Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 61
morgi/nbLÁðið MINNINGAR PRIÐJUDAGlTR lÁ ÍÁk!!Í999 fel + Herbjört Pét- ursdóttir fædd- ist á Kirkjubæ í V estmannaeyj um 26. febrúar 1951. Hún lést á Landspít- alanum 2. maf síð- astliðinn. Utför Herbjartar fór fram 7. maí á Melstað. Áin sem í gær streymdi framhjá lygn en straumþung og hjalaði við steina á grynningunum er þurr. Hún braut sér nýjan farveg. Við stöndum við þurran árfarveg- inn og leitum í hugskotinu að hljóm hennar, en hann er þagnaður. - Brimöldur dauðans umkringdu mig, elfur glötunarinnar skelfdu mig, snörur Heljar luktu um mig, möskvar dauðans féllu yfír mig. í angist minni kallaði ég á Drottin, og til Guðs míns hrópaði ég. Hann heyrði raust mína í helgidómi sínum og óp mitt barst til eyma honum. Drottinn fer með mig eftir réttlæti mínu, eftir hreinleik handa minna geldur hann mér, því að ég hef varðveitt vegu Drottins og hefi ekki reynst ótrú(r) Guði mín- um. Já þú lætur lampa minn skína, Drottinn Guð minn, þú lýsir mér í myrkrinu. - (Sálm. 18,5-7.21-22.29.) Pegar illvígur sjúkdómur hefur búið um sig í líkamanum og vill ekki hörfa þótt hart sé sótt að hon- um má allt eins búast við að hann sigri. Sá og sú sem fær slíkan sjúk- dóm gerir allt eins ráð fyrir að deyja úr honum, hvenær svo sem það verður. Eitthvað á þessa leið orðaði Herbjört hlutina þegar ég leit til þeirra hjóna á Melstað fyrir skemmstu. Nafn- ið hennar hafði verið lengi á bænalistanum sem liggur á altarinu gamla í Maríustúku Skálholtskirkju. Ég hafði reynt að hringja til að spyrja frétta, - en það var aUtaf allt gott að frétta. Þeirri fullyrðingu fylgdi skær og dillandi hlát- ur. Ég hef lært, sagði hún, að segja: Eftir atvikum. Eg kom við að Melstað af því að ég vildi fá að sjá hvort það væri satt, og sagði henni það. Það var eiginlega satt. Hún var jafn glæsi- leg og ævinlega og samtalið gott og gefandi. Þessvegna var höggið enn þyngra þegar það kom. En mikið ósköp megum við vera fegin að hún þurfti ekki að visna hægt og hægt eins og afskorið blóm. Hún hafði skilað stóru hlutverki og gekk hratt af sviðinu. Að leiðarlokum má ekki minna vera en að ég leggi lítinn vönd af hugsunum við nafnið hennar og þakki fyrir góðar en samt ótrúleg- ar fáar samverustundir, miðað við þann árafjölda sem kynnin hafa varað. Það fór ekki mikið fyrir henni þegar hún kom í Menntaskólann að Laugarvatni fyrir rúmum þrem áratugum. Eða það fannst mér að minnsta kosti ekki. Það heyrðist eiginlega ekkert í henni nema þeg- ar hún hló. En hún hló þannig að það birti. Annars minnti hún á dá- lítið fiðrildi sem flögrar um í sól- inni og getur verið svo undarlega kyrrt þegar það sest. En það sest sjaldan. Einhverju sinni settust þau þó saman járnsmiðurinn og fiðrildið. Árin liðu. Þau Guðni og Herbjört fóru til Erlangen með tvo syni og við hittumst þar. Það var í hópi stúdenta frá ýmsum þjóðum og kirkjudeildum sem boð- ið var til heimsókna til að kynnast kirkjustarfi. Þar lærðum við sálm- inn: Morgenglanz der Ewigkeit. Þar er sungið um morgunljómann eilífðar, um ljósið sem lifir og birt- una sem aldrei dvínar. Hver ný dagrenning er fædd af því ljósi. Þessvegna ljómar eilífðin fyrir sjónum á hverjum morgni. Ég horfi á eftir Herbjörtu hverfa inn í þennan bjarma og veit að í því felst huggun sem enn er ekki kom- in, en kemur. Það var gott að eiga við hana orðastað. Hún var fljót að greina kjarnann frá hisminu. Mjög fljót. Hún eyddi ekki tímanum í innan- tómt kurteisishjal. Ég held að hún hafi ekki kunnað það. Hún kom stundum svo beint að efninu að henni brá sjálfri. Spurningar brunnu henni á vörum. Hún bar þær þá ekki endilega beinlínis fram, heldur eins og duttu þær af vörunum. Svarið hlaut að verða jafn einlægt og jafn beinskeytt. Þannig urðu samtölin markviss og uppbyggjandi. Jesús sagði: Lítið upp og horfið á akrana. Þeir eru þegar hvítir til uppskeru.Sá sem upp sker tekur þegar laun og safnar ávexti til eilífs lífs, svo að sá gleðjist sem sáir og með honum hinn sem upp sker.(Jóh. 4,35b - 36.) Guðni var farinn til erfisdrykkju. Bömin höfðu dregið sig í hlé. Hún sat á móti mér, svaraði spuming- um mínum um veikindi sín, spurði frétta af okkur og lífsgleðin dans- aði í kringum hana eins og litlir englar í málverki. Æ, hvað er gott að eiga þessa mynd og lofaður sé Guð sem gaf okkur Herbjörtu Pét- ursdóttur, líf hennar og félagsskap, og nú minninguna sem við megum hverfa til og styrkjast af. Guð gefi styrk og huggun Guðna og bömunum að og frá Melstað. Krislján Valur, Margrét og synir Skálholti. HERBJÖRT PÉTURSDÓTTIR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Stífluseli 11, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi föstudagsins 14. maí. