Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR S. GUNNARSSON, lést laugardaginn 15. maí. Ása Sólveig, Rúnar Á. Gunnarsson, Sylvía Bragadóttir, Helena Björg Gunnarsdóttir, Jón Gísli Ragnarsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGVAR JÓN GUÐBJARTSSON frá Kollsvík, Berugötu 26, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 14. maí. Útför hans verður auglýst sfðar. Jóna Snæbjörnsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURMUNDUR JÖRUNDSSON skipstjóri, Sólbakka, Bfldudal, lést á sjúkrahúsi Patreksfjarðar mánudaginn 17. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir okkar hönd og annarra ástvina, Guðbjörg Guðmundsdóttir. t Elskuleg móðir mín og amma, GUÐLEIF JÓNSDÓTTIR, Egilsgötu 6, Borgarnesi, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, laugardaginn 15. maf. Ása Ólafsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Ólöf Kristjánsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN RUNÓLFSSON, Hraunteigi 26, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. maí. Guðbjörg Eiríksdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir mín og frænka, SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Hjarðarhaga 56, er látin. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. maí kl. 10.30. Eyrún Jóhannesdóttir og ættingjar. ASA PÁLSDÓTTIR + Ása Pálsdóttir fæddist á Akur- eyri 16. ágúst 1983. Hún lést 4. niaí síð- astliðinn. Ása var jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju 12. maí. Elsku Ása mín. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir í dýrðar hendi, Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson.) Þú varst tekin svo snögglega í burtu, en það er gott að vita af þér á góðum og björtum stað því þar áttu heima. Eg kynntist þér fyrst í byrjun tí- unda bekkjar, en á svona stuttum tíma þá höfum við orðið góðar vin- konur. Það fyrsta sem þú gerðir var að brosa til okkar, þú sparaðir aldrei neitt bros, svo hlóstu svo innilega að maður smitaðist af hlátri. Þú gast hlegið svo lengi að sama hlutnum. Eg sá það strax að þú varst góð og vildir öllum svo vel. Þegar manni leið illa þá reyndir þú að gera gott úr því og lést mann brosa síðan með því að brosa til mín. Að hugsa um það að fá ekki að hitta þig aftur né heyra þig hlæja eða sjá þig brosa, er eins og hnífs- stunga í gegnum hjartað, en það sem þú skildir eftir hjá okkur sem þykir vænt um þig eru góðar minn- ingar. Eg man eftir þegar þemavik- an var. Þú hafðir svo gaman af því að mála, þú varst stundum inni í stofunni okkar og sast við borðið þar sem allt málningardótið var og tókst pensil og byrjaðir að blanda liti á pappadiskana og teikna falleg- ar myndir á það og raulaðir lag með. Þú hlustaðir á allt með athygli og reyndir að bæta úr því slæma. Þú varst svo umhverfisvæn og mikill dýravinur. Þú kenndir mér að líta allt öðruvísi á lífíð og ég vil þakka fyrir okkar stundir saman. Eg veit að þú verður hinum megin og tekur á móti mér með opnum örmum þeg- ar að því kemur. Eg sakna þín og Guð geymi þig. Elsku Páll, Anna og Kristján, ég votta ykkur innilega samúð mína. Sólveig. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíþúerthjámér. Sproti þinn og staíúr huggar mig, þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína. Og í húsi drottins bý ég langa ævi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Elsku skólasystir. Við kveðjum þig hér í dag á þessum sorgardegi. Það er svo erfítt að skilja að þú sért farin frá okkur öllum. Við munum eftir þér alltaf brosandi, alltaf glöð, aldrei í vondu skapi. Og þriðjudag- inn 4. maí datt okkur aldrei í hug að þú kæmir aldrei aftur í skólann og við sæjum þig ekki aftur. Og seinna um daginn þegar við fréttum að þú hefðir lent í þessu hræðilega slysi trúðum við ekki að það værir þú, við náðum því ekki bara. Við hugs- uðum að þú kæmir bara í skólann á morgun og allt væri í lagi. En þegar við komum í skólann daginn eftir sáum við íslenska fánann í hálfa stöng. Og þá vissum við að þetta var alvaran, hún Ása var dáin. Og strax byrjuðum við að muna hvað þú skemmtir þér vel í skíðaferða- laginu núna síðustu ár og hvað þú skemmtir þér vel á böllum og hvað þú hlóst mikið í skólanum. Alltaf munum við minnast þín sem glaðr- ar og skemmtilegrar skólasystur. Við biðjum