Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 56
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAERNA * SVEINBJÖRNSDÓTTIR THOMPSON + Jóna Ema Sveinbjömsdótt- ir Thompson var fædd í Sæmundar- hlíð á Holtsgötu 10 í Reykjavík, 8. sept- ember 1917. Hún lést í Bandaríkjun- um 27.janúar síðast- liðinn. Foreidrar Mb hennar vom Ólafía Björg Jónsdóttir frá Breiðholti og Jón Sveinbjöra Sæ- mundsson frá Sæ- mundarhlíð. Hún var yngst af syskin- um smurn. Elstur var Axel, hálf- bróðir hennar samfeðra, hann óist upp á Akranesi. Þá kom Sigríður, Guðrún Sæmundína kölluð Dúna, Björg og Bjarni Valur. Þau era öll látin nema Dúna sem er 87 ára og býr í Danmörku. Hún ólst upp í Sæ- mundarhlíð. Faðir hennar var lengi fylgdarmaður danskra landmælingamanna. Móðir hennar rak saumastofu á heim- ilinu og saumaði aðallega ís- lenska búninginn. Á Akureyri bjó hún um túna ásamt eigin- manni sínum Har- aldi Sigurðssyni. Þau slitu samvist- um. Eraa vann við sauma hjá Hanska- gerðinni REX, siðan vann hún um túna í Danmörku _ einnig við sauma. Á íslandi rak hún eigin saumastofu, þar til hún fór til Banda- ríkjanna 1947. 8. júlí 1948 giftist hún Edwin Stuart Thompson Hann lést 27. nóvember 1971. Þau bjuggu í West Orange í New Jersey. Sonur þeirra er Jón Stuart Thompson fæddur 8. febrúar 1951. Eiginkona hans er Susan, þau eiga tvo syni, Andrew og Nicholas. Dóttir Erau og Haraldar er Hrafnhild- ur, (Habbi) fædd 13.janúar 1936. Hún er gift Fred Heymann. Börn þeirra eru Theresa Óiafía (Lóa) og Fred (Skip) Þau búa öll í Bandaríkjunum. Útför Erau fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag er föðursystir okkar lögð til hinstu hvílu í íslenska mold hjá forfeðrum sínum. Hún er komin heim til Islands aftur. Ema var mikill Islendingur þó hún hefði bú- ið í Bandaríkjunum í rúm 50 ár. Hún ólst upp í vesturbænum I Reykjavík, í Sæmundarhlíð (Holts- götu 10), ásamt fjórum systkinum, en elsti bróðirinn Axel ólst upp á Akranesi. Þau eru nú öll látin nema Dúna, 87 ára, sem býr í Kaupmannahöfn. I Sæmundarhlíð rak móðir hennar saumastofu, þar sem aðallega var saumaður ís- lenski þjóðbúningurinn. Þar lærði Ema að sauma. Hún naut þess alla Stimpla RÐIN FRAMLEIÐUM Skilti á krossa Sfðumúla 21 - Selmúlamegin GERÐIN ? * 533 6040 • Fax: 533 6041 Email: stimpIar@isholf.is ®^f;\RARST0/4 /iSLANDS Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar i samraöi við prest og aöstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í likhús. - Aðstoða við val á kistu og likklaaðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað i kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, eínleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar vlð val á sáimum. - Likbrennsluheímild. - Duftker ef líkbrennsla á sór stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á ielði. - Legstein. - Fiutning á kistu út á land eða utan af landi. - Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlfð 35 - 105 Reykjavík. Sfmi 581 3300 - alian sólarhringinn. ævi að hanna og sauma föt, búa til hluti og gera heimih sitt fallegt. Hún var einstaklega smekkleg. Á sínum yngri árum iðkaði Ema mikið fimleika. Hún æfði og sýndi með KR og hélt ávaUt mikið upp á sitt gamla félag. Það sást best á því, að þegar hún heimsótti ísland eftir að hún flutti vestur, þá keypti hún iðulega KR-búninga eða önn- ur