Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN . Þrælslund Egils EGILL Helgason blaðamaður ritar grein í Morgunblaðið 12. maí sl. sem hann kallar „Smáútskýring". Mér fínnst nauðsynlegt að gera nokkrar athuga- semdir við útskýringu Egils. Egill hefur farið mikinn í fjölmiðlum upp á síðkastið, vegna ^■þess að D-listi Sjálf- stæðisflokksins hefur neytt þess lögbundna réttar síns að fylgjast með því að kosningar til Alþingis fari lýð- ræðislega fram. I áð- umefndri Morgunblaðsgrein ritar Egill enn um þetta og greinir frá því að hann hafi neitað að kjósa í kjördeild sinni í Hagaskóla vegna þess að fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins var staddur í kjördeildinni. Og hvað gerði Egill, jú hann fór og kaus utankjörstaðar í Kópavogi og bað svo sjálfstæðismenn í Kópa- vogi að koma atkvæði sínu til skila. % Egill valdi þá leið að koma því ' enn betur á framfæri en áður að hann hefði neytt kosningaréttarins. I 67. gr. kosningalaganna nr. 80/1987 er skýr heimild framboðs- aðila til þess að hafa aðgang að skrá yfír þá sem kosið hafa utan- kjörfundar. Þessu tii viðbótar fór Egill með atkvæði sitt til sjálfstæð- ismanna í Kópavogi og bað þá að koma atkvæðinu til skila. A um- slagi utan um utankjörfundarat- kvæðaseðilinn kemur skýrlega fram nafn kjósandans. Þá hef ég '> frétt af því að Egill hafi einnig komið því á framfæri við sjónvarpið að hann hafi neytt kosninga- réttar síns þótt ekki hafi ég séð fréttina. Mér verður spum, hvað liggur að baki þessum pirringi í Agli? Ekki getur það verið að Agli standi ekki á sama um það að menn viti að hann hafi kosið. Hann kom því ræki- lega á framfæri sjálfur eins og hann skýrði svo vel í blaðagrein sinni. I grein sinni segir Egill að „enginn geti í góðri trú sagst hafa áhyggjur af kosningasvindli á Islandi". Það skín í gegnum útskýringu Egils að Kosningar Upphlaup Egils var algerlega þarflaust, segir Signrbjörn Magnússon, og virðist ekki þjóna öðrum til- gangi en að fullnægja athyglisþörf Egils sjálfs. hann hefur ofurtrú á mátt ríkis- valdsins. Ríkið muni sjá vel fyrir öllu og það sé óskeikult um fram- kvæmd kosninganna. Hér kemur fram alveg ótrúleg þrælslund gagnvart ríkisvaldinu, jafnvel þótt íslenska ríkisvaldið sé e.t.v. með því skárra sem gerist í heiminum. Sá réttur sem framboðsaðilum, þ.á m. Sjálfstæðisflokknum, er tryggður í 33. gr. kosningalaganna til að fylgjast með kosningunum og vera viðstaddir kosningu á kjörstað er sprottinn af þeirri staðreynd að handhöfum ríldsvaldins er ekki einum treyst til þess að misbeita ekki valdi sínu við framkvæmd kosninga. Hér á landi eins og í öðr- um lýðræðisríkjum eru lögfestar ákveðnar viðurkenndar reglur sem eiga að veita ríkisvaldinu aðhald að þessu leyti. Hér er um skýr laga- fyrirmæli að ræða en ekki túlkun kjörstjórnar á kosningalögunum eins og Egill heldur fram. Egill varpar fram þeirri hug- mynd að heppilegra hefði verið til aðhalds við framkvæmd kosning- anna að kalla til Jimmy Carter til þess að staðreyna að allt væri með felldu þar sem hann væri þaul- reyndur í slíkum störfum. Það er gott og blessað en ég get fullvissað Egil um það að eitt af því fyrsta sem Jimmy Carter mundi spyrja um væri það hvort framboðsaðil- amir gætu haft fullkomið eftirlit með