Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 41 rgs í tilefni af 50 ára afmæli NATO Morgunblaðið/KrÍBtinn ir Alþýðuflokksins, Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði ,og Davíð Oddsson, ;æðisflokksins ræða saman yfir kaffibolla á ráðstefnunni. Hvatning til bænda að draga úr mjólkurframleiðslu Viðbrögð bænda - skilning'ur en urgur Morgunblaðið/Þorkell MJÓLKURFRAMLEIÐSLA hefur slegið öll met, bæði af því að bændur voru hvattir til að framleiða meiri mjólk, en líka vegna veðurfars, góðra heyja og lágs fóðurverðs. Morgunblaðið/Kristinn Samtaka um vestræna samvinnu og gesti. Við hlið hans situr Birgir Ár- aður Varðbergs. með til að dragast aftur úr og verða stöðnuninni að bróð.“ Sighvatur sagði samrunaferlið í Evrópu og stækkun NATO það ,já- kvæðasta" sem væri að gerast hjá þjóðunum í Evrópu í dag. Hann sagði Island hafa sýnt, ekki síst með stuðn- ingi sínum við aðild Eystrasaltsríkj- anna að NATO, að það væri meira en bara „laumufarþegi um borð“ í banda- laginu. Þeir þrír félagsmenn í Varðbergi sem kvöddu sér hljóðs töluðu um góð störf Varðbergs og SVS og þann lær- dóm sem þau hefðu dregið af umræð- um og kynningarferðum sem félögin hafa staðið fyiár. Alda, Lilja Dögg og Gunnar Alex- ander fjölluðu um trú sína á NATO í framtíðinni og getu þess til að aðlagast nýjum og breyttum aðstæðum. Þau sögðu lýðræði, mannréttindi og frelsi, þau gildi sem bandalagið stæði fyrir, vera eftirsóknarverð fyrir nýfrjálsu ríkin sem nú sæktust eftir aðild að bandalaginu. Gunnar Alexander sagði þá gagn- rýni frá andstæðingum NATO að bandalagið væri tíma- skekkja, ekki eiga við rök að styðjast þar sem það örygg- iskerfi sem bandalagið hef- ur búið sér hefði til að mynda þau áhrif að svo mörg ríki sækjast eftir aðild sem raun ber vitni. „Ný stefna NATO gegn anda sáttmálans“ „Hlutverk NATO á nýrri öld er ann- að og fjölbreyttara en það var meðan á kalda stríðinu stóð,“ sagði Alda og sagði þess bíða mörg óleyst verkefni í þágu friðar og samvinnu. Lilja Dögg tók í svipaðan streng er hún fjallaði um gildi og framtíð NATO og sagði bandalagið ekki „nátttröll heldur dýnamíska stofnun" sem ætti fullt er- indi inní 21. öldina. Þór Whitehead ræddi „þá stefnu sem NATO virtist vera að taka til framtíð- ar,“ og átti þá við hemaðaríhlutun NATO í Júgóslavíu. Þór skýrði frá efa- semdum sínum í garð þessarar stefnu sem hann sagði hafa verið tekna án þess að fullnægjandi umfjöllun um hana hefði farið fram í aðildarríkjum banda- lagsins. Þór sagðist ekM betur sjá en að þessi nýja stefna, „stríddi gegn anda og bókstaf Atlantshafssáttmálans.“ Þór sagði hernaðaríhlutun NATO í Júgóslavíu hafa „stórspillt samskipt- um Vesturveldanna við Rússa og ýtt undir upplausn á Balkanskaga með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Hvað varðar útvíkkun bandalagsins í austur ætti NATO að varast að ýta undir óraunsæjar vonir ríkja, sem sækjast eftir aðild, um hervemd Vestui’velda frá Rússum. í staðinn ætti bandalagið að efla samráð við Rússa, sem sé for- senda fyrir friði í Evrópu. Þrátt fyrir veika stöðu Rússlands í dag, „skyldi það ekki gleymast að Rússland hefur verið eitt af stórveld- um heimsins á síðari öldum og hefur burði til að efla aftur stöðu sína í fram- tíðinni." Valur Ingimundarson