Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Um pólitík og ímyndir „En heimur ímyndanna er óstöðugur. Þeir sem náðu mestum árangri í kosningunum voru þeir sem áttuðu sig á óstöðugu eðli táknanna sem sífellt taka á sig nýjar myndir og finna sér jafnvel ný mið. “ að fór væntanlega ekki framhjá neinum að nýafstaðin kosn- ingabarátta snerist ekki um hugmyndir. Ef það er einhver óyggjandi niðurstaða af þessari uppá- komu, svo að viðeigandi orð sé notað, þá er hún sú að hug- myndafræðin er nú endanlega liðin undir lok. Flestum er þetta algjörlega sársaukalaust en hið póstídealíska landslag sem blas- ir við er kannski ekki beinlínis glæsilegt. Hin pólitíska grunn- skipting í VIÐHORF °s ----- vinstri hefur Eftir Þröst verið leyst upp Helgason 0g [ staðinn er komin einhver óskilgreind miðja sem enginn veit hvað stendur fyrir. I raun hlýtur miðjan að vera tóm vegna þess að pólamir sem hún hefur miðað sig við eru ekki lengur til staðar. Réttara væri að tala um eyðu enda fara stjómmál samtímans fram í tómarúmi þar sem engin viðmið em fyrir hendi, þar sem hug- myndir eiga sér engan bak- grann, ekkert upphaf og era bara eins konar eftirlíkingar af því sem einu sinni vora hug- myndir. Hugmyndir hafa með öðram orðum breyst í tákn eða ímyndir sem era endurfram- leiddar aftur og aftur í líki stjómmálamanna og ýmiss kon- ar kerfa og reglna sem menn þykjast deila um en era staðfest með skipulaginu sem við lýði er. Fiskveiðistjómunarkerfið er gott dæmi um mál þar sem ímyndir hinna gömlu hugsjóna til hægri og vinstri hafa verið enduríramleiddar. Ákveðin spenna hefur myndast en henn- ar hefur einkum orðið vart á yf- irborðinu, það er að segja í opin- berri umræðu, svo sem í fjöl- miðlum. En þessi spenna hefur aldrei náð neitt undir yfírborðið enda aðeins verið tákn um liðna tíma, um baráttu sem einu sinni átti sér stað milli andstæðra fylkinga. í raun og vera er stjómun fiskveiða fastákveðin af flóknum hagsmunatengslum sem stýra flæði peninga og valda í þjóðfélaginu og breytast ekki nema einhver hlekkur í því kerfí bresti. Og það gerist ekki þó að vatnið gárist í heimi ímyndanna. Ein skýrasta birtingarmynd heims ímyndanna vora auglýs- ingamar sem dundu á kjósend- um vikumar fyrir kosningar. Líf pólitíkusanna og lífslíkur byggj- ast á því að tákngera sjálfa sig í fjölmiðlum, að búa til mynd af sér. Og það var athyglisvert að þeir frambjóðendur sem ekki vora áberandi í auglýsingum og fjölmiðlum yfirleitt, svo sem Jó- hanna Sigurðardóttir og Finnur Ingólfsson, þóttu ekki hafa tekið neinn þátt 1 baráttunni. í aug- lýsingunum var hin hugmynda- lega kreppa augljós. Meginefni þeirra var framleiðsla eða end- urframleiðsla á ímyndum. Stjómmálamenn birtust ekki sem þeir sjálfír heldur sem eft- iriíkingar af sjálfum sér eða kannski öllu heldur sem eftirlík- ingar af ímynd stjómmála- mannsins. Þetta vora und- urfurðuleg myndskeið. Póli- tíkusar að leika pólitíkusa, að fara með ralluna sína eins rétt og þeir höfðu hæfíleika til, svið- settir sem þeir sjálfir í leikriti um þá sjálfa. Vitaskuld gerði handritið aldrei ráð fyrir því að þeir væra bara þeir; það var þvert á móti þaulskrifað með það fyrir augum að móta við- komandi að hinni réttu ímynd sem er svo margtuggin að hún rennur fyrirhafnarlaust ofan í múginn. Þama vora ábyrgðar- fullu landsfeðurnir sem lofuðu áframhaldandi góðæri og aukn- um framlögum til góðra mál- efna. Og þama vora uppreisnar- og umbyltingarmenn sem sögðu að góðærið hefði ekki náð til allra og lofuðu réttlæti og jafn- rétti. Allt eftir bókinni. En heimur ímyndanna er