Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hégiljur eða æðri speki BÆKUR l>jóðfræði STÓRA HJÁTRÚARBÓKIN eftir Símon Jón Jóhannsson. 443 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1999. BÓK þessi byggist á prentuðum heimildum, innlendum og erlendum, en lítt eða ekki á grunnrannsóknum og getur því tæpast talist undir- stöðurit en má vel kallast alþýðlegt fræðirit og er reyndar greinagott og skilmerkilegt sem slíkt. Höfund- urinn upplýsir að hann hafí meðal annars stuðst við tiltekið danskt rit svipaðs efnis. En mörg dæmi, sem hann tilfærir um íslenska hjátrú, kveðst hann hafa sótt í íslenzka þjóðhætti eftir Jónas Jónasson á Hrafnagili, einkum er varðar alþýð- leg læknisráð frá fyrri tíð. íslenskri þjóðtrú - sem ég kýs nú heldur að kalla svo þegar verið er að ræða um gömul alþýðuvísindi - er því blandað þarna saman við er- lenda hjátrú úr ýmsum áttum. En þjóðtrú og hjátrú merkir hjá okkur nokkurn veginn hið sama þótt blæ- brigði orðanna vísi sannarlega hvort í sína áttina. Orðið hjátrú er sem sé mun neikvæðara. Svipaðrar merk- ingar eru hindurvitni, hégiljur, bá- biljur og kerlingabækur. Þjóðtrúna skoðum við eins og hver önnur merkileg fræði. Sé hins vegar sagt um mann að hann sé hjátrúarfullur liggur í orðunum að hann sé hálf- gerður einfeldningur. En þjóðtrú eða hjátú er síður en svo bundin við einfeldninga. Greindir menn og menntaðir - hálærðir jafnvel - geta verið hjátrúarfullir. Og hver er kominn til að segja að öll hjátrú sé hugarburður einber? En þjóðtrú eða hjátrú - hvað sem því h'ður eru nú þjóðimar að færast nær hver annarri. Heimsmyndin dregst saman. Þar af leiðir að hver tekur eftir öðrum, hjátrúna sem ann- að. Svo er t.d. um föstudaginn þrett- ánda ef nefna skal dæmi. Undirritað- ur minnist ekki að hafa heyrt neina hjátrú honum tengda á árum áður og raunar ekki fyrr en á seinni árum, og þá meðal unglinga, enda telur Símon Jón að hún sé aðflutt, sennilega frá enskumælandi löndum. Hvítlaukur var sjaldséður á borð- um Islendinga íyrir daga sólar- landaferða. Að hann lækni lystar- leysi sé hann mulinn saman við hrossatað hlýtur því að vera húsráð frá fjarlægum löndum og líkast til einnig frá löngu liðnum tíma. Sum hjátrú er sannarlega út- breiddari en önnur. Þannig hafa margir hina megnustu ótrú á að hefja verk á mánudegi. Margur skipstjórinn veigrar sér við að hefja sjóróðra þann dag. Ekki telst held- ur ráðlegt að byrja skólastarf á mánudegi og enn síður að hefjast handa við húsbyggingu. Svipuðu máli gegnir um töluna þrettán. Hana ber að forðast. Einkum þykir óheillavænlegt að þrettán sitji sam- an til borðs. Þá á að minnsta kosti einn að vera feigur. Mun það rakið til heilagrar kvöldmáltíðar og at- burða þeirra sem gerðust að henni lokinni. Bannhelgi er snar þáttur í þjóð- trúnni eða hjátrúnni. Álagabletti í túnum má ekki slá. Og vegagerðar- menn skulu fara í sveig framhjá steinum þar sem huldufólk er talið búa. Sögur af óhöppum, sem menn verða fyrir ef þess háttar bann er brotið, eru enn að verða til. Mörg hjátrúin er sannarlega sprottin af kaldri rökhyggju og reynslu kynslóðanna. Þannig var brýnt íyrir bömum að forðast djúpa pytti. Ef þau hölluðu sér fram yfir vatnsbakka með opinn munninn áttu þau á hættu að vatnskötturinn stykki upp í þau og skriði rakleitt ofan í maga. Færi svo dugði einung- is eitt ráð ef bjarga skyldi lífinu: Að gleypa jötunuxa! Með þessu var að sjálfsögðu verið að forða bömum frá bráðum háska. Það auðveldar notkun bókar þessarar að atriðum er skipað í stafrófsröð. Aðrar tilvísanir em sömuleiðis vel glöggar. Hvort nokk- ur muni notast við ritið sér til heilla eða vamaðar á lífsleiðinni? Það skal ósagt látið. Hitt er víst að margur hefur áhuga á þessari grein menn- ingarinnar. Hjátrúin hefur verið, er og verður um alla framtíð tengd vitund okkar og athöfnum því ræt- ur hennar liggja djúpt í mannlegu eðli. Erlendur Jónsson Tónlistarskóli A-Húnavatnssýslu Hlaut viðurkenningu fyrir tónlist Blönduósi. Morgunblaðið. V ORTÓN LEIKAR Blönduósdeildar