis fyr- ir gildistöku Iaga nr. 88/1992, en Hagkaup haldi því fram að þá hafi innflutningurinn orðið fijáls því ekkert í lögum eða milliríkjasamningum banni hann. Fyrir hönd ríkisins sé því hins vegar haldið fram, að í 41. grein laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sem voru í gildi þegar ágreiningurinn reis, felist sjálfstætt bann eða takmörkun á allan innflutn- ing langbúnaðarvara án leyfis. Síðar er m.a. rakið efni greinargerðar með ar staðfestir að ég og mínir sam- starfsmenn í utanríkiráðuneyti stóðum rétt að málum og túlkuð- um gildandi lög með sama hætti og Hæstiréttur sem byggir sínar niðurstöður á nákvæmlega sömu röksemdum og við færðum fram. Niðurstaðan er sú að landbúnað- arráðherra skorti lagaheimild til að synja um innflutning og þar af leiðir að fjármálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að gera þessar innfluttu vörur upptækar. Meginröksemdin fyrir niðurstöðu Hæstaréttar er sú að búvörulögin veiti ekki sjálfstæða viðbótar- heimild til banns við innflutningi nema ef um er að ræða leyfis- bundnar vörur þar sem kveðið er á um bann í öðrum lögum,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utan- rikisráðherra, aðspurður um við- brögð við dómi Hæstaréttar. „Þessi niðurstaða og þessar rök- semdir eru hinar sömu og ríkislög- maður hefur áður sett fram vegna fyrri ágreiningsmála af sama tagi. Niðurstaðan er þess vegna sú að innflutningurinn er frjáls nema önn- ur lög banni. Fjármálaráðherra ber því lögum samkvæmt að tollafgréiða slíkan varning ef eftir yrði leitað." -Hvaða þýðingu telur þú að breyt- ingar þær sem gerðar voru á búvöru- lögum í desember hafi í þessu sam- bandi? „Það er ekki mitt að kveða upp dómsúrskurð í því efni heldur er þess að vænta að innflytjendur láti á það reyna. Að því er varðar þenn- an hæstaréttardóm þá tekur hann af tvímæli um að það eru engin laga- ákvæði í gildi sem vörðuðu þetta mál sem bönnuðu innflutninginn. Ef þú spyrð um þær breytingar sem gerðar voru á búvörulögunum í des- ember síðastliðnum þá varða þau aðra grein en Hæstiréttur byggði sína niðurstöðu á. Það var 52. grein í hinum breyttu búvörulögum en lagabreytingin í desember snerist fyrst og fremst um 72. grein. í þeirri grein er kveðið á um heimild til handa landbúnaðarráðherra til þess að leggja verðjöfnunargjöld á inn- fluttar landbúnaðarvörur samkvæmt nánar skilgreindum skilyrðum. Ég fæ ekki séð að í þeim lögum sé nokk- urs staðar kveðið á um sjálfstæða takmörkum á innflutningi landbún- aðarvara og hef ekki heyrt nein rök fyrir því.“ -En þau rök að Alþingi hafí aldrei ætlað að gera breytingar sem yrðu til að opna fyrir innflutning á þessum vörum? „Hæstiréttur var hér að túlka búvörulögin, hvað svo sem menn hafa haldið á Alþingi og annars stað- ar — og um það voru skiptar skoðan- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 21 Útlánavextir banka og sparisjóða B Búnaðarbanki frá 21. janúar 1994 Yfirdráttarlán 13,75% 1350% (grunnvextir) r Almenn skuldabréfalán, (óverðtryggð) 12,0% 12,0% 11,5% 11,5% I I íslandsbanki I' ' I Landsbanki ED Sparisjóðir Vísitölubundin lán vextir Kjörvextir Heimild: Seðlabanki íslands Bankar og sparisjóðir lækka vexti á óverðtryggðum útlánum Óverðtryggðir vextír eru rúmlega 2 prósentustig- um hærri en verðtryggðir ÚTLÁNSVEXTIR banka og sparisjóða lækka á vaxtabreytingardegi í dag um allt að tvö prósentustig, en mismunandi er hve lækkunin er mikil eftir einstökum stofnunum og útlánsformum. Eftir lækkunina eru meðalvextir almennra óverðtryggðra skuldabréfa að meðaltali 10,2%, rúmlega 2,5 prósentustigum hærri en vextir verðtryggðra skuldabréfa sem eru 7,6%. Seðlabanki íslands spáir innan við hálfs prósents verðbólgu í ár og engri verðlagshækkun fyrr en kemur fram á sumar. Vextir banka og sparisjóða hafa ekki lækkað jafn mikið og vextir á