Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 11 mísk hlutverk eins og í Toscu, en yfirspennt drama eins og í Luciu de Lammermoor finnst mér lítið skemmtilegt.“ Guðjón tekur sér ársleyfi frá Ósló- aróperunni næsta starfár. Hann fer með fjölskyldunni til Englands í sumar og syngur í Don Giovanni á Glyndebourne-hátíðinni fram á haust. Þá fer hann til Miinchen og syngur þar í Bayerischer Staatsoper þangað til í nóvember. Þaðan liggur leiðin beint til Frankfurt og áfram halda ferðalögin eftir áramót. Er þetta ekki ótrúlegt líf? „Eg gæti ekki hugsað mér lengur að stunda mína gömlu vinnu,“ svar- ar Guðjón, „þetta er spennandi líf, en veistu, aðeins að vissu marki. Það verður þreytandi að búa einhVers- staðar á hanabjálka í burtu frá sínu fólki þótt vitanlega sé skemmtilegt að koma á nýjar slóðir. Nú fer ég að velta því fyrir mér hvað við taki; hvort ég verði áfram í örugginu í Óslóaróperunni eða skelli mér í lausamennsku. Þar er margt fleira að _spá í en eiginn nafli. Ég hef enga stjörnuglýju í augun- um, segist ekki endilega stefna á toppinn eins og tenórarnir. Mér fínnst einfaldlega stórkostlegt að geta séð mér og mínum farborða með söngnum. Vitaskuld vil ég þroskast og verða betri söngvari. Til þess hef ég langa starfsævi." Viðtal: Þórunn Þórsdóttir Leiklestur úr Tsjekhov í LISTAKLÚBBI Leikhús- kjallarans mánudaginn 24. jan- úar verða leiknar senur úr leik- riti Antons Tsjekhovs, „Þrjár systur“. Við sögu koma systurn- ar þijár og bróðir þeirra, hið ástfangna prófessorsefni og fiðlusnillingurinn Andrej. I fréttatilkynningu Listaklúbbs- ins segir að markmiðið með þess- ari dagskrá verði fyrst og fremst að rannsaka hin ýmsu form leik- hússins með það fyrir augum að komast sem næst inntaki textans og finna honum búning sem okkur finnst skemmtilegur og spennandi. Þátttakendur í þessum leiklestri verða Hjalti Rögnvaldsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Edda Heiðmn Back- man. Dagskrárstjóri er Ásdís Þór- hallsdóttir. Ennfremur segir í tilkynningu að allir séu velkomnir, sérstaklega þeir sem vilja nota tækifærið til að kíkja inn fyrir hefðbundinn ramma milli leikarans og áhorf- andans. Leiklesturinn hefst kl. 20.30. og er aðgangseyrir 300 krónur. Finnbogi Pétursson Myndlist Eiríkur Þorláksson Hið framandi er örugglega einn merkasti þáttur myndlistar- innar á hveijum tíma. Hið kunn- uglega er ef til vill öruggast og þægilegast þegar gengið er á vit listarinnar, því þar hefur sýning- argesturinn sín haldreipi, sína viðmiðun. En í slíkum sýningar- ferðum gerist sjaldan mikið hið innra með gestinum; allt er slétt og fágað, fellur að stöfum. Þegar sýningargestir kynnast einhveiju nýju ber hins vegar annað við; það sem fólki finnst framandi, vekur áhuga og leiðir til umhugs- unar, allt þar til viðkomandi kémst að niðurstöðu um hið nýja áreiti. Svonefndir hljóðskúlptúrar eru slíkt framandi áreiti S hugum margra, þó þessi grein myndlist- arinnar sé engan veginn ný af nálinni nú undir lok aldarinnar. Undir þessu heiti hafa listamenn leitast við að sameina hina sjón- rænu og byggingarlegu þætti höggmyndalistarinnar og hljóðið, hvort sem það er í flóknu formi talaðs máls eða fjölbreytilegum útgáfum rafrænna tónaraða. Ár- angurinn er oft óvæntur og for- vitnilegur, eins og sést best á tveim ólíkum sýningum hljóð- skúlptúra sem nú er hægt að kynna sér í Reykjavík — annars vegar sýningu Magnúsar Páls- sonar í Nýlistasafninu og hins vegar sýningu á verki Finnboga Péturssonar í miðrými Kjarvals- staða. Það er vel við hæfi að menn- ingarmálanefnd Reykjavíkur- borgar bjóði Finnboga Péturssyni til sýningar, en hann hefur á undanförnum árum skapað nokk- ur eftirminnileg hljóðverk á sýn- ingum hér á landi. Er þar skemmst að minnast sýningar hans í Nýlistasafninu 1991, þar sem verk hans „Hringur" batt