Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 21: JANÚAR 1994 Þórdís Þorbjarnar■ dóttír - Minning Deyr fé. deyja frændur. Eftir því sem við eldumst, hverfa æ fleiri samferðamenn okkar yfír móðuna miklu. Nú hefur góð vin- kona okkar og frænka, Þórdís Þor- bjarnardóttir, lokið sinni vegferð. Tilveran er orðin sýnu fátæklegri þegar við eigum þess ekki lengur kost að blanda geði við þessa hóg- væru og elskulegu konu sem bar með sér svo góðan þokka að öllum hlaut að líða vel í návist hennar. Þórdís var fædd í Neðranesi í Stafholtstungum 12. apríl 1916, einkadóttir hjónanna Þórdísar Hall- dórsdóttur og Þorbjamar Sigurðs- sonar, sem þar bjuggu. Böm þeirra vom þijú. Elstur var Sigurður síðar bóndi í Neðranesi, f. 1915, sem lát- inn er fyrir nokkrum ámm, en yngst- ur Halídór, fv. hæstaréttardómari, f. 1921. Þau systkinin ólust upp hjá for- eldrum sínum við öll algeng sveita- störf, á meðan gömlu vinnubrögðin og hefðimar vom enn í gildi. Þau hafa alla tíð borið þess vott að hafa hlotið gott og vandað uppeldi auk þess að vera óvenju greind og vel gerð að upplagi. Á uppvaxtarárum þeirra var bamaskólanámið aðeins fáeinar vik- ur í farskóla í 3-4 vetur, og kristin- dómsfræðsla fyrir fermingu, en þrátt fyrir skamman kennslutíma varð skólanámið ásamt þeirri fræðslu sem góð heimili veittu, oft furðu nota- dijúgt veganesti. Neðranessystkinin öfluðu sér öll frekari menntunar að skyldunámi loknu. Þórdís stundaði nám í Reyk- holtsskóla, og efalaust hefur hún notfært sér ýmsa fræðslu sem bauðst í Reykjavík eftir að hún fór að vera þar á vetuma, þegar minni þörf var á vinnu hennar heima fyrir. Snemma kom til sögunnar mynd- arlegur bóndasonur úr næstu sveit, Guðmundur Hjartarson frá Litla- fjalli. Upp frá því urðu þau lífsföru- nautar, stofnuðu heimili í Reykjavík og gengu í hjónaband 1951. Guðmundur er maður sem oft stóð gustur um- og af, gallharður sósíal- isti sem skipaði sér fremst í fyikingu í baráttu verkalýðsins fyrir réttlátu þjóðfélagi og sem hafði til að bera afburða gáfur og hyggindi, hefur auðvitað verið mesti skaðræðisgrip- ur í augum andstæðinganna og þeir reynt allt hvað af tók að bregða fyrir hann fæti. Þórdís frænka mín hlýtur oft að hafa borið ugg í bijósti þegar átökin voru sem hörðust. Sem bétur fór reyndist ekki auð- velt að finna höggstað á Guðmundi. Þvert á móti. Yfírburðir hans urðu til þess að honum voru falin ýmis virðuleg embætti auk margvíslegra trúnaðarstarfa. í pólitíkinni færði hann sig yfír í baklandið. Síðast var hann seðlabankastjóri þar til hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Ég held því fram, að þeir sem skara fram úr, hvort sem er í stjórn- málum, menningarmálum, listum eða á öðrum sviðum, eigi sér lang- flestir góðan stuðningsaðila heima fyrir, sem léttir af þeim daglegu amstri og sér um að þeir geti „hlað- ið battaríin", — hlotið þá hvíld og endurnýjun sem þeim er nauðsynleg. Þórdís var einn af þessum ómet- anlegu bakhjörlum. í kringum hana var einhvem veginn allt eins og það átti að vera, og af henni stafaði ró og mildi. Hún var til staðar þegar með þurfti meðan kraftar. hennar entust. Milli hjónanna ríkti gagn- kvæm hlýja og skilningur. Þrátt fyrir búsetu í Reykjavík hafa Guðmundur og Þórdis alltaf verið tengd sveitinni sterkum bönd- um, einkum æskustöðvunum í Borg- arfírði. Þorbjörn faðir Þórdísar lést árið 1942 og tók þá Sigurður sonur hans við búskapnum í Neðranesi. Þórdís ekkja Þorbjarnar lifði mann sinn í um það bil 30 ár og dvaldist lengst af þeim tíma í Neðranesi, en var þó oft langdvölum á heimili dóttur sinnar í Reykjavík. Þórdís sýndi móður sinni afar mikla umhyggju og ræktarsemi, svo og öðrum ætt- ingjum. Bróðursynir hennar, Þor- björn og Þórir, voru eiginlega eins og hennar börn. Þar kom að þau hjón létu