tón- listarskóla A-Húna- vatnssýslu voru haldnir fyrir skömmu í Blönduóskirkju. Á tónleikunum var efni- legum tónlistar- manni, Kristni Ólafs- syni, afhent viður- kenning fyrir góðan árangur í tónlistar- námi og hljóðfæra- leik en verðlaunin voru einkatímar hjá trommuleikaranum Gunnlaugi Briem. Það var Trygginga- miðstöðin, útibúið á Blönduósi, sem stóð á bak við þessa viðurkenningu. Á tónleikunum var uppskera vetrarins könnuð og fór ekki á milli mála að margur ávöxturinn hafði þroskast vel á nýliðnum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson HINN efnilegi tónlistarmaður, Kristinn Ólafs- son, tekur við viðurkenningunni úr hendi skólastjóra Tónlistarskóla A-Húna- vatnssýslu, Skarphéðins H. Einarssonar. vetri. Þó svo ekki hafí alltaf verið slegin rétt nóta á réttum stað, ef- aðist enginn um að hinn hreini tónn bamssálarinnar hljómaði tær og ósvikinn og hitti beint í þjartastað. Sumir velja gæði. En þú? Hringdu Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • ( 898 4332 UNGIR nemar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar munda bogana á fíðlustrengina. Skólatónleikar í Hásölum VORTÓNLEIKAR gmnndeildar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða í Hásölum í dag, þriðjudag, kl. 18. Tónleikar miðdeildar verða kl. 20. Á morgun, miðviku- dag, kl. 20 em tónleikar fram- KVIKMYNIIIR Kringlubfó BELLY^ Leikstjóri: Hype Williams. Handrit: Anthony Boden Nas. Aðalhlutverk: Nas, DMX, Toral Hicks, Method Man. 1998. SVERTINGJAMYNDIN „Belly“ segir eins og svo margar svertingja- myndir áratugarins frá afvegaleidd- um ungmennum sem eiga eftir að finna leiðina til frelsunar frá glötun, morðum, ránum og dópi. Rapptón- listin er notuð til þess að ýta undir hugarvíl og skerpa á aðstæðum og sitthvað er sótt í „Scarface" Brians De Palmas í sögu af ungum krimma sem langar í stærri hlut af dópkök- haldsdeildar. Á þeim tónleikum koma fram nemendur sem lengra em komnir í tónlistaraáminu. Fimmtudaginn 20. maí kl. 18 verða vortónleikar í Víðistaða- kirkju. unni. Og mikið sótt í Martin Scor- sese, einkum „GoodFellas". Leikstjóranum, Hype Williams, tekst ekki að bæta neinu við fjölda annarra mynda kynbræðra sinna um sama efni en er óhræddur við að ganga í smiðju til þeirra sem gera glæpamyndir. Klisjurnar vaða uppi bæði í persónugerð og frásagnar- hætti og lokaniðurstaðan þar sem hin svarta vitund hefur loksins yfirhönd- ina ætti ekki að koma neinum á óvart. „Belly“ er skilaboðamynd gerð með ákveðinn tilgang í huga sem er að sýna fram á hversu ömurlegt það er og stríðir gegn öllu því góða í svarta kynstofninum að stunda glæpalifnaðinn. Göfugur boðskapur auðvitað en predikunin fer einhvem veginn fyrir ofan garð og neðan í þessu rappaða dæmi. Arnaldur Indriðason Með tím- ann í bónda- beygju LEIKLIST Frístundahópurinn IIAIV A - IV <J SMELLURINN Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir. Höf- undar og leikendur: Félagar í hópn- um. Tónlistarhús Kópavogs, 12. maí. AF ÞVÍ ég er farinn að gera mér vonir um að verða gamall og af því hið opinbera bíður eftir því að stimpla því lýsingarorði á mig eftir klukku hafði ég sérstakan og per- sónulegan áhuga á því að sjá ell- ismellina í Kópavogi sviðsetja sig þar í Salnum nýja og góða; það væri altént skárri nálgun við þennan hóp í dilkadregnu samfélaginu en sjá stöku meðlimi hans vafra íyrir utan þessa óskiljanlega dýru stein- steypuhrauka sem hljóðmúra helstu umferðaræðar í þéttbýli. Þótt Smellurinn - bland í poka sé ekki leikrit í þröngum skilningi þess orðs heldur atriðasýning hafði hann áhrif á mig eins og gerist á leiksýn- ingu þar sem hið framandlega er gert kunnuglegt. Ég hafði gaman af hópsöngnum og einsöngnum, heyrði fagurlega kveðið og fagmannlega jóðlað, dansað af þokka og grín gert skemmtilega. Og svo voru þeir teknir á beinið sem temja sér að tala niður til þeirra stimpluðu sem er náttúrlega ósiður og forheimska gagnvart hverjum sem er og þá datt mér í hug hún móðuramma mína sem bjó á Grund þegar ég þekkti