Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Fegurðar- drottningar í Eyjum 23 STÚLKUR sem taka þátt í Fegurðarsamkeppni íslands, sem haldin verður um næst- komandi helgi, komu sl. laugardag til Vestmannaeyja í kynnis- og skemmtiferð. Stúlkurnar heimsóttu meðal annars háhyrninginn Keikó og reyndu fyrir sér í sprangi og golfi. Nýtt reikningakerfí tekið upp í almenna símakerfí Landssíma Islands hf. Hægt að bjóða ýmsa áskrift- arkosti og sparnaðarleiðir Skrifaðar hafa verið út 8,6 milljónir reikninga í gamla kerfinu LANDSSÍMI íslands hf. hefur tekið í notkun nýtt reikningagerðarkerfi fyrir almenna símakerfið en reikningar í farsímakerfinu hafa verið unnir í því kerfi frá því í fyrrasumar. Morgunblaðið/Sigurgeir Ólafur Stephensen, forstöðumað- ur upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, tjáði Morgunblaðinu að með tilkomu nýja kerfisins í al- menna símakerfinu verði á næstu mánuðum hægt að bjóða notendum þess svipaða áskriftarkosti og sparnaðarleiðir og verið hafa uppi í farsímakerfinu. „Við höfum boðið uppá frístunda- áskrift, stórnotendaáskrift og ýms- ar spamaðarleiðir í farsímakerfinu og nú verða sambærilegir kostir mögulegir í almenna kerfinu. Til dæmis fyrir þá sem hringja mikið í ákveðin númer í útlöndum eða löng innanlandssímtöl, til dæmis vegna netnotkunar. Ég geri ráð fyrir að þeir verði boðnir á næstu mánuðum þegar kerfið hefur verið reynt í nokkum tíma,“ segir Ólafur. Hann segir nýja reikningakerfið bjóða uppá mun meiri sveigjanleika við útskrift reikninganna og verði t.d. hægt að bjóða sundurliðaða reikn- inga í almenna kerfinu á sambæri- legu gjaldi og verið hefur í farsíma- kerfinu. Notendur almenna símakerfisins era um 160 þúsund. Reikningar hafa verið sendir út mánaðariega frá því í febrúar síðastliðnum og var það liður í að taka upp nýja kerfið. í farsímakerfunum era 104 þúsund notendur. Gjalddagi reikninga í al- menna kerfinu verður fyrr en verið hefur, nálægt miðjum mánuði. Tveggja ára undirbúningur Hópur starfsmanna Landssímans hefur í tvö ár unnið að því að koma nýja reikningakerfinu á en notaður er erlendur hugbúnaður sem hefur verið lagaður að þörfum fyrirtækis- ins. Þetta er að sögn Ólafs eitt um- fangsmesta tölvukerfi landsins. Um leið og nýja reikningakerfið er nú tekið upp verður sú breyting að allar þjónustubeiðnir á afgreiðsl- um Landssímans verða ski'áðar í tölvu að viðskiptavini viðstöddum, t.d. beiðni um nýjan síma, sem hann les yfir og samþykkir. Ólafur segir hugsanlegt að skráningin taki vegna þess ívið lengri tíma en verið hafi meðan starfsfólk sé að venjast breyttum starfsaðferðum en þetta eigi hins vegar að draga úr villum við skráningu. Þá verður ýmis þjón- usta sem áður þurfti að bíða eftir að yrði virk, til dæmis símtalsflutning- ur, númerabirting og önnur sér- þjónusta, virk þegar í stað. Gamla kerfið hefur verið starf- rækt frá árinu 1988 og hafa verið skrifaðar um 8,6 milljónir reikninga út úr því fyrir um 80 milljarða króna. Leikskólakennarar í Kópavogi Boðin um 14% launahækkun Leikskólakennarar fóru fram á 18-20 yfirvinnutíma á mánuði BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt að bjóða leikskólakenn- urum í bænum að greitt verði fyrir tólf yfirvinnutíma í mánuði vegna ýmissa verkefna og borgað verði fyrir allt að sex fagfundi á ári fram að lokum núverandi samningstíma í lok næsta árs. Asdís Ólafsdóttir, talsmaður leikskólakennara, metur tilboðið til um 14% launahækkunar. Að sögn Braga Mikaelssonar, for- manns skólar.efndar Kópavogs, hafa 79 leikskólakennarar og leik- skólastjórar sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Sam- tals starfa 96 leikskólakennarar hjá bænum, en flestir eða allir þeir sem ekki hafa sagt upp era annað hvort í bamsburðar- eða námsleyfi. Tilboð bæjarstjómar var sam- þykkt á fundi sl. föstudag og að sögn Braga verður það sent öllum þeim sem sagt hafa upp störfum. Greiddir verða fjórir tímar í mánuði fyrir störf að því að innleiða nýja námskrá fyrir leikskólana, fjórir tímai- fyrir samskipti við foreldra og fjórir tímar vegna starfa að skipu- lagsbreytingum. Leikskólakennarar höfðu óskað eftir að greiddir yrðu 18-20 _yfir- vinnutímar í mánuði, sem Asdís segir að sé í samræmi við samninga í nágrannasveitarfélögunum. Hún segir því tilboð bæjarstjómar Kópavogs heldur lágt. Leikskólakennarar munu