Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 33 LISTIR Reuters Strauk af geðsjúkra- húsi til að skemma Picasso-verk Áhugalj ósmy ndarar RALPH Hannam; Konur í mjólkurbúð. STJÓRNENDUR Stedelijk-ný- listasafnsins í Amsterdam eru mið- ur sín eftir að einn gesta safnsins tók sig til um helgina og skar víð- frægt málverk eftir Pablo Picasso í ræmur. Tvö þúsund og fimm hund- ruð gestir voru í safninu þegar at- burðurinn átti sér stað en svo snöggur var skemmdarvargurinn, sem ekki gengur heill til skógar, að ekki var hægt að bregðast við fyrr en of seint. Hollenska lögreglan yfirheyrði í gær skemmdarvarginn en hann mun hafa strokið af geðsjúkrahúsi í Utrecht, sem er um sextíu kfló- metra suðaustur af Amsterdam, á sunnudag, stokkið upp í lest til höf- uðborgarinnar hollensku og keypt sér miða í Stedelijk-safnið með það eitt í huga að skera gat í miðju verksins „Nakin kona í garðinum", sem Picasso málaði árið 1956. Mál- verkið er metið á um 7,5 milljónir Bandaríkjadala, rúmlega fimm hundruð milljónii- ísl. króna. Talsmenn listasafnsins sögðust í gær ekki vissir um að hægt væri að bjarga málverkinu. Þeir lýstu harmi sínum vegna ódæðisins og sögðu nauðsynlegt að bæta öryggisvörslu um verðmæt listaverk, eins og það sem hér var um að ræða. Rudi Fuchs, forstjóri Stedelijk-safnsins, var hins vegar ekki viss um að koma mætti í veg fyrir slíka atburði. „Hér er opið, hingað geta menn komið til að horfa á málverk, og því miður geta þeir einnig kippt hníf upp úr vasa sínum og valdið óbætanlegum skemmdum." Safnið, sem keypti málverkið árið 1981, er tryggt fyrir skaðanum, en Fuchs sagði hins vegar ekki hægt að bæta slík listaverk með fjármun- um. MYNDLIST Þjnðarbúkhlaðan LJÓSMYNDIR Freddy Laustsen, Gunnar Pétursson, Hjálmar R. Bárðarson, Kristinn Sig- uijónsson, Óttarr Kjartansson, Rafn Ilafnfjörð, Ralph Hannam. Opið á tíma Þjóðarbókhlöðunnar. Til 28. maí. Aðgangur ókeypis. HUGTAKIÐ áhugaljósmyndari verður í ýmsum tilvikum að teljast misvísandi, því hér eru mörkuð skörp skil á milli þeirra sem hafa að atvinnu að taka myndir og þeiiTa sem gera það fyrir lífsnautnina og eða fjöl- skyldualbúmið. Og iðulega eru léleg vinnubrögð afsökuð með því, að hér sé einungis áhugamaður á ferð, alls ómenntaður í faginu, ekki atvinnu- ljósmyndari. En í sannleika sagt geta áhugaljósmyndarar haft til að bera víðtæka þekkingu, aflaðrar með bókalestri og sjálfstæðum rannsókn- um, jáfnvel á stundum langt út fyiir ramma þeirra sem hafa fagið að lifi- brauði. Alþekkt eru dæmin um sjálf- lærða myndlistarmenn, sem búa yfir jafn mikilli og meiri þekkingu en þrælskólaðir, og einn slíkur, J.J. Deyrolle í Frans, var viðurkenndur sem einn helsti rökfi’æðingur í nú- tímalistum í París eftir stríð og allt til andlátsins 1967, þá prófessor við listaakademíuna í Munchen. Þetta er sett á blað vegna þess að sett hefur verið lítil sýning á Ijós- myndum sjö valinkunnra áhugaljós- myndara er spannar tímabilið 1950-70 í anddyri Þjóðarbókhlöðunn- ar, sem rétt og skylt er að víkja