Morgunblaðið - 07.04.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.04.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 17 Hvað meina þau núna? eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Fulltrúar sameiginlegs lista Al- þýðubandalagsins, Framsóknar- flokksins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans við borgarstjómar- kosningar í vor hafa lýst því yfir, að fái listi þeirra meirihluta, ætli þeir að auka lýðræðið í stjórnkerfi borgarinnar, m.a. með því að koma á fót embætti umboðsmanns og setja á stofn einhverskonar hverfis- stjórnir. Fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar 1978 lýstu frambjóðendur Fram- sóknarflokksins yfir eftirfarandi: „Setja þarf á stofn hverfisstjórn- ir, sem verði borgarráði og borg- arstjórn til ráðuneytis um sér- mál hvers hverfis." Frambjóðendur Alþýðubanda- lagsins vom heldur ákveðnari og sögðu: „Borginni verður skipt upp í hverfi, er geta myndað félags- lega starfhæfar einingar og verði kosnar þar sérstakar hverfisstjórnir beinni kosningu sama dag og borgarstjórnar- kosningar. Hverfisstjórnir skulu gera tillögur til borgarstjórnar um mál er varða hverfið sérstak- lega og hafa frumkvæði að boð- un almennra hverfafunda um hagsmunamál hverfisins." Afrek vinstri manna! Auk fyrrgreindra yfirlýsinga boðuðu fulltrúar allra vinstri flokk- anna heildarendurskoðun á stjórn- kerfl borgarinnar, ef þeir kæmust til valda 1978. Vinstri flokkarnir náðu meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur 1978. Sett var á stofn stjórnkerfis- nefnd. Eina tillagan sem kom frá henni var að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21. Engar tillögur voru sam- þykktar um svokallaðar hverfis- stjórnir eða aðrar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar. Nefndin var síðan lögð niður og vinstri meiri- hlutinn aðhafðist ekkert frekar í þessum málum á valdaárum sínum í Reykjavík 1978-1982. Nýlega leit dagsins ljós stefnuyf- irlýsing lista Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins, Alþýðu- flokksins og Kvennalistans. Þar er að finna yfirlýsingar um breytingar á stjórnkefi borgarinnar, sem eru keimlíkar yfirlýsingum vinstri flokkanna fyrir borgarstjórnarkosn- ingar 1978 um sama efni. Það væri fróðlegt, að Guðrún Ágústsdóttir, sem nú skipar annað sætið á lista vinstri manna, svaraði því hversvegna ekki var staðið við kosningaloforð vinstri flokkanna 1978 um hverfisstjóm o.fl., en þessi sama Guðrún var varaborgarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið 1978-1982. Um stjórnkerfi Reykja- víkurborgar Auðvitað má ætíð um það deila, hvort stjórnkerfi opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga sé nægilega lýðræðislegt og aðgengilegt. M.a. var það markmiðið með hinum nýju stjórnsýslulögum að tryggja enn frekar stöðu þeirra, sem eiga sam- skipti við opinbera aðila. Það skipt- ir hinsvegar mestu máli, að íbúarn- ir eigi greiðan aðgang að kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og emb- ættismönnum og geti komið á fram- færi við nefndir og ráð athugasemd- um sínum um tiltekin mál, sem fái viðhlítandi umfjöllun. Algengt er, að haldnir séu fundir með þeim aðilum, sem gera athugasemdir og oft og tíðum hafa borgaryfirvöld efnt til almennra funda með íbúum, hverfasamtökum, foreldra- og kennarafélögum, fýrirtækjum og stofnunum til að kynna einstaka mál, t.d. vegna gerðar aðalskipu- lags, hverfaskipulags og deildar- skipulags svo einhver dæmi séu nefnd. í 19. gr. samþykkta um stjórn Reykjavíkurborgar segir „að borg- arstjórn geti ákveðið að bera ein- stök mál undir atkvæði borgarbúa. eða leita álits þeirra með öðrum hætti, þegar ástæða þykir til. Nið- urstöður slíkrar atkvæðagreiðslu eða skoðunarkönnunar eru ekki bindandi fyrir borgarfulltrúa". Borgarstjórn er skipuð 15 fulltrú- um og 15 til vara, sem allir taka virkan þátt í meðferð borgarmála. Á vegum borgarinnar starfa að auki 23 nefndir og ráð með 122 kjörnum eða skipuðum aðalfulltrú- um og jafnmörgum til vara. Að auki eru starfandi um 50 nefndir, ráð og félög, sem Reykjavíkurborg er með einum eða öðrum hætti að- ili að og tilnefnir fulltrúa í. Samtals starfa þannig hátt á fjórða hundrað manns að fram- kvæmd borgarmála, fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og flestum at- vinnugreinum. Hvernig ætla vinstri menn að opna stjórnkerfið? Á þessu stigi liggja einungis fyr- Skátaklúbbur stofn- aður í Garðabæ STOFNAÐUR verður í kvöld, fimmtudaginn 7. apríl, kl. 20, Skátaklúbburinn í Garðabæ og fer fundurinn fram í skátaheim- ili Skátafélagsins Vífils í Hraun- hólum 12 í Garðabæ. í mörg ár hefur staðið til að stofna klúbb fyrir „eldri“ skáta í Garðabæ og einig þá foreldra sem eiga skáta í félaginu og nú er ætlun- in að láta verða af því. Markmiðið Hrólfur Sveinsson HJOLIÐ Ég sé það á grein Þórunnar Þórsdóttur blaðamanns í Morgun- blaðinu 6. þ.m. að hún hefur lagt á sig dijúga rannsóknarblaða- mennsku í því skyni að gera sem minnst úr minni persónu, helzt sanna að hún sé alls ekki til. Hins vegar verð ég að hiyggja hana með því, að þar hefur henni aðeins tekizt aö sanna, að kirkju- bókum er varlega treystandi. Og þar sem sú staðreynd er alkunn, get ég óskað henni til hamingju að hafa fundið upp hjólið. En samkvæmt þeirri reglu minni að tala ekki við blaðamenn, mun ég ekki fleira við hana segja að svo komnu, þótt vissulega gruni mig, að þar sé kona sem goft y^ri.