Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Faðir okkar og tengdafaðir, HÖSKULDUR HELGASON, lést föstudaginn 7. maí á sjúkrahúsinu Hvammstanga. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát hans og útför. Sigrún Höskuldsdóttir, Garðar Bergendal, Ólafur Höskuldsson, Þórdís Ragnarsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför GUÐMUNDU F. BJÖRNSDÓTTUR, Fornasandi 1, Hellu. Örn H. Guðjónsson og aðrir aðstandendur. t Færum öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og einstaka vinsemd vegna veikinda, andláts og útfarar eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐRÚNAR JÓNU IPSEN, er lést þriðjudaginn 23. febrúar. Sérstakar þakkir færum við séra Vigfúsi Þór Árnasyni og starfsfólki kvennadeildar Land- spítalans fyrir alla umhyggju og aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Víðir Valgeirsson, fris Ósk og Ingólfur Snær. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR PÁLÍNU JÓHANNSDÓTTUR, Suðurgötu 51, Siglufirði. ÞÓRA BJÖRK ÓLAFSDÓTIR + Þóra Björk Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 13. september 1931. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 6. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirlgu föstudaginn 14. maí. Dúa í Lótus er dáin. Ég las þetta tvisvar þótt ég vissi að hún væri alvarlega veik og engin von um bata. Ég kynntist henni í flugvél og hefi oft hugsað um það, hve tilvilj- anir geta verið merkilegar. En kannski er ekkert tilviljun? Við vorum að flytja til landsins eftir margra ára dvöl erlendis og ég var ein með tvö lítil börn, bóndinn farinn á undan „til að setja upp rúmin“, eins og við sögðum. Þetta var sumarið 1958 og á þeim tímum hafði flugvélin frá Kaupmannahöfn viðkomu í Glasgow. Nokkrir farþeg- ar bættust við þar, þ.á.m. tvær ung- ar stúlkur, sem mér varð mjög star- sýnt á. Þær voru í hvítum ermalaus- um kjólum og handleggir brúnir af sól, brúnir fótleggir í hvítum háhæl- uðum skóm, tággrannar, fallega sól- brúnar og brosleitar. Þær héldu á herðaskinnum reiðubúnar að mæta kaldara lofti en þær komu úr. Ég hélt fyrst að þetta væru heimsfræg- ar filmstjömur eða eitthvað í þá veru og mikið hafði Dúa gaman af að heyra þessa frásögn. Þetta voru reykvískar vinkonur að koma úr sumarleyfi á Mallorca, sem var ekki algengt á þessu skeiði, en Dúa hélt áfram að ferðast allt sitt líf meðan heilsa leyfði og fór í margar heims- ferðir. Þegar börnin fóru eitthvað að hreyfa sig í flugvélinni, fór sú er sat við ganginn að tala við þau. Það fór vel á með þeim, og ungu stúlk- urnar höfðu gaman af krökkunum, en þegar mér fannst nóg komið sótti ég þau og lét í sætin sín. Ég kynnti mig þessum broshýru stúlk- um og þama hitti ég Dúu hár- greiðslumeistara í fyrsta sinn og vinstúlku hennar, Ossu. Það hýrn- aði yfir mér þegar ég heyrði að Dúa ræki hágreiðslustofu og bað hana strax að taka mig að sér. Ég man hve hissa hún varð þegar ég sagði henni að ég hefði aldrei átt heima í Reykjavík. Hún bauð mig hjartanlega vel- komna, en þá hafði hún stofu sína í Banka- stræti. Dúa var afskap- lega viðfelldin kona, ágætlega greind, það munu brids-félagar hennar staðfesta, og kímnigáfuna vantaði hana ekki. Ég fylgdi henni í Laugamesið og síðar upp í Álfta- mýri. Það var alltaf jafn gott að koma til Dúu, og mér fór fljótt að þykja vænt um hana. Henni var annt um viðskiptavini sína og eitt sinn gekk hún þannig frá hári mínu að ég þurfti ekki að greiða mér í 6 vikur. Mikið hló Dúa þegar ég sagði frá þessu, en ég var að fara í 6 vikna ferðalag til heitra landa og um að gera að vera með stutt hár og „mik- ið krullað", eins og hún sagði. Og þetta dugði mér vel. Þegar Dúa var orðin þreytt á hárgreiðslunni stofnaði hún tísku- verslun á sama stað og með sama nafni. Hún keypti sjálf inn, var búin að sjá og kynnast svo mörgu á ferli sínum og ferðalögum, að það varð henni ekki erfitt mál. Hún hafði af- ar góðan smekk á fötum og ekki síst á því, að þau væra vönduð og valdi því oft bestu merki. Enginn hefir sagt við þá sem hér skrifar eins og Dúa, þegar ég var komin í ein- hverja flík, sem mér leist vel á: „Nei, Anna mín, þetta gerir ekkert fyrir þig.