Morgunblaðið - 07.04.1994, Síða 56

Morgunblaðið - 07.04.1994, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRIL 1994 * n d d d ■mwMiismiiimíiiíiiiis "SltOWAniSISIE .EUIfilMM.ui. ZIA ÆSIttfyjMHB BMil KMflHPII. Mllttll "inaw "I9k«»íi»wwsim ^wÍkubmme --- mau,m, Frumsýning á stórmyndinni FÍLADELFÍA Tom Hanks, Golden Globe- og Óskarsverðlaunahafi fyrir leik sinni í myndinni, og Denzel Washington sýna ein- stakan leik í hlutverkum sín- um í þessari nýjustu mynd Óskarsverðlaunafafans Jonathans Demme (Lömbin þagna). Að auki fékk lag Bruce Springsteen, Streets Of Philadelphia, Óskar sem besta frumsamda lagið. Önnur hlutverk: MarySteenburgen, Antonio Banderas, Jason Robards ogJoanne Woodward. Framleiðend- ur: Edward Saxon og Jonathan Demme. Leikstjóri: Jonathan Demme. Sýnd kl. 4.40,6.50, 9 og 11.20. Miðaverð 550 kr. Bíómiðinn á Philadelpia gildir sem 200 kr. afsl. á Philadelphia geislaplötu í verslunum Músík og mynda. Takið þátt í spennandi kvikmyndagetraun á Stjörnubíö-línunni í síma 991065.1 verðlaun eru geisladiskar með lögum úr myndinni Philadelphia og boðsmiðar á myndir Stjörnubíós. Verð kr. 39,90 mínútan. Stórmyndin DREGGJAR DAGSINS ★ ★ ★ ★ G.B. DV. ★ ★ ★ ★ Al. MBL. ★ ★ ★ ★ Eintak ★ ★ ★ ★ Pressan ANTHONY HOPKINS - EMMA THOMPSON Byggð á Booker-verðlaunaskáldsögu Kazuo Ishiguro. Frá aðstandendum myndanna Howards End og A Room With A View er komið nýtt meistaraverk. TILNEFND TIL 8 ÓSKARSVERÐLAUNA þ.á m. fyrir besta karlleikara í aðalhlutverki (Anthony Hopk- ins), bestu leikkonu í aðalhlutverki (Emma Thompson) og besta leikstjóra (James Ivory). Sýndkl. 4.35,6.50 og9.05. MORÐGÁTA Á MAN- HATTAIM Nýjasta mynd meistarans Woody Allen. ★ ★ ★ G.B. DV. ★ ★ ★ J.K. Eintak Sýnd kl. 11.30. Síðustu sýningar. fizm zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz .IéIéIéI.1 Gildir til kl. 19.00 iYRJAÐU KVÖLDIÐ SNEMMA FORRÉTTUR AÐALRÉTTUR 8 BORÐAPANTANIR I SÍMA 25700 I EFTIRRETTUR Tilvalið fyrir leikhúsgesti. 2.500 KR. ÁMANN. Leita vitna RANNSÓKNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á mótum Bíldshöfða og Höfða- bakka klukkan tæplega 9 að morgni föstudagsins 18. mars sl. Þar á gatnamótunum rákust saman Subaru- og Citroen-fólks- bílar. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð og biður lögreglan þá sem urðu vitni að árekstrinum að hafa við sig samband. Fyrirlestrar og kammertón- leikar á þýskukennaradögnm ÞÝSKUKENNARADAGAR verða haldnir í fyrsta sinn á íslandi á morgun, föstudaginn 8. apríl, og laugardaginn 9. apríl. Fyrirlestr- ar verða fluttir í Norræna húsinu og í Goethe-stofnun við Tryggva- götu og annað kvöld verða kammertónleikar í Norræna húsinu. Fyrirlesarar eru Ursula Her- naes, Gerd Hollenstein og dr. Andreas Pauldrach. Ursula Her- mes er fagráðgjafi í Danmörku. Hún flytur fyrirlestur í Norræna húsinu á morgun kl. 13.30 sem hún nefnir „Kreativitát und Sprac- herwerb". Gerd Hollenstein kemur frá Miðstöð fyrir austurrísk fræði í Skövde þar sem hann er