Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 71 CARLYLE vakti fyrst at- hygli hér á landi og annars staðar í myndinni „Train- spotting“ þar sem hann lék illa bilaðan einstakling að nafni Begbie og tókst að stela myndinni í hvert skipti sem hann birtist í henni; brjálæðiskastið sem hann fékk á barnum í þeirri mynd sendir enn hroll niður eftir bakinu. Síðan þá hefur Carlyle fengið umtalsvert rólegri hlutverk og gert sér mat úr þeim á þann hátt að hann er nú einn af eftirsóttari leikurum bresku bylgjunnar; hann fór m.a. með eitt aðalhlutverkanna í breska smellin- um Með fullri reisn og hefur síðan haft úr nógu að velja. Leikslj óraraunir Nýjustu myndinni hans hefur verið lýst sem eins konar breskri útgáfu af Butch Cassidy og Sund- ance-drengnum. Hún heitir Plunkett og Macleane, var nýlega frumsýnd í Bretlandi og er leikstýrt af Jake Scott, syni leikstjórans kunna, Ridleys Scotts. Hún gerist á átjándu öldinni og segir af tveimur félögum sem lenda í kröppum dansi. Annar er ræningi á þjóðvegum landsins en hinn dreymir um að eignast næga peninga til þess að koma undir sig fótunum í Banda- ríkjunum. Þeir sjá tækifæri til þess að auðgast snarlega með vel heppn- uðu ráni en hlutirnir fara ekki alveg eftir áætlun. Mótleikari Carlyle er Jonny Lee Miller, sem einnig lék á móti honum í „Trainspotting". „Við erum gamlir félagar og það er ein ástæða þess að við vorum fengnir í þessi hlutverk," hefur breska kvikmyndatímaritið Empire eftir Carlyle. Með önnur hlutverk fara Liv Tyler og Michael Gambon. Plunkett og Macleane var tekin í Tékklandi og tökur munu ekki hafa gengið átakalaust fyrir sig en mest af því er skrifað á reynslu- leysi leikstjórans. Onnur ný mynd með Carlyle vakti einnig athygli íyrir erfiðleika við tökm- en það er „Ravenous", sem líka er verið að frumsýna í Bretlandi um þessar mundir. Sú mynd gerist á nítjándu öld og segir af hópi bandarískra hermanna er urðu fómarlamb mannætu, sem Carlyle leikur (myndin er sögð byggð á sönnum atburðum). Leik- stjórinn, Milsjo Mansjevskí, var rekinn frá myndinni en Carlyle tókst að fá gamla samstarfskonu sína, Antoniu Bird, til þess að taka við leikstjóminni; Carlyle lofaði að leika í nýjustu mynd hennar sem gerist á Norður-írlandi ef hún vildi bjarga „Ravenous“. Sem hún og gerði. Hún hafði áður stýrt Carlyle í þremur fínum myndum, „Safe“, .,Priest“ og „Face“. „Ég vil sem minnst tala um „Ravenous“,“ segir leikarinn. „Ég veit ekki hvað ég má segja mildð, lögfræðilega, því deil- urnar standa enn.“ Ólst upp í hippakommúnum Carlyle valdi sér eftir allt þetta klúður ömggan leikstjóra til þess að vinna með og tók að sér aðalhlut- verkið í nýjustu mynd Alan Par- kers, „Angela’s Ashes“. „Mig lang- aði til þess að vinna með einhverj- um sem tekur ekki við skipunum frá neinum og það var frábært." Carlyle er 38 ára gamall, fæddur í Glasgow, að því er segir í Empire. Hann ólst upp í hippakommúnum í borginni með fóður sínum en móðir- m lét sig hverfa þegar drengurinn var fjögurra ára. Carlyle hætti í skóla 16 ára gamall og tók að vinna fyrir verkalýðsfélag. „Eins og allir aðrir á mínu reki þjáðist ég í átján úr eftir að Thatcher komst til valda,“ segir hann og bætir við að hann sé mjög pólitískur. Vinur hans gaf honum eintak af í deiglunni eft- m Arthur Miller og það kveikti leik- listaráhuga hjá Carlyle, sem tók að læra leiklist hjá Konunglegu skósku leiklistarakademíunni. Skömmu eftir útskrift fékk hann hlutverk í mynd eftir Ken Loach, sem er einn af fremstu raunsæis- höfundum breskrar kvikmynda- gerðar. Myndin hét „Riff, Raff' en Carlyle átti eftir að leika íyrir Loach aftur í Söng Cörlu eða I deiglunni kveikti leiklistaráhugann LIV Tyler í Plunkett og Macleane. SEAN Connery er guð; skoski leikarinn Robert Carlyle. Skoski leikarinn Robert Carlyle hefur verið mjög áberandi í myndum bresku nýbylgjunnar, að sögn Amaldar Indriðasonar, sem skoðaði feril þessa öra freistingamar hingað til, býr enn í Glasgow og forðast athygli fjöl- miðla. „En það eru tvær hliðar á því máli. Éf fólk hefði ekki áhuga á manni væri maður ekki að gera það sem maður er að gera.