nokkrum orðum að. Ljósmyndafélag Reykjavíkur var stofnað 1953, og voru stofnfélagar 36 talsins, en árið 1957 voru félagar orðnir hátt á þriðja hundrað. Ari áður hafði nafninu verið breytt í Félag áhugaljósmyndara vegna þess að ruglings hafði gætt við Ljósmyndarafélag Islands, samtök faglærðra atvinnuljósmyndara. Ýmsh- klúbbar áhugamanna í ljósmyndum hafa verið stofnaðir í áranna rás og þeir haldið sýningar sem athygli hafa vakið. Samkvæmt sýningarskrá er til þessarar sýningar stofnað í því skyni að vekja athygli á þeirri grósku sem var að finna á meðal áhugaljósmynd- ara á þessu tímabili, eins og það heitii- í sýningarskrá. En kveikjan að sýn- ingunni var þó rannsóknarverkefni um ljósmyndun á íslandi 1050-1970 sem unnin var við myndadeild Þjóð- minjasafnsins með tilstyrk frá Ný- sköpunarsjóði námsmanna. Framtakið er í lagi, en það skal strax tekið fram, að sýningin er alltof lítil til að geta gefið nýjum kynslóðiim raunsanna hugmynd um nefnda grósku og svo eru sýnendur misjafn- lega kynntir og á full einhæfan hátt. Sérstaka athygli mína vakti hve opnir þeir hafa verið fyrir nýhugmyndum í Ijósmyndum og þannig má greina áhrif frá súrrealistanum Man Ray, sem þó var hvergi nærri eins nafn- kenndur á þessu tímaskeiði og hann er í dag, sér þess helst stað í myndum Hjámai’s R. Bárðarsonar. Sumir fara jafnvel í smiðju núlistamanna tím- anna og bregða upp óhlutlægum myndheildum líkt og Rafn Hafnfjörð. Raunsannar myndir eins og af strák- um í leik eftir Ottar Kjartansson skila sér þó sýnu best á þessari samantekt, einkum vegna þess hve þær bregða skýru Ijósi á tímana og þeim miklu hvörfum er áttu sér stað í Reykjavík á sjötta áratugnum, eru að auk það vel teknar að faglærðir atvinnuljós- myndarar væru fullsæmdir af. Þau eru hér vissulega ógreinileg mörkin, og sumir, eins og Hjálmar og Rafn, hafa unnið umtalsverð afrek á sviði ljómyndunar á síðustu ái’atugum, sannað það með bókum og sýningum. í heild er ekki hægt að gefa sjálfri framkvæmdinni háa einkunn, er lík- ust snubbóttri skýrslugerð, en sýn- ingin er þó vel þess virði að menn leggi leið sína í Þjóðarbókhlöðuna. Bragi Asgeirsson Vel syngjandi kór TOJVLIST Seltjarnarneskirkja KÓRTÓNLEIKAR Arnesingakórinn undir stjórn Sigurð- ar Bragasonar flutti íslensk og er- lend söngverk. Einsöngvarar voru: Árni Sighvatsson, Ingibjörg Mar- teinsdóttir, Karl Jóhann Jónsson, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Undirleikari var Bjarni Jónatansson. Laugardag- inn 15. maí. ÁRNESINGAKÓRINN hefur í mörg ár starfað með miklum blóma og undir stjórn Sigurðar Bragasonar sífellt verið að bæta sig, þótt ára- skipti séu á því hversu tekst til að manna slíka áhugamannakóra. Það gefur augaleið, að val viðfangsefna fyrir sönghópa áhugamanna hlýtur ávallt að vera nærri alþýðulaginu, þótt einstaka sinnum sé seilst til erf- iðari tónhöfunda. Söngmátinn og mótun viðfangsefna er verk söng- stjórans og þar er Sigurður Braga- son vel til verks búinn og mátti merkja það í hreinum og oft sérlega fallega