kosningunum. Það er grund- vallaratriði varðandi alþjóðlegt eft- irlit með kosningu, að fulltrúar framboðsaðila geti fylgst með öll- um þáttum er varða framkvæmd kosninganna og þá alveg sérstak- lega hvort kosningaþátttaka sé í samræmi við kjörskrá. Kjósandinn á rétt á því að kosn- ingin sé leynileg, enginn veit eða á að geta vitað hvað hann kaus. En kjósandinn þarf áður en hann kýs Sigurbjörn Magnússon Umhverfisáhrif bifreiðaumferðar í Reykjavík Ráðstefna Hollustuverndar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur í Háskólabíói miðvikudaginn 26. maí kl. 13.00-17.30. 13.00 Setning: Hermann Sveinbjörnsson, forstjóri Hollustuverndar ríkisins. 13.15 Ávarp: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. 13.30 Kröfitr í lögum, reglugerðum og milliríkjasamningum: Ólafur Pétursson, Hollustuvernd ríkisins. 13.50 Niðurstöður mælinga á loftmengun: Jón Benjamínsson, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur 14.10 Hávaðadreifmg í Reykjavík: Baldur Grétarsson, verkfræðingur umferðardeild borgarverkfræðings. 14.30 Gæti ástandið verið betra: Þorsteinn Þorsteinsson, verkfræðingur, Háskóla íslands. 14.50 Áhrif loft- og hávaðamengunar á heilsufar: Helgi Guðbergsson, yfirlæknir, atvinnusjúkdómadeild Heilsugæslu Reykjavíkur. 15.10 KafFihlé. 15.30 Afstaða og kröfiir borgaranna: Hjalti Guðmundsson, verkefnisstjóri umhverfisstefnu Reykjavíkur. 15.50 Tæknilegar lausnir gegn hávaða: Steindór Guðmundsson, verkfræðingur Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. 16.10 Aðgerðir Reykjavíkurborgar: Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur. 16.30 Áhrif nagladekkja: Þór Tómasson, Hollustuvernd ríksins. 16.50 Umhverfisálag vegna samgangna í framtíðinni: Gestur Ólafsson, skipulagsfræðingur. 17.15 Fyrirspurnir, umræður, fundarlok. Ráðstefnugjald er kr. 1.000. Ráðstefnan er öllum opin. að sýna fram á að hann sé sá sem hann segist vera með því að sýna persónuskilríki svo hægt sé að staðreyna að hann sé á kjörskrá. Hann á engan rétt á að það fari leynt að hann hafi neytt atkvæðis- réttar síns. Kjósandanum er eng- inn greiði gerður með því að hann sé blekktur að þessu leyti og látinn standa í þeirri trú að enginn viti að hann hafi kosið. Upphlaup Egils út af því að D- listinn einn framboðslista kýs að neyta þessa lögbundna réttar síns með þeim hætti að fylgjast með því hverjir kjósa og að þeir séu á kjörskrá er algerlega þarflaust og virðist ekki þjóna öðrum tilgangi en að fullnægja athyglisþörf Egils sjálfs. Það er grundvallaratriði að öll- um framboðsaðilum sé tryggður réttur til þess að hafa eftirlit með kosningunni og þar eigi allir jafnan rétt. Þennan rétt munu þeir nýta sér sem ekki trúa í blindni á óskeikulleika ríkisvaldsins og ekki eru haldnir þrælslund Egils gagn- vart ríkisvaldinu. Höfundur er hæataréttar\ögmaður og umboðsmaður D-listans gagnvart yfirkjörstjóm. Kjósandi á villigötum EINN þekktasti kjósandi landsins, Eg- ill Helgason, hefur far- ið mikinn í aðdraganda nýafstaðinna kosninga og einnig stóð hann fyrir uppistandi á kjör- dag. Það sem helst virðist fara í taugamar á Agli er að sjálfstæð- ismenn í Reykjavík skuli fylgjast með framkvæmd kosninga í borginni. Egill ritar grein í Morgunblaðið hinn 12. maí sl. og lýsir raunum