merki félagsins fyrir barna- bömin sín. Hún hafði gaman af því að klæða þau í KR-búningana þeg- ar þau voru úti við leik. Arið 1935 hóf KR leiksýningar á Skugga- Sveini til ágóða fyrir félagið, en sýningar fóru fram í KR-heimilinu. Ema var ein af leikurunum. Sýn- ingar þessar fengu mjög góða dóma, svo alls var sýnt 35 sinnum fyrir fullu húsi. Næsta ár samdi Erlendur Ó. Pétursson, formaður félagsins, revíu, sem var uppfærð á vegum KR. Titilhlutverídð lék hann sjálfur, en annað tveggja aukahlutverka lék Ema, og sýnir það að hún hefur staðið sig vel ár- inu áður í frumraun sinni. Útþráin kallaði á Emu, hana langaði að kynnast hinum stóra heimi. Hún fór til Kaupmannahafnar og vann þar í English House við sauma 1938-39, en þá kom hún heim til Islands og stofnaði sína eigin saumastofu. Útþráin var þó enn sterk, og nú var stefnan tekin á New York. Þar fékk hún vinnu við sauma. Fljótlega kynntist hún Ed- win Stuart Thompson (Tommy) og giftust þau 1948. Þau bjuggu allan Blómastofa Friójinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar tyrir öll tilefni. Gjafavörur. sinn búskap í New Jersey, áttu fal- legt heimili og gott líf, þar sem vel var tekið á móti öllum Islending- um. Þau voru bæði gjafmild og hjartastór. Á æskuslóðum Emu eignuðust þau íbúð sem þau dvöldu í um tíma á hveiju ári. Það var öll- um harmdauði þegar Tommy lést eftir 23 ára hjónaband þeirra. I augum okkar systranna sem bama var Ema frænka í Ameríku sveip- uð ævintýraljóma. Hún sendi okk- ur leikföng og föt sem ekki vora fá- anleg á íslandi í þá daga. Það var einstakt hvað hún mundi eftir öll- um við öll tækifæri. Væri einhver veikur í fjölskyldunni var hún þeg- ar búin að senda eitthvað við hæfi. Árið 1991 dó Björg systir Emu, og því vora þær Dúna systir hennar á landinu það sumarið. Þá urðu ánægjuleg kaflaskipti í lífi Emu þegar hún hitti vesturbæinginn og KR-inginn Gísla Halldórsson, þann heiðursmann. Saman áttu þau eftir að eyða miklum tíma, bæði hér- lendis og í Bandaríkjunum. Eftir því var tekið hversu glæsileg þau vora hvar sem þau sáust saman. I fyrrasumar bauð Ema okkur systram ásamt Irisi systurdóttur okkar í heimsókn til að kynnast bömum hennar og bamabörnum betur. Það góða ferðalag varð til þess að treysta fjölskylduböndin enn betur. Öll era þau hér nú til að fylgja „ömmu“ heim. Kæra frænka, þú hefur skipað stóran sess í lífi okkar. Hafðu kærar þakkir fyrir. Hvíl í friði. Gunnur og Lovísa Axelsdætur. Stundum var Ema ekki eins og af þessum heimi, óljós glæsivera í lífi fjölskyldu sinnar á eftirstríðs- áranum, búsett sjálf í nágrenni New York, kom færandi hendi, tyllti niður fæti í Reykjavík, glæsi- leg, gjafmild og brosandi, flutti með sér andblæ Vesturheims, sem maður þekkti helst af Hollywood- kvikmyndum, var svo óðar horfin. Hún var líka Ema frænka, sem gott var að heimsækja með börn og bura á námsárunum vestra, sem minnti okkur á íslenskar ræt- ur okkar og sem nestaði okkur með rúgbrauði og kæfu fyrir skoð- unarferðir inn á Manhattan, enda ahn upp af föður, sem lóðsaði danska landmælingamenn um óbyggðir Islands á milli heims- styrjalda og kunni sig vel heiman að búa. Ema, sem dansaði á milli skýjakljúfa stórborgarinnar þó hjartað slægi í Vesturbænum. Þegar við kvöddumst í haust sem leið sagði hún þetta vera sína síðustu heimsókn á Islandi, sem ég kvað vera bull