“ Eftir að hann lék í Með fullri reisn fékk hann fjölda tilboða frá Hollywood sem hvert hljóðaði upp á óhemju fjárhæðir. Hann hafnaði því öllu saman kannski minnugur þess sem henti breska leikarann David Thewlis þegar hann samþykkti að leika í Eyju Dr. Moreau, einni verstu Hollywood-mynd áratugar- ins. Hann gat þó ekki hafnað því þegar honum bauðst að leika í nítj- ándu Bond-myndinni, „The World is Not Enough“. Hann fer með hlut- verk óþokkans og fer þar í fótspor t ^ manna eins og Kurt Jiirgens og Christopher Lees og fleiri góðra. „Já, einmitt, ég er illmennið. Hann er með byssukúlu í hausnum en er samt ennþá á lífi og getur verið hirðulaus því hann hefur engu að tapa. Ég hef ekki mikinn áhuga á að leika í bruðlmyndunum frá Banda- ríkjunum en þegar Bond er annars vegar hugsar maður með sér að þetta sé nokkuð sem mann langar til þess að gera. Mér finnst það frá- bært og ég trúði því ekki að ég væri kominn í Bondmynd vegna þess að ég sá þær allar á sjöunda og áttunda áratugnum með föður mínum og Se- an Connery er guð. Tengslin við Bond eru Skotum mjög mikilsverð.“ 'c" Carlyle gerir sér grein fyrir að hann er ekki lengur óþekktur leik- ari að berjast um hlutverk í mynd- um bresku nýbylgjunnar og viðhorf hans til Hollywood-myndanna er að breytast. Hann viðurkennir að starfssviðið sé orðið miklu mun stærra. Það hefur sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. „Ég er að fá ann- ars konar og miklu stærri tilboð en áður og ég væri bölvaður lygari ef ég héldi því fram að peningar skiptu engu máli í því dæmi. Ég er að fikra mig yfir á önnur svið.“ *• „Carla’s Song“, sem er ein af betri myndum leikai’ans og á eflaust vel við pólitískar skoðanir hans en hún fj'allaði að nokkru leyti um bylting- una í Nigaragva. Loach var fyrsti leikstjóri Carlyles og leikarinn lærði heilmikið af honum. Sá næsti var Antonia Bird, sem áður er nefnd. „Sumar bestu bíómyndimar hafa orðið til fyrir gott samstarf leikara og leikstjóra: Powell og Press- burger, Scorsese og De Niro. Það sama á við um okkur Antoniu.“ Hann segir að leikstjórinn geri hon- um kleift að kafa dýpra í persónum- ar sem hann leikur því hann sé ger- samlega ófeiminn frammi fyrir henni. Það hefur vakið athygli í Skotlandi hversu tryggur Carlyle er gömlum félögum sínum þrátt fyrir síauknar vinsældir. Eftir að hann lék í „Trainspotting" hafnaði hann tilboðum um að leika í Hollywood- myndum en lék þess í stað í fjómm, litlum breskum myndum og honum hefur tekist að standast Hollywood- VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4300-0022-4237 4507-4500-0026-7523 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ISLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Slmi 525 2000. tSLMCSFUK st>\»5a óstc^ Grayarvcgt KNICKERBOX .,, • •. ■ KARL K-KARLSSON Hórstofo MiSasala BRCMDW8 borða- pantanir: Daglega frá áfifer HÓTEL fSLANDI Miða- og borðapantanir í síma 533 1100. -Verð 5.900, matur og sýning. 2.200, á skemmliatriði og keppni, kr. 1500 á spariball. á Broadway, sem haldin verbur á Broadway, fostudaginn 21. maí — — _ * ** _ ■ *✓__✓■ • ' • ^ 23 stúlkur taka þátt í keppn Stúlkurnar koma fram þrisvar og eru í aöalhlutverkhm. Dansarar frá Danssport sýna glæsileg' dansatriöi undir stjórn Kadri Hint. Hinir ungu og- stórei'nilegu söngvarar úr ABBA og Prímadonnusýningunum. Birgitta Haukdal og Kristján Gíslason fiytja dúetta og hugljúfar ballööur. auk óvæntrar uppákomu. Hljómsveitin Skítamórall leikur á spariballi til kl. 03:00. Kynnir er Bjarni Ólafur Guömundsson. Framkvæmdastjóri: Elín Gestsdóttir. Sviössetning og þjálfun: Kadri Ilint. Líkamsrækt: Dísa. World Class. Hárgreiösla: Spes og Karitas hárstofa. Föröun: FACE. Neglur: Heilsa og Fegurö. Fii'S í ' j* 1 111--Jk \ I y jg L c=> 17- »-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.