óstöðugur. Þeir sem náðu mest- um árangri í kosningunum vora þeir sem áttuðu sig á óstöðugu eðli táknanna sem sífellt taka á sig nýjar myndir og finna sér jafnvel ný mið. Sjálfstæðisflokk- urinn virðist hafa áttað sig, að minnsta kosti fór hann varlega í að leita á ný mið. Kosningabar- átta hans var lengst af þögul en þögnin lýsti ótta við upplausn ímyndarinnar sem flokkurinn hafði á sér eftir átakalitla stjómarsetu. Þetta var skyn- samleg afstaða. Tímamir ein- kennast af óstöðugleika og upp- lausn. Ef menn hafa fundið ein- hvem stað til að standa á, eitt- hvert orð sem heldur eða virðist í það minnsta merkingarbært þá er skynsamlegt að hanga á því. Framsóknarmenn fóra flatt á nýjungagiminni. Hinar stóra, glitfögra og heillavænlegu ímyndabyggingar sem reistar vora í kringum flokkinn og for- mann hans skyggðu algerlega á traustlegt útlit hans. Merking flokksins fór á flot. Fyrir hvað stendur framsókn eiginlega? Baráttu gegn eiturlyfjum?! Hver vill ekki beijast gegn þeim? Imyndarkreppan var sömu- leiðis algjör í umfangsmikilli auglýsingaherferð Samfylking- arinnar. Það var eins og allt sem hún sagði væri innan gæsalappa, tilvitnun í einhvem Annan eða „annað sjálf* flokks- ins. Kjósandinn var svo skilinn eftir með spuminguna um það hvað væri þama á milli, - hugs- anlega einhver saga, hugsan- lega einhver samtími; hann gat byggt og rifíð að vild. Vinstri-grænir fóra kannski byltingarkenndustu leiðina og höfðuðu þannig til uppreisnar- gjamra kjósenda. Þeir reyndu að endurvekja hugmyndafræð- ina og hafna upplausninni. Hug- myndafræðin sem þeir boðuðu var hins vegar gömul og úr sér gengin. A síðustu dögum fyrir kosningar var raunar hægt að fá á tilfinninguna að vinstri- grænum væri engin alvara með þessu uppbroti, þetta hefði bara virst nýstárlegur leikur í ímyndastríðinu. TUTTUGU nemendur stunduðu nám á hrossabraut á Hólum í vetur og er ekki að efa að þar á meðal eru mjög efnilegir reiðmenn sem vafalítið eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Skeifukeppnin á Hólum Stúlknaveldið stendur enn í Hólaskóla Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MORGUNBLAÐSSKEIFAN er það sem málið snýst fyrst og fremst um á skeifudaginn. Hana hlaut Sandra Maria sem hér hampar skeifunni á Spóa, næst henni er Viðja Hrund á Skerplu sem hlaut viðurkenningu FT fyrir góða reiðmennsku og lengst til hægri er Lisa Rosell á Hvati með Eiðfaxabikarinn. Upprennandi tamn- ingamenn þreyttu síð- asta prófið sem tekið er inn í keppnina um Morgunblaðsskeifuna í Hólaskóla á uppstign- ingardag. Flestir nem- enda, þar sem stúlkur eru í miklum meiri- hluta, kepptu í fjór- gangi en tveir kepptu í fimmgangi. Valdimar Kristinsson brá sér norður með skeifuna eftirsóttu og myndavél og fylgdist með spennandi keppni. FORKEPPNIN hafði farið fram um morguninn og það vora niður- stöður hennar sem giltu í skeifu- keppninni. Úrslitin voru nemendum og gestum til skemmtunar því boðið var upp á B-úrslit þar sem kepp- endur í 6. til 10. sæti leiddu saman hesta sína, en alls voru nemendur á hrossabraut 20 í vetur og allir skráðir til leiks. Fljótlega beindist athyglin að Höllu Eiríksdóttur sem keppti á hryssunni Flugu sem hún kom með að heiman frá Skúfslæk í Arnessýslu. Vakti hryssan strax at- hygli blaðamanns á hægatöltinu og hin atriðin reyndust einnig góð nema fetið sem var lélegt. Fór svo að lokum að þær Skúfslækjarstöllur sigraðu í B-úrslitum og unnu sér keppnisrétt í A-úrslitum. Þar vora fyrir Ágúst Ágústsson á Fjallaljóna frá Sauðanesi, Birna Ti-yggvadóttir á Rispu frá Syðri- Úlfsstöðum, Sandra