girða af stórt flæmi af örfoka melum syðst í Neðraneslandi og hófust þar handa um uppgræðslu. Áður en varði voru melarnir orðnir að víðlendu og gras- gefnu túni, og síðar kom til sögunn- ar myndarleg tijárækt. Þarna á bakka Hvítár reis sumar- bústaðurinn þeirra, sem síðar hlaut nafnið Hólaból. Eftir það dvöldust þau þar í sveitakyrrðinni á sumrin eftir því sem tækifæri gáfust til. Á Hólabóli er ákaflega fallegt og mik- ið útsýni, einkanlega ef gengið er upp á Hörðuhólinn, sem nú er orðinn umvafínn fögrum gróðri. í þessum bústað höfum við hjónin setið mörg- um stundum og notið elskulegrar gestrisni, þegið ljúfar veitingar og átt spaklegar viðræður við húsráð- endur um flest milli himins og jarðar. Það mun hafa verið um 1970 sem við fórum fyrst í beijaferð með Guð- mundi og Þórdísi. Eftir það urðu beijaferðirnar okkar árlegt tilhlökk- unarefni. Auk þess að afla gnægta af girnilegum aðalblábeijum urðu þær meiri háttar náttúruskoðunar- og skemmtiferðir. Farið var vítt um landið, í eitt skiptið fórum við t.d. allan hringveginn auk margra útúr- króka. Heimili voru stofnuð í orlofshús- um og þar eldaður og snæddur veislukostur og skappað af eftir við- burðaríka daga við notalegar sam- ræður og spilamennsku. Þetta voru góðar stundir, og ekki er síður ástæða til að þakka sam- verustundirnar á fallegu heimili þeirra hjónanna að Selvogsgrunni 29, og hvarvetna þar sem fundum hefur borið saman. Þar kom fyrir nokkrum árum, að heilsa þeirra Þórdísar og Guðmundar tók að gefa sig. Bæði þurftu þau að gangast undir stórar læknisað- gerðir, sem gengu nærri þeim. í dag kveðjum við Frigga frænda okkar og góðan vin. Eftir stutta en óvægna sjúkdómslegu fékk hann hægt andlát að kvöldi dags hinn 13. janúar sl. Endalokin komu ekki á óvart en samt óraði okkur ekki fyrir því þegar hann var lagður inn á sjúkrahús skömmu fyrir jól að svo stutt væri eftir sem raun bar vitni, svo vel bar hann sig. Friggi hét Friðgeir F. Axfjörð. Hann var fædd- ur á Akureyri 9. febrúar 1930, son- ur hjónanna Friðjóns S. Axfjörð byggingameistara og Rannveigar Jónatansdóttur sem bæði eru látin. Friggi ólst upp við ástríki í for- eldrahúsum á Akureyri ásamt Jónu systur sinni. Snemma kom í ljós að hann var miklum hæfíleikum gædd- ur á sviði tónlistar og myndlistar. Svo miklum, að hann lék á nánast hvaða hljóðfæri sem var og það sem hann lagði hönd á varð óhjákvæmi- lega að listaverki. Aðeins 16 ára að aldri hóf Friggi að leika á gítar í danshljómsveitum á Akureyri og þótti fádæma snjall. Hann hóf nám í múraraiðn hjá föður sínum og lauk sveinsprófí á tilskildum tíma. Eftir múaranámið hóf hann _nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, enda hafði hann hug á að leggja fyrir sig myndmenntakennslu. Guðmundi tókst að ná heilsu á ný, en Þórdís bar eiginlega aldrei sitt barr eftir uppskurðinn. Þessi fallega kona tærðist upp smátt og smátt, hverra ráða sem leitað var. Enginn getur vitað nema sá sem reynir, hver áraun það er að sæta slíkum örlögum, hvort heldur sem sínum eigin eða sinna nánustu. Þórdís hafði góða og trausta skap- gerð, var róleg og æðrulaus, og ég veit að þessir eiginleikar hafa lagt henni líkn með þraut, og sömuleiðis Friggi kvæntist Amhildi Jónas- dóttur frá Helgastöðum í Reykjadal og settust þau að á Húsavík. Þau hjónin eignuðust sjö böm, þau Mar- íu, Friðjón, Steinunni, Friðgeir, Arn- ald, Jónas Reyni og Hildigunni. Friggi hafði nokkrum áram fyrir hjónaband eignast dóttur, Rann- veigu, sem býr á Ólafsfirði. Amhildur lést úr sjúkdómi árið 1964. Fráfall hennar varð Frigga nær óbærilegt og allt hans lífshlaup síðan bar þess merki. Síðar gekk Friggi að eiga Ölfu Hjaltalín frá Akureyri en þau slitu samvistum nokkrum árum síðar. Þau eignuðust tvær dætur, þær Ölmu og Ingileifu. Um mitt ár 1992 