Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 25 ÚR VERINU Rannsóknaskipið Arni Friðriksson í sfldarleit norðarlega f „Sfldarsmugunni“ FREKAR dræm veiði hefur verið í Síldarsmugunni undanfarna daga en bátunum hefur stöðugt fjölgað á svæðinu og voru 15 í gær að sögn Tilkynningaskyldunnar. í liðinni viku lönduðu þrír bátar samtals um 3.000 tonnum en gera má ráð fyrir að veiðin glæðist á komandi vikum og fitumagnið aukist. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son fór frá Færeyjum 6. maí og hef- ur verið við síldarleit norðarlega í Sfldarsmugunni síðan. „Þetta er allt öðruvísi en það hefur verið,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur, spurður um ástandið. Hann sagði að svo virtist sem kuld- inn væri meiri en áður, einkum Fiskafli í apríl minni en í fyrra FISKAFLI landsmanna sl. apríl- mánuð var nærri 30 þúsund tonnum minni borinn saman við aflann í sama mánuði á síðasta ár, sam- kvæmt aflatölum Hagstofu íslands. Samdráttur er í öllum tegundum og hefur afli aprflmánaðar ekki verið minni síðan árið 1996. Fiskaflinn það sem af er árinu er hins vegar meiri en á sama tíma árið 1998 eða 835.404 tonn á móti 655.443 tonnum í íyrra. Samtals veiddust rúm 50 þúsund tonn í síðasta mánuði, en aflinn var tæp 80 þúsund tonn í aprfl árið 1998. Mestu munar um að engin loðnuveiði var í síðasta mánuði en loðnuaflinn í aprfl í fyrra nam sam- tals 13.112 tonnum. Botnfiskaflinn dróst einnig talsvert saman eða um 10 þúsund tonn, var um 46.136 tonn í síðasta mánuði en 56.675 tonn í sama mánuði síðasta árs. Þannig var þorskaflinn rúmum 6 þúsund tonnum minni og rækjuaflinn um 2 þúsund tonnum minni í aprfl sl. mið- að við aprfl í fyrra. Sé hinsvegar miðað við fiskafl- ann á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins er aflinn það sem af er þessu ári nokkuð meiri borinn saman við sama tímabil á síðasta ári. Þar er um að ræða aukningu í öllum afla- tegundum, nema skel- og krabba- afla en það skýrist af mun minni rækjuafla en undanfarin ár. Botn- fiskaflinn á fyrstu fjórum mánuð- unum nam þannig á þessu ári rúm- um 191 þúsund tonn borið saman við tæp 164 þúsund tonn í fyrra. Loðnuaflinn það sem af er árinu er sömuleiðis talsvert meiri eða 614 þúsund tonn nú en var 457 tonn í fyrra. Mestum afla var landað á Suður- nesjum í aprfl eða 8.261 tonni, þar af um 5.340 tonnum af þorski. Það er engu síður nærri 7.500 tonnum minni afli en í sama mánuði síðasta árs. -------------- Ársfundur IWC Griðland fyrir hvali ÁRSFUNDUR Alþjóða hvalveiði- ráðsins (IWC) verður haldinn á eyjunni Grenada í Karabía-hafinu dagana 24.-28. maí nk. Á dagskrá fundarins eru m.a. ýmsar friðunar- tillögur, t.d. sú að komið verði á fót griðlandi fyrir hvali í Suður-Atl- antshafi og í Suður-Kyrrahafi. Auk þess verða kynnt störf vísinda- nefndar ráðsins sem snúa að hrefnustofninum í Mið-Atlantshafi, fjallað verður um hvalaskoðun og sérstök nefnd fjallar um veiðiað- ferðir. Islendingar eiga ekki aðild að Alþjóða hvalveiðiráðinu en munu eiga áheyrnarfulltrúa á fund- inum. „Þetta er allt öðruvísi en það hefur verið“ austan til í Noregshafi, og því væri sfldin miklu