sínum á kjör- dag. Svo virðist sem Agli hafi verið mikil truflun að veru eins fulltrúa frá Sjálfstæðisflokknum inni í kjör- deild í Reykjavík á kjördag. Egill gengur svo langt að halda því fram að landslög séu „vitlaus" og hann talar í niðrandi tón um það fólk sem hefur tekið þetta vanþakkláta, en nauðsynlega, verk að sér. Einnig heldur Egill því fram að „ekkert mark sé takandi á því að verið sé að fylgjast með fram- kvæmd kosninganna“. Egill tekur lýðræðinu sem sjálfsögðum hlut og að ekkert vont geti gerst hér í sæluríkinu Islandi. Egill snýr út úr málum með því að halda því fram að ef þurfi að fylgjast með kosning- um hér á annað borð þá ættum við að fá til þess afdankaðan fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna. I við- leitni sinni til að fá athygli og gera viðveru sjálfstæðismanna í kjör- deildum tortryggilega grípur Egill til þess að fara með rangt mál. I einleiksþáttum sínum á sjónvarps- stöðinni Skjá 1 hélt Egill því fram að sjálfstæðismenn brytu mann- réttindi á kjósendum með veru sinni í kjördeildum. Slík ummæli dæma sig sjálf. Egill þekkir mæta- vel þau lög og reglur sem um kosn- ingar gilda hér á landi. Ef ekki þá er hann verri blaðamaður en hann hefur sjálfur sýnt. Egill kjósandi Agli Helgasyni virðist umhugað um að enginn viti að hann hafi neytt kosningaréttar síns. Egill greyið hrökklaðist því af kjörstað af því að hann vildi ekki að sjálfstæðismenn vissu að hann væri búinn að gera upp hug sinn. Kjósandinn Egill hélt því í Kópavoginn til að kjósa hjá sýslu- manni þar en lét svo sjálfstæðismenn í Kópavogi um að koma atkvæði hans til skila í kjördeild í Reykja- vík! Ein af rökum Egils sem ekki heldur halda vatni eru þau að aðrir flokkar hafi fyrir löngu hætt því að vera með fulltrúa í kjördeildum af því að þeir Kosningar * I viðleitni sinni til að fá athygli og gera viðveru sjálfstæðismanna í kjördeildum tortryggi- lega, segir Steinþór Jónsson, grípur Egill til þess að fara með rangt mál. hafi ekki viljað „ónáða“ kjósendur á kjördag. Ástæða þess að önnur framboð hafa látið af því að fylgj- ast með í kjördeildum er sennilega sú að framboðin hafa einfaldlega ekki mannafla eða aðstöðu til fylgj- ast með í öllum kjördeildum borg- arinnar. Félagsstarf sjálfstæðis- manna er öflugt og ávallt eru til sjálfstæðismenn sem eru tilbúnir til þess að leggja flokknum lið þeg- ar eftir því er kallað. Kannski er það sú staðreynd sem angrar Egil mest? Höfundur er bakari. Steinþór Jónsson Markmið náms við Hólaskóla er að veita nemendum hagnýta fræðslu um ferðamál, fiskeldi og hrossarækt. Sjónarmið ábyrgrar nýtingar náttúruauðlinda og efling byggöar í landinu er höfð að leiðarljósi í námi og kennslu við skólann. Námsleiðir eru tvær: a) Eins árs nám. b) Skólaárið 1989-2000 gefst kostur á því að stunda tveggja ára nám á háskólastigi. Heimavist á nemendagörðum, grunnskóli og leikskóli á staðnum. framsœkinn skóíi við þröslqitd nýrmr atáar ■ Ferðamál, náttúra og menning í dreifbýli. • Fiskeldi og vatnanýting. ■ Hrossarækt, reiðkennsla og reiðmennska. Ljósm. Mats Wibe Lund Hólaskóli, Hólum Hjaltadal, 551 Sauðárkróki, sími 453 6300, fax 453 6301, netfang: holaskoli@holar.is. ^mbl.is LLTAf= errrHVáAÐ ný/ /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.