Maria Marin á Spóa frá Fjalli, Svanhildur Stefáns- dóttir á Hólmsteini frá Syðri-Gróf og Viðja H. Hreggviðsdóttir á Skerplu frá Langholti. Einn piltur á móti fímm stúlkum undirstrikaði vel kynjahlutfall nemenda á hrossa- braut en tveir piltar vora í B-úrslit- um. Keppnin var mjög jöfn en Viðja og Skerpla höfðu þó vinninginn að mati þriggja dómara, þeirra Elvars Einarssonar, Ingimars Ingimars- sonar og Antons Níelssonar. Jafnar í öðra til þriðja sæti urðu svo Halla World rank-mót Geysis Landsliðseinvaldurinn gerir það gott GEYSISMENN héldu um helgina sitt árlega íþróttamót sem var um leið opið mót og viðurkennt sem World rank-mót sem þýðir að ár- angur einstakra knapa fer inn á af- rekalista FEIF. Mótið var afgreitt á einum degi sem sýnir vel hvað hægt er að afkasta miklu með stóra móts- svæði og fleiri en einum knapa inni á velli í senn í forkeppni. Að sögn Steinunnar Gunnarsdótt- ur mótsstjóra var nokkur óánægja með hversu mikið misræmi var á köflum á milli þriggja dómara en slíkt getur verið bagalegt þegar keppendur eru að reyna að ná lág- markseinkunn (5,5) inn á Islands- mótið sem verður einmitt haldið á Gaddstaðaflötum í sumar. Af úrslit- um mótsins vekur athygli að lands- liðseinvaldurinn Sigurður Sæmunds- son sem gerði það gott, vann fjór- ganginn á heimaræktuðum stóð- hesti, Esjari frá Holtsmúla, og stóðu þeir einnig vel uppi í hárinu á Vigni Siggeirssyni og Ofsa frá Viðborðsseli sem sigruðu í töltinu. Þá varð Sigur- bjöm Bárðarson þriðji í töltinu - nei, ekki á Oddi, heldur Hyl frá Efri Múla. Sigurbimi gengur allt í haginn með nýja fimmgangshestinn sinn, Byl frá Skáney, en þeir sigraðu þar en þurftu þó að hafa sig alla við á móti Katrínu dóttur Sigurðar. Og hún var líka á heimafæddu hrossi, Sögu frá Holtsmúla, sem er hálfsyst- ir Esjars. Og svo er þess að geta að Sigurbjöm sigraði í gæðingaskeiði á Byl með himinháar tölur, 9,39. Má nú víst telja að Sigurbjöm sé kominn með alvöru HM-kandídat enda alltaf stórtíðindi ef Sigurbjöm kemst ekki í landsliðið þegar hann á annað borð reynir það. Slíkt hefur ekki gerst síðan 1983 og er það eina skiptið sem honum hefur ekki tekist að vinna sér sæti í íslenska liðinu. Opið íþróttamót Geysis (World rank-mót) Tölt - 1. flokkur 1. Vignir Siggeirsson Sleipni, á Ofsa frá Viðborðsseli, 7,9/8,9 2. Sigurður Sæmundsson Geysi, á Esjari frá Holtsmúla, 7,6/8,4 3. Sigurbjöm Bárðarson Fáki, á Hyli frá Efri Múla, 7,7/8,3 4. Einar Ö. Magnússon Sleipni, á Glampa frá Kjarri, 7,2/8,2 5. Fríða Steinarsdóttir Geysi, á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,9/7,2 Verðlaunahafar á Geysismóti 3. Marjolyn Tiepen á Viljari frá Skarði, 6,6 4. Jóhann Þ. Jóhannesson á Skugga frá Dalsgarði, 6,6 5. Hallgrímur Birkisson á Hasari frá Þykkvabæ, 6,4 Fjórgangur - 1. flokkur 1. Sigurður Sæmundsson Geysi, á Esjari frá Holtsmúla, 7,1/8,2 2. Einar Ö. Magnússon Sleipni, á Glampa frá Kjarri, 6,9/6,9 3. Fríða Steinarsdóttir Geysi, á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,5/7,6 4. Hallgrímur Birkisson Geysi, á Hasari frá Þykkvabæ, 6,7/7,6 Geysi 5. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Hyli frá Efri Múla 6,1/6,7 Verðlaunahafar á Geysismóti 4. Guðmundur Guðmunds. á Védísi frá Lækjarbotnum, 5,0 5. Katrín Sigurðardóttir á Stráki frá Grímsstöðum, 5,7 Fimmgangur - 1. flokkur 1. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Byl frá Skáney, 6,9/7,12 2. Katrín Sigurðardóttir Geysi, á Sögu frá Holtsmúla, 6,4/7,11 3. Marjolyn Tiepen Geysi, á Viljari frá Skarði, 5,7/6,9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.