“ Ég man hve hissa ég varð í fyrsta skipti, því að við nánari athugun sá ég að hún hafði rétt fyr- ir sér, en þessu hafði ég ekki vanist í Danmörku. Eftir þetta treysti ég henni og það var óhætt, hún var hreinskilin við viðskiptavini á þægi- legan máta og þetta var Dúu eðlis- lægt. Ég þekkti ekki uppvöxt hennar eða ættir, en vissi af mörgum systr- um, hverri annarri myndarlegri, en Erlu hárgreiðslukonu hefi ég kynnst best. Móður þeirra systra sá ég eitt sinn þegar Dúa hafði hár- greiðslustofu sína í Laugarnesinu. Hún var há, beinvaxin, bráðmynd- arleg kona og með mikið fallegt hár. Kristinn Halldórsson, Jófríður Hauksdóttir, Guðmundur Ómar Halldórsson, Svava Kristinsdóttir, Jóhann Kristján Halldórsson, Linda Sigurbjörg Halldórsdóttir, Einar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. DÝRLEIF JÓNSDÓTTIR t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar dóttur okkar, systur og barnabarns, ÁSU PÁLSDÓTTUR, Einihlfð 12, Hafnarfirði. Anna Margrét Pétursdóttir, Páll S. Kristjánsson, Kristján Pálsson, Ása Helgadóttir, Fjóla Gunnarsdóttir, Pétur Valdimarsson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför EIRÍKS BJÖRNS FRIÐRIKSSONAR, Smáratúni 25, Keflavfk. Jófríður Helgadóttir, Helga Eirfksdóttir, Gunnar H. Jóhannsson, Guðlaug P. Eiríksdóttir, Árni Ragnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Dýrleif Júns- dóttir Melstað fæddist á Hallgils- stöðum í Hörgárdai hinn 11. október 1919. Hún andaðist á Akureyri 15. apríl sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 23. apríl. Það er undarlegt að þurfa að sætta sig við það að sjá á bak ástvin- um sínum. Það er und- arlegt að þurfa að sætta sig við þá tilfinningu að ástvinir sem alla tíð hafa verið fastur hluti af tilverunni skuli nú vera famir yfir móðuna miklu og ekki lengur til staðar á þessu tilverasviði. Didda frænka var móðursystir mín. Sú eina. Hún var næstyngst af sjö systkinum, tvær systur og fimm bræður, en systkini hennar vora Unndór, endurskoðandi í Reykja- vík, Pétur og Valdimar, sem voru með samnefnt vöruflutningafyrir- tæki á Akureyri, Ragnheiður, hús- móðir á Siglufirði, Stefán, bóndi á Hallgilsstöðum og Eggert, bifreiða- stjóri á Akureyri. A undan henni voru þrír bræðranna látnir, en þrjú systkinanna halda enn uppi merk- inu. Foreldrar hennar vora Jón St. Melstað, bóndi á Hallgilsstöðum í Hörgárdal, og Albína Pétursdóttir frá Svert- ingsstöðum í Kaupangssveit. Didda ólst upp í góðu yfirlæti á Hall- gilsstöðum í stóram systkinahópi hjá Jóni afa og ömmu Bínu. Á Hallgilsstöðum var gott að vera eins og ég fékk sjálfur að reyna í tíu sumur. Mannlífið var ríkt og stórkost- legt, gleði, bjartsýni og dugnaður vora í fyrirrúmi og afí og amma voru þeir uppalendur, sem gáfu Diddu, systkinunum og okkur, sem á eftir komu, það veganesti sem dugað hefur vel í lífinu. Sögurnar af krakkaskaranum á Hallgilsstöðum vora endalausar og hvert og eitt þeirra systkina var snillingur að segja frá og færa sög- umar í þann búning að þær vora ævintýri líkastar. Ekki minnkaði kryddið þegar sögumar vora hlaðn- ar af