Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ fsraelar gengu að kjörborði í gær eftir fjöruga kosningabaráttu Kosningaáróður sagður besta sjónvarpsefnið GYÐINGUR í Jerúsalem kyssir mynd af Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels. Auglýsingar gegna stöðugt mikilvægara hlutverki í kosninga- baráttu. Sigrún Birna Birnisdóttir kynnti sér hvernig staðið hef- ur verið að þessum ------------7------------ málum í Israel, þar sem kosningar fóru fram í gær, en óvænt- ur sigur Benjamins Netanyahus forsætis- ráðherra fyrir þremur árum var meðal ann- ars rakinn til vel heppnaðrar auglýs- ingaherferðar. ÞAÐ hefur lengið verið eitt helsta einkenni ísraelskrar kosningabar- áttu að hún fer að miklu leyti fram á götum úti. Stuðningsmenn hinna ýmsu frambjóðenda hengja gjaman slagorð og myndir af þeim utan á hús sín auk þess sem hópar fólks eru gerðir út af örkinni til að hengja myndir af þeim hvar sem hægt er að koma því við þrátt fyrir að slíkt sé að mestu ólöglegt. Þá er ekki óalgengt að þeir staðir sem stuðningsmenn annarra frambjóðenda hafa þegar helgað sér verði fyrir valinu og að átök blossi upp í kjölfar þess að myndir af frambjóðendum eru hengdar yfír myndir af öðrum fram- bjóðendum. Einnig helga stuðnings- menn sér ákveðin götuhom þar sem þeir koma upp áróðri sínum og það- an sem þeir hlaupa út á milli bílanna í von um að fá að merkja þá með slagorðum sínum. A sama tíma og fólk hefur á orði að óvenju mikið hafi verið um áróður af þessu tagi í kosningabaráttunni nú hefur lítið farið fyrir málefnaleg- um umræðum um stefnumál flokk- anna. Þannig hafa umræðuþættir með frambjóðendum varla sést í sjónvarpi eða heyrst í útvarpi og mun ein ástæða þess vera tregða frambjóðenda til að mæta á slíka fundi. Benjamin Netanyahu forsæt- isráðherra og Yitzhak Mordechai, leiðtogi Miðjuflokksins, mættu þó til slíks fundar í síðasta mánuði og telja margir að forsætisráðherrann hefði betur setið heima þar sem þátturinn markaði upphaf fylgistaps hans í skoðanakönnunum. Það er þó ekki þar með sagt að kosningaáróðri hafi ekki verið gerð skil í útvarpi og sjónvarpi því undan- famar vikur hefur öllum frambjóð- endum verið skammtaður ákveðinn auglýsingatími að loknum kvöld- fréttum. í þessum auglýsingatímum, sem The Jerusalem Post segir hafa verið besta sjónvarpsefni vetrarins, hafa frambjóðendur haft frjálsar hendur um það hvemig þeir hafa komið boðskap sínum á framfæri án þess að eiga á hættu að standa skyndilega frammi fyrir óþægilegum spumingum fréttamanna eða ann- arra frambjóðenda. Árásir drógu úr áhrifamætti Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir að Likud-bandalagið hafi freistað þess að koma höggi á höfuð- andstæðing sinn, Verkamannaflokk- inn, í þessum dýrmætu auglýsinga- tímum. Tilburðir flokksins til þess að draga fram veikleika Verka- mannaflokksins hafa hins vegar ein- ungis orðið til þess, að mati sérfræð- ings The Jerusalem Post, að gera auglýsingaherferð þeirra áhrifa- minni en herferðir flestra annarra SIEMENS *, SIWAMAT XL hefur litið dagsins Ijós eftir þriggja ára þróunarstarf færustu hönnuða og verkfræðinga Siemens. Útkoman er ein alskemmtilegasta og besta þvottavél sem framleidd hefur verið. Komið og kynnist þessari frábæru þvottavél að eigin raun. Á frábæru kynningarverði. SMITH & NORLAND Umboðsmenn um land allt, Nóatúni 4 105 Reykjavík Simi 520 3000 www.sminor.is frambjóðenda. Þar sem aðstandend- ur Verkamannaflokksins virtust vel undirbúnir og svöruðu árásunum Likud-bandalagsins jafnharðan neyddist Likud-bandalagið til að breyta áherslum herferðar sinnar hvað