saman hljóð, vatn, ljós og skugga á afar sérstæðan hátt; verkið „Pendúlar" var eitt sterkasta verkið á sýningunni Borealis VI í Listasafni Islands síðastliðið sumar, og staðbundið verk hans á opnunarsýningu Listasafnsins á Akureyri er einnig minnisstætt. Finnbogi vinnur sína hljóð- skúlptúra á þann hátt að þeir hljóta ætíð að markast mikið af því umhverfi, sem þeim er ætlað, og svo er einnig að þessu sinni. Látlaust yfirbragð verksins „Móttaka" ber við fyrstu sýn ekki með sér þá möguleika sem í því búa, en formgerð þess fellur afar vel að miðrými Kjarvals- staða, svo að við fyrstu sýn er jafnlíklegt að menn gangi fram- hjá. Verkið samanstendur af tveimur röðum af sjö mislöngum rörum úr hörðu plasti (sem frá verksmiðjunni eru ætluð utan um jarðstrengi), sem helst minna á risavaxnar panflautur. í ytri enda röranna eru tengdir hátalarar, og í gegnum þá er varpað rafp- úlsum, sem mynda þá taktföstu hljóma, sem berast eftir og út frá verkinu. Þessir seiðandi hljómar minna um sumt á framandi hljóð- færi, en einnig á þá rafrænu tón- list, sem ýmsir kannast við; það eru hins vegar heildarhrif heyrn- ar og sjónar sem skipta mestu um áhrif verksins í rýminu, sem sjajdan hefur notið sín betur. I tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vegleg sýningar- skrá, þar sem er að finna mynd- ir af ýmsum eldri verkum Finn- boga, auk fróðlegra hugleiðinga Halldórs Björns Runólfssonar listfræðings um listamanninn og listræna samsvörun verka hans í gegnum tíðina. Það er mikill fengur að skránni, sem ætti að vera mörgum ágæt kynning á þessari vaxandi grein myndlistar- innar. Sýningin á verki Finn- boga Péturssonar í miðrými Kjarvalsstaða stendur til 13. febrúar líkt og aðrar sýningar á staðnum, og ættu gestir hússins að gefa sér góðan tíma til að kynnast þessu verki. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut.^ J Kopavogi, sími 571800 Opið sunnudaga kl. 13-18. MMC Pajero langur DT ’92, 5 g.f ek. 73 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum, centr- al lœs., 33" dekk, uppbækkaður o.fl. V. 3.2 millj., sk. á ód. Einnig: MMC Pajero V-6 '91, grár/blár, sjálfsk., ek. 52 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 2.2. millj., sk. á ód. Toyota Douple Cap diesel '92, 5 g., ek. 46 þ., rauður, upphækkaður, 33“ dekk, lengri skúffa. V. 1890 þús., sk. á ód. Toyota Corolla GTi ’88, hvítur, 5 g., ek. 78 þ., sóllúga, rafm. í rúðum, spoiler. V. 690 þús. Honda Civic GL Sedan '88, sjálfsk., ke. 75 þ., grár. V. 630 þús. Volvo 440 GLT '89, svartur, 5 g., ek. 80 þ., álfelgur, rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Toyota 4Runner EFi '85, rauður, 5 g., ek. 113 þ., sérskoðaður, 35“ dekk, 4:10 hlut- föll, sóllúga o.fl. Gott eintak. V. 1080 þús. Ford Orion CIX '92, hvítur, 5 g., ek. 35 þ. V. 870 þús. Toyota Carina XL ’91, rauður, sjálfsk., m/overdrive, ek. 46 þ. V. 1120 þús. MMC Pajero langur, bensín '88, 5 g., ek. 102 þ., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1390 þús., sk. á ód. Nissan Sunny Coupe 1500 SGX '88, rauð- ur, 5 g., ek. 104 þ., álfelgur. V. 590 þús. Mazda 323 1500 GLX Sedan '87, 5 g., Toyota Hi Lux 2.4 EFi '90, rauður, 5 g., ek. 29 þ. mílur, upphækkaður. V. 1290 þús. Subaru Legacy station '90, brúnsans, 5 g., ek. 55 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1270 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLXi '93, hvítur, sjálfsk., ek. 15 þ., rafm. í rúðum, hiti í sætum, dráttarkúla o.fl. Sem nýr. V. 1300 þús. ek. 97 þ. v. 420 þús. REYKJAVÍKUR Laugavegi 96 - Sími: 600935 afsláttur S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI SÍMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEGI26 SÍMI: 600926 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 SKÍFAN/BOGART

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.