góðan guð að styrkja foreldra þína, bróður, ættingja og aðra aðstandendur. Ása, takk fyrir þennan góða tíma sem við höfðum með þér. Þínar skólasystur Ágústa Guðrún, Tinna Rós, Guðlaug, Ingibjörg, Guðrún Margrét og Sara A. Ása var mjög skemmtileg stelpa sem átti það alls ekki skilið að lenda í þessu slysi. Okkur finnst eins og þetta sé bara vondur draumur og allt eigi eftir að vera eins og áður. Það var mjög gott að tala við Ásu og við gátum sagt henni allt saman, öll leyndarmál og allt saman. Hún bara sat og hlustaði eins og hún skildi aOt saman. Hún fékk okkur alltaf til að brosa og hlæja þegar við vorum nið- urdregnar og lét manni alltaf líða vel. Við söknum þín rosalega mikið og vonum að þér líði vel þar sem þú ert. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG KRISTINSDÓTTIR, andaðist á Landakotsspítala aðfaranótt mánudagsins 17. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Kristinn Bjarnason, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Rúnar Kristinsson. + Systir mín og frænka okkar, BJARGEY KRISTJÁNSDÓTTIR, (BÍBÍ), sem andaðist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi föstudaginn 14. maí, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Þorsteinn Kristjánsson, Kristjana H. Guðmundsdóttir, Áslaug Gunnsteinsdóttir. PáO, Anna og Kristján, við viljum senda ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Erna G. og Henný. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur yfir því sem var gleði þín.“ (Khalil Gibran.) Elsku Ása, með sorg í hjarta kveðjum við þig í dag. Fyrirvara- laust kvaddir þú þennan heim svo falleg, svo björt, svo góð. Eg er þakklát þér fyrir aOar stundirnar sem við áttum saman, kæra vinkona. Guð geymi þig. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, semkveiktiástogyndi með öllum sem það kvaddi. Þó burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Anna Magga, PaOi, Krist- ján og allir aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk. Helga Björg Ingvadóttir. í dauðansfaðm nú fallið er og folt og kalt þar sefur, það, barn, ó, Guð, sem gafstu mér og glatt um stund mig hefúr. 0, Faðir, lít í líkn til mín og lát þú blessuð orðin þín mérléttasviðann sára er sárra fær mér tára. (Helgi Hálfdánarson.) Það beið mín harmafregn er ég kom heim að kvöldi 4. mai. Hún Ása frænka mín var dáin, hafði farist í bílslysi. Hvernig gat það gerst, að hún væri köOuð burt með svo svip- legum hætti? Elsku Ása! Við áttum því láni að fagna að eiga þig sem frænku og fengum að njóta þess að vera fagnað með kærleiksríku brosi og gleði- glampa í augum. Það varst þú, þú varst þeim eiginleikum búin. Fyrir það þökkum við. Eg veit að almáttugur Guð, hinn hæsti höfuðsmiður alls á himni og jörðu, hefur nú tekið þig í náðar- faðm sinn og vafíð þig kærleiksörm- um sínum. Við þökkum þér aOar gjafh- þínar og Guði fyrir að gefa okkur þig. Minning þín mun lifa. Elsku Anna Margrét, Páll og Kri- stján, afí og ömmur. Missir ykkar er mikOl og harmur sár, orð eru lítOs megnug, og aldrei finnur maður meir fyrir smæð sinni og vanmætti til huggunar og til að létta byrðarn- ar en á stundum sorgar og trega. Við biðjum Guð að halda sinni kærleiksríku hendi yfir ykkur og vemda ykkur og styrkja. Og sendum ykkur innOegar samúðarkveðjur. Aðalsteinn, Elinborg, böm og barnabörn. Elsku Ása mín. Þegar ég frétti af láti þínu hinn 4. maí hélt ég að þú værir farin frá okkur en þú ert ekki farin frá okkur, því þú lifir enn í hjarta okkar allra. Ég mun varðveita minningu þína og hverja dásamlega stund sem við átt- um saman. Allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman í Dan- mörku eins og þegar ég og þú fórum saman í sund og stálumst alltaf til að vera pínu lengur. Við gerðum líka margt annað saman eins og þegar við þóttumst vera Otlar flugfreyjur. Þessar og margar aðrar voru dá- samlegar stundir sem ég vildi óska að hefðu verið fleiri. En á þessum 15 árum hefurðu kynnst mörgu fólki og þú hefur alltaf verið vinmörg síðan þú varst lítil. Þú hefur ávallt gefið frá þér kærleik og ást. Ég mun sakna þín mikið og ég sendi fjöl- skyldu þinni mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ég kveð þig nú, elsku Ása mín, og þakka þér fyrir allt. Þín vinkona, Edda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.