sagði loftárás- ir NATO í Júgóslavíu vera prófraun sem vafalaust ætti eftir að hafa mikil áhrif á stefnu bandalagsins á næstu ámm. NATO hefur nú áskilið sér rétt til að hafa afskipti af átökum annars staðar í Evrópu. Valur sagði bandalag- ið standa frammi fyrir mörgum vanda- málum þrátt fyrir að það hafi að mörgu leyti lagað sig að breyttri heimsmynd. Hann sagði bandalagið hafa legið undir töluverðri gagnrýni frá því að loftárásirnar hófust á Júgóslavíu, sem lyti aðallega að því hvernig hernaðarí- hlutunin var framkvæmd. Valur sagð- ist telja líklegast að átökin enduðu á forsendum NATO vegna þess hversu mikið er í húfi fyrir bandalagið og vegna þess að samstaðan innan þess hefur ekki rofnað enn. Valur sagði eitt helsta verkefni NATO eftir að lausn hefði fundist á Kosovo-deilunni hljóta að vera að bæta samskiptin við Rússa. Rússar hefðu sáttahlutverki að gegna í deilunni og gera mætti ráð fyrir að þeir myndu hafa áhrif á pólitíska lausn hennar. Valur sagði bandalagið standa frammi fyrir nokkrum lykilspurningum um markmið sín á næst- unni. „Fyrir utan stækkunarferlið þarf að skilgreina betur hugsanlegar að- gerðir NATO utan varnarsvæðisins í Evrópu." Einnig nefndi Valur framtíð Kosovo, sem hann sagði of snemmt að spá um. Valur sagði hernaðaraðgerðir NATO í Júgóslavíu eiga eftir að hafa áhrif á framtíð bandalagsins og sam- skipti Evrópuríkjanna við Bandaríkin. Spurningar vöknuðu einnig um hvort Evrópuríkin myndu stjrkja samstarf sitt í varnar- og öryggismálum, þar sem Bandaríkin hefðu sýnt að staða þeirra væri mun sterkari en Evrópu- ríkjanna í þeim efnum. Bændur taka hvatningu SAM um minni fram- leiðslu af skilningi, en álíta fyrri tilmæli um meiri framleiðslu hafa verið vanhugsuð, eins og Sigrún Davíðsdöttir heyrði er hún ræddi við nokkra þeirra. AÐ ER GOTT að vera vitur eftir á, en það var kannski glannalegt að lofa svo ákveð- ið að borga afurðastöðvaverð fyrir umframframleiðslu, en vísast höfðu menn ekki áttað sig á að hægt væri að auka framleiðsluna svo mikið og hratt,“ segir Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíðbakka II í Austur-Land- eyjum. Tilefnið er hvatning Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, SAM, að draga úr mjólkurframleiðslu, eftir að afurðastöðvar höfðu í haust hvatt mjólkurframleiðendur til að auka framleiðslu sína. „Það hefði ekki átt að gefa út svona yfirlýsingu í upphafi án þess að hafa eitthvert þak á, til dæmis að miða við 10-15 prósent framleiðsluaukningu," segir Jóhann Gísli Jóhannsson, bóndi á Breiðavaði, skammt frá Egilsstöð- um. í sama streng taka fleiri viðmæl- endur Morgunblaðsins. Hvatningin um aukna framleiðslu var sett fram eftir að horfa þótti til próteinskorts og þar með samdráttar í ostaframleiðslu. Stöðvarnar lofuðu að greiða fyrir próteinhlutann, 75 pró- sent afurðastöðvaverðsins, eða 23 krónur á hvern lítra að frádregnum flutningskostnaði. Fullt afurðastöðvaverð er 33,80 krónur, en að viðbættum beinum greiðslum er lágmarksverð til bænda fyrir hvern mjólkurlítra 63,88 krónur, en þessi viðbót kemur ekki á umfram- framleiðslu, aðeins á framleiðslumark- ið. Mjólkursamlag KEA bauðst þó til að greiða fullt afurðastöðvaverð og hefur það vakið undrun margra ef marka má ummæli viðmælenda Morg- unblaðsins. Hin