funda á morgun um tilboðið og segir Ásdís að lfldega muni hún sjálf verða hlut- laus gagnvart því. ifin'"" Finnur þú ódýrari fargjöld í sumar? J London Kaupmannahöfn Madrid Gautaborg Berlín Verð frá 19.880 kr. til London Samvinnuferðir Landsýn A verði fyrir þ i g I Hörð gagnrýni á breyttan fréttatíma ÞING Landssambands íslenskra verslunarmanna samþykkti harð- orða ályktun þar sem lýst er mikilli andstöðu við ákvörðun útvarpsráðs að færa fréttatíma Ríkisútvarpsins fram um eina klukkustund. í álykt- uninni segir að ákvörðunin komi sérlega illa við verslunarfólk. „Þessi ákvörðun útvarpsráðs lýs- ir tillitsleysi sem verslunarfólki er oft sýnt, en stétt verslunarmanna er sú stétt launþega, sem ævinlega er krafist að veiti þjónustu þegar ann- að launafólk hefur lokið sinni dag- vinnu,“ segir í ályktuninni. Þess er krafist að útvarpsráð dragi ákvörð- unina til baka. Kjaramál rædd ítarlega Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, sem var endurkjörin formaður LÍV á fundinum, sagði að kjaramál REKTOR London School of Economics, Anthony Giddens, pró- fessor í félagsvísindum, ræðir á föstudag um verk sín og hugmyndir í ReykjavíkurAkademíunni við Hr- ingbraut 121 ásamt þeim Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra og Ólafi Stephensen stjóm- málafræðingi. Hefst fundurinn klukkan 9.50. Anthony Giddens var prófessor í félagsvísindum við háskólann í Cambridge þar til árið 1997 er hann gerðist rektor LSE. Hann hefur skrifað 31 bók, sem gefnar hafa verið út á 22 tungumálum. Hann var meðal stofnenda Polity Press-útgáfunnar árið 1985 og hef- ur auk bóka skrifað fjölda greina og ritdóma. Anthony Giddens er meðal ann- ars þekktur fyrir að vera einn hefðu verið stærsta mál fundarins. A hann hefðu mætt tveir forystu- menn samtaka danskra verslunar- manna sem hefðu kynnt hvernig kjara- og samningamál í Danmörku hafa þróast á síðustu áram. Ingi- björg sagði að íslenskir verslunar- menn hefðu talsvert horft til reynslu starfsbræðra sinna í Dan- mörku. Danir hefðu farið meira út á braut markaðslauna án þess þó að kasta algerlega taxtalaunakerfi. í almennum verslunum væri fyrst og fremst byggt á kerfi lágmarks- og taxtalauna. Á fundinum gerði Edda Rós Karisdóttir, hagfræðingur ASÍ, grein fyrir samanburði á launum verslunarmanna á íslandi og í Dan- mörku. Niðurstaða hennar varð sú að dregið hefði úr launamun milli verslunarmanna hér og þar. I kjaramálaályktun þingsins seg- helsti hugmynda- fræðingur Tony Blairs, forsætis- ráðherra Bret- lands og formanns Verkamanna- flokksins, og hef- ur hugmynda- fræði hans haft áhrif á evrópsk stjómmál víðar en í Bretlandi. Sagt hefur verið um hann að einna mest sé vitnað i hann af félagsvísindamönnum samtím- ans. Anthony Giddens er hingað kom- inn í boði LSE-félagsins sem er fé- lag fyrrverandi nemenda skólans en það fagnar nú 15 ára afmæli sínu. Yfirskrift fundarins á fóstu- dag er: ,Á hvaða pólitík kallar nú- tíminn?“ ir að kjarabarátta framtíðarinnar komi til með að mótast af hagsmun- um fjölskyldunnar, þar sem laun- þegum verði tryggð viðunandi starfskjör fyrir hóflegan vinnutíma. I Ijósi aukinna krafna um menntun, hæfni og ábyrgð starfsmanna þurfi að tryggja þeim með formlegum hætti möguleika til þess að hafa áhrif á og semja um laun sín og önn- ur starfskjör. Áhersla er lögð á að auka vægi fyrirtækjasamninga þar sem laun endurspegla vinnufram- lag, hæfni, menntun og fæmi. Tryggja þurfi launþegum árlegt endurmat starfskjara. Talsverð umræða varð um skipu- lagsmál ASÍ á þingi verslunar- manna og var hvatt til þess að um- ræðu um þessi mál yrði hraðað. Umræða og skoðanaskipti ættu hins vegar að fara fram á vettvangi verkalýðshreyfíngarinnar sjálfrar. Opinber heimsókn forseta til Eyjafjarðar FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer í opin- bera heimsókn tíl Eyjafjarðar dagana 19.-21. maí. Heimsóknin hefst í Sval- barðsstrandarhreppi að morgni miðvikudagsins 19. maí og þaðan verður farið til Grýtubakkahrepps, Grenivíkur og Ólafsfjarðar. Fimmtudaginn 20. maí heim- sækir forsetinn Glæsibæjar- hrepp, Öxnadalshrepp, Skriðu- hrepp og Arnarneshrepp og kemur síðdegis tfl Dalvíkur. Föstudaginn 21. maí mun forsetinn heimsækja Hrísey og Grímsey. Rektor London School of Economics á Islandi Prtífessor Anthony Giddcns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.