fagráð- gjafi. Hollenstein talar í Norræna húsinu á morgun kl. 15.30 um austurríska þýsku auk þess sem hann kynnir nýtt austurrískt námsefni. Á laugardag fjallar ííann um austurrískar bókmenntir í Goethe-stofnun kl. 11.45. Dr. Andreas Pauldrach hefur um nokkurt skeið verið deildarstjóri við Goethe-stofnunina í Stokk- hólmi. Fyrirlesturinn sem hann flytur í Goethe-stofnun kl. 10 á laugardagsmorgun nefnir hann „Deutsche Sprache und Deutsche Einheit - oder wie die Deutschen sich (nicht) verstehen". Auk ofan- greindra verður Gertrud Höller- bauer frá Austurríki viðstödd þýskukennaradagana. Klarínettutríó Vínarborgar heldur tónleika í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20.30. Leikin verða verk eftir Johannes Brahms. Tónleikarnir eru í boði menningar- og menntamálaráðuneytis Austur- ríkis. Að þeim loknum býður dr. Alexander Olbrich, sendiráðunaut- BIFREIÐAGÆSLAN HF. í Keflavík tók frá og með 1. apríl að sér rekstur og umsjón með bifreiðastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á tímabilinu 1. apríl til 30. nóv- ember verður tekin upp gjald- skylda fyrir afnot afmarkaðra ur sendiráðs Sambandslýðveldis- ins Þýskalands, upp á veitingar. Þýskukennaradagar eru haldnir í boði Goethe-stofnunar í Reykja- vík og Stokkhólmi, Endurmennt- unarstofnunar Háskóla íslands, Miðstöðvar fyrir austurrísk fræði í Skövde (Zentrum fr Österreich- Studien, Skövde), menningar- og menntamálaráðuneytis Austurrík- is, Bundesverwaltungsamt í Köln, sendiráðs Sambandslýðveldisins Þýskalands, aðalræðismanns Austurríkis á íslandi og Félags þýskukennara. langtímastæða norðan og vestan við flugstöðina. Stæðisgjald er 220 kr. fyrir hvern byijaðan sólarhring. Á afmörkuðum svæðum fyrir framan aðalanddyri flugstöðvar- innar verður óheimilt að leggja bifreiðum lengur en 3 klst. sam- fleytt. Á þessum bílastæðum er hægt að leggja bifreiðum ókeypis. Bifreiðagæslan rek- ur stæði við Leifsstöð SKEMMTANIR MSTÁLFÉLAGIÐ heldur tón- leika í kvöld, fimmtudaginn 7. apríl, eftir langt hlé á veitingahús- inu Tveimur vinum. Á efnis- skránni er frumsamið efni. Hljóm- sveitina skipa Sigurjón Skær- ingsson, söngur, Guðlaugur Falk, gítar, Sigurður Reynisson, trommur, Jón Richter Guðjóns- son, bassi, og Þorsteinn Marel, rythmagítar. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. WAMMA LÚ Á föstudagskyöld skemmta Bogomil Font og Örn Árnason fyrir matargesti. Síðar um kvöldið leikur síðan 7 manna hljóm- sveit Egils Ólafssonar Aggi Slæ og Tamlasveitin fyrir dansi til kl. 3. UPLÁHNETAN leikur föstu- dagskvöld á Hótel Læk, Siglu- firði. Á laugardagskvöldinu er ferðinni heitið til Akraness nánar tiltekið á skemmtistaðinn Kútter Harald. Pláhnetan er um þessar mundir í hljóðveri við upptöku á nýrri breiðskífu sem er væntanleg á vordögum. UHRESSÓ Útgáfutónleikar á Heyrðu 3 sem Skífan var að senda frá sér, verða haldnir í kvöld, fimmtudaginn 7. apríl, og hefjast þeir kl. 22. Þær hljómsveitir sem fram koma eru SSSól, Vinir vors og