hana allt of stutt og var keik og kjaftfor kelling sem lét engan eiga hjá sér þótt hún byggi innan um undarlega lykt. Enda átti hún upp- hlut. Það er hverjum sem er hollt að stíga á svið því þar kemst maður næst sjálfum sér með því að vera annar en maður er. Þar skiptir ald- ur engu máli. Og ekki er verra þótt það sé bölvað strit. Því þannig er hægt að taka tímann í bóndabeygju einu sinni enn. Guðbrandur Gíslason Líf í glæpum Barber og Eck Fauré, TÓMJST Salurinn KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Fauré, Barber og Egk. Flytjendur voru Virginia Eskin, Alina Dubik, Sigrún Eðvalds- dóttir, Sif Tulinius, Helga Þórarins- dóttir og Richard Talkowsky. Sunnu- daginn 16. maí. TÓNLEIKARNIR hófust á pí- anókvartett eftir Gabriel Urbain Fauré (1845-1924) en hann samdi tvo slíka og var það nr. 2, í g-moll op. 45, sem fluttur var að þessu sinni. Faure nam hjá Niedermeyer og Saint-Saens og var kennari Ra- vels. Fauré var frumlegur og kom fram með ýmislegt er horfði til nýj- unga í hljómskipan og tóntegunda- skiptum og hafði á valdi sínu lagauðugan stíl, er naut sín hvað best í sönglögunum, sem sum hver eru meðal frægustu verka hans. Vinnuaðferð Faurés í kammer- verkunum byggist á laglínu, sem birtist í löngum tónbogum, en sam- spilshljóðfærin fást að mestu við undirleik hverju sinni. Lítið fer fyr- ir raddfleygun og tematískri úr- vinnslu og að þessu leyti er kamm- ertónlist hans ólík annarri kammer- tónlist og stendur í raun mjög nærri stíl sönglaga hans. Píanó- kvartettinn nr. 2 er sérlega fallega tónlist og var afburða vel leikinn af Eskin, Sif, Helgu og Talkowsky. Þó var píanóleikurinn hjá Eskin stund- um nokkuð harður og þá var fjarri sú mýkt er annars einkennir franska tónlist. Skemmtilegastur og leikrænastur var annar þáttur- inn, Allegro molto, og einnig hægi þátturinn, sem er sérlega fagurt „sönglag“. Strengjaleikararnir áttu margar mjög fallega leiknar ein- leiksstrófur, sem verkið í heild er svo ríkt af. Alina Dubik söng eftir hlé tvö söngverk fyrir altrödd og strengja- kvartett, það fyrra eftir Samuel Barber og seinna eftir Wemer Egk. Dover Beach eftir Barber (1910) er op. 3 (1933) en þá hafði hann samið mörg sönglög, því fyrsta lag sitt (Sometime) samdi hann sjö ára, til móður sinnar. Fyrstu verk hans voru rómantísk en með fiðlu- konsertinum 1939 verður tónstíll hans ómstríðari og nýtískulegur. Dover Beach er hægferðugt, fínlegt og fallegt stemmningsverk, er var einstaklega vel flutt, bæði af Dubik og strengjaleikurunum, en í hóp þeirra bættist Sigrún Eðvaldsdótt- ir. Freisting Antons helga, eftir Wemer Egk (1901), er í ætt við verk kennara hans Carls Orff, en textinn er franskt gamankvæði um freistingar munksins „heilags Ant- ons“ og á köflum jafnvel klúrt og gróft. Tónstíllinn hjá Egk er byggð- ur á ómstreitum, sem eru í raun út- víkkun á tóntegundabundinni tón- skipan. í „Freistingunum" er vitnað til margra þekktra laga, þjóðlaga, sálmstefja og þar mátti m.a. heyra La-Folia-stefið, sem talið er spánskt að upprana, og lag, sem hér á landi er sungið við Guttavísur Stefáns Jónssonar. Verkið er leik- rænt og var sérlega vel flutt af strengjaleikuram, sem túlkuðu efn- ið og léku einnig mjög vel smámilli- spil, eins konar hugleiðingar. Söng- konan Alina Dubik sýndi að hún er jafnvíg á alla tónlist og var söngur hennar í þessum ólíku verkum mjög vel mótaður, sérstaklega þó þar sem henni gafst tækifæri á leik- rænni túlkun, í verkinu eftir Wener Egk. I heild vora þetta frábærir kammertónleikar og tónlistin sér- lega vel valin, en eins og fram kom í fréttum er sagt að þessi verk hafi ekki verið flutt áður hér á landi, sem er að hluta til missagt, því Dover Beach var flutt af Kammer- sveit Reykjavíkur 1982, með John Speight sem einsöngvara. Samt sem áður var nokkurt nýnæmi í að hlýða á þessi verk, sérstaklega Freisting- arnar eftir Egk, og einnig á kvin- tettinn eftir Fauré, þótt hann sé mönnum kunnur af erlendum upp- tökum. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.