seinna á ferðinni auk þess sem hún virðist hafa farið mjög langt norður eftir áður en hún byrjaði að ganga vestur eftir. „Við höfum ekki séð tiltakanlega mikið af sfld á okkar svæði en reyndar er komið töluvert mikið af sfld sunnar,“ sagði hann. Þá var Árni Friðriksson um 400 mflur norðaustur af Langanesi en ís- lensku sfldarbátarnir voru aðeins sunnar. Að sögn Hjálmars hefur veðrið al- mennt verið þokkalegt en leiðinda- dagar komið inná milli eins og í gær. „Sfldin hefur yfirleitt staðið mjög djúpt á daginn og komið svo upp á kvöldin þar sem bátamir eru. Þá hefur hún siglt nánast á fullri ferð í suðvestlæga stefnu í áttina að fær- eysku lögsögunni. Menn hafa því haft lítinn tíma og því hefur þetta gengið frekar illa.“ Auk Árna Friðrikssonar eru þrjú erlend rannsóknaskip á svæðinu og hefur verið leitað á nokkuð stóru svæði en gert er ráð fyrir að þess- ari ferð Árna ljúki um helgina. „Sfldin er enn mögur en átan er víða þannig að þegar hún fer að éta átuna fyrir alvöru tekur hún vafa- laust fljótt við sér. í gamla daga hefði engum dottið í hug að veiða sfld svona snemma en nú eru menn að berjast við lögsögur og fleira og fara ekki endilega eftir holdafari fisksins eins og áður var gert og ætti auðvitað að gera, en það er önnur saga. Hins vegar er sfldin sem við höfum séð norðar og austar ekki í veiðanlegu ástandi." Nýr stoöur fyrir notoðo bílo Bílaland B&Lerein stærsta bflasala landsins með notaða bíla aföllum stærðum gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu vió Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) og þú gengur inn ffá Fosshálsi. Ford Escort 3, árg. 98, 1600, 5g, 5d, svart, ek. 13 þús. verá 1.360 þús. Æ Toyota Corolla, árg. 95, 1300, ss, 5d. rauóur, ek. 91 þús. BMW 520IA, árg. 96, 2000, ss, 4d, blár, ek. 71 þús. veró 2.490 þús. Fiat Brava, árg. 97, éafife 1800, 5g, 4d, grænn, ek. 55 þús. ’W verá 1.190 þús. Renault 19 RT, ^árg. 93, 1800, ss, 4d, rauður, ek. 92 þús. verá 780 þús. 3d, blár, ek. 48 þús., Leður, spoiler, álfelgur og sportpúst. verá 690 þús. Hyundai Elantra, árg. 96, 1800, ss, 4d, grænn, ek. 51 þús. Renault Megane Classic RT, árg. 97, 1600, 5g, 4d, rauóur, ek. 34 þús. verá 1.240 þús. IgP^Hyundai Coupe Fx, árg. 98, 2000, 5g, 3d, rauóur, ek. 12 þús Landrover Defender 90, árg. 98, 2500 diesel, 5g, 5d, vínrauóur, ek. 71 þús. verá 2.390 þús. IFVWGolfCL, árg. 96, 1800, 5g, 5d, rauóur, . ek. 55 þús. Hyundai Elantra Wagon, árg. 97, 1600, 5g, 5d, blár, ek. 57 þús. verá 1.190 þús. Chevrolet Blazer, árg. 94, 4300, ss, 5d, grænn, ek. 120 þús. verá 1.850 þús. ||||1®' MMC Lancer r Station, árg. 93, 1600, 5g, 5d, rauður, ek. 181 þús. Renault Clio RN, á rg. 92, 1200, sg, 3d, V ^ rauóur, vÉÉÉii?' ek. 110 þús. Opel Astra, árg. 96, 1600, ss, 4d, grænn, ek. 40 þús. \jJH| verá 1.150 þús. Hyundai Pony“ árg. 93, 1300, 5g, 4d, rauóur, ek. 107 þús. íW%{É3A verá 440 þús. Hyundai Accent, árg. 98, 1500, 5g. 5d, grár, ek. 32 þús. V verá 1.070 þus. Hyundai Elantra, árg. 93, H 1600, ss, 4d, v.rauð, ek. 92 þús., veró 590 þús. verá 590 þús. Gijótháls 1, sími 575 1230 noioðir bílor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.