Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 Vilja auka frárennsli Dounreay- versins STJÓRNENDUR Dounreay endurvinnslustöðvarinnar í Skotlandi áforma að auka geislavirkt frárennsli frá stöð- inni út í sjó, að því er fram kemur I fréttatilkynningu frá umhverfisverndarsamtökunum NENIG í Leirvík á Hjaltlandi. Því er haldið fram í frétt NEN- IG að ætlunin sé að allt að tífalda frárennsli frá Dounreay-stöðinni, sem stendur við Norðursjó, en geislun berst frá stöðinni út í Norður-Atlantshaf. Með því myndi alfa-geislun frá stöðinni í Norð- ursjó aukast um 900%, cesium-137 geislunar um 560% og plútoníum- geislun ykist um rúmlega 400%. Samfara því gæti joðín-mengun frá stöðinni í andrúmslofti aukist um næstum 1000% og plútoníum- geislun um 625%, segir í fréttatil- kynningu NENIG. ERVIN Nichols vörubílstjóri treystir sér ekki til að líta upp er vöruflutningabíll hans er hífður ofan af bitum sem eftir standa af brú á Interstate-5 hraðbrautinni í Kaliforníu. Brúin hrundi í jarðskjálftum sl. mánudag en 46 manns biðu bana af hans vöidum og eignatjón varð gífurlegt. Reuter Bifreið bjargað 360 þúsund opinberir starfsmenn sendir heim vegna veðurs Mestu frosthörkur í rúm- lega öld í Bandaríkjunum New York. Reuter. NEYÐARÁSTANDI var í gær lýst yfir í New Jersey, Pennsylva- níu og Washington D.C. í Bandaríkjunum vegna mikilla frost- harkna. Á mörgum stöðum hefur ekki mælst eins mikið frost og undanfarna daga. Hefur fjölmörgum opinberum skrifstofum verið lokað til að spara orku og er búist við að margar þeirra verði lokaðar fram á mánudag. Alls voru 360 þúsund opinberir starfsmenn sendir heim og í mörgum borgum var gripið til aðgerða til að draga úr orkunotkun. íslendingar, sem rætt var við í Boston og New York í gær, sögðust aldrei á ævi sinni hafa upplifað jafn nístandi kulda. Ræðismaður íslands í Minnes- sota sagðist þó vera orðinn ýmsu vanur. Mestur hefur kuldinn verið í miðvesturríkjunum en einnig á austurströndinni og búa alls 75 milljónir á þeim svæðum þar sem kaldast er. Alls hafa að minnsta kosti 93 farist af orsökum sem rekja má til veðursins, s.s. hálku- slysa í umferðinni og hjartaáfalla. í Columbus í Ohio var 30 stiga frost og hefur ekki verið meira í heila öld. Sögðu læknar á sjúkra- húsum í borginni að margir hefðu leitað sér lækninga vegna kuls sem fólk hefði jafnvel fengið meðan það var að bíða eftir strætisvagni í kuldanum. Mesta frostið mældist í bænum Darrtown í Ohio eða 40 stig og í International Falls í Minnessota. Robert Casey, ríkisstjóri Pennsylvaníu, lýsti í gær yfir neyðarástandi í borginni Harris- burg og var öllum skólum og opin- berum skrifstofum lokað. I Pitts- burg mældist 30 stiga frost og hefur það ekki orðið meira frá því mælingar hófust árið 1885. Bandaríska strandgæslan sagð- ist hafa orðið að aðstoða 75 skip, mörg þeirra hlaðin hitunarolíu, sem voru að sigla í gegnum ísi lagða höfnina í New York. Rokið óvenjulegt Jón H. Björnsson, ræðismaður íslands í Minneapolis í Minnessota sagði við Morgunblaðið í gær að sem íbúi í Minnessota yrði maður fljótt vanur miklum kuldum enda að jafnaði mun kaldara í miðríkjun- um á veturna en á austurströnd- inni. „Það þýðir ekki að láta þetta á sig fá. Maður verður að láta lífið ganga sinn vanagang." Hann sagði ríkisstjórann hafa látið loka öllum skólum undanfarna daga og væri það ágætt með það í huga hversu hvasst væri. Rokið, sem væri raun- ar óvenjulegt á þessum slóðum, 'væri það versta við veðrið þessa dagana og gerði kul mun algeng- ara en ella. Eiginkona hans Marta tók undir þetta. „Þetta er óvenjulega slæmt veður. Líklega það versta í 10-15 ár en við höfum búið hér í um fjóra áratugi," sagði hún. GeymsluQöld Plettac geymslutjöldin leysa geymsluvandann. Þaö er mjög fljótlegt aö reisa þau og þau eru ódýrari lausn á geymsluvandamálinu en þú heldur. Sýnlngartjald á staönum. Fallar hf. VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI VESTURVÖR 6, KÓPAV0GI, SÍMI 641020 Stuðningurinn við Clinton vex Washington. Rcuter. VINSÆLDIR Bills Clintons eru nú meiri en nokkru sinni áður á því ári sem liðið er frá því hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna, ef marka má nýja könnun NBC og Wall Stre- et Journal. 