Morgunblaðið - 07.04.1994, Page 60

Morgunblaðið - 07.04.1994, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1994 KENDO / HEIMSMEISTARAMOTIÐ LANDSMOT UMFI Sex íslend- ingarar til Parísar Sex íslenskir skylmingamenn taka þátt í heimsmeistaramótinu í kendo, japönskum skylmingum, sem fer fram í París 8.-10. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar taka þátt í HM, en 32 þjóðir taka þátt í keppninni. Hér á myndinni til hliðar eru landsliðsmenn íslands — efri röð frá vinstri: Atli Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Sölvi Tryggvason, 15 ára, sem keppir í flokki unglinga. Fremri röð: Ingólfur Björgvinsson, sem tók þátt í Evrópumeistaramótinu í fyrra, Tryggvi Sigurðsson og Björn Hákonarson. Morgunblaðið/Bjarni Búið ad draga í forriðla í körfunni Búið er að draga í riðla í undan- keppninni fyrir körfuknattleik- inn á Landsmóti UMFÍ að Laug- arvatni. Forkeppnin verður haldin að Laugarvatni helgina 23. og 24. apríl og að öllum líkindum verða nokkrir leikir leiknir föstudaginn 22. apríl. Liðunum var raðað niður í styrk- leikaflokka áður en dregið var í riðla. í fyrsta styrkleikafiokki voru UMFG, UMFK (ÍBK), UMFN og HSH (Snæ- fell). í öðrum flokki voru UMSB (Skallagrímur), UMSS (Tindastóll), UMSK (Breiðablik), og UÍA (Hött- ur). Önnur félög lentu í þriðja styrk- leikaflokki. í A-riðil drógust UMFK, UMSB, USVS og Geislinn. í B-riðli eru UMFN, UMSS, UFA og HSÞ. C-rið- ill er skipaður HSH, UÍA, HVÍ og HSK og í D-riðli eru UMFG, UMSK og HHF. A Landsmótinu leika síðan átta lið, tvö úr hveijum riðli, í tveimur riðlum. Lið númer eitt úr A og C riðli verða saman í öðrum riðlinum ásamt liðum númer 2 í B og C riðli. Fylgstu meb á fímmtudögum! Dagskrá kemur út á fimmtudögum en þar er á einum stað öll dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva í heila viku. í blaðinu er einnig fjallað um það áhugaverðasta sem í boði er hverju sinni. Bíómyndir í kvikmyndahúsum borgarinnar eru kynntar, myndbandaumfjöllun, fréttir sagðar af fólki í sviðsljósinu og það tekið tali. Dagskrá er nauðsynlegt uppflettirit allra sjónvarps- og útvarpsnotenda og er best geymd nálægt sjónvarpinu. - kjarni málsins! KNATTSPYRNA Breytingar á skólahaldi hjá KSÍ KSÍ mun starfrækja Knatt- spyrnuskóla fyrir stúlkur sem fæddar eru 1980 rétt eins og tíðkast hefur í drengjaflokki undanfarin ár. Miklar breyting- ar eru á vali inn í skólann frá því sem áður hefður tíðkast. Helsta breytingin á drengjaskó- lanum er sú að félögin velja sjálf leikmenn sem sendir verða í skólann í sumar en áður var hópur- inn alfarið valinn af drengjalandsl- iðsþjálfurum sem skoðuðu leikmenn sem tilnefndir voru. 41 félag sendir lið á íslandsmótið í 4. flokki og hefur hvert þeirra rétt til að senda einn dreng í skól- ann. Fjölgun verður því í skólanum en 24 leikmenn hafa sótt hann á hveiju sumri. Hópurinn kemur sam- an á Laugarvatni dagana 3. - 8. júní við æfingar auk þess sem drengjunum gefst kostur á að hlýða á fyrirlestra um flest það sem teng- ist knattspyrnu. Landsliðsþjálfararnir hafa trún- aðarmenn frá öllum landshlutum og síðar um sumarið verða valin lið frá Vestfjörðum, Vesturlandi, Norð- urlandi auk tveggja liða frá Reykja- vík sem munu taka þátt í einskonar hraðmóti dagana 20 - 21. ágúst. Landsliðsþjálfurum gefst þá kostur á að velja leikmenn úr þeim hópi í úrvalshóp úr þessum aldursflokki. Að sögn Gústafs Björnssonar, landsliðsþjálfara eru skipulags- lireytingar á skólanum gerðar í samræmi við þá stefnu sem sam- bandið hefur sett sér um hæfileika- mótun yngri leikmanna. Sú breyt- ing að drengir komi frá öllum félög- um komi vonandi til að skila sér í auknum áhuga fyrir knattspyrnu auk þess sem þeir hafi kost á því að fylgjast með fleiri leikmönnum. Knattspyrnuskóli stúlkna Knattspyrnuskóli stúlkna verður starfræktur í fyrsta sinn nk. sumar og verður skólinn með sama sniði og hjá drengjunum. Þau félög sem eiga lið í öllum yngri flokkum er leyft að senda tvær stúlkur í skól- ann en þau félög sem eru með lið í íslandsmóti 3. flokks en ekki í öllum flokkum mega senda eina stúlku. Skólinn verður á Laugar- vatni dagana 19-22 júlí og er reiknað með um að 35 stúlkur kom- ist í skólann sem verður undir stjórn I/Oga Olafssonar. Ikvöld Körf uknattlcikur Úrslitakeppni karla: Grindavík: UMFG - UMFN.......20 Handknattleikur Úrslitakeppni kvenna: Víkin: Víkingur - Stjarnan...20 Úrslitakeppni 2. deildar karla: Digranes: UBK - Grótta.......20 Laugardalshöll: Fram - HK....19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.