mikla mjólkurframleiðsluaukn- ing vekur einnig upp spurningar um hvort ekki mætti þá fækka kúm úr því þær geti svo auðveldlega framleitt meira, en á því máli hafa bændur þó skiptar skoðanir. Eðlilegar skýringar á mikilli framleiðsluaukningu í bréfi SAM til mjólkurframleiðenda 23. apríl kemur fram að framleiðsla mjólkur undanfarna 12 mánuði var 109,2 milljónir lítra, en heildar- greiðslumark mjólkur nemur 103 lítr- um á ári. Að sögn Guðbjöms Árnason- ar, framkvæmdastjóra Landsambands kúabænda, eru ýmsar skýringar á hvers vegna framleiðsluaukningin varð jafn mikil og raun ber vitni. Hey hafi verið einstaklega góð á síðasta ári og fóðurverð lágt og þetta tvennt, auk hvatningar um meiri framleiðslu hafi haft sitt að segja. „En verðlagsárinu lýkur ekki fyrr en 31. ágúst og ef sumarið verður kalt og votviðrasamt dregur sjálfkrafa úr framleiðslunni," segir Guðbjörn. Að hans mati er þessi aukning nánast ein- stæð. Varla þekkist að hægt sé að auka nytina svo mikið sem orðið hafi. Afleiðingar hvatningar án þaks „Ákvörðun afurðastöðvanna var röng, þegar ekkert þak var haft á hvatningu um aukna framleiðslu og mér finnst að stjórnir stöðvanna hafi farið óvarlega," segir Gunnar Sverris- son, bóndi í Hrosshaga í Biskupstung- um. Sjálfur miðaði Gunnar við að framleiða heldur meira en minna vegna hvatningar afurðastöðvanna. Góð hey, gott veður og lækkað fóður- verð hafi síðan auðveldað það. „Vegna nýju tilmælanna um að draga úr fram- leiðslu býst maður svo við að slátra fyrr þeim kúm, sem hefði verið slátrað hvort sem er.“ „Það voru mistök að biðja um ótak- markað magn og kemur illa við þá, sem spýttu í,“ segir Sigurður Baldurs- son, bóndi að Páfastöðum í Skagafirði. Sjálfur segist hann vera á réttu róli, „en ég veit um marga, sem eru að verða búnir með framleiðslumörkin og verða því kauplitlir fram til 1. septem- ber, þegar nýtt verðlagsár hefst.“ Ymsum finnst einnig að bréf SAM 23. apríl hafi komið seint. „Það voru áhyggjur þegar í haust yfir mikilli framleiðsluaukningu og ljóst um ára- mótin í hvað stefndi. Það er því seint farið af stað af SAM að skrifa þetta bréf fýrst nú,“ segir Elvar Eyvinds- son. „Það er mikið rétt að það hefur dregist á langinn að senda út bréf, en þetta var skoðað frá ýmsum hliðum“ segir Oskar Gunnarsson, formaður SAM, „en það eru þó enn eftir fjórir mánuðir af verðlagsárinu. Því er ekki að leyna að framleiðslan hefur farið úr böndunum, en staðreynd að lítið hefur dregið úr framleiðslu, þótt óskað væri eftir því.“ Tilboð afurðastöðva misjafnt eftir landshlutum „Hér er framleiðslan á eðlilegum mörkum og ekki stórkostlega yfir framleiðslumörkum,“ segir Jóhann Gísli. „Bændur á Austurlandi hafa náð að stjórna framleiðslunni vel, en við eigum þá vísast eftir að blæða fyrir hin svæðin. Ég er óánægður með að við hér fyrir austan skulum dregnir inn í þetta. Okkar samlag er veikt og hefur ekki gefið út neitt tilboð sjálft, svo það er ósanngjarnt að SAM sendi okkur hér þetta bréf. Við höfum ekki dælt kjamfóðri í kýrnar." Einnig bendir hann á að málið sé margfalt í roðinu, því ekki hafi náðst sama hag- ræðing fýrir norðan. „Við erum kannski betri við bændur en hinir,“ segir Hólmgeir Karlsson, mjólkursamlags- stjóri hjá KEA, á léttu nót- unum, þegar hann er spurður