Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eldur í olíu- tönkum í Abidjan Upplausn í herbúðum andstæðinga Borís Jeltsíns á russneska þinginu Líklegt að dúman samþykki tilnefningu Stepashíns Moskvu. AP, The Daily Telegraph. AUKNAR líkur eru taldar á því að dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykki tilnefningu Sergejs Stepashíns sem forsætis- ráðherra í atkvæðagreiðslu, sem fram fer á morgun, eftir að tilraun- ir stjómarandstæðinga til að fá samþykkt í dúmunni að höfðað yrði mál á hendur Jeltsín til embættis- sviptingar fóru út um þúfur. Upp- lausn ríkir í herbúðum andstæð- inga Jeltsíns í kjölfar ósigursins á laugardag. Stepashín átti í gær viðræður við þingmenn og fór fram á stuðning þeirra og var haft eftir kommúnist- anum Gennadí Seleznjov, forseta dúmunnar, að hann ætti von á því að Stepashín yrðu samþykktur strax við íyrstu atkvæðagreiðslu. Upphaflega hafði stjórnarandstað- an hins vegar brugðist ókvæða við þegar Jeltsín vék Jevgení Príma- kov úr embætti forsætisráðherra fyrir helgi og tilnefndi Stepashín í hans stað. „Ég er ekki frá því að Stepashín henti í embættið,“ hafði Interfax- fréttastofan eftir Seleznjov. „Hann er afar varkár maður, en hann er ekki undirróðursmaður,“ sagði Sel- eznjov. Seleznjov hafði á laugar- dag, skömmu eftir að kommúnist- um mistókst að fá tilskilinn fjölda þingmanna fyrir tillögum sínum um að hefja málshöfðun á hendur forsetanum, látið hafa eftir sér að hann vissi ekki til þess að þing- menn dúmunnar hefðu sérstaka andúð á Stepashín. Litlar breytingar á stjórninni Orð Seleznjovs eru sögð til marks um að kommúnistar séu lítt reiðubúnir í frekari átök við Jeltsín og að dúman muni jafnvel staðfesta tilnefningu Stepashíns við fyrstu eða aðra atkvæðagreiðslu. Fari svo þykir ljóst að Jeltsín hafi sýnt og sannað að hann er fjarri því að vera dauður úr öllum æðum. Stepashín mun hafa heitið því í viðræðum sínum við þingmenn að ríkisstjórn sín myndi ekki hafa innanborðs neina „illa þokkaða að- ila“, en þar er talið að átt sé við umbótasinna í efnahagsmálum. Líklegt er talið að ríkisstjórn Stepashíns verði að mestu leyti skipuð sömu mönnum og gegndu störfum í ríkisstjóm Prímakovs en fyrir Jeltsín skiptir öllu máli að hann er laus við Prímakov, en samskipti þeirra þóttu erfið. Jafn- framt er ekki talið líklegt að kommúnistinn Júrí Masljúkov fái sæti í stjóminni. SLÖKKVILIÐSMENN á Ffla- beinsströndinni reyndu í gær að slökkva mikinn eld í stórum olíu- tönkum í hreinsunarstöð í Abidjan en urðu nær uppi- skroppa með efnakvoðu sem not- uð var til að reyna að kæfa eld- inn. Eldurinn kviknaði á fimmtu- daginn var og talið var að tekist hefði að slökkva hann að mestu á laugardag eftir að 25 franskir slökkviliðsmenn komu á staðinn frá Frakklandi til að aðstoða við að þekja tankana með þykku lagi af kvoðu. Rok varð hins vegar til þess að kvoðan fauk af tönkunum á sunnudag og eldurinn blossaði upp á ný. Talið er að 30.000 rúmmetrar af olíu hafi brunnið og eldtung- urnar voru allt að þrjátíu metra háar. Ekki var vitað um orsök eldsins. Evrópusinnaðir íhaldsmenn í Bretlandi stofna nýjan flokk Sótt að Hague úr öllum áttum Aðild að EMU eitt stærsta málið í Evrópuþingskosningunum London. The Daily Telegraph. Reuters Bill Clinton ræðir kvikmyndaiðnaðinn í útvarpsávarpi Hvetur til að dregið verði úr ofbeldi í