mótuðum söng, eins og t.d. í Smávinir fagrir eftir Jón Nordal, Þú fagra blómið, þýsku þjóðlagi radd- settu af Jóhannesi Brahms, Ö, undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson og tveimur söngverkum eftir meistara Mozart, Kvöldkyrrðin og Ave verum corpus, en í því lagi lék Bjami Jónatansson undir á nýtt orgel kirkj- unnar. Þarna féll allt að einu; falleg og vel flutt lög, þótt sérstaklega hafi flutningurinn á þjóðlagaraddsetning- unni eftir Brahms verið fallega mót> aður. Varðandi hrynbreytingar á söngverkum, eins og t.d. mátti heyra í Litla kvæðinu um litlu hjónin eftir Pál Isólfsson, er það að segja, að svona mikil breyting, eins og hér átti sér stað, fer út fyrir þau mörk, sem skilgreina má sem túlkun. Af öðrum söngverkum ná nefna Jón granna, hollenskt lag, Búðarvís- ui-nar eftir E_mil Thoroddsen, Frið á jörðu eftir Ái-na Thorsteinsson og Háfjöllin eftir Elsu Sigfúss, allt klassísk viðfangsefni, sem öll voru ágætlega flutt. I Búðarvísunum kom einn kórfélagi, Þorsteinn Þorsteins- son, fram sem einsöngvari og skilaði sínu vel og smekklega. Ingibjörg Marteinsdóttir söng fallega einsöng- inn í Frið á jörðu. Eftir söngstjórann voru sungin tvö lög og það fyrra nefnist Vorstemmning, áheyrilegt lag, er var ágætlega sungið af Ingi- björgu Mai-teinsdóttur, þrátt fyrir að á köflum væri það á of lágu tónsviði fyrir söngkonuna. Síðasta lag tón- leikanna er einnig eftir Sigurð og nefnist Kveðja úr fjarlægð. Það er di-amatískt lag og söng Kristín Sædal Sigtryggsdóttir lagið með kómum af töluverðri reisn. Tvö ágæt lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson voru _ á efnisskránni, Sólskinsbam, sem Árni Sighvatsson söng með kómum, og seinna lagið, Bikarinn, töluverð tónsmíð og dramatísk lag, er var ágætlega sung- ið af Karli Jóhanni Jónssyni. Sofðu litla lýra eftir Sigvalda Snæ Kalda- lóns er lítið og elskulegt lag, sem, ein- kennilegt nokk, var í raun eina lagið þar sem heyra mátti bregða fyrir of lágri tónstöðu hjá kómum þar sem sungið var veikt, t.d. í upphafi lagsins, sérstaklega hjá sópraninum, sem annars var sérlega góður. O bone Jesu eftir Palestrina átti ekki heima á þessum tónleikum en þá er aðeins að geta eins lags frá norðanmönnum, sem er Rósin eftir Friðrik Jónsson, raddsett af Páli H. Jónssyni, er var mikilvirkur í söngstarfi norðanmanna á fyrri hluta aldarinnar, ágætt lag, sem Ami Sighvatsson söng fallega og af tilfinningu. Undirleikari á tónleik- unum var Bjami Jónatansson, er skil- aði sínu af fagmennsku, og sama má segja um söngstjórann, Sigurð Bragason, er mótaði sönginn af smekkvísi og hefur náð að byggja upp vel syngjandi kór, með hreint og sér- lega gott jafnvægi á milli radda. Jón Ásgeirsson Vinsældum Alfa 156 á íslandi og í Evrópu má fyrst og fremst þakka glæsilegri hönnun og frábærum aksturseiginleikum. Kynntu þér þennan gullmola frá Alfa Romeo. Eigum bíla til afgreiðslu fljótlega. Verð: 1.6 T.S. 120 hestöfl. Kr.1.790.000 Istraktor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.