Morgunblaðið - 07.04.1994, Side 30

Morgunblaðið - 07.04.1994, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 Hæstiréttur Bandaríkjanna Blackmun sest í helg- anstein Washington. Reuter. BANDARÍSKI hæsteréttar- dómarinn Harry Blackmun, tilkynnti í gær að hann hyggðist setjast í helgan stein en hann er 85 ára. Blackmun, sem þykir frjáls- lyndastur hæstaréttardóm- ara landsins, vakti mikla at- hygli fyrir úrskurð sinn varð- andi fóstureyðingar fyi-ir tveimur áratugum. Með þessu gefur Blackmun Bill Clinton Bandaríkjaforseta tækifæri til að skipa eftir- mann sinn, en það er talið afar mikilvægt fyrir forseta að hafa áhrif á skipan dóm- stólsins þar sem dómarar hans hafa úrslitaáhrif á túlk- un landslaga. í yfirlýsingu sinni, sem var aðeins þrjár málsgreinar, sagð- ist Blackmun fyrir nokkrum mánuðum hafa gert for- setanum og William Rehn- quist, forseta hæstaréttar, grein fyrir því að hann hygð- ist láta af störfum er starfsemi hæstaréttar Harry Maraþonhlaup Lundúna auglýst LÖGREGLUMENN frá Manchester og Essex hlaupa framhjá Tower-brúnni í Lundúnum til að auglýsa fyrirhugað maraþonhlaup í borginni. Maraþon- ið verður 17. apríl og búist er við að þúsundir manna taki þátt í því. Blackmun. lýkur í júní. Þrátt fyrir þetta hafði ekkert bent til þess að Blackmun hygðist setjast í helgan stein og gefa forsetan- um þar með tækifæri til að til- nefna annan hæstaréttardóm- arann en Clinton er mikill aðdá- andi Blackmuns. „Ég mun sakna réttarins, starfsins og því sem starfinu tengist. En það verður í góðum höndum, sagði Blackmun. Hann vakti mikla athygli fyrir dóm sinn í máli um fóstureyðingar árið 1973, sem varð til þess að fóstureyð- ingar töldust löglegar fyrir landslögum. Meðal þeirra sem taldir eru líklegir til að hreppa hnossið eru George Mitchell, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, en hann hefur tilkynnt að hann hyggist láta af þingmennsku, Mario Cuomo, ríkisstjóri New York ríkis, Bruce Babbitt, inn- anríkisráðherra, Drew Days, ríkislögmaður og nokkrir alrík- isdómarar. Pekingstjórnin lætur handtaka þekktasta andófsleiðtoga landsins Talið að mannréttíndadeil- umar við Bandarödn harðni Peking, Hong Kong. Reuter og The Daily Telegraph. EINN þekktasti andófsraaður í Kína, Wei Jingsheng, var á þriðjudag handtekinn og yfirheyrður vegna gruns um „ný afbrot“, að sögn opinberu fréttastofunnar Xinhua í Peking. Wei var á sínum tíma dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir andóf gegn stjórn kommúnista en látinn laus til reynslu í september sl., mánuði fyrir tímann. Er talið að reynslulausnin hafi verið tilraun sljórnvalda til að blíðka almenningsálit í heiminum en Kínverjar reyndu þá ákaft að fá að halda Ólympíuleikana árið 2000. Deilur Kina og Bandaríkjanna vegna mannréttindabrota í fyrrnefnda rík- inu hafa farið harðnandi að undanförnu og mál Weis bæt- ir vart úr skák. Jeltsín krefst sérstöðu innan Friðarsamstarfs Krafan sett fram vegna gagnrýni þjóðemissinna og harðlínuafla Moskvu, Hclsinki. Reuter. BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti, sagði í viðtali, sem birtist í gær, að Rússar geri enn kröfu um sérstöðu innan Friðarsam- starfs við Atlantshafsbandalagið (NATO). Forsetinn sagði í samtali við Interfax-fréttastofuna að Rússar hyggðust undir- rita rammasamning en sagði að tengsl NATO og Rússa hlytu „vegna stærðar sinnar og styrks, að vera með öðrum hætti en tengsl annarra landa við bandalagið". Jeltsín sagði Rússa hafa í huga aðild Rússa að Friðarsamstarfinu sétstakt samkomulag við NATO, sem vísaði til stöðu og hlutverks Rússlands í heims- og Evrópumál- um, herstyrks þess og ástands í kj arnorkumálum. Friðar þjóðernissinna og harðlínuöfl Svo virðist sem krafa Jeltsíns um sérstöðu Rússlands sé sett fram til að slá á gagnrýni þjóðern- issinna og harðlínuafla, sem telja lítillækkandi. Jeltsín sagði að Rússar hefðu farið