eitt, því þótt hún gengi ögn hægar, hikaði stundum, þá var sama reisn yfir henni og áð- ur. En svo fór hún. Ema ólst upp í sama húsi og faðir minn, Sæmundarhlíð við Holtsgötu, á heimili sem einkennd- ist af brauðstriti og baráttu alþýð- unnar á fyrstu áratugum þessarar aldar. Mínar fyrstu minningar úr því húsi einkennast af hlýleika og glaðværð, foreldrar Ernu voru þá enn á hfi, tvö systkina hennar bjuggu enn í húsinu, en hún flutt vestur um haf. Það gerðist 1947, ævintýraþrá rak hana áfram, fyrr en varði hafði hún gifst Edwin (Tommy) Thompson, sem hún hafði áður kynnst á Islandi. Þau eignuðust einn son, Jon Stewart, en af fyrra hjónabandi átti Ema Hrafnhildi (Habbí), sem fylgdi Ernu til Bandaríkjanna. Fjölskyldan bjó við góð efni, enda byggði Tommy upp myndar- legt fyrirtæki. Þótt ytri lífsstíll væri ekki í takt við það sem var heima á Fróni, þá var Ema með eindæmum dugleg við að rækta tengsl við fjölskyldu sína á íslandi og íslenska menningu, eins og sást á heimili hennar. Hún var góð heim að sækja; man ég eina kvöld- stund undir miðnætti þegar ég kom til hennar eftir mörg hundrað mílna akstur við að safna erfðasýn- um. Ema heimtaði að við settumst niður, úr varð nokkurra klukku- stunda rabb yfir glasi af góðu víni, eflaust var þar líka kæfan góða á boðstólum; sagðar vora áður óheyrðar sögur, sem kenndu mér meira um ættarsögu okkar heldur en fjöldi erfðasýna á þurrís eins og ég var að safna. Það var stíll yfir þessu öllu, það var áfram stíll yfir Emu síðustu árin. Hún dvaldi lengur á Islandi, AÐALHEIÐUR GUÐMUNDA ÞÓRARINSDÓTTIR Aðalheiður Guðmunda Þór- arinsdóttir fæddist á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 29. októ- ber 1923. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Norðfirði 5. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórarinn Vagnsson bóndi á Hrauni og Sigríður Mikaels- dóttir frá Móum í Keldudal. Systkini hennar voru Unn- ur, Valdimar, Pétur (látinn), Elías (látinn) Jórunn, (látin), Kristján og Ingólfur. Hinn 5. júm 1946 giftist Aðal- heiður Sölva Sigurðssyni frá Brautarholti í Reyðarfirði. Þau Aðalheiður og Sölvi eignuðust tvær dætur, Jóhönnu, fædda 19. ágúst 1946, og Þórunni Frey- dísi, fædda 15. september 1959. Utför Aðalheiðar fór fram frá Reyðarfjarðarkirkju 12. maí. Aðalheiður (Heiða) eins og hún var kölluð lést á sjúkrahúsinu á Norðfirði eftir erfiðan og kvalafull- an sjúkdóm þann 5. maí sl. Heiða ólst upp við kröpp kjör sem mjög var algengt í þá daga, enda kreppuár fyrir heimsstyrj- öldina síðari. Snemma fór Heiða í vist, vart komin af unglingsáram, fyrst til Þingeyrar, síðan til Isa- fjarðar. Var slíkt mjög tíðkað í þá daga og þótti lærdómsríkt að komast á góð heimili, þótt kaup væri afar lágt. Á þessum áram lærðist henni margt er að gagni kom síðar á lífsleiðinni, bæði sem húsmóðir og móð- ir. Heiða gekk að eiga Sölva Sigurðsson frá Brautarholti í Reyðar- fírði. Bjuggu þau fyrstu fimmtán árin i Reykjavík, oft við þröngan kost. Árið 1961 fluttu þau á feðraslóð Sölva að Brautarholti á Reyðar- firði og bjuggu þar uns Sölvi lést fyrir níu áram, eftir það bjó Heiða þar ein. Þegar austur kom batnaði mjög hagur þeirra hjóna og þar leið þeim vel. Margir munu minnast Heiðu vegna hjartagæsku hennar, hógværðar og hreins hjartalags. Hún fann til með þeim smáu og bar þá fyrir brjósti sem liðu og áttu bágt, vegna