eftir annað en að mati sérfræð- inganna dró það upp ákaflega óhag- stæða mynd af skipulags- og stefnu- leysi innan flokksins. Þannig svaraði Verkamannaflokk- urinn staðhæfingum Likud-banda- lagsins um að Ehud Barak, leiðtogi flokksins, væri reiðubúinn til að veita Palestínumönnum yfirráð yflr hluta Jerúsalemborgar með yfiriýs- ingu Ehud Olmerts borgarstjóra um stuðning Baraks við einingu borgar- innar og staðhæfingum um stuðning Baraks við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna með brotum úr ræð- um hans þar sem hann mælir með því að gengið verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Þá hefur Verkamannaflokkurinn svarað öllum aðdróttunum um linkind með því að minna á að enginn hermaður hafi verið sæmdur fleiri heiðursmerkjum innan Israelshers en Ehud Barak auk þess sem sýndar hafa verið myndir af honum þar sem hann stendur yfir líki fallins hryðjuverka- manns. Til að ýta enn frekar undir ímynd Baraks sem hins sterka leið- toga hefur harðjöxlum á borð við Yossi Peled og Matan Vilna’i verið hampað í kosningabaráttu Verka- mannaflokksins á meðan mönnum á borð við Shimon Peres og Yossi Beil- in hefur algerlega verið ýtt út úr sviðsljósinu. Áróður Mordechais vanhugsaður Sérfræðingar telja einnig að aug- lýsingaherferð Yitzhak Mordechais, sem dró framboð sitt til forsætisráð- herraembættisins til baka á síðustu stundu, hafi verið ákaflega vanhugs- uð, eins og reyndar öll kosningabar- átta hans, þar sem hún gekk lengst af út á það eitt að Mordechai einn hefði burði til að sigra Netanyahu í seinni umferð kosninganna. Stað- hæfingar af þessu tagi áttu við í upp- hafi kosningabaráttunnar er hægt var að benda á niðurstöður skoðana- kannana þeim til stuðnings. Er líða tók á kosningabaráttuna urðu stað- hæfingar af þessu tagi hins vegar marklausar þar sem skoðanakannan- ir sýndu svart á hvítu að ekkert væri hæft í þeim. Kannanir benda hins vegar til þess að auglýsingaherferð Shinui- flokksins, þar sem áhersla var fyrst og fremst lögð á mikilvægi þess að draga úr áhrifum heittrúaðra, hafi verið sérstaklega árangursrík en við gerð auglýsinganna fékk flokkurinn Joseph Tommy Lapid, sem árum saman hefur getið sér orð fyrir harkalegar árásir á vinstrimenn og minnihlutahópa, til að ráðast að heit- trúuðum. Stöðvið tónlistina Þá hefur ein af auglýsingum Mer- etz-flokksins sem sýnir Netanyahu dansa við hljóðfæraleik öfgasinnaðra hægrimanna vakið mikla kátínu en í niðurlagi hennar er bent á nauðsyn þess að tónlistin verði stöðvuð. Auglýsingamar eru ýmist á hebr- esku, rússnesku eða arabísku auk þess sem margar sjónvarpsauglýs- inganna eru textaðar eftir því til hvaða hópa þeim er ætlað að höfða. Þá hafa þær gjarnan endurspeglað margbreytileika ísraelsks þjóðfélags í fjölbreytni sinni en ekki er óalgengt að svipmyndir frá spilavítum og dansstöðum hafi fylgt í kjölfar aug- lýsinga frá flokkum heittrúaðra, þar sem dregnar eru upp myndir af alda- gömlum hefðum gyðinga undir bæna- og þjóðlagatónlist. Frambjóðendur hafa einnig staðið fyrir stórum og smáum kosninga- samkomum víðs vegar um landið auk þess sem allsérkennileg kosninga- barátta hefur farið fram innan sam- félaga trúaðra, þar sem fólk er vant því að fylgja leiðsögn ákveðinna rabbína. Þannig hafa flokkar heittrú- aðra keppst um að tryggja sér stuðn- ing ákveðinna rabbína sem síðan heita kjósendum gulli og grænum skógum fylgi þeir í kjölfarið. Þá hafa flokkar heittrúaðra reynt að telja kjósendum trú um að þessi eða hinn rabbíninn hefði kosið viðkomandi flokk væri hann enn á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.