um þá ákvöðrðun KEA að greiða bændum 100 prósent afurðastöðvaverð. í fullri alvöru bætir hann við að þegar stefndi í óvissu með birgðastöðuna fyrir rúmu ári hafi þessi ákvörðun verið tekin. Síðan hafi aukningin orðið mun meiri en séð hafi verið fyrir. „En við stöndum við ákvörðun okk- ar,“ segir hann og segist sjá merki um að framleiðslan sé þegar farin að drag- ast saman. „Tilboðið kostar okkur auðvitað fjárútlát, en veldur okkur ekki fjárhagserfiðleikum eða rekstrar- vanda. Ég tel ekki miklar líkur á að það verði einnig borgað fyrir umfram- framleiðslu á næsta ári.“ Utan svæðis Mjólkursamlags KEA vekur það undrun að KEA skuli greiða fullt verð. „Aulaskapur" er orð- ■ ið sem Elvar á Skíðbakka notar yfir tilboð KEA. „Það er óraunhæft að borga fyrir fitu, sem ekki er hægt að selja, en auðvitað er þetta gleðilegt fyrir bændur fyrir norðan.“ „Menn skilja ekki þessa ákvörðun, því fitan er meira en verðlaus. Það kostar að losa sig við hana,“ segir Gunnar Sverrisson, bóndi í Hrosshaga í Biskupstungum, og bætir við að bændur sunnanlands hafi ekki uppi neinar kröfur í þessa átt. „Ég held þessi ákvörðun hafi verið mistök.“ Jóhann Gísli skilur heldur ekki ákvörðun KEA. „Það er lítil skynsemi í þessari ákvörðun og á endanum hljóta það að vera bændur, sem þurfa að borga brúsann. Sigurður Baldursson, bóndi á Páfa- stöðum í Skagafirði, segir þetta vera vandamál KEA. „Það er tvíbent fyrir fyrirtækið að fá vöru sem það getur ekki selt, en KEA hefur fengið stimpil ESB og getur því flutt inn þangað. Framleiðslumörkin eru miðað við inn- anlandsmarkað, en þessi umfram- framleiðsla gæti opnað möguleika á framleiðslu fýrir erlendan markað.“ Full greiðsla - arðgreiðslur Arðgreiðslur afurðastöðva í eigu bænda hafa rutt sér til rúms undan- - farin tvö ár, svo afkoma þeirra skiptir viðkomandi bændur beinlínis máli. El- var Eyvindsson segir að afurðastöðin, sem hann skipti við sé vel rekin og hagræðing þar hafi skilað sér. „En lé- leg rekstrarafkoma bitnar á arð- greiðslum til bænda næstu 1-2 árin.“ „Það má líta svo á að arðgreiðslur annars vegar og full afurða- stöðvagreiðsla hins vegar jafni mun- inn milli KEA og afurðastöðva, sem greiða arð,“ segir Gunnar Sverrisson, „en það er hreinni og gagnsærri rekst- ur og uppgjör, þar sem stöðvarnar eru í eigu mjólkurframleiðenda. KEA hef- ur bakhjarl." Væri hægt að fækka kúm? Samkvæmt frétt Bændablaðsins 4. maí hefur innvigtuð mjólk aukist um tólf prósent frá upphafi verðlagsárs miðað við sama tíma á fyrra verð- lagsári. Þessi mikla aukn- ing hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort hægt væri ná fram- leiðslumarkinu með færri kúm. Það þarf þó ekki að ræða við marga bændur til að átta sig á að á því máli eru margar hliðar og ekki einhlítt að aukningin nú þýði að kúastofninn sé of stór miðað við framleiðslumarkið. „Ég er alveg viss um hægt væri að fækka kúm,“ segir Jóhann Gísli, „en hér skipta gæðamálin einnig máli. Miðað við til dæmis 125 þúsund lítra fram- leiðslumark mitt, þyrfti ég ekki annað en að missa tvær kýr til að markið næðist ekki. Þetta er spurning, sem hver og einn verður að gera upp við sig.“ „Andstæðing- arnir að mestu gufað upp “ „Ákvörðun af- urðastöðvanna röng“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.