Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Halldór Jakobsson, starfsmaður íslandsbanka við Suðurlandsbraut. Halldór Jakobsson, + starfsmaður Islandsbanka Þetta var allt í hæsta máta óeðlilegt Þjóðhagsstofnun um verðlagshækkanir síðustu þriggja mánaða __ Ymis þenslumerki farin að sjást HALLDÓRI Jakobssyni, starfs- tnanni hjá Islandsbanka, Suður- landsbraut, barst á miðvikudag- inn í siðustu viku beiðni um að millifæra 318 þúsund Banda- ríkjadali, um 23,5 milljónir króna. Beiðnin var að mörgn leyti óvenjuleg og- Halldór af- greiddi hana ekki. í ljós kom að um var að ræða tilraun erlendra fjársvikara til að hafa fé af bankanum. „Það hringdi hingað útlend- ingur, talaði ensku og kynnti sig sem Jonni eða Jóhannes, starfs- mann hjá ÁTVR. Hann sagðist þurfa að millifæra af reikningi ÁTVR á bankareikning erlendis 318 þúsund dollara. Ég óskaði eftir að fá þessa beiðni senda á faxi til mín,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær. „Strax eftir samtalið vöknuðu grunsemdir hjá mér um að þetta væri ekki í lagi. Svo kom beiðn- in. Hún var líka á ensku og þeg- ar ég fékk hana hringdi ég í ÁTVR og sendi þeim beiðnina á faxi. Þar kannaðist enginn neitt við neitt.“ Röndin afmáð af faxinu Halldór sagði að á faxinu hefði verið búið að afmá röndina efst á skjalinu um hvaðan faxið var sent. Á skjalinu voru upplýs- ingar um að ef frekari upplýs- inga væri óskað ætti að hringja í tiltekið símanúmer eða faxnúm- er en þegar Halldór lét athuga hvaða númer þetta væru kom í ljós að þau voru skráð á Hótel Borg. Faxið barst klukkan 15.39, um 20 minútum fyrir lok af- greiðslutíma, daginn fyrir upp- stigningardag. „Þeir láta víst helst til skarar skriða í lok dags þegar það er frídagur daginn eftir,“ sagði Halldór. „Maðurinn var mjög ýtinn, sagði að það væri mikilvægt að þetta gengi í gegn sem fyrst og spurði á hvaða gengi hann fengi þetta. Ég hélt honum í símanum meðan ég var að tala við þá í ÁTVR og sagði honum að ég væri að bíða frekari fyr- irmæla. Hann spurði hvort hann mætti hafa samband við mig aftur en siðan hef ég ekk- ert heyrt af honum.“ Halldór sagði að það væri al- vanalegt að bankamenn fengju í hendur beiðnir af þessu tagi með óskum um millifærslu vegna millilandaviðskipta. Þær beiðnir koma oft með faxi eða i gegnum skjálínu. í þessu tilviki hefðu grunsemdir vaknað strax og því hefði hann lagt áherslu á að fá millifærslubeiðnina senda með faxi svo hægt yrði að rekja viðskiptin og hafa uppi á mann- inum. „Það eru margir áhættu- þættir í sambandi við þessi er- lendu viðskipti og það er nauð- synlegt að vera á varðbergi,“ segir Halldór. „Oft eru þetta minni pantanir frá aðilum, sem við gjörþekkjum en þetta var allt í hæsta máta óeðlilegt." FRIÐRIK M. Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af verð- lagshækkunum undanfarinna mán- aða og bregðast verði við þeim með aðhaldsaðgerðum. Vísitala neyslu- verðs hefur hækkað um hálft pró- sentustig á mánuði síðustu þrjá mán- uði, en það jafngildir 6,2% verðbólgu- hraða umreiknað til árshækkunar. Friðrik sagði að þótt ýmsar skýr- ingar væru á hækkun vísitölunnar undanfarið væri ekki hægt að líta framhjá því að mikil þensla væri í efnahagslífinu og ýmis merki væru um að hennar væri farið að gæta í verðlagshækkunum. „Ég held að þegar það er komin þriggja mánaða hækkun af þessari stærðargráðu sé alveg orðið tíma- bært að fara að hafa áhyggjur. Við höfum ítrekað varað við þenslunni og þeim afleiðingum sem hún kynni að hafa á verðlag," sagði Friðrik. Hann sagðist telja að við værum ISLANDSFLUG tók nýlega Boeing 737-300-þotu á leigu til þriggja ára og er það þriðja þotan sem félagið tekur í reksturinn. Þot- an er nú í verkefnum fyrir DHL- hraðflutningafyrirtækið í Frakk- landi en kemur til Islands í lok mán- aðarins og sinnir í sumar farþega- og fraktflugi frá íslandi. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, segir 737-300-þotuna með sama sniði og 737-200-þotan sem félagið hefur notað jöfnum höndum til farþega- flugs fyrir ferðaskrifstofur og frakt- flugs milli íslands og Brussel. Þriðja þotan sem íslandsflug rekur er um þessar mundir í verkefnum í Karabíska hafinu, flýgur milli borga þar og á Flórída í Bandaríkjunum. Nýja 737-300-þotan mun frá og með næstu mánaðamótum annast leiguflug frá íslandi fyrir ferða- skrifstofumar Samvinnuferðir- Landsýn og Hekla rejser í Dan- mörku. Segir Ómar verða famar tvær ferðir vikulega til Kaup- mannahafnar og eina ferð í viku til Rimini, Gautaborgar og Madrid. Þotan mun síðan að næturlagi ann- ast fraktflugið milli Keflavíkur og Bmssel