Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 65 I I I ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnaríjarðar opin alla daga nema þriðjud. frá kl, 12-18.___ KJARVALSSTAÐIR: Opiö daglega frá kl. 10-18. Safna- leiðsögn kl. 16 á sunnudðgum. __________ LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Opið mán.-fimmtud. kl. 8.15-22, föst. kl. 8.16-19. Laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Handritadeild er lokuð á laug- ard. og sunnud. S: 525-5600, bréfs: 525-5615._ LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggíagötu 28, SeHossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.__________ LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Hoggmyndagarflur- inn er opinn alia daga. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17.______________________ LISTASAFN ÍSLANDS, FríkirKjuvegi. Sýningarsalir, kaffi- stofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað mánu- daga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Op- ið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðjud.-fóstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á miðvikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu: http/Avww.natgall.is___ LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12-18 nema mánud. ________________________ LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Tekið á móti gestum skv. samkomulagi. Upplýsingar í síma 553- 2906._________________________________________ LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið alla daga frá kl. 13-16. Slmi 563-2530._______ LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opið á sunnud., þriöjud., fimmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17.___________________________ MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. scptember. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með mii\jagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is.______________________ MINJASAFN RAFMAGNSVEITU Reykjavíkur v/rafstöð- ina v/Elliðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eða eftir sam- komulagi. S. 567-9009.________________________ MINJASAFN SLYSAVARNARFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garöi. Opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt er að panta á öðrum tímum í síma 422-7253.________________________ MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aðalstræti 68 er lokað I vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuö verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562. ÍÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI verður opið framvegis á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahóp- ar og bekKjardeildir skóla haft samband við safnvörð í síma 462-3550, sem opnar þá fúslega samkvæmt nánara umtali._______________________________________ MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, sími 569-9964. Opiö virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tima eftir samkomulagi.____________________ NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.__ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýníngarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16._____________________________________ NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartímann er safnið einungis opið 8amkvœmt samkomulagi.____________________ NORRÆNA IIÚSIÐ. Bókasafniö. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Slmi 555-4321. SAFN ÁSGRlMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 651-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16.____________________________________ SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og eftir sam- komulagi fyrir skólanema og aðra hópa. S: 565-4242, bréfs. 665-4251.____________________ SJÓMINJA- OG smidjusafn jósafats HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-17, S. 681-4677._______________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl.ís: 483-1165,483-1443. STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. _ 13-18 nema mánudaga. Sími 431-5566._________ SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafélags íslands, Garðlnum: Opið um helgar frá kl. 13-16._______ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Oplð alla daga nema mánudagakl. 11-17.____________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga tii föstu- dagakl. 