Morgunblaðið - 07.04.1994, Page 51

Morgunblaðið - 07.04.1994, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 51 Petrea Guðmunds dóttir — Minning Fædd 14. maí 1902 Dáin 17. september 1993 Mig langar að minnast hennar Petu ömmu með nokkrum síðbúnum kveðjuorðum. Hún var fædd að Mælifelli í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Guðmundur Árnason og Þóranna Friðriksdóttir. Móður sína missti amma aðeins tveggja ára gömul, eftir það var henni komið í fóstur hjá móðursystur sinni, Katrínu á Hömrum í Lýtingsstaðahreppi. Amma byijaði snemma að vinna og sjá fyrir sér. Var hún vinnukona m.a. á Framnesi og Víðivöllum og víðar. Á Víðivöllum fæddi hún móð- ur mína, þegar hún var eins árs fóru þær að Holtastöðum í Langa- dal. Dvöldu þær mæðgur þar í 5 ár. Margar góðar minningar áttu þær mæðgur úr Langadalnum. Eft- ir það fóru þær að Efri Mýrum í Engihlíðarhreppi, til Bjarna og Ragnhildar. Á Efri Mýrum má segja að þær hafi eignast sitt heimili. Þau heiðurshjón Bjarni og Ragnhildur reyndust þeim einstaklega vel, og voru mömmu sem aðrir foreldrar. Það var jafnan mannmargt að Mýr- um og oft var amma Peta að rifja upp margt skemmtilegt frá þessum tíma. Alla tíð vann amma erfiðisvinnu og eftir að hún flutti til Sauðár- króks vann hún hjá Fiskiðjunni allt til 78 ára aldurs. í fiskinum vann hún við pönnuþvott og fleira. Ekki er ég í vafa um að margir muna eftir þegar Peta gekk um bæinn og kallaði inn í húsin hjá fiskverka- konunum „átta í fyrramálið". Amma var létt í skapi og sá oft- ast spaugilegu hliðina á hlutunum og er ég viss um að það hefur oft létt Jienni lífið. Hún kunni líka ósköpin öll af ljóðum og vísum sem hún hafði gaman af að fara með. Ollum frístundum sínum sat amma og pijónaði sokka og vettlinga og eru það margir sem átt hafa sokka eða vettlinga eftir Petu. Við systurnar þijár vorum einu barnabörnin hennar ömmu og voru langömmubömin henni afar hjart- fólgin og bar hún mikla umhyggju fyrir þeim. Amma bjó lengst af á Króknum hjá Maríu Ijósu, eins og hún var alltaf kölluð, en eftir að mamma og pabbi fluttu af Freyjugötunni og suður á Víðigrund flutti amma í litla íbúð í sömu blokk og þau, þá 80 ára að aldri. Hún var barns- lega glöð yfir fyrstu og einu íbúð- I -iiariÉhff íslantlskosiur ^ 1' Erficirvkkjur mem Verö frá 750 kr. á mann ifc .. v jj; 6148 49 4 l —i ERFIDRYKKJUR inni sem hún bjó í út af fyrir sig og undi sér vel innan um blómin sín og pijónana. En er heilsan fór að gefa sig flutti hún til foreldra minna, þar sem hin amma mín bjó einnig og dvaldist þar til þær fóru saman upp á sjúkrahús þá orðnar mjög lasburða. Það varð stutt á milli þeirra, Hrefna amma dó í jan- úar en Peta amma í september á liðnu ári. Síðustu mánuði hennar ömmu hugsaði hún oft til nýrra heimkynna og talaði um það hváð hún hlakk- aði til að hitta mömmu sína sem hún aldrei þekkti, en saknaði sárt. Elsku amma, nú er komin kveðju- stund og við Finnur og dæturnar okkar þökkum þér alla þína elsku og umhyggju alla tíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. % Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðbjörg Ólafsdóttir. t Bróðir okkar, HERMANN Þ. GUÐMUNDSSON, sem andaðist i' Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 30. mars, verður jarð- sunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14.00. Aðalsteinn G. Guðmundsson, Nfna Kr. Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson. t Útför ÖNNU HELENU BENEDIKTSSON, Arnarhrauni 13, Hafnarfirði, verður gerð frá Víðistaðakirkju föstu- daginn 8. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Fyrir hönd aðstandenda, Ingvaldur Benediktsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, FRIÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Hrísmóum 6, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstu- daginn 8. apríl kl. 13.30. Sigurður Guðmundsson, Ólöf Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson, Sigurður Guðmundssoni Einar Gunnar Guðmundsson, Margrét Björg Guðmundsdóttir. PHRLAN sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð iítllegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR UlTEL LOFTLEHIR + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR KR. JÓNSSON, Smáratúni 20B, Selfossl, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 9. apríl nk. kl. 15.00. VigdÍ8 Kristjánsdóttir, Rannveig Þórðardóttir, Örlygur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móöur minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR JÓNSDÓTTUR frá Súðavfk, Fannafold 140. Sigríður Sigurðardóttir, Eyjólfur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐJÓN S. ÖFJÖRÐ, Fossheiði 48, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 9. apríl kl. 13.30. Fanney Magnúsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Bjarni Olesen, Guðlaug Guðjónsdóttir, Þór Valdimarsson, Magnús Guðjónsson, Ásdfs Styrmisdóttir, Birgitta Guðjónsdóttir, Hafsteinn Jakobsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓHANN ÁGÚST GUÐNASON, Selnesi 36, Breiðdalsvík, verður jarðsunginn frá Heydalakirkju laugardaginn 9. apríl kl. 14.00. Sigurbjörg Einarsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Hörður Benediktsson, Hjörtur Agústsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát sonar okkar og barnabarns, MAGNÚSAR ÞÓRS ÓLAFSSONAR, Lyngholti 15, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurnesja og barnadeildar 12-E Landspítalans svo og starfsfólki Greiningarstöðvar ríkisins. Guð blessi ykkur öll. Sólbjörg Hilmarsdóttir, Ólafur Magnússon, Guðrún E. Ólafsdóttir, Magnús Jóhannesson, Hólmfrfður Snorradóttir, Hilmar Guðjónsson. r- + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLAFS SVEINSSONAR frá Sléttu í Fljótum, Hátúni 10a, Reykjavík. Kristín Þorbergsdóttir og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, OTTÓS HEIÐARS ÞORSTEINSSONAR, Efstalandi 24, Reykjavík. Sérstakar þakkir tii lækna og starfsfólks hjartadeildar Borgarspít- alans og til Ásu Magnúsdóttur, systkina og fjölskyldna þeirra, sem sýndu honum alúð í veikindum hans. Jón H. Þorsteinsson, Júlfa Kristjánsdóttir, Sigrfður H. Þorsteinsdóttir, Kristbjörn Björnsson, Rafn H. Þorsteinsson, Birna Björnsdóttir, Gyða H. Þorsteinsdóttir, Friðgeir Valdimarsson, Gylfi H. Þorsteinsson, Hulda Karls. + Við þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR PÁLSSONAR frá Hvammi í Fljótum, Bergþórugötu 19. Kristín Snorradóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. ,L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.