kvikmyndum Los Angeles. Reuters. BRESKIR íhaldsmenn, sem hlynntir em aðild að Myntbanda- lagi Evrópu (EMU), kynntu stefnuskrá sína um helgina en þeir munu bjóða fram sérstakan lista í Evrópuþingskosningunum 10. júní nk. Sögðu þeir við það tækifæri, að þeir, sem hlynntir væru Evrópu- sambandinu, ESB, ættu ekld leng- ur heima í Ihaldsflokknum. Hugs- anleg aðild að myntbandalaginu verður líklega eitt af stóru málun- um í kosningabaráttunni en ekki er þó talið, að kunnir Evrópusinnar í Ihaldsflokknum eins og þeir Mich- ael Heseltine, fyrrverandi aðstoð- arforsætisráðherra, og Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráð- herra, muni ganga til liðs við nýja flokkinn. Ihaldsflokkurinn h'tið annað en baráttusamtök ESB-andstæðinga Það voru þeir John Stevens og Brendan Donnelly, tveir fyrrver- andi þingmenn Ihaldsflokksins á Evrópuþinginu, sem stofnuðu Evr- ópusinnaða íhaldsflokkinn vegna óánægju með afstöðu Williams Hagues, leiðtoga íhaldsflokksins, til myntbandalagsins. Þegar þeir kynntu stefnuskrá sína á sunnudag sögðu þeir, að Ihaldsflokkurinn væri nú lítið annað en baráttusam- tök Evrópuandstæðinga og því fengju þeir, sem hlynntir væru Evrópusambandinu, gott tækifæri í Evrópuþingskosningunum 10. júní til að lýsa yfir andstöðu við þetta „feigðarflan" gamla flokks- ins_. I stefnuskrá Evrópusinnaða íhaldsflokksins er hvatt til, að Bretland gerist sem fýrst aðili að myntbandalaginu. Ekki á útleið en þó ... Donnelly sagði á blaðamanna- fundinum á sunnudag, að nýi flokk- urinn byggði ekki síst á stefnu þeirra Evrópusinnanna Heseltines og Clarkes. Heseltine virðist þó ekki vera á leið úr íhaldsflokknum og raunar þykir líklegt, að hann ætli sér að sitja áfram á þingi fyrir sitt kjördæmi, Henley, en að und- anfömu hefur verið lagt mjög hart að honum að segja af sér. Clarke er ekki heldur á leið úr flokknum en hann ætlar samt að taka upp samvinnu við Evrópu- sinna í Verkamannaflokknum í því skyni að hvetja til aðildar að mynt- bandalaginu. Hefur hann lofað að gera það ekki fyrr en að loknum Évrópuþingskosningunum en þó að því tilskildu, að kosningabarátta Ihaldsflokksins verði ekki öll upp á Evrópuandstöðuna. Reynir að sigla milli skers og báru Það eru þó ekki aðeins Evrópu- sinnamir, sem valda Hague áhyggjum, heldur einnig hörðustu Evrópuandstæðingamir í flokkn- um. Þeir leggja fast að honum að herða enn á andstöðunni við yfir- stjómina í Brussel og segja, að nú- verandi stefna flokksins í þessum málum sé allt of loðin enda verið sett saman m.a. til að þóknast Kenneth Clarke. Viðbrögð Hagues við þessu eru að gera hvorugum til hæfis. í ræðu, sem hann flutti í Búdapest fyrir nokkmm dögum, lagði hann áherslu á, að Rómarsáttmálanum yrði að breyta til að einstök aðild- arríki gætu farið sínar eigin leiðir á ýmsum sviðum, t.d. í fiskveiðimál- um. Jafnframt því lýsti hann yfir ein- dregnum stuðningi við aðild Breta að Evrópusambandinu. Vonast hann augljóslega til, að þessi stefna geti höfðað til efasemdamanna í Evrópumálunum í öðram flokkum en jafnlíklegt er, að hún reiti til reiði Evrópuandstæðingana í hans eigin flokki. Blair hlynntur evrunni Tony Blair forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins kveður aftur á móti æ skýrar að orði um þann vilja sinn, að Bretar verði fullkomnir þátttakendur í öllu starfi ESB. Kom það fram í ræðu, sem hann flutti í Aachen í Þýskalandi en þar tók hann við verðlaunum, sem kennd era við Karlamagnús eða Karl mikla og veitt fyrir mikið framlag til evr- ópskra málefna. Kvaðst hann hlynntur því í grandvallaratriðum, að Bretland gengi í myntbandalag- ið og tæki upp evrana í því skyni „að öðlast sinn rétta sess í Evr- ópu“. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hvatti kvikmyndaframleiðendur í Hollywood til að draga úr ofbeldi í myndum sínum í vikulegu útvarps- ávarpi til bandarísku þjóðarinnar á laugardag. „Það er enn alltof mikið ofbeldi á tjaldinu og skjánum," sagði forset- inn. Hann skoraði á kvikmyndafyr- irtækin í Hollywood að endurskoða mat sitt á því hvaða myndir væra við hæfi bama og athuga hvort „of mikið tilefnislaust ofbeldi" væri í myndum sem ekki era bannaðar börnum. Forsetinn sagði að draga þyrfti veralega úr ofbeldinu og kvað sér- fræðinga hafa áætlað að „venjuleg- ir Bandaríkjamenn sjái 40.000 leik- in morð“ í kvikmyndum og sjón- varpi áður en þeir ná átján ára aldri. Börn sjái ekki byssur í auglýsingum Clinton hvatti ennfremur kvik- myndafyrirtækin til að láta ekki byssur sjást í auglýsingum og kynningarefni um kvikmyndir sem böm væra líkleg til að sjá. Hann skoraði einnig á eigendur kvik- myndahúsa og myndbandaleigna að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að böm horfðu á kvikmyndir sem ekki væra ætlaðar þeim. „Þið ættuð að kanna per- sónuskilríki þeirra, ekki snúa ykk- ur undan þegar böm, sem era ekki í fylgd fullorðinna, ganga inn til að horfa á bannaðar myndir. Það era enn of mörg berskjölduð böm sem era gagntekin af ofbeld- ismenningunni, verða æ ónæmari fyrir ofbeldinu og afleiðingum þess, þannig að hundrað þeirra verða líklegri til að fremja ofbeldis- glæpi sjálf, eins og rannsóknir hafa leitt í Ijós,“ sagði forsetinn. Clinton lagði ennfremur áherslu á að allir Bandaríkjamenn þyrftu að leita leiða til að blóðsúthelling- amar í framhaldsskólanum í Litt- leton í síðasta mánuði endurtækju sig ekki. Tveir unglingar myrtu þá tólf nemendur og einn kennara í skotárás í skólanum áður en þeir sviptu sig lífi. Clinton hyggst fara til Littleton á fimmtudag til að hitta foreldra fómarlambanna og nemendur skólans. Forsetinn gagnrýndi einnig öld- ungadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar era í meirihluta, fyrir að samþykkja byssulög, sem hann sagði að dygðu engan veginn til að koma í veg fyrir að böm og unglingar gætu eignast skotvopn. Hann sagði að lögin væra „undir- lögð af smugum". Fjársöfnun Clintons í Hollywood gagnrýnd Nokkram klukkustundum eftir að ávarpinu var útvarpað fór Clint- on í veislu í Hollywood í boði SKG DreamWorks, kvikmyndafyrir- tækis Davids Geffens, Stevens Spielbergs og Jeffreys Katzen- bergs. Fjölmargar kvikmynda- stjömur vora í veislunni, sem var haldin til að afla fjár í kosninga- baráttu demókrata á næsta ári. Ágóðinn af veislunni var tvær milljónir dala, andvirði tæpra 150 milljóna króna. Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, gagnrýndi Clinton fyrir að „betla fé af einum af mengunarvöldunum sem bera ábyrgð á siðferðislegri hnignun þjóðarinnar". „Hver era skilaboðin til barna okkar?“ spurði Lott. „Demókratar láta sér annt um öryggi ykkar, nema þegar það hentar ekki félög- um þeirra í Hollywood.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.