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Marta Sigurðardóttir, Óskar ísfeld Sigurðsson, Sólveig Ágústsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Ágúst Óskarsson, Erlendur ísfeld Sigurðsson, Fanney Kristjánsdóttir og barnabörn. + Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLAFUR I. MAGNÚSSON frá (safirði, fyrrum gjaldkeri Háskóla íslands, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 20. maí kl. 10.30. Magnús Helgi Ólafsson, Hildur Bergþórsdóttir, Ólafur Magnússon, Sæbjörg Richardsdóttir, Lára Magnúsdóttir, Rúnar Þór Magnússon, Kristinn Þeyr Magnússon og barnabarnabörn. + Móðir okkar, ÞÓRHALLA STEINSDÓTTIR húsmóðir, Litla-Garði, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 14. maí. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 20. maí kl. 13.30. Börn og aðrir aðstandendur. HELGI HJÁLMARSSON + Helgi Hjálmars- son fæddist 25. apríl 1962. Hann lést 20. apríl síðast- liðinn. Helgi var sonur hjónanna Beru Krisljánsdótt- ur og Hjálmars Guðmundssonar. Hálfsystkini Helga eru Sævar Hjálm- arsson, búsettur í Hafnarfirði; Sólrún Hjálmarsdóttir, bú- sett á Hvolsvelli; Hulda Valtýsdóttir, búsett í Noregi, og Kristján Jóhannsson, Svíþjóð. Utför Helga hefur í kyrrþey. búsettur í farið fram þú þér bíl sem þarfn- aðist lagfæringa, en það var ekkert mál, því þú varst afar handlaginn. Við áttum margar ánægjustund- ir við spil og minigolf og útiveru. Það var mikið hlegið, því húmor áttir þú. Ég upplifði þig sem efni- legan ungan mann. Þú lærðir málmiðn og varst um hríð í Tækni- háskólanum, en varðst að hætta vegna veik- inda þinna. Fyrir utan það að vera duglegur í höndunum elskaðir þú allt sem var fallegt. Þú spilaðir einnig klassíska músík á gítar og elskaðir góða tónlist. Þú eignaðist tölvu mjög fljótt og varðir mörgum stundum við ritvinnslu sem leiddi til þess að síðustu árin skildir þú eftir þig gagnleg rit. Þú varst góð- ur sonur, bróðir, frændi og vinur. Elsku Helgi. Þú ert farinn, en skilur eftir hjá mér góðar minning- ar frá liðnum árum, þegar þú hafð- ir það sem best. Minningar sem enginn getur tekið frá mér. Ég kveð þig í síðasta sinn með þessum orðum og vona að þú sért kominn þangað sem þér líður betur. Ég bið Guð að gefa móður okkar styrk í sorg hennar og söknuði. Þín systir, Hulda. Elsku bróðir minn. Þú ert dáinn. Ég var heppin að kynnast þér sem barni og unglingi þegar við ólumst upp saman. Þú varðst ekki gamall. Tæplega 37 ára. Það er erfitt að skilja það þegar fólk deyr ungt. Þú háðir harða baráttu í þessu lífi. Baráttu sem við eftirlifandi eigum erfitt með að skilja. Þrátt fyrir veikindi þín bauðstu alltaf af þér góðan þokka. Við sem fengum að kynnast þér munum eftir þér sem hjálpsömum og vingjamlegum vini. Þú varst bamgóður og gafst alltaf það sem þú áttir til. Rakel og Gummi, elstu börnin mín, muna eftir þér sem góða frænda sínum. Það sem mér er minnisstæðast úr lífi þínu var þegar þú dvaldir hjá mér í tæpt ár í Svíþjóð. Þú varst 17 ára og fékkst vinnu eins og skot. Við fyrstu útborgun keyptir + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, GRÍMUR JÓNSSON frá fsafirði, lést á Líknardeild Landspítalans sunnudaginn 16. maí. Útför hans fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi laugardaginn 22. maf kl. 14.00. Jóhanna Bárðardóttir, Rúnar Þ. Grímsson, Jóna Magnúsdóttir, Sigurður Grímsson, Angelika Andrees, Jón Grímsson, Linda Grímsson, Sigrún Grímsdóttir, Magnús Már Kristinsson, Ása Grímsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Bárður J. Grímsson, Aðalheiður S. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRNS HAFSTEINSSONAR pípulagningameistara, Blesugróf 6. Sigrún Óskarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Við viljum þakka af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs föður okkar, afa og langafa, ÓLAFS TRYGGVASONAR matreiðslumeistara, Klausturhvammi 18, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Jóna Ólafsdóttir, Erling Ólafsson, Erna Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SABfNU SIGURÐARDÓTTUR frá Patreksfirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.