ríkisvíxlum og spariskírteinum á síðasta ári samkvæmt upplýs- ingum Seðlabankans. Munar einu prósentustigi á verðtryggðum lánum og spariskírteinum og 4-5 prósentustigum á óverðtryggðum ríkisvíxlum annars vegar og forvöxtum víxla og nafnvöxtum skuldabréfa hins vegar. frumvarpi til þeirra laga og vitnað til þess að þar segi að Framleiðsluráði sé aðeins veittur réttur til að stöðva innflutning þeirra landbúnaðarvara sem bannað sé að flytja inn samkvæmt öðrum lögum án leyfis og segir að 2. mgr. 41. greinar laganna verði ekki skilin öðru vísi en svo, að þar sé átt við þær vörur sem nauðsynlegt sé að leita umsagnar um. Ekki sjálfstæð takmörkun í greininni felist því ekki sjálfstæð takmörkun á innflutningi landbúnað- arvara heldur sé verið að tryggja Framleiðsluráði umsögn um þann inn- flutning landbúnaðarvara sem tak- markaður er af öðrum lagaákvæðum. Fyrir hönd ríkisvaldsins hafi ekki ver- ið bent á lagaákvæði sem banni inn- flutning soðinnar skinku og hamborg- arhryggs án leyfis. Því hafi ekki þurft innflutningsleyfi fyrir þessum vörum eftir að lög nr. 63/1979 um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála og aug- lýsing nr. 313/1990 á grundvelli þeirra höfðu verið felld úr gildi vegna gildis- töku fyrrgreindra laga nr. 88/1992 og því beri að taka kröfur Hagkaups til greina og fella úr gildi úrskurði fjár- málaráðherra, tollstjóra og landbún- aðarráðherra um synjun á tollaf- greiðslu vamingsins. Skaðabótakröfum Hagkaups var hins vegar hafnað þar sem fyrirtækið hefði getað fírrt sig tjóni með því að beina fyrirspum til yfírvalda varðandi innflutninginn eða leitað viðurkenn- ingar dómstóla áður en í hann var ráðist, en fyrirtækinu hafi verið full- kunnugt um þann ágreining sem uppi var um málið. ir — er það niðurstaða Hæstaréttar að búvörulögin veiti ekki sjálfstæða bannheimild heldur þurfi bannið að vera í öðrum lögum. Það þýðir að alþingismenn og ráðherrar gátu ver- ið í góðri trú eftir því hvemig þeir túlkuðu þessi álitamál. Það skiptir ekki lengur máli, það sem skiptir máli er að Hæstiréttur hefur með endanlegum dómsúrskurði kveðið upp úr um það að þau veita ekki þessa sjálfstæðu bannheimild og rökstyður það bæði með vísan til lagagreinarinnar sjálfrar, 52. grein- ar, og athugasemda með greininni. Það er það sem er nýtt í málinu, það er með vísan til þess sem undirréttar- dóminum er hnekkt og það er ná- kvæmlega það sem voru höfuðrök- semdir ríkislögmanns í fyrri ágrein- ingsmálum af sama tagi,“ sagði Jón Baldvin. Friðrík Sophusson Upphaflega deila fjár- mála- og landbúnaðar- ráðherra FRIÐRIK Sophusson, fjármála- ráðherra sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að niðurstaða Hæstaréttar kæmi sér ekkert sér- staklega á óvart. „Það er athyglis- vert að ríkissjóður er sýknaður af skaðabótakröfunni. Frá því að héraðsdómurinn féll, hefur lögun- um verið breytt og vonandi er ágreiningur þar með úr sögunni,“ sagði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra sagði ennfrem- ur að menn þyrftu að hafa í huga sögu málsins og að í upphafi hafi verið um að ræða ágreining milli fjár- málaráðherra og landbúnaðarráð- herra þar sem fjármálaráðherra hefði haldið fram áliti ríkislögmanns sem var samhljóða niðurstöðu Hæstaréttar í gær. „Það er svo und- irstöðuatriði að forsætisráðherra úr- skurðaði á grundvelli laga um sljóm- arráðið að landbúnaðarráðherra skyldi fara með málið,“ sagði Frið- rik. Hann sagði að þær aðgerðir sem fjármálaráðherra og tollstjóri hefðu síðar gripið til í málinu — og gert hefðu að verkum að þeir áttu aðild að dómsmálinu — hefðu grundvallast á þeirri niðurstöðu forsætisráðherra að landbúnaðarráðherra skyldi skera úr um hvort heimila ætti innflutning- inn. Forvextir víxla lækka um 0,75 til I, 25 prósentustig, minnst hjá spari- sjóðunum og mest hjá Landsbankan- um. Eftir breytingu