sér í engu óðs- lega, þeir hefðu ráðgast við önnur ríki í Samveldi sjálfstæðra ríkja. Sagði hann Rússa hafa gert sér ákveðnar hugmyndir um öryggis- mál í Evrópu byggð á þátttöku Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) og Norður-Atl- antshafssamvinnuráðsins, sem stofnað var 1991. Sagði forsetinn að RÖSE, sem megin stjómmála- vettvangur, og Norður-Atlant- antshafssamvinnuráðið, sem framkvæmdavettvangur á sviði hermála og stjórnmála, verði sam- starfsvettvangur ýmissa annarra bandalaga, þar á meðal NATO. Undirritun 21. apríl Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússa, staðfesti að Rússar myndu undirrita samning um Frið- arsamstarf í mánuðinum og Vít- alíj Tsjúrkín, aðstoðarutanríkis- ráðherra landsins kvaðst á þriðju- dag telja að undirritunin færi fram 21. apríl. Aður hafði náinn aðstoð- armaður Borísar Jeltsín, Rúss- landsforseta, lýst því yfir að Rúss- ar kynnu að bíða með undirritun í sex til sjö mánuði. „Wei er nú yfirheyrður og stofnun almannaöryggis í Peking sinnir laga- legri skyldu sinni og fylgist með honum vegna þess að hann braut margsinnis lög og er grunaður um að hafa drýgt nýja glæpi þegar hann var sviptur pólitískum réttindum sín- um og fékk reynslulausn", sagði í frétt Xinhua. Wei er bannað að tjá sig opinberlega og frelsi hans tak- markað á ýmsan hátt en hann hefur hundsað bannið og rætt við erlenda fréttamenn og erlenda stjórnerin- dreka. Faðir lýðræðishreyfingarinnar Wei, sem nefndur hefur verið fað- ir lýðræðishreyfmgarinnar í Kína, var handtekinn á föstudag er hann reyndi að komast til Peking frá borg- inni Tianjin. Fréttastofan sagði að lögregla hefði látið Wei lausan eftir rúman sólarhring en fjölskylda hans og stuðningsmenn höfðu ekkert af honum frétt á þriðjudag. I mars var Wei mjög í sviðsljósinu er hann og fleiri andófsmenn voru handteknir og yfirheyrðir í nokkrar stundir en síðan sleppt aftur. Þetta gerðist rétt áður en Warren Christopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í heimsókn. Ráðherrann hafði fyrir fram lýst vilja sínum til að ræða mannréttindamál við kínverska leið- toga sem brugðust hart við og sök- uðu hann um að skipta sér af innan- ríkismálum Kína. Deilur harðna Búist er við að deilur ríkjanna verði enn harðari vegna máls Weis en í júní verður tekin ákvörðun um það hvort Kínveijar fá áfram óhindr- aðan aðgang að bandarískum mörk- uðum, svonefnd „Bestu kjör“, sem eru þeim mjög mikilvæg. Alþjóða- bankinn hefur varað við því að grípi ríkisstjórn Bills Clintons forseta í Washington og þingið til þess ráðs að afnema bestu kjörin geti það haft afar slæmar afleiðingar fyrir efnahag beggja ríkjanna. Ótti í Hong Kong Kínverskur bankastarfsmaður hefur verið dæmdur í 15 ára fang- elsi og blaðamaður frá Hong Kong í 12 ára fangelsi í Kína, ákærðir fyrir að stela ríkisleyndarmálum. Réttarhöldin voru leynileg. Mennirn- ir voru handteknir í september og sögðu þá kínverskir ríkisfjölmiðlar að blaðamaðurinn hefði veitt upplýs- ingar um vaxtastefnu stjórnvalda í Peking upp úr bankamanninum og hefði þetta haft „alvarlegar afleið- ingar". Dómurinn yfír blaðamannin- um hefur aukið mjög ótta manna í Hong Kong um að tjáningarfrelsi og önnur mannréttindi verði skert þegar Kína yfírtekur bresku nýlend- una árið 1997. -------♦ ♦ ♦ Nelson Mandela Útilokað að fresta þing- kosningum Pietermaritzburg. Rcuter. NELSON Mandela, leiðtogi Af- ríska þjóðarráðsins (ANC), sagði í gær algjörlega útilokað að fresta þingkosningunum sem ráðgerðar eru í Suður-Afríku 26.-28. apríl. Áður hafði kjörstjómin lýst því yfir að ógjörningur væri að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í KwaZulu vegna átakanna sem þar hafa geisað að undanförnu. Forystu- menn Inkatha-frelsisflokksins sögðu yfirlýsinguna styðja þá afstöðu þeirra að fresta bæri kosningunum í öllu landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.