flutti Friggi til Akureyrar og bjó þar síðustu mán- uðina hjá systur sinni, móður okkar, enda var mjög kært með þeim og áhugamálin þau hin sörhu, tóniist og myndlist. Friggi talaði alla tíð við okkur systkinin eins og fullorðið fólk allt frá því að við vomm börn og tók mark á því sem við sögðum ólíkt því sem fullorðnir stundum gera. Áhugi hans var ótakmarkaður þegar athafnir okkar tengdust listsköpun af einhveiju tagi. Friggi var afkastamikill listamað- ur þegar hann var að verki. Þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu birti ætíð upp hjá honum og gekk hann þá til verka af miklum krafti enda liggur eftir EGIA -röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindTlast í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 \JH\llM ÚTSALAN HAHN I Barnafataverslanirnar Lipurtá, Hólagarði, Lipurtá, Eiðistorgi, Slaufan, Austurveri. Minning Friðgeir F. Axfjörð Fæddur 9. febrúar 1930 Dáinn 13. janúar 1994 styrkur og umönnun eiginmanns hennar. Eins og Þórdís hafði alla tíð reynt að stuðla að því að Guðmundur gæti notið sín sem best, þannig var hann nú reiðubúinn til að helga henni allar stundir þegar hún þarfnaðist mest. Mátti segja að hann viki varla frá henni síðustu árin. Hann sá til þess að hún gæti verið heima á heim- ili þeirra þó hún væri orðin mikill sjúklingur, og annaðist hana þar fram undir það síðasta. Okkur hefur orðið tíðhugsað til hans þessa dagana. Við hjónin vott- um honum og öðrum vandamönnum Þórdísar einlæga samúð. Gott er þreyttum að sofa. Hvíldu í friði, vinkona. Hafðu heila þökk fyrir öll okkar kynni. Þórunn Eiríksdóttir. Með þessum fáu og fátæklegu orðum viljum við minnast Þórdísar eða Dídíar, eins og hún var oftast kölluð. í dag þegar við kveðjum hana í hinsta sinn koma ljúfar minn- ingar upp í hugann frá því að við frænkumar áttum því láni að fagna að dveljast á heimili þeirra hjóna. Ekki er það orðum aukið að við litum á þetta sem okkar annað heimili, slíkt var viðmótið og dekrið við okk- ur. Alltaf höfum við dáðst að því hve Dídó okkar var myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, eins og heimili þeirra hjóna ber glöggt vjtni um. hann mikill fjöldi myndverka sem bera hæfileikum hans fagurt vitni. Tónlistin var honum hugleikin og samdi hann fjölda laga þótt minna bæri á þeirri iðju en myndlistinni sem hann var, og verður, þekktastur fyr- ir. Friggi var ljúfmenni og dreng- lyndur að eðlisfari. Hann var tilfinn- ingaríkur þótt ekki bæri hann það á torg. Þrátt fyrir að mikið væri á hann lagt og beiskja og biturð ríkti í lífí hans á stundum, bar hann ekki kala til nokkurs manns og honum lá gott orð til allra. í gegnum tíðina höfum við sannfærst um að hann bar fleiri og þyngri krossa en marg- ir samferðamanna hans en aldrei kvartaði hann undan því í okkar eyru. Tiygglyndi var áberandi í fari hans og færði honum íjölda góðra vina sem þótti vænt um hann og sakna nú vinar í stað. Við systkinin áttum margar góðar stundir með Frigga og f ærum honum hugheilar þakkir fyrir. Þessar stund- ir lifa í minningunni um góðan vin sem nú hefur kvatt þennan heim. Við sendum frændsystkinum okk- ar innilegar samúðarkveðjur nú þeg- ar söknuður ríkir í hjörtum þeirra og biðjum þeim velfarnaðar. Systurdætur og -synir. Á bóndadaginn Stelpur, verum sætar og bjóöum körlunum í þorramat t hádeginu á föstudaginn. Viö tökum vel á móti ykkur. Betri stofan í húsi Hlaðvarpans, Vesturgötu 3, s. 19055. Þorramatur í hádeginu á þorranum, góöur kostur. Veislueldhúsið Smiðjuvegi 4a, minnir á þorramat í trogum fyrir einstaklinga og hópa. Þorramatur í trogi fyrir 10 manns eöa fleiri kr. 1.195,- á mann. Alhliöa veisluþjónusta. Gerum tilboð í veisluna þína, útvegum veislusali. Hringið í síma 689696.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.