60% aðspurðra sögðust ánægð með störf forsetans almennt. 53% voru einnig ánægð með frammi- stöðu hans í utanríkismálum, átta prósentustigum fleiri en fyrir ferð hans til Evrópu á dögunum. I annarri könnun, sem New York Times og CBS birtu, sögðust 54% aðspurðra vera ánægð með störf Clintons. Ronald Reagan naut 49% fylgis ári eftir að hann tók við embættinu og Jimmy Cart- er 51%, samkvæmt New York Times. Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fól í gær Robert Fiske, fyrrver- andi al- ríkissak- sóknara, að annast óháða rannsókn á því hvort Clinton hefði gerst sekur um lögbrot í tengslum við lóða- viðskipti hans þegar hann var ríkisstjóri Arkansas. Fiske, sem er frá New York, kvaðst búast við því að Clinton og eiginkona hans, Hillary, þyrftu að sverja eið þegar hann yfirheyrði þau. Arafat og Peres hitt- ast í Osló YASSER Arafat, leiðtogi Frels- issamtaka Palestínu (PLO) og Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísrael, ætla að hittast á fundi í Osló á laugardag en þar verða þeir til að vera viðstaddir útför Johans Jörgens Holsts, utanríkisráðherra Noregs. Skýrði utanríkisráðherra Egyptalands frá þessu eftir að löngum fundi Arafats og Hosni Mubaraks lauk í Kaíró. Sagði utanríkisráðherrann að á fund- inum í Osló yrði reynt að koma viðræðunum um brotthvarf ísraela frá Gazasvæðinu og Jeríkó á skrið á ný. Herða að fjöl- miðlum BRESK nefnd sem fjallar um siðferði fjölmiðla útnefndi í gær sérstakan umboðsmann til þess að fylgjast með þvi að fjölmiðl- ar virði friðhelgi einkalífsins. Voru honum fengin völd til þess að taka á málum af því tagi. Getur hann m.a. lagt til við útgefendur að þeir reki rit- stjóra og blaðamenn sem gerst hafi brotlegir við siðareglur. Fitusnauður matur lækkar kólesteról ÍTALSKIR læknar hafa sýnt fram á það með tilraunum að mataræði á Miðjarðarhafsvísu, þ.e. fitusnauður matur sem byggir að miklu leyti á ávöxtum og grænmeti, verður til þess að lækka magn kólesteróls í blóði. Skýrt er frá þessu í tíma- riti bresku læknasamtakanna. Þrengt að öfgamönnum ÞÝSKA lögreglan gerði áhlaup á heimili um 50 liðsmanna sam- taka hægri öfgamanna (JF) í norður- og austurhluta lands- ins. Grunur leikur á að um sé að ræða samtök nýnasista og var tilgangur húsleitarinnar að kanna hvort það ætti við rök að styðjast. Fjöldi nýnasista- samtaka hefur verið bannaður í Þýskalandi til að koma í veg fýrir að þeir geti skipulagt landssamtök. Skipstjóri ávíttur ALEXANDROS Gelis skipstjóri tankskipsins Braer sem strand- aði og brotnaði við Hjaltland fyrir ári var harðlega ávíttur er niðurstöður sjóprófa voru birtar í gær. Var hann sagður hafa gerst sekur um alvarlega vanrækslu og trassaskap sem varð þess valdandi að skipið rak stjórnlaust upp í kletta. Samið við Kínverja LLOYD Bentsen ijármálaráð- herra Bandaríkjanna undirrit- aðiT gær samkomulag við kín- versk stjórnvöld sem ætlað er að binda enda á útflutning á vörum sem framleiddar eru í fangabúðum í Kína. Meðal ann- ars fá fulltrúar bandarísku toll- gæslunnar leyfi til að heim- sækja og skoða fimm kínversk- ar fangabúðir, þar sem talið er að vörur séu framleiddar til útflutnings, þegar þurfa þykir. Bill Clinton forseti ákvað í fyrra að úrbætur í mannréttindamál- um í Kína væri forsenda þess að þeir fengju bestu viðskipta- kjör við Bandaríkin á miðju þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.