eftirhermum og vísum. Ein af eftirminnilegustu sögunum af Diddu var af umhyggju hennar og elsku við Steina, óhrjálega tusku- dúkku, sem var þá í þeim mun meiri metum. Dúa er kært kvödd og ástvinum hennar vottuð einlæg samúð. Anna Snorradóttir. Þegar kaflaskipti verða í lífi manns leitar hugurinn ósjálfrátt aftur í tímann. Það yrði alltof langt mál að gera því einhver skil, enda af svo mörgu að taka. Líf okkar Dúu systur hefur verið samtvinnað alla tíð. Hún var klett- urinn og trúnaðarvinurinn sem ég gat reitt mig á í blíðu og stríðu. hún var líka kjamakona í viðskiptum og foringi heima fyrir. Hún skipulagði með mér utan- landsferð fyrir nokkram mánuðum og tók af mér loforð um að ég næði heilsufarslegu takmarki. Hún tók ekki í mál að við Sæbjörg hættum við þótt hún vissi manna best að hverju stefndi. Það lýsir henni vel að fársjúk hringdi hún til okkar á erlenda grand aðeins nokkrum klukkustundum fyrir andlát sitt til að spyrja um árangurinn. Við biðjum góðan guð að taka vel á móti elsku Dúu og vottum Þór Bjarkar og Jóni Lárassyni og bamabömum okkar dýpstu samúð. Ólafur og Sæbjörg. Til era margar sýnir af fólki eftir því hveming maður kemur að þeim. Ein myndin af Dúu í Lótus var nokkurskonar ömmu-sýn sem alltaf átti brjóstsykurmola, súkkulaði, kex eða grjónagraut, þetta kunnu strák- amir mínir vel að meta hjá þeim Dúu og Jóni. Dúa var systir hennar tengdamömmu, Erlu, reyndar ein af sex systram, eftir lifa aðeins þrjár þeirra. Þegar þessi systrahópur var samankominn var ekkert sem þær gátu ekki og ekkert sem þær vissu ekki, þær höfðu jú lifað svo lengi. Systumar voru einstaklega sam- rýndar en þó sjálfstæðar á sinn hátt. Að fá að tilheyra slíkum systrahóp var skóli fyrir mig þar sem ég á bara bræður, þar lærði ég til dæmis að hlusta og þegja, hlýða og drífa mig svo heim. Að leiðarlokum er efst í hug mér sú mynd af Dúu er kom fram í veik- indum hennar. Þar stóð sterk kona með hrjúfa rödd sem tók alvarieg- um veikindum sínum af æðruleysi, staðráðin að sigra hverja raun sem hún og gerði. Síðustu vikumar sínar var Dúa umvafin ást og hlýju frá Þór syni sínum, Jóni, stjúpbömum, systram og vinum, þeim sendum við samúðarkveðjur. Valdís, Ólafur, Hallur og Muggur. Ung tók Didda frænka saman við Ólaf Þorbergsson frá Reistará og eignuðust þau fjögur böm: Ragn- heiði, Pétur, Þorberg og Ágústu. Þau era öll í sambúð og barnaböm- in era orðin fjöldamörg. Heimili Diddu og Óla í Þórannarstrætinu á Akureyri stóð fjölskyldunni alltaf opið. Það var því ekki nema eðlileg tilfinning að finnast krakkamir hennar eins og yngri systkin. Minningin um menntaskólaárin á Akureyri er órjúfanlega tengd Diddu frænku, en hún var sá hauk- ur í homi sem gott var að leita til þegar ræða þurfti vandamál í trún- aði. Eins er ég hræddur um að glæsibragurinn hefði nú verið minni á pilti ef frænkan hefði ekki séð um að hann léti aldrei sjá sig í ópressuðum buxum. Didda frænka var ótrúlega dug- leg, hjartahlý, glaðvær og elskuleg kona. Hún vann lengst af utan heimilis, hélt fjölskyldunni saman og til hennar vora allir velkomnir. Hún vann eins og þjarkur við að fjölskyldan eignaðist nýtt hús og stóð þar uppi eins og sigurvegari. Þá varð henni mikið áfall þegar Óli, maðurinn hennar, féll frá. Þá var eins og þyrmdi yfir og veikindin tóku sig upp. En eðlið svíkur ekki og ætíð kom Didda frænka fram eins og við þekktum hana best, svo- lítið forvitin, brosandi, hlý og með glens á vör. Þannig er hún greypt í hjarta mínu á litlum stað, sem var snemma frá tekinn, bara fyrir Diddu. Jón Sæmundur Siguijónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.