blóma og Quicksand Jesus en þessar hljómsveitir eiga einmitt sitt lagið hve á disknum. Aðgangs- eyrir er 200 kr. UFEITI DVERGURINN Hljóm- sveitin Útlagar leikur um helgina 8. og 9. apríl. Hljómsveitin leikur fjöruga dreifbýlistónlist og eru alli'r hvattir til að mæta með kú- rekahatta á höfði. Útlagarnir hefja leikinn kl. 22.30 bæði kvöldin. UHÖRÐUR TORFA hefur að undanförnu verið með tónleika víða um land og næstu tónleikar hans verða í Dalabúð, Búðardal, fimmtudagskvöldið 7. apríl, Fé- lagsheimilinu Grundafirði, föstudagskvöldið 8. april og Fé- lagsheimilinu Röst, Hellissandi, laugardagskvöldið 9. apríl og hefj- ast tónleikarnir allir kl. 21. Hörður flytur tónlist af útkomnum plötum sínum og kynnir ferilplötu sína Þel sem verður gefin út í maí nk. en sú plata inniheldur vinsælustu lög Harðar allt frá árinu 1970 þegar fyrsta plata hans kom út og alveg fram til ársins 1993. ■ BL ÚSBARINN. J.J. SOUL Band leikur næstkomandi föstu- dags- og laugardagskvöld. Auk söngvarans J.J. Söul skipa hljóm- sveitina Ingvi Þór Kormáksson, Jón Borgar Loftsson, Stefán Ingólfsson og sérstakur gestur J.J. Soul Band verður Eðvarð Lárusson. UÖRKIN HANS NÓA verður um helgina stödd i Vestmannaeyjum. Mun Örkin troða upp á Pöppanum á Hótel Bræðraborg föstudagsl og laugardagskvöld. UFOSSINN Helgina 8. og 9. apríl skemmtir hljómsveitin Vanir menn ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttur. ULANDSKEPPNI kaupstaða í karaoke fer fram föstudaginn 8. apríl í Félagsheimilinu Vikurbæ, Bolungarvík. Laugardaginn 9. april fer keppni fram í Sjallanum, ísafirði. UBOGOMIL FONTer kominn frá Bandaríkjunum og heldur dansleik í Perlunni föstudagskvöldið 8. apríl. UBÓHEM Hljómsveitin Strip Show heldur tónleika í kvöld, fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Alvaran skemmti í annað sinn í Reykjavík á föstudagskvöld en þau hafa aðallega verið að spila á landsbyggðinni að undanförnu. Hljómsveitin er um þessar mundir að hljóðrita plötu sem á að koma út í vor. Laugardagskvöldið er röðin komin að Páli Óskari og Milljónamæringunum sem einnig eru með plötu í smíðum fyrir sum- arið. Þess má geta að aðgangseyr- ir á Bóhem er 500 kr. UGAUKUR Á STÖNG í kvöld leikur hljómsveitin Rask. Föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Undir tunglinu og Alvaran leikur á Gauknum sunnu- dags- og mánudagskvöld. Plá- hnetan leikur síðan á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. UTURNHÚSIÐ Nk. laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Spila- borgin. Nú hefur hljómsveitinni borist liðsauki en það er slagverks- leikarinn Kristín Þorsteinsdóttir en hún er þekkt undir nafninu Stína Bongó. Tónlist hljómsveit- arinnar einkcnnist af jassi, „lat- ín“ og blús. UCAFÉ ROYALÉ, HAFNAR- FIRÐI Hljómsveitin Fúnar leikur laugardagskvöldið 9. apríl. Hljóm- sveitina skipa Magnús Einarsson, Þorsteinn Magnússon, Haraldur Þorsteinsson og Ragnar Sigur- jónsson. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.