fátæktar eða um- komuleysis. Heimili þeirra hjóna stóð opið gestum og gangandi, bæði úr austri og vestri. Oft vakti það undran mína hvernig Heiðu tókst að töfra fram ljúffenga mál- tíð af litlum efnum. Sannaðist þar sem Guðmundur Friðjónsson seg- ir: „Hún saðning veitti svöngum og svalaði hinum þyrstu af næsta litl- enda hafði hún eignast góðan vin í Gísla Halldórssyni arkitekt, þau auðguðu líf hvor annars. Jai’ðneskar leifar Ernu munu að hennar ósk hvíla í gamla kirkju- garðinum við hlið ættingja hennar. Löngu, farsælu ferðalagi er lokið. Hvíl í friði. Högni Óskarsson. Kæra nafna mín. Mér finnst skrýtið að hugsa til þess að þú, „Erna nafna mín“, sért nú dáin. Það fyrsta sem ég man eftir er þegar ég áttaði mig á því sem barn að þú hést ekki nafna heldur varstu bara mín nafna. Pabbi hafði valið þessa leið til að sýna þakklæti sitt til þfn og Tommy eftir allt sem þið gerðuð fyrir hann í veikindum hans. Næstu minningabrot snúast um nammipoka. Alltaf þegar þú komst frá Ameríku deildirðu út á okkur krakkana stærðarinnar nammi- pokum. I þeim var framandi sæl- gæti, eins og litaður lakkrís, kanil- tyggjó og annað nammi sem ekki fékkst hér. Hugurinn reikar enn. Hugsaðu þér að það era um tíu ár síðan ég kom og heimsótti þig. Þetta var stutt viðdvöl, en þú tókst á móti mér með opnum örmum og kvadd- ir mig með gjöfum. Loksins hafði ég fengið að sjá hvemig þú bjóst og að hitta fjölskylduna þína. Sam- bandið var ekki mikið síðustu árin. Ég var í skóla. Komin með mann, heimili og börn. Ég hugsaði oft til þín og fékk fréttir af þér, en varð aldrei meira úr verki en það. Það hefur oft verið sagt við mig að ég væri lfk þér og þá sérstaklega að einu leyti. Það er víst kallað í dag að vera ákveðinn þó svo að margir myndu nú vilja nefna það eitthvað annað. Kæra nafna, ég veit að þú hefur það gott núna. Ég veit líka að þú munt taka á móti mér einn daginn og hver veit nema þú gefir mér þá nammipoka frá þessu framandi landi sem þú ert í núna. Ég votta aðstandendum þínum mína dýpstu samúð. Guð geymi þig. Þín nafna, Erna Valdís Sigurðardóttir. um föngum." Dettur mér því oft í hug frásögn Biblíunnar um brauð- in fimm og fiskana sem mettuðu fimm þúsund manns. Er ekki mergurinn málsins sá að það sem gefið er í kærleika ávaxtast þús- undfalt? Hún hafði þjáðst mikið er lausn- in kom. Stundum finnst mér eins og hún væri að bíða eftir bróður okkar Pétri sem andaðist tveim sólarhringum á eftir henni eftir stutta legu. Nú fylgist þið að í dauðanum, vorað ávallt vinir í líf- inu og leiddust oft, lítil böm. Almáttugur Guð blessi minn- ingu þína og styrki dætur þínar og barnaböm sem þú unnir svo mjög. Sofðu nú systir mín góða sumarið fer að skarta. A nokkur betra að bjóða en birtu frá hreinu hjarta? Allt sem að andann dregur ann þér í hvílu þinni. Birtist nú breiður vegur og blómskrúð í fyrsta sinni. Fátækum gafstu glaðning og gleði í mildum orðum, fjölmargir fengu saðning og fylli af þínum borðum. Til hvíldar þú leggst nú lúin landið út faðminn breiðir. Bjargföst var bemsku trúin og bænin sem alla leiðir. Döggvast grund, degi hallar dúnmjúkar öldur hjala. Blómin nú höfði halla hugljúf í morgunsvala. Dýrfirskar sveitir sakna sól er að fjallabaki. Minningar margar vakna máttur Guðs við þér taki. (Ingólfur Þórarinsson.) Ingólfur Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.