^að, ^ynnast betur.... (i. „Þá er von að spurt sé: Hvað á umboðsmaður Reykjavíkur að gera? A hann að taka við ein- hverju valdi og eftirlits- skyldu af borgarstjóra - eða er verið að stofna embætti til að hafa eft- irlit með því, hvernig borgarstjóri fer með vald sitt eða rækir störf sín sem æðsti embættis- maðurinn?“ ir loðnar og óljósar yfírlýsingar frambjóðenda vinstri manna, aðal- lega Sigrúnar Magnúsdóttur, um það á hvern hátt eigi að gera stjórn- kerfi Reykjavíkurborgar lýðræðis- legra, ábyrgara og skilvirkara eins og segir í stefnuyfirlýsingu þeirra. Ætla Sigrún og félagar að beita gömlu aðferðunum eins og 1978? Á að fjölga í borgarstjórn (21 í stað 15) og í ráðum og nefndum (7 í stað 5) eins og gert var á kjörtíma- bilinu 1978-1982? Á að bæta við nefndum og ráð- um^ eins og gert var 1978-1982? Á að stofna formlegar hverfis- stjórnir? Hvernig á að kjósa þær? Hvert verður valdsvið þeirra? Hvernig tengist valdsvið þeirra samþykktum um borgarstjórn, borgarráð og nefndir og ráð borgar- innar? Um umboðsmann Reykjavíkur Frambjóðendur vinstri manna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætla að stofna nýtt embætti, um- boðsmaður Reykjavikur, nái þeir meirihluta. Ekki er ósennilegt, að þetta embætti kosti svipað og emb- ætti umboðsmanns Alþingis, sem kostar 19,7 millj. kr. samkvæmt fjárlögum 1994. Samkvæmt iögum nr. 13/1987 um umboðsmann Alþingis er hlut- vérk hans m.a. að hafa eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga, þegar um er að ræða ákvarðanir, sem skjóta má til ráðherra eða æðra setts stjórnvalds. Þetta tekur til um- fangsmikilla málafokka, s.s. skipu- lags- og byggingarmála, álagningar útsvars og fasteignaskatta og gjald- skrármála, mála á sviði heilbrigðis og hollustu, umhverfismála, jafn- ■ réttismála og barnaverndarmála. Borgarstjóri er æðsti embættis- maður borgarinnar. Hann hefur á hendi framkvæmd ákvarðana þeirra, sem borgarstjórn tekur og framkvæmd á málefnum borgarinn- ar yfírleitt. Aðrir embættismenn sækja umboð sitt til valds borgar- stjóra og vinna eftir þeim reglum, sem borgarstjórn hefur sett undir stjórn og eftirlit fagnefnda, sem borgarstjórn hefur kosið. Af framgreindu leiðir einnig, að eitt af verkefnum borgarstjóra er að hafa umsjón með því, að embætt- ismenn borgarinnar vinni eftir sett- um reglum. Til hans og borgarfull- trúa geta borgarbúar beint um- kvörtunum og athugasemdum. Þá er von að spurt sé: Hvað á umboðsmaður Reykjavíkur að gera? Á hann að taka við einhveiju valdi og eftirlitsskyldu af borgarstjóra - eða er verið að stofna embætti til að hafa eftirlit með því, hvernig borgarstjóri fer með vald sitt eða rækir störf sín sem æðsti embættis- maðurinn? Þrír borgarsljórar! Ég tel, að kjósendur í Reykjavík þurfi miklu fremur að hafa áhyggj- ur af flóknu og lokuðu stjómkerfí fjögurra vinstri flokka, heldur en stjórnkerfí Reykjavíkurborgar, nái þessir flokkar meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur. Gerist það, bendir flest til þess, að þrír borgar- stjórar verði í Reykjavík; Sigrún Magnúsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Ingibjörg Sólrún. Þessir fram- bjóðendur tala um stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og embættis- menn borgarinnar með hroka og yfírlæti. Slíkur hroki kann aldrei góðri lukku að stýra. Höfundur er borgarfulltrúi. er að hittast og auka þannig tengsl við skátafélagið og einnig tengsl milli skáta í Garðabæ. Allir „eldri“ skátar í Garðabæ, allir foreldrar starfandi skáta og aðrir áhugasamir eru velkomnir og hvattir til að mæta á stofnfundinn. Nú þegar hefur undirbúningsnefnd haldið fundi og mun kynna hug- myndir um störf hjá Skátaklúbbn- um á stofnfundinum. HOTEL LOFTLEIÐUM 13.-17. APRIL 1994 AlþjóSlegt námskeiS í stjórnun björgunaraSgerSa NámskeiSiS er æfiað öllum þeim s§m þurfa aS koma nálægt stjórnun aógerða þegar mannslíf eða verðmæti eirujhúfi, vió hvaSa aSstæSur sem er. LEIÐBEINENDUR Áþeim ffórum dö stfendur yfir er fario i grurt árangursríkrar stjórnunar, vip björgun mannslífa eða stpnda yfir. blámskeiðið er viðurkennt af lögn bföraunarsamtökum um allan hei þáð besta sem völ er á. Aliar nanari uppiystngar í sima 684040 * LANDSBJÖRG Lxndssamband blöigunasvelta ÍÚBJlot
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.