eru kjörvextir víxla á bilinu 8-8,25%, lægstir í Bún- aðarbanka, en hæstir í Landsbanka og hjá sparisjóðunum. í tilkynningu Seðlabanka eru meðalvextir ekki gefnir upp eins og verið hefur, en hæstu víxilvextimir era á bilinu II, 75 til 12,25%, lægstir hjá Búnað- arbanka en hæstir hjá Landsbanka og sparisjóðunum og vextir íslands- banka era litlu lægri eða 12,20%. Vextir yfirdráttarlána lækka um 0,5-2 prósentustig og era eftir breyt- ingu hæstir 13,75% hjá Landsbanka, 13,50% hjá sparisjóðum og 12% hjá íslandsbanka og Búnaðarbanka Is- lands. Visa-skiptigreiðslur lækka um 1,20-2 prósentustig og era eftir lækkun hæstar hjá sparisjóðunum 14,80%, hjá Landsbanka litlu Iægri ÁVÖXTUN á almennum víxillán- um bankanna er tvöfalt hærri en á sex mánaða ríkisbréfum og rík- isvíxlum samkvæmt útboðum Lánasýslu ríkisins. Munurinn á ávöxtun þessarra lánsforma er tvöfalt meiri en hann var fyrir ári, samkvæmt upplýsingum efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins. Á blaðamannafundi um ríkisfjár- málin fyrr í vikunni dreifði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra upplýs- ingum um skammtímaávöxtun á fjármagnsmarkaði undanfarna tólf mánuði. Þar kemur fram að fyrir ári var um það bil 3% munur á ávöxtun almennra víxillána bankanna og umræddra ríkispappíra. Eftir gengis- fellinguna á miðju ári hækkuðu vext- ir bankanna en ávöxtun ríkisbréf- anna ekki. Bankavextimir era nú komnir í svipað horf og fyrir gengis- fellingu, eða liðlega 12%, en ávöxtun eða 14,75%, 14%.hjá Búnaðarbanka og 13,95% hjá íslandsbanka. Vextir almennra skuldabréfa lækka um 1-2 prósentustig. Kjör- vextir þeirra verða 7,5% hjá Lands- banka og Búnaðarbanka og 8% hjá sparisjóðunum og íslandsbanka. Hæstu vextir era 12% hjá íslands- banka og sparisjóðunum en 11,5% hjá Búnaðarbanka og Landsbanka. Landsbanki breytir einn verðtryggð- um vöxtum. Þeir hækka um 0,2 pró- sentustig og eru þrátt fyrir það enn- þá lægri en hjá öðrum. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa eru eftir breytingu 5,45% en 5,5% hjá hinum bönkunum og sparisjóðunum. Hæstu vextir verðtryggðra lána era 8,75-9,5% lægstir í Búnaðarbanka, en hæstir í íslandsbanka og spari- sjóðunum. Samsvarandi vextir hjá Landsbanka eru 9,45%. Forvextir viðskiptavíxla lækka um ríkispappíranna hefur lækkað allt árið og er komin niður fyrir 6%. Munurinn á þessum lánsformum er því tvöfalt meiri en fyrir ári, eða 0,7-1,2 prósentustig og eru eftir breytingu 12,75-14,45% lægstir í Búnaðarbanka en hæstir í Islands- banka. Á innlánshlið lækka óverðtryggðir vextir óbundinna sérkjarareikninga 0,6-1 prósentustig. Eftir breytingu eru vextirnir á bilinu 1-2,5%. Eins lækka vextir á bankavíxlum um 0,3-0,45 prósentustig. Vextir banka- víxla eru eftir breytingu á bilinu 4,8-5,05%. Vextir á almennum spari- sjóðsbókum og sértékkareikningum era 0,4-0,5% og 0,2-0,25% af tékka- reikningum. _ Vextir ríkisins hafa lækkað meira i upplýsingum um vaxtaþróun á fjármagnsmarkaði á árinu 1993 og fram til dagsins í dag sem peninga- máladeild Seðlabanka íslands hefur tekið saman kemur fram að vextir á spariskírteinum til fimm ára í frumsölu hafa lækkað um 2,7 pró- sentustig, en vextir á verðtryggðum bankalánum hafa sama tímabil lækkað um 1,7 prósentustig eða einu prósentustigi minna. Sama niður- staða er í stóram dráttum ef litið er til eftirmarkaðs á spariskírteinum. Spariskírteini vora seld með 7,7% vöxtum í lok árs 1992, en bera 5%»"~ vexti nú. Verðtryggð bankalán voru með 9,3% vöxtum í árslok 1992 en vextirnir nú eru 7,6%. 6-7%. Aðspurður sagði Friðrik Sophus- son eðlilegt að þarna væri munur á en breikkun bilsins væri óeðlileg. Yíxillán banka tvöfalt dýrari en ríkispappírar Skammtímaávöxtun á fjármagnsmarkaði jan. 1993 til jan. 1994 % J’93 FMAMJ J ÁSONDJ’Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.