með viðkomu í Englandi. I nálægt ystu mörkum þess sem efna- hagslífið þyldi í þessum efnum. Bæði vinnumarkaður og vörumarkaðir sýndu hvað eftirspurnin væri mikil. „Við getum ekki gengið öllu lengra án þess að þessi þensla fari að segja til sín í verðbólguþrýstingi og það era ákveðin merki um að það sé farið að gerast," sagði Friðrik. Erlendar vörur lækkuðu um 3% Hann sagði að sjá hefði mátt merki um þetta strax á síðasta ári, en þá hefði ýmislegt stuðlað að því að halda verðbólgunni niðri. Á síðarihluta árs- ins hefði verðbólga þannig farið hratt lækkandi í velflestum viðsldptalönd- um okkar en hefði hins vegar haldist nokkuð stöðug hér. Innlendir þættir vísitölunnar hefðu hækkað töluvert meira en þeir erlendu. Innflutnings- verðlag hefði verið lágt og sama gilti um olíuverð, auk þess sem hækkun gengisins hefði hjálpað til í þessum efnum. Þá hefði árangurinn hér inn- stað nýju þotunnar mun 737-200- þotan annast verkefnið í Frakklandi í sumar. Þúsundir tillagna um nafn á ensku Nýlega efndi íslandsflug til sam- keppni um enskt nafn fyrir félagið og bárast uppástungur frá þúsund- anlands verið mjög góður og merki- lega lítil verðbólga, sem hins vegar hefði orðið töluvert mehi ef þessir erlendu þættir hefðu ekki þróast með jafn hagstæðum hætti og raun bæri vitni. Svo dæmi væra tekin hefði þjónusta hækkað um rúmlega 3% innan ársins, húsnæði um rúmlega 6% og innlendar vörur hefðu hækkað um rúmlega 2% í verði. Erlendu vör- unar hefðu hins vegar lækkað um ná- lægt 3% á síðasta ári. „Þegar þetta gengur til baka segir það auðvitað til sín, þannig að það er að sumu leyti að koma fram undir- liggjandi verðbólga sem hefur í sjálfu sér verið í einhverjum mæli. Það er auðvitað óskaplega mikilvægt að okkar mati að missa alls ekki verð- lagið úr böndunum og ég tel að það eigi að beita öllum ráðum til þess, bæði peningamálunum og einnig op- inberu fjármálunum þegar maður horfir til aðeins lengri tíma,“ sagði Friðrik að lokum. um landsmanna. Ómar segir hafa verið unnið úr nöfnunum og þeim fækkað í 8-10 sem verið sé að full- reyna. Úrslit keppninnar verða til- kynnt í lok mánaðarins þegar nýja þotan kemur til íslands í fyrsta sinn. B 737-300-þotan tekur 142 farþega en 200-gerðin tekur 115 farþega. Islandsflug tekur þriðju þotuna í notkun NÝJA B 737-300-þotan sem íslandsflug hefur tekið á leigu til þriggja ára hefur verið máluð í litum félagsins. Þotan er leigð af bandariska fyrirtækinu Internationnl Aviation Investors. Náttúruskoðun í Biskupstungum Tvö vinnu- > slys í Os- landi ehf. TVÖ vinnuslys urðu með stuttu millibili í gær í loðnubræðslunni Óslandi ehf. á Höfn í Homafirði er verið var að vinna við ný- byggingu við bræðsluna. Hið fyrra varð um klukkan 16 er starfsmaður loðnubræðslunnar rak höfuð í beittan jámbita svo sauma varð 15 spor í höfuð hans á Heilsugæslustöðinni á Homafirði. Klukkustund síðar slettist sýra í auga starfsmanns vélsmiðjunnar Héðins hf. sem vann við rafsuðu í bræðslunni. Skolað var úr auga hans á Heilsugæslustöðinni. Fulltrúar Vinnueftirlits ríkis- ins verða boðaðir á vettvang til að kanna aðstæður á slysstað. UMHVERFISNEFND Biskups- tungna bauð á dögunum kennur- um við skóla hreppsins, leik- skólakennurum, fólki í ferðaþjón- ustu og fleirum í náttúruskoðun- arferð um sveitarfélagið. Til- gangurinn var að vekja athygli á náttúrufari og sögu Biskups- tungna og kynnast náttúruperl- um sem ekki blasa við alla daga. Leiðsögumenn voru Haukur Jó- hannesson jarðfræðingur og Sig- urður Magnússon grasafræðing- ur, báðir starfsmenn Náttúru- fræðistofnunar. Sögðu þeir frá jarðfræði svæðisins og gróðri. Meðal annars voru skoðaðar 10 þúsund ára gamlar sjávarmiiyar á Spóastöðum frá þeim tíma sem sjór náði 100 metra yfir núver- andi sjávarmál á þessu svæði, jarðsaga og gróður í Úthlíð, væntanleg Geysisstofa við Geysi og fuglalíf og gróður á Höfða en þar sagði Sigurður Magnússon þátttakendum frá gróðurfari svæðisins. Haukur sagði meðal annars frá Þrælagarði sem gerð- ur var um árið 900 og liggur þvert yfir tunguna, milli Brúarár og Tungufljóts, og er um 7 km langur. Einnig frá hugmyndum um endurgerð „Biskupaleiðar" milli Skálholts og Þingvalla. Er þetta um 33 km leið eða þægileg tveggja daga ganga, að sögn Hauks, leið sem hefur boðskap og tengir okkur við rætur okkar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason STALDRAÐ var á Höfða í náttúruskoðunarferð Umhverfisnefndar Biskupstungna. Sigurður Magnússon grasafræðingur sagði kennurum og öðrum þátttakendum frá gróðurfari svæðisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.