Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 74
■~W 74 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ & GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 ^jyæða flísar ^yæða parket ^jjgióð verð ^jBióð þjónusta IFerðaskriistofa studenta v/Hringöraut Opið til ki. 20.00 á fimmtudogum. www.lerflir.fs.is FOLK I FRETTUM UNGU HUGVITI ENGIN TAKMÖRK SETT Fjölmenni var við verð- launaafhendingu í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema í Gerðubergi á laugar- daginn var. Eyrún Baldursdóttir kíkti á sýninguna og skoðaði ýmis skemmtileg og óvanaleg verk. LÚÐRAHLJÓMAR bárust frá Gerðubergi þegar sýningargestir mættu til að skoða nýsköpun grunn- skólanema. Þetta er í áttunda sinn sem keppnin er haldin og að þessu sinni bárust um 700 hugmyndir í keppnina. Sjötíu verk eru á sýning- unni í Gerðubergi sem stendur yfir í allt sumar, en sjö þeirra fengu sér- stök verðlaun. í flokki formhönnunar hlaut Andri Haraldsson þriðju verðlaun fyrir hugmynd sína að skíðalyftu fyrir snjóbretti. Önnur verðlaun fékk Kristín Inga Vigfúsdóttir fyrir „bamaöryggi" og fyrstu verðlaun í sama flokki fékk Friðjón Júlíusson fyrir hugmynd að „fótahaldara", sem er stillanlegur skemill tengdur við bamabílstóla svo böm verði síður þreytt í fótum. í flokki uppfinninga féllu þriðju verðlaun í hlut Rúnu Sifjar Stefáns- dóttur en hún átti hugmynd að skó- haldara. Soffía Sólveig Halldórs- dótttir fékk önnur verðlaun fyrir „snjókubba- og sandskóflu" sem tryggir að snjóhúsin verði úr jafn- stórum kubbum. Fyrstu verðlaun í flokki uppfinninga fékk Sirrý Sif Stefánsdóttir sem hannaði hring- sigti. Auk þeirra fékk ung bresk Morgunblaðið/Ásdís FORSETI Islands með vinningshöfunum sjö. Frá vinstri: Fleur Driwer, Andri Haraldsson, Soffía Sólveig Halldórsdóttir, Andri Har- aldsson, Kristín Inga Vigfúsdóttir, Sirrý Sif Stefánsdóttir og Rúna Sif Stefánsdóttir. SIRRÝ Sif Stefánsdóttir fær hugmynd sína, hringsigtið, framleidda. ANDRI Haraldsson fékk hug- mynd að skíðalyftu fyrir snjó- brettafólk. NóbclwkiWið ' ati HALLDÓR > ' IAXNESS (lOÍðu Sjáístæíí íólk, bókaldarinnor, i stúdentsgjöf eöa ðnnur meislaraverk Nóbelsskálcfsins. VAKA-HELGAFELL Siduimila (>• Siini sso iOOO RÚNA Sif Stefánsdóttir með skóhaldarann sinn. stúlka, Fleur Driwer, sérstök auka- verðlaun fyrir hugmynd að brauðrist sem ristað getur brauðlengjur á öll- um hliðum. Forseti íslands hr. Ólaf- ur Ragnar Grímsson afhenti verð- launin sem voru vegleg peningaverð- Vigfúsdóttir við barnaörygg- ið, spegil sem settur er framan á barnakerru og sýnir hvað barnið er að gera. laun en sjálfur fór hann ekki tóm- hentur heim því hinir ungu hugvits- menn færðu honum „snjókubbaskóflu" að gjöf. Hringsigti á markað Samtök iðnaðarins velja eina hug- mynd á ári og kosta hönnun til að setja á íslenskan markað. Að þessu sinni varð hringsigti Sirrýjar Sifjar fyrir valinu. Aðspurð sagðist Sirrý alveg vera til í að hringsigtið yrði framleitt og að fólk myndi nota tæki sem byggt væri á hugmynd hennar. Hún sagðist hafa fengið hugmynd að hringsigtinu þegar frænka hennar skar sig á loki af niðursuðudós. Hr- ingsigtinu á að smella á dósina eftir opnun og þá má hella safanum af, án þess að spilla innihaldinu eða eiga á hættu að skera sig. Sirrý sagðist hafa orðið ánægð með að sín hug- mynd skyldi verða valin til frekari úrvinnslu en það hefði komið henni nokkuð á óvart. En það voru fleiri á því að þeirra hugmyndum væri þarft að koma í framkvæmd. Andri sem átti hug- mynd að skíðalyftu með snjóbretti benti á að það væri svo erfitt að taka diskalyftur þegar maður væri ný- byrjaður á bretti. Hann lagði til að í stað disksins yrði krókur sem mætti krækja um innanvert lærið. Rúna Sif sagði að verið væri að kanna í skól- anum hennar hvort hægt væri að framleiða skóhaldara sem varna því að „skórnir detti alltaf svona úr hill- unum“ sem er að hennar sögn hvim- leitt vandamál. Lausnin felst í því að klemma við þá keðju og útfæra þannig að þeir hífist sjálfkrafa upp. Fjölbreytni í fyrirrúmi A sýningunni eru verkefni sem bera vott um ríka sköpunargáfu grunnskólanemenda. Þar má finna hugmyndir að ýmsum hlutum sem leysa á einfaldan hátt dagleg vanda- mál t.d. sokkur sem vamar kusksöfn- un milli tánna, drykkjablandari, hjálparskíði, blindrahjólastafur, sjálf- neglandi hamar, lúsaryksuga, tónlist- arskór, regnþolin skrifbók, og næst- um allt sem nöfnum tjáir að nefna. Nú í ár var ákveðið að tvinna sam- norræna hönnunarkeppni Fantasi Design, sem er fyrir börn á grunn- skólastigi, við Nýsköpunarkeppnina. Af þeim 70 hugmyndum sem eru á sýningunni verða 40 sendar til áframhaldandi þátttöku í Fantasi Design. Hluti þeirra verka, sem keppa í Fantasi Design, verður val- inn á farandsýningu. Aætlað er að hingað komi hún í apríl árið 2000 og verði liður í dagskrá „Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000“. Þeir krakkar sem blaðamaður ræddi við voru á því að keppni af þessu tagi væri bæði skemmtileg og lærdómsrík og það var á gestum sýningarinnar að heyra að hér væru merkilegar uppfinningar á ferðinni. ............................. f T’ t f''' Jj — • • ' í Wt Fólk, viðtöl, dagskrá Skilafrestur auglýsingapantana í næsta blað er til kl. 16 miðvikudaginn 19. maí. Sími: 569 1111 * Bréfasími: 569 1110* Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.