10-19. Laugard. 10-15.________________ LÍSTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið aiia daga frá kl. 14—18. Lokað mánudaga. _______________________ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ Á AKUREYRI: Lokað í vetur nema eftir samkomulagi. Simi 462-2983.________ NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- arfrákl. 11-17._______________________________ ORÐ PAGSINS ________________ Reykjavík a'ml 661-0000. ~ Aknreyri s. 462-1840._________________________ SUNDSTAÐIR SÚNDSTADIR I REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið 1 bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-22. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-15. þri., mið. ogföstud. kl. 17-21._____________________ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-fdst. 7-21. Laugd. og sud. 8-18. Sölu hætt hálftíma iyrir lokun.____ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftima iyrir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.- föst. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12.___________ VARMÁRLAUG 1 MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. 6.80-7,46 og kl. 16-21. Um helgar kl. 8-18. SUNÖLAUGIN ( GRINDAVlK:Opið alla virka daga kl. 7- 21 og ki. 11-16 um helgar. Simi 426-7656._____ SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.46-8.30 og 14-22, helgar 11-18.__________]______________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kl. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. ki. 9-16._____ SUNDLAUGIN ( GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-8 og 16.30- 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opln v.d. kl. 7-21. Uugard. og sunnud. kl. 8-18. Sími 461-2532.___________ SUNÐLAUG SELTJARNARNESS: Opln mád.-róst. 7- 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._______ ÍÁÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-fóst. 7- 21, laugd. og sud. 8-18. S: 431-2643._________ BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21. ÚTIVISTARSVÆÐI _______________________________ Í JOLSKYLDU- OG HÚSDYRAGARÐURINN cr opinn alla daga kl. 10-17, lokaö á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á _ sama tlma. Simi 5757-800.___________________ SORPA_________________________________________ SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.16. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaöar á stórhátíðum. Aö auki verða Ánanaust, Garðabær og Sæv- arhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. UppLsími 520-2205. Fréttagetraun á Netinu S' mbl.is --*\LLTAf= ŒITTHXSAÐ A/ÝTT Fyrirlestur um siðfræði og erfða- upplýsingar HILLARY Rose, vísindafélagsfræð- ingur, flytur opinberan fyrirlestur í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Islands fimmtudaginn 20. maí kl. 18. Fyrirlesturinn, sem nefnist „Sið- fræði og erfðaupplýsingar", er í boði Siðfræðistofnunar og Siðaráðs land- læknis og er öllum opinn. í fréttatilkynningu segir: „Erfða- vísindi vekja æ flóknari og erfiðari siðferðisspurningar. Mun getan til að greina sjúkdóma halda áfram að aukast hraðar en getan til að með- höndla þá? Erum við sem einstak- lingai- og samfélag undir það búin að takast á við erfðafræðilegar upplýs- ingar? Geta þjóðríki og alþjóðastofn- anir stjórnað beitingu erfðatækninn- ar í þeim tilgangi að vernda friðhelgi einstaklinga og trúnaðarsamband sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks? Hversu langt er rétt að ganga í að gera náttúruna að verslunarvöru? Eru hin hefðbundnu markmið vís- indarannsókna, sköpun auðs og bætt mannlíf, samrýmanleg þegar erfða- vísindi eru annars vegar?“ Dr. Hilary Rose er prófessor em- erítus við háskólann í Bradford á Englandi. Hún hefur verið gistipró- fessor við fjölda háskóla bæði í Evr- ópu og Bandaríkjunum og er nú gistiprófessor í félagsfræði við City- háskóla í London. Hún hefur eink- um stundað rannsóknir á sviði vís- indafélagsfræði og kvennafræði og á síðustu árum hefur hún sérstaklega rannsakað erfðavísindi í ljósi þess- ara fræðigreina. Ferða- og árbók- arkynning FI FERÐAFÉLAG íslands verður í kvöld, þriðjudagskvöldið 18. maí, með ferða- og árbókarkynningu í Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný hárgreiðslu- stofa í Kópavogi NÝ HÁRGREIÐSLUSTOFA hef- ur verið opnuð í Hlíðarsmára 9, Kópavogi, Hárstofan Xit. Eig- endur stofunnar eru f.v.: Ingi- björg Sveinsdóttir og Svava Guð- mannsdóttir. Með þeim á mynd- inni er Alda Kristinsdóttir starfs- maður. Hárgreiðslustofan býður upp á alla hársnyrtiþjónustu fyr- ir dömur og herra. Ferðafélagssalnum í Mörkinni 6 kl. 20.30. Leifur Þorsteinsson sýnir myndir og segir frá „Laugavegi" og Kjalvegi hinum forna. Kristján M. Baldurs- son kynnir ýmsar sumarleyfisferðir og hvítasunnuferðirnar á Snæfells- nes og í Þórsmörk. Ennfremur verð- ur kynnt ný árbók Ferðafélagsins er nefnist: Firðir og fólk 900-1900, Vestur-ísafjarðarsýsla, en sýndar verða myndir Björns Þorsteinssonar af árbókarsvæðinu en hann lagði einmitt til litmyndir í bókina. Allir eru velkomnir meðan húsrými leyfir og aðgangseyrir er enginn. Kynnis- og undirbúningsferð vegna hvítasunnuferðir á Öræfajökul verður í kvöld kl. 19 og er mæting við Mógilsá og gengið á Esju. Mikið spurt um Austur- landaferðir „HEIMSKLÚBBUR Ingólfs & Príma hafa sérhæft sig í ferðum til Austurlanda, sem vakið hafa mikla athygli. A sunnudag birtist auglýs- ing um sumarleyfi, sumarauka í Malasíu og Taílandi með nýju sniði. Viðbrögðin létu ekki á sér standa því að á þriðja hundrað manns hafði samband samdægurs og skrifstofan fylltist strax út úr dyrum, um leið og opnað var kl. 13 á sunnudag," segir í fréttatilkynningu frá Heimsklúbbi Ingólfs. „I sértilboði Heimsklúbbsins er um þrjár mismunandi ferðir að ræða til Malasíu og Taílands í september nk. Flogið er með Flugleiðum til London og samdægurs áfram án millilendingar með breiðþotum af vönduðustu gerð, Boeing 747 eða 777. Flogið er yfir nótt, þannig að farþegarnir vakna upp í annarri heimsálfu næsta dag. Síðan skiptist dvölin milli þekktustu áfangastaða í Malasíu, höfuðborgarinnar Kuala Lumpur og Penangeyju en í Ta- flandi milli Bangkok og Pattaya, eða hins vegar Norður-Taflands með af- ar sérstæða menningu og fagurt landslag í Chiang Mai og Chiang Rai, en endað á eyjunni Phuket, sem nú nýtur feiknavinsælda. Ferðir þessar seldust upp í gær svo að Heimsklúbburinn hefur ákveðið að fjölga sætum og bæta við fleiri ferðum í haust. Fólk er jafnvel farið að panta vetrarferðirnar árið 2000,“ segir þar ennfremur. Aðalfundur FOK Breiðholtsskóla FORELDRA- og kennarafélag Breiðholtsskóla heldur aðalfund í kvöld, þriðjudaginn 18. maí kl. 20. Allir foreldrar/forráðamenn barna í Breiðholti eru í FOK. Þetta verður sérstakur fundur í tilefni 30 ára afmælis skólans. Fund- urinn verður haldinn í Breiðholts- skóla, hátíðarsal. Fundarstjóri verð- ur Einar Þorsteinsson og gestir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir til að svara spurningunni um hverfið og stöðu mála og framtíðarsýn þess og Sigrún Magnúsdóttir til að svara spurningum um skólann, skólamál, þróun þeirra og hvað er framundan. Einnig munu kennarar sýna aðrar hliðar á sér með uppákomu fyrir for- eldra. Fræðslufundur Foreldrafélags misþroska barna SÍÐASTI fræðslufundur vetrarins verður miðvikudaginn 19. maí kl. 20.30. Umræðuefnið verður: Of- virkni, greining og lyfjameðferð. Fyrirlesari verður Steingerður Sig- urbjörnsdóttir barnalæknir. Foreldrafélagið hvetur alla for- eldra, ekki síst þá sem þurfa að hug- leiða lyfjagjöf handa barni sínu vegna vandans, en einnig þá sem ný- lega hafa fengið greiningu eða ei-u að bíða eftir henni, til að mæta, seg- ir í fréttatilkynningu. Fundurinn verður haldinn í Safn- aðarheimili Háteigskirkju. Athugið að gengið er inn frá bflastæði bak við kirkjuna. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. LEIÐRÉTT Frumkvöðlar - texta ofaukið ÞAU mistök urðu í greininni „Frumkvöðlum ungað út“ sem birt- ist sl. sunnudag, að texti sem var framar í gi-eininni birtist einnig í miðri setningu í lok greinarinnar. Rétt er setningin þannig: „Þegar í lokin spinnast umræður og vangaveltur um hvaða áhrif þessi nýsköpunarkennsla hafi á framtíðina, bæði fyrir nemendur og fyrirtækinu í landinu, segir Agnar, að eins -og fram hafi komið séu þau ekki sammála viðteknum viðhorfum um að ekki sé hægt að kenna ný- sköpun..." Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Ályktanir aðalfundar Yerkalýðsfélags Húsavíkur síðastliðinn sunnudag Breytingar á skattkerfinu brýnar MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi ályktanir, sem sam- þykktar voni á aðalfundi Verkalýðs- félags Húsavíkur síðastliðinn sunnu- dag: „Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsavíkur telur að ekki megi drag- ast lengur að hefja gagngera endur- skoðun á skattakerfinu með það að markmiði að auka tekjuöflun, tryggja að kjarabætur skili sér til launafólks og gera fjölskyldufólki kleift að bæta stöðu sína með því að auka ráðstöfunartekjur sínar. Aðalfundurinn telur ekki viðun- andi að skattkerfið skuli auka þann mismun sem orðið hefur í kjaraþró- un hér á landi eins og gerst hefur á undanfórnum árum. Þeir sem hafa hæstar tekjur fyrir hafa fengið mest út úr breytingum á tekjuskattskerf- inu á meðan hinir tekjulægstu fá lít- ið sem ekkert í sinn hlut. Þróun skattleysismarka er sá þáttur sem mestu skiptir fyrir hina tekjulægstu. Skattleysismörkin hafa hins vegar verið fiyst og þannig lækkuð að raungildi sem hefur þyngt skattbyrði þeirra sem hafa lægstar tekjur. Það er algerlega óviðunandi að frysting skattleysis- marka verði áfram notuð til að láta hina tekjulægstu fjármagna lækkan- ir á tekjuskattshlutfallinu sem koma fyrst og fremst hinum tekjuhærri til góða. Skattkerfið er flókið og ógagn- sætt og það hlutfall sem launafólk er í raun að greiða í skatt er mjög mis- munandi eftir félagslegum aðstæð- um. Þeir hópar sem hafa þyngsta framfærslubyrði, barnafjölskyldurn- ar, verða langverst fyrir barðinu á jaðaráhrifum skattkerfisins. Tekju- tengingar bóta hafa í för með sér að umsamdar kjarabætur eða tekju- auki til handa þessum hópum skilar sér í stórkostlegum sparnaði fyrir rikissjóð vegna skertra bóta. Aðalfundurinn leggur til að skatt- kerfinu verði breytt þannig að fjöl- skyldur með þunga framfærslubyrði eigi þess kost að bæta stöðu sína með því að auka ráðstöfunartekjur sínar, ekki síður en aðrir hópar. Breyta verður skattkerfinu þannig að fólk með lágar tekjur og meðal- tekjur njóti að minnsta kosti jafn- mikilla kjarabóta og aðrir. Á vettvangi ASÍ og BSRB fer nú fram mikil vinna að skattamálum. Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsa- víkur fagnar því framtaki og væntir þess að niðurstöður þeirrar vinnu geti orðið leiðarljós í umræðum um skattamál og stefnumótandi við nauðsynlegar breytingar á skatt- kerfinu." Endurreisa þarf starfsemi Kaupfélagsins „Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsavíkur lýsir yfir þungum áhyggjum vegna slæmrar fjárhags- stöðu Kaupfélags Þingeyinga. Kaupfélag Þingeyinga hefur allt frá stofnun verið mjög mikilvægur hlekkur í atvinnulífi á félagssvæði Verkalýðsfélags Húsavíkur og verið einn af stærstu og öflugustu at- vinnurekendum á svæðinu. Takist ekki að endurreisa starfsemi fyrir- tækisins mun það hafa í för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Þingeyinga, sérstaklega þó starfs- menn, bændur og þau fyrirtæki sem byggja afkomu sína á viðskiptum við kaupfélag Þingeyinga. Kaupfélag Þingeyinga hefur einnig í gegnum tíðina látið gott af sér leiða til alls konar góðgerðar-, æskulýðs- og íþróttamála. Áhrifa fjárhagserfiðleika Kaupfélags Þing- eyinga kemur því til með að gæta víða. Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsavíkur skorar á forsvarsmenn Kaupfélags Þingeyinga að leita allra leiða til að finna viðunandi lausn á málefnum Kaupfélagsins með það að markmiði að starfsemi fyrirtækisins verði endurreist á nýjum grunni eða undir öðrum formerkjum. Aðalfundurinn skorar jafnframt á alla Þingeyinga að taka höndum saman í þeim erfiðleikum sem blasa við þingeysku samfélagi.“ Hvatt til sameiningar verkalýðsfélaga „Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsavíkur skorar á Landssamband iðnverkafólks að óska þegar í stað eftir viðræðum við Verkamanna- samband Islands um sameiningu sambandanna. Nú þegar mikil umræða fer fram um sldpulagsmál innan verkalýðs- hreyfingarinnar og stefnt er að sam- einingu Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík og Eflingar - stéttarfé- lags um næstu áramót telur aðal- fundurinn rökrétt framhald að Landssamband iðnverkafólks og Verkamannasamband íslands sam- einist í eitt sterkt samband. Með sameiningu sambandanna myndast öflugt amband sem yrði góður málsvari verkafólks og væri þannig betur í stakk búið til að berjast fyrir